Tíminn - 17.02.1990, Page 7
Laugardagur 17. febrúar 1990
Jjnjinn, 7
kristinna verðmæta. Sjómaður-
inn sótti afla í djúp hafsins og
bóndinn erjaði jörðina. Sam-
bandið við lífið sjálft, leyndar-
dóma og auðlegð þess gerði það
að verkum, að tröllatrú á alls-
herjarlausnir og pólitísk töfra-
brögð reyndust aldrei mikils
metin. í þessu tafli nýttíst þjóð-
inni líka tómlæti og kaldhæðni
andspænis þeim sem blása sig út
ög þykjast hafa óbrigðul ráð
undir rifi hverju.
Hin jákvæða hlið íslenskrar
arfleifðar birtist í mörgum
myndum á þeim áratugum, sem
hér hafa verið gerðir að umtals-
efni og bornir hafa verið saman
við nútíðina. Nefna mætti ung-
mennafélögin og þá um leið
allar þær fjölmörgu hræringar,
sem þau komu af stað í sveit og
við sjó um land allt. Hvergi
brann logi íslenskra verðmæta
skærari ljóma en einmitt þar.
Tengsl þessarar margþættu
hreyfingar við þá alþýðlegu
vakningu á Norðurlöndum, er
birtist í lýðháskólunum, sem
einnig hafa borist hingað til
Skálholts, er augljós. Þótt hin
alþýðlega vakning hafi birst með
mismunandi hætti er einsýnt að
um sameiginlegan norrænan arf
er að ræða, þar sem hlutur
íslendinga er engu minni en
annarra. Almenningur hér á
landi og í grannlöndum okkar
þjappaði sér saman um þau
merki, sem bestu menn höfðu
reist í miðdepli menningar, fél-
agsþroska, framfaravilja, ætt-
jarðarástar og trú á skaparann.
Ávinningur þess liðssafnaðar
var allt í senn aukin mannleg
reisn á íslandi og efling þeirra
atvinnuvega, sem byggja á gæð-
um lands og sjávar. Atvinnu-
vega sem eru grundvöllur vel-
ferðarþjóðfélags nútímans.
Samvinna spratt upp { stað sam-
keppni og baráttu allra gegn
öllum. Strjálbýli landsins tók á
móti straumunum og reyndist
þess umkomið að veita ungu og
óráðnu þéttbýli innihald og
menningarlegt vegarnesti. Síð-
ast en ekki síst lifði ávallt með
þjóðinni hollusta við kristið sið-
gæði og kristna trú.
Það ísland, sem við nú leit-
umst við að efla, býr að þessari
brú, sem byggð var milli fortíðar
og framtíðar. Hún stóð af sér
hringiðu þeirra áratuga, sem
einkenndust af upphlaupum og
hugmyndalegum ofsa. Hendur
nýrrar kynslóðar hafa sópað
burtu mosanum. Burðarviðir og
brúargólf blasa við, og brúin
gamla er styrkasta mannvirki
samtíðar okkar.
Kirkjan
sameiningarafl
Við þessar aðstæður hlýtur
það að vera hlutverk kirkjunnar
að beita áhrifum sínum til að
sameina þjóðina um þau verð-
mæti sem landsmenn liafa fengið
í arf frá forfeðrunum. Eftir hrun
þeirra hugmyndakerfa, sem
áður riðu húsum stendur kristin
trú og siðferði sterkar en nokkru
sinni áður og er burðarás allra
sem vilja rækta með sér heil-
steypta og samræmda lífsskoð-
un. Lífsskoðun sem leiðir þjóð-
ina á réttar brautir og hefur áhrif
höfnuðu þeir þeim leyndardómi
og djúpu vitund sem búið hafði
um sig með átrúnaði aldanna.
Kristin trú var að þeirra mati
hégómi, ósamboðin þeim miklu
vitsmunum, er höfundar hinna
ýmsu kennisetninga höfðu teflt
fram.
Kristnum mönnum hætti til
að bregðast hart við ofangreind-
um árásum. Slíkt var reyndar
eðlilegt, miðað við aðstæður.
