Tíminn - 15.02.1990, Side 18

Tíminn - 15.02.1990, Side 18
18 Tíminn Fimmtudagur 14. febrúar 1990 ÁRNAÐHEILLA Áttræður: Friðgeir Þorsteinsson Friðgeir Þorsteinsson á Stöðvar- firði fæddist þar, í Þorsteinshúsi í Kirkjubólsþorpi, 15. febrúar 1910. Foreldrar hans Þorsteinn Þorsteins- son Mýrmann, kaupmaður og seinna bóndi á Óseyri í Stöðvarlandi, og Guðríður Guttormsdóttir kona hans frá Stöð. Þorsteinn var ættaður úr Austur-Skaftafellssýslu. Áttræðisafmæli Friðgeirs kom mér ofurlítið á óvart. Mér fannst hann ekki þesslegur síðast þegar ég sá hann. En iengi höfum við nú vitað hvor af öðrum. Það er ánægjulegt fyrir mig að líta um öxl og minnast samskipta okkar Friðgeirs. Við skulum þó huga að fleiru á þessum áttugasta afmælis- degi Stöðfirðingsins. Námsferill Friðgeirs Þorsteinsson- ar varð að því skapi stuttur sem starfsáfangar síðar hafa orðið langir. Séra Guttormur afi annaðist barna- fræðsluna. Arnór á Laugum fékk einn vetur til að byggja nokkuð ofan á traustar undirstöður klerksins í Stöð. Mótornámskeið og „punga- próf“, hvort tveggja vegna sjó- mennskunnar. Að öðru leyti sjálfs- nám í lífsins skóla sem mörgum nýtist næsta vel og er í raun hið eina og sanna sínám þótt sjaldnast fylgi það forritum. Elsa hét kona Friðgeirs, Sveins- dóttir Björgólfssonar útvegsbónda á Bæjarstöðum og Svanhvítar Péturs- dóttur konu hans. Hún var fædd 7. ágúst 1912. Þau Friðgeir gengu í hjónaband 10. desember 1930, hann með leyfi dómsmálaráðherra, því giftingaraldur karla var þá 21 ár. Stöðvarfirði Fljótlega settust þau að í húsi sínu í Árbæ og áttu þar heima síðan. Friðgeir Þorsteinsson hafði verið oddviti Stöðfirðinga áratug eða svo þegar fjölga fór ferðum mínum á hans slóðir. Ég hafði þó komið á Stöðvarfjörð áður - og mótað með sjálfum mér sérstæða og hugþekka mynd af plássinu. Ég fullyrði ekki að sú mynd hafi verið raunsönn. En í henni var mikið samræmi og rósemd, því mér fannst líkt og haf og land féllust í faðma á þeim stað og að fólkið væri nokkum veginn jafnná- komið þeim höfuðskepnum báðum og býsna samhent í lífsins ólgusjó. Svo kynntist ég Friðgeiri. Og frá fyrstu tíð fannst mér eins og starfs- ferill hans félli fullkomlega að þess- ari ímynd minni um byggðarlagið. Þarna hafði hann alist upp og mótast. Störfin til sjós og lands gripu hann áreiðanlega föstum tökum en fjötruðu ekki. í fjörutíu ársótti hann sjó á eigin útvegi. Öll fjölskyldan var með í verki þar til börnin fóru að eiga með sig sjálf. Um langt árabil var hann líka bóndi og bjó að sínu með landbúnaðarvörur, hollar og góðar. { því var þá fólgið þýðingar- mikið öryggi fyrir heimilið, fjöl- skylduna. Þegar Friðgeir nálgaðist sextugt hætti hann sjóferðum að mestu og sneri sér að öðru starfi sem kallaði að. f tíu ár veitti hann forstöðu útibúi eða umboðsskrifstofu Sam- vinnubankans á Stöðvarfirði. Ókunnugum, sem les þessar línur, kann að þykja það nokkuð „bratt“ að setjast inn í banka beint af þóttunni. En kunnugir vita að sjó- maðurinn og bóndinn í Árbæ var þá líka orðinn þrautsjóaður í almennu viðskiptalífi og reikningshaldi. Árið 1937 var Friðgeir Þorsteins- son kosinn í hreppsnefnd Stöðvar- hrepps og oddviti hreppsnefndar 1940. Umbrota- og framfaratímar fóru í hönd. Um þessar mundir voru að vísu verslanir í Kirkjubólsþorpi við Stöðvarfjörð, símstöð og póstþjón- usta. En að öðru leyti var þorpið myndað af nokkrum grasbýlum út- vegsbænda t landi jarðarinnar. Þetta átti fyrir sér að breytast. Og það kom í hlut Friðgeirs að vera í fararbroddi í þrjátíu ár og leiða þær breytingar og framfarir sem þá áttu sér stað þarna, ásamt með samstarfs- mönnum sínum í sveitarstjórn, kaupfélagi, hraðfrystihúsi og á enn fleiri póstum sem komu við sögu í byggðarlaginu í áranna rás. Oft gruna ég samferðafólk mitt um að gleyma jafnvel nálægri fortíð firnafljótt. En ekkert verður til af engu og það sem gert er í ár hvílir ósjaldan á