Hins vegar voru viðbrögðin ekki
alltaf jafnheppileg sem skyldi,
þegar til lengri tíma var litið.
Kristnir menn áttu það til að
fallast viljandi eða óviljandi á
grundvallarsjónarmið andstæð-
inganna. Kristin trú og mannleg
skynsemi gátu birst sem and-
stæður í predikun þeirra. Þeir
voru í reynd ráðvilltir vegna
mikils hljómgrunns og áhrifa
öfganna.
Islendingar voru ekki á miðju
þessarar hringiðu. En sprekun-
um skolaði einnig á land hér.
Kirkjan var tiltölulega áhrifalít-
il. Hún átti einungis að takmörk-
uðu leyti samleið með félags- og
menningarlegri þróun, sem að
öðru leyti gætti í landinu. Trúin
og skynsemin voru oft og tíðum
álitnar andstæður. Gagnkvæmr-
ar fordæmingar gætti milli
kirkjufólks og annarra.
í dag er mannlífsmyndin á
marga vegu allt önnur. Þó að
sárin eftir umbrotin fyrr á öld-
inni séu enn djúp hafa öfgastefn-
urnar gengið sér til húðar. Fáir
binda lengur tryggð eða vonir
við þær. Það á bæði við um
stjórnmál og almenn lífsviðhorf.
í stað ofstækis og hörku sækja
menn nú í vaxandi mæli fram á
tiltölulega breiðri víglínu raun-
sæis og hófsemi. Stefnt er að
batnandi kjörum og lífvænlegri
háttum án þess að menn óri fyrir
því að þeir hafi framvinduna í
hendi sér að fullu og öllu.
Draumurinn um „fyrirmyndar-
ríkið“ - sem gat reyndar verið
ámóta fagur og hann var óraun-
sær - hefur þokað fyrir skynsam-
legri viðleitni til að miðla málum
og sættast á þær lausnir, sem
Hér á landi hafa þessi lífsvið-
Dr. Þórir Kr. Þórðarson.
horf náð að festa djúpar rætur.
Það birtist í stjórnmálum og
menningarmálum, en einnig og
ekki síður í trúarefnum. Kirkjan
hefur aðra stöðu en fyrr. Þar
með hefur ábyrgð hennar vaxið
- hlutverk hennar tekið á sig
fjölþættari myndir.
Þetta er reyndar ekkert undr-
unarefni. Saga íslands á 20. öld
býr yfir ótvíræðum dæmum um
það, að sá hugsunarháttur, sem
um þessar mundir telst nýlunda
víða um Vesturlönd, átti sér
reyndar ætíð griðland meðal
okkar þjóðar - einnig á fyrri
áratugum öfgastefna og stór-
átaka. Fulltrúar mannúðar og
hófsemi hörfuðu aldrei af hólmi
á íslandi. Þeir báru fram sína
bjartsýnu trú á land og lýð og á
„Guð vors lands“ meðan aðrir
fóru hamförum í nafni framandi
sjónarmiða.
í þessu efni nutu íslendingar
sérstöðu sinnar varðandi menn-
ingararfleifð, einangrun og sam-
býli við náttúruna. Saga þjóðar-
innar og bókmenntahefð voru
nægilega sterkar til þess, að
engin annarleg hönd fékk
höggvið á þau tengsl, sem m.a.
héldu íslendingum föstum á rót
íslensk arfleifð
framkvæmanlegar eru hverju
sinni. Samræður um vandkvæð-
in hafa leyst hrópyrði og for-
mælingar af hólmi. Málamiðlun
er í öndvegi og þeir sem að því
standa ekki lengur fordæmdir.
Þar með er ekki sagt, að öllu sé
haldið til skila og sérhver vandi
leystur - enda vita menn nú, að
það stendur ekki til og er ekki á
mannlegu valdi.
Með þessari breytingu hafa
hefðbundin lífsgildi aftur öðlast
þá viðurkenningu, sem þeim
ber. Mannúðarstefnan, meðal-
hófið og viðtekið siðferði þokast
inn á sviðið af vaxandi þunga.
Lotningin eða a.m.k. varfærni
andspænis hinu óræða í hinstu
rökum lífs og mannlegrar veru,
er ofar á baugi en áður var.