undirstöðum frá í fyrra. Og nota nú tækifærið að minna á atburði sem eru dæmigerðir fyrir þess háttar framrás, þar sem nánast hver áfangi tengist hinum næsta með einhverjum hætti. Skömmu áður en Friðgeir varð oddviti höfðu Stöðfirðingar stofnað kaupfélag sitt og styrkt svo í sessi að það varð einn öflugasti burðarás byggðarinnar. Þeir höfðu þá og reist myndarlegt skóla- og samkomuhús og staðið þétt saman að smíði þess. Síðan rak hver framkvæmdin aðra í raun og veru, þó það orðalag sé reyndar villandi því ekkert kom af sjálfu sér og oft var við ramman reip að draga. Hafnargerðin var ákaflega þýð- ingarmikil, Stöðvarfjörður er stuttur og opinn fyrir haföldu. Og hún hefur orðið umfangsmeiri en flest eða öll önnur verkefni sem sveitarfélagið hefur haft með höndum á löngu árabili. Fyrsti hafnargarðurinn 1946 táknaði merkan áfangasigur. Frysti- húsið frá 1948 ekki síður. Árni Vilhjálmsson, erindreki Fiskifélags- ins á Austfjörðum, komst svo að orði í tímaritsgrein: „Það sem athyglisvert er í sam- bandi við þessi mannvirki er það, að fiskideildin á staðnum á frumkvæðið að því að fyrirtækinu var komið upp. Þarna voru það sjómennimir sem fundu þörfina og brutu ísinn. Og annaö hitt að húsunum virðist valinn mjög heppilegur staður. Þegar bátarnir koma af sjónum leggjast þeir á lygnuna innan við bryggjuna, rétt við dyrfrystihússins. ... Húsin eru vönduð að frágangi og umgengni öll er til fyrirmyndar." Þessi umsögn erindrekans segir heilmikla sögu. Frystihúsinu fylgdi beinamjöls- verksmiðja og vönduð lifrarbræðsla. Dísilrafstöð var reist og þorpið raflýst. Og það var haldið uppi linnulausri baráttu fyrir bættum sam- göngum á landi, innan þorpsins og út frá því til beggja handa. Þessi fáu dæmi um viðgangsefni Stöðfirðinga í oddvitatíð Friðgeirs Þorsteinssonar gefa til kynna að trillusjómaðurinn Friðgeir Þor- steinsson hafi ekki setið auðum höndum í landlegum. Og að stund- um hafi komið sér vel að fleiri kunnu til sjóverka á heimilinu en húsbónd- inn einn. í bréfi til mín frá þessum árum hefur Friðgeir orð á því, að það sem áunnist hafi í byggðarlaginu sé ekki síst því að þakka að samvinna sveit- arstjórnar og alþingismanna hafi verið góð, hreppsnefndarmenn ávallt samtaka um framfaramálin og hreppsbúar almennt veitt drengileg- an stuðning. En til marks um sam- heldni Stöðfirðinga um þær mundir er stundum til þess vitnað, að þegar listakosning til hreppsnefndar hafði verið fyrirskipuð í sveitarfélaginu, þá kinokuðu þeir sér við að stilla upp, slíkt kynni að valda sundrungu. Og þegar Björn Stefánsson, kaupfé- lagsstjóri þeirra, litlu seinna sat á Alþingi um hríð fékk hann breytt hér að lútandi lagaákvæði. Svo vil ég minna á að Friðgeir Þorsteinsson kom víðar á málum byggðarlags síns en í sveitarstjórn. Þannig var hann snemma á tíma formaður skólanefndar samtals tólf ár. Hann var fulltrúi sveitunga sinna í sýslunefnd Suður-Múlasýslu hátt í þrjátíu ár, enn lengur í stjórn kaup- félagsins og lengi stjórnarformaður Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar. Hann hefur og verið mjög starfandi í Fiskideildunum á Áustfjörðum, setið í stjórn þeirra langa hríð og sótt Fiskiþing fyrir þeirra hönd á fimmta áratug. Það mega vera hraustir menn og allvel af guði gerðir sem skila svodd- an dagsverki. Og vísast ekki einir á ferð. Friðgeir átti afbragðs konu og traust heimili. Það varð honum og fjölskyldunni allri þungt áfall þegar Elsa veiktist 1978 og andaðist 20. desember það ár. Kynni mín af fjölskyldu Friðgeirs og samskiptin við hana í áranna rás eru okkar mál. En ómetanlegt var að eiga sér áningarstað í Árbæ á ótöldum ferðum alþingismanns. Blanda geði við heimilisfólkið, þiggja saðning, ræða málin. Sofna eftir það við ámiðinn - ellegar þyngri samhljóm árstraums og út- hafs ef líf var með löndum. Og vakna endumærður að morgni! Friðgeir Þorsteinsson er harð- skeyttur samvinnumaður og