Trúin er ekki lengur skoðuð sem
andstæða skynseminnar. Menn
líta fremur á trú og skynsemi
sem systur, er fléttast saman í
ævarandi viðleitni mannsins til
að fóta sig í lífinu - og frammi
fyrir því sem enginn skilur að
fullu, en allir eiga nokkra hlut-
deild í.
á þau stjórnmálalegu öfl sem
eru í forystu á hverjum tíma.
Bein og óbein áhrif kirkjunnar á
stjómmál hljóta því ávallt að
vera fyrir hendi. Það skiptir þó
mestu að kirkjan gleymi því
aldrei, að hún er þjónn þess
almennings, sem skírður hefur
vérið til kristinnar trúar. Kirkj-
unni ber að tala þá tungu, sem
alþýða manna skilur. Henni er
einnig og ekki síður skylt að
beita sér fyrir þeim menningar-
og félagslegu verkefnum, sem
samræmast boðskap hennar.
Kirkjan þarf ekki að óttast að
ganga fram og sýna andlit sitt og
leggja orð í belg í umræðum um
þjóðfélagsmál.
Endurskipulagning starfs-
hátta kirkjunnar er liður í síðast-
greindu verkefni. Um það efni
vísast til margra ágætra tillagna,
er litið hafa dagsins ljós meðal
kirkjunnar manna síðustu árin,
þótt ekki verði þær gerðar að
umtalsefni í einstökum atriðum.
Efling biskupsdæmisins íslands
er þar sérstakt verkefni. Renna
þarf fleiri og styrkari stoðum
undir embætti biskups íslands,
en forðast allt sem sundrar því
einingarafli, er þar má finna.
Nú liggur fyrir frumvarp til
laga um skipan prestakalla og
prófastsdæma og starfsmenn
þjóðkirkju íslands. Þar er gert
ráð fyrir því að hér á landi verði
tveir vígslubiskupar. Annar hafi
aðsetur hér í Skálholti, hinn á
Hólum í Hjaltadal. Verkefni
þeirra eru vel skilgreind og
óhætt er að segja að samkvæmt
frumvarpinu verði verkefni
þeirra umfangsmeiri en nú er.
Það er mikilvægt að hinn forni
biskupsréttur verði með þessum
hætti aftur ríkjandi í kirkjusögu
landsins og trúarlífi. Staðir sem
geyma trú og sögu hafa gildi
fyrir fólk hverrar tíðar, vekja til
vitundar um tilurð og tilvist,
upphaf og endi. Með því að
vígslubiskup setjist í Skálholt er
betur tryggt að staðurinn verði
áfram Iifandi í sögu þjóðarinnar.
Þessi skipan er einnig vottur um
trú þeirra sem að henni standa
að strjálbýlið hafi ekki síður nú
fremur en áður miklu hlutverki
að gegr.a."
Hér lýkur tilvitnunum í ræðu
Halldórs Ásgrímssonar á Skál-
holtshátíð. Þótt orð hans verði
ekki útlistuð með neinum mála-
lengingum er vert að benda á
skýrt svipmót með ályktunum
stjórnmálamannsins um sið-
ferðilega og andlega afstöðu
manna til heims- og samfélags-
mála og þess sem guðfræðipróf-
essorinn Þórir Kr. Þórðarson
segir um siðfræði hinna hagnýtu
viðfangsefna, sjálfrar vinnunn-
ar, þess að bera sig eftir björg-
inni í víðtækum skilningi. Próf-
essorinn viðhefur þau athygl-
isverðu orð að vandi íslensku
þjóðarinnar sé miklu fremur
andlegur en tæknilegur og fjár-
hagslegur. Undir þau orð skal
tekið um leið og bent er á að
stjórnmálamaðurinn, sem hér
hefur lagt til lestrarefni, er sama
sinnis. Boðskapur beggja
ræðumanna er sá, að það sé hinn
andlegi og siðferðilegi styrkur
sem gerir „manninn“ sterkan og
færan um að stjórna landsmálum
og fjárhags- og tæknimálum svo
að til farsældar verði.