fram- sóknarmaður - honum er ekki lagið að leika tveim skjöldum. Óhvikull stuðningur hans við málstað þeirra hefur verið ákaflega mikils virði, það ætti ég að þekkja. Og þó hlýt ég nú að taka mér í munn fleyg orð úr fomsögu: Góðar em gjafir þínar, en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna. Og yfirfæri þau á alla fjölskylduna. Og nú vil ég þakka Friðgeiri Þorsteinssyni áttræðum samfylgdina til þessa og segi eins og gömul kona heima: Það er allt indælt sem af er. Og við Margrét, gömlu hjónin á Brekku í Mjóafirði, árnum honum og fólkinu hans allra heilla. Vilhjálmur Hjálmarsson llllllllllllllllllllllllllll VIDSKIPTALÍFIÐ llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Hækkandi vextir — fallandi verðbréf Seðlabanki Japan hækkaði grunn- vexti sína 23. desember 1989 úr 3,75 í 4,25% fyrir sakir 2,5% hækkunar heildsöluverðs á árinu, fyrstu um- talsverðu hækkunar á verðlagi þar- lendis í sjö ár. Á eftir hefur farið 5% lækkun verðbréfa í japönskum kauphöllum samkvæmt Nikkei-vísi- tölunni sem tekur til 225 þeirra. Fyrir vikið hefur arðsemi þeirra hækkað úr 4,9% að meðaltali f 6,6%. Gefa þau nú af sér aðeins 2% minna en amerísk verðbréf. En um þessar mundir kaupa Japanir40% af útgefnum bandarískum ríkis- skuldabréfum (Trcasury Bonds). í janúar 1990 féllu líka verðbréf í kauphöllum í Bandaríkjunum. Sam- kvæmt Dow Jones vísitölurini úr 2810 í ársbyrjun í 2559 í lok mánað- arins. Þeirri lækkun hratt af stað lítill hagvöxtur í Bandaríkjunum á síðasta ársfjórðungi eða 0,5% á ársgrundvelli. Samkvæmt könnun Zacks Investment Research kváðust 51% fyrirtækja hafa haft minni tekj- ur á ársfjórðungnum en þau höfðu vænst. Sakir lækkunar markaðs- verða ríkisskuldabréfa (Treasury Bonds) hefur arðsemi þeirra hækkað úr 7,8% í 8,4%. í London féllu verðbréf líka í janúar um 8,5% að meðaltali. En vextir eru nú háir á Bretlandi, vextir banka á skammtímalánum allt að 15%. { Vestur-Þýskalandi, í kauphöll- inni í Frankfurt, hækkuðu verðbréf hins vegar að meðaltali um 1% í janúar 1990. Fáfnir Rýrnandi akurlendi í Ástralíu í Ástralíu eyðir uppfok landi og plagar landbúnað. Árlegur afrakstur ástralsks landbúnaðar er sagður 550 milljónum dollara minni sakir rýrðs akurlendis. Til marks um uppfokið er haft að í Darling Dawn í Suður- Queensland blása árlega upp 8,8 milljónir tonna og berst sandryk þaðan alla leið til snævi þaktra tinda Nýja Sjálands. Áströlsk stjórnvöld hófu í júlí 1989 átak gegn landeyðingu. Tekur það til gróðursetningar 1 milljarðs trjáa fyrir árið 2000, viðspyrnu við fjölgun kanína og villigalta og að styðja við bak samtaka sem upp hefur verið komið í þessu skyni. Stígandi Frá afhendingu styrkja úr Rannsóknasjóði Krabbameinsfélagsins. F.v. Almar Grímsson, formaður Krabbameinsfé- lags Islands, Bjarni A. Agnarsson læknir, Helgi Tómasson tölfræðingur, Auðbjörg Helgadóttir sem tók við styrk fyrir hönd dóttur sinnar Hildar Harðardóttur læknis, Jóhannes Björnsson yHrlæknir og Davíð Ólafsson formaður Vísindaráðs Krabbameinsfélagsins. Krabbameinsrannsóknir styrktar Nýlega var úthlutað í annað sinn styrkjum úr Rannsóknasjóði Krabbameinsfélagsins, sem stofnað- ur var í framhaldi af Þjóðarátaki gegn krabbameini 1986. Hlutverk sjóðsins er að efla rannsóknir á krabbameini. Þeir sem hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni voru: Helgi Tómasson, til rannsókna á sambandi notkunar getnaðarvarna- pillu og krabbameins í brjósti. Hildur Harðardóttir, til rannsókna á nýju einstofna mótefni gegn krabba- meinsfrumum upprunnum frá eggja- stokkum. Jóhannes Björnsson, til rannsókna á lífhegðun, vefjaafbrigðum, ónæmis- vefjafræði og kjarnsýrueiginleikum brjósksarkmeina. Kristrún Benediktsdóttir, til rann- sókna á sarkmeinum í mjúkvefjum á íslandi. Samanlögð upphæð styrkjanna var 1450 þúsund krónur. POSTFAX TÍMANS 687691

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.