Tíminn - 06.03.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.03.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn - - -Þriðjudagur 6. mars 1990 Hjörtur E. Þórarinsson, formað- ur Búnaðarfélags íslands, setti 74. Búnaðarþing í Bændahöllinni í gær. Hjörtur og Haukur Halldórs- son, formaður Stéttarsambands bænda, lýstu áhyggjum sínum af vaxandi áróðri fjölmiðla gegn bændastéttinni. Haukur lagði áherslu á að bændur yrðu að starfa í sátt við þjóðina. Hjörtur E. Þórarinsson ræddi um þá röksemd sem heyrst hefur í seinni tíð að landbúnaðurinn leggi ekkert af mörkum í þjóðarbúið og að hann sé slíkur baggi á þjóðinni að líkja megi við hernaðarútgjöld stórþjóða. Hjörtur sagði að sem betur fer væri þetta ekki álit meiri- hluta þjóðarinnar. Nýlegar skoð- anakannanir sýndu afdráttarlaust að mikill meirihluti þjóðarinnar vildi að hér yrði áfram stundaður öflugur landbúnaður. „Langflestir gera sér fulla grein fyrir gildi landbúnaðar við að leggja á borð þjóðarinnar næg og ósvikin matvæli. Langflestir skilja það órofa samband sem er á milli landbúnaðar og lifandi byggðar í landinu. Þjóðin vill ekki þurfa að horfa upp á sveitir með engri byggð. Island án landbúnaðar er ekki það land sem þjóðin vill búa í jafnvel þó að hún gæti. Þjóðin vill jafnframt sjá landið grænna og grónara en nú er. Það er engin ástæða til að gera lítið úr þeim áhuga á gróðurverndarmál- um sem er meðal þjóðarinnar. Óskandi er að sá áhugi endist sem áherslu á mikilvægi landbúnaðar í þjóðarbúskap hvers lands. Hann sagði þá staðreynd að landbúnað- urinn hefur verið vanræktur í lönd- um Austur-Evrópu eiga mikinn þátt í efnahagslegu skipbroti þeirra. Haukur sagði að landbúnaður- inn yrði að leitast við að uppfylla þær kröfur sem til hans væru gerðar. „Nauðsynlegt er að sú landbúnaðarstefna sem fylgt er njóti meirihluta fylgis með þjóð- inni. Sé svo ekki er hún dæmd til að mistakast. Við verðum að starfa í sátt við þjóðina og við verðum að starfa í sátt við umhverfið. Á síðasta áratug hafa orðið mikl- ar breytingar í landbúnaðinum. Með þeim breytingum höfum við verið að koma til móts við kröfur samfélagsins um breyttar áherslur. Þessu starfi er hvergi nærri lokið,“ sagði Haukur. Meðal mála sem liggj a fyrir þing- inu er tillaga til þingsályktunar um landgræðslu, erindi stjórnar Bún- aðarfélagsins um stefnumörkun í gróðurvernd. Einnig mun þingið fjalla um skipulagsmál bændasam- takanna, þ.e. hvernig einfalda megi félagskerfi bænda og hvernig haga megi leiðbeiningaþjónust- unni. Hjörtur E. Þórarinsson sagði að í framtíðinni yrðu gerðar skipu- lagsbreytingar á Búnaðarfélaginu og Stéttarsambandi bænda. Sam- eining þessara stofnanna væri þó ekki á döfinni. - EÓ Frá sctningu Búnaðarþings í gær. lengst og skili árangri í bráð og lengd. Bændasamtökin hafa marg- sinnis lýst áhuga sínum til að ganga hönd f hönd með öllum þeim aðilum sem vinna að því að efla gróður landsins. Áhugafólk á þessu sviði verður hins vegar að gera sér grein fyrir því að bændur geta ekki slepp taumhaldinu á þessum þýð- ingarmiklu málum algerlega í hendurnar á samtökum sem hafa engra beinna hagsmuna að gæta í Tímamynd: Pjetur landnýtingu eins og bændur sem eiga afkomu sína undir skynsam- legri nýtingu lands,“ sagði Þórar- inn. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, lagði Röskva félag félagshyggjumanna innan H.í. gagnrýnir starfshætti innan Háskólans: Er Stúdentaráð að einangrast? Framsóknarmenn á Selfossi URSLITI PRÓFKJÖRI Röskva, félag félagshyggjufólks innan Háskóla íslands, boðaði til blaðamannafundar fyrir skömmu þar sem kynnt voru stefnumál félags- ins fyrir kosningar til Stúdentaráðs, sem fram fara 13. mars. Þar kom m.a. fram að félagshyggjumenn inn- an háskólans hafa áhyggjur af því að Stúdentaráð einangrist frá öðrum hagsmunasamtökum í landinu. Fundurinn gagnrýndi núverandi stjórnun Stúdentaráðs, en Vaka fé- lag lýðræðissinna hefur haft þar meirihluta síðast liðið ár. Telja Röskvuliðar starfsemi ráðsins hafa Leiðrétting í frétt okkar af því að veghefill, hjólaskófla, og bátur fengu í gegnum sig 11 þúsund volta straum skammt frá bænum Hnjóti við Örlygshöfn, var sagt að safnið á Hnjóti héti Byggðasafnið á Hnjóti. Þetta er ekki rétt. Safnið heitir Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti, en Egill kom upp þessu safni og gaf síðan sýslunni það. einkennst af þröngsýni og að ekki hafa verið tekið á málaflokkum er varða stúdenta miklu, s.s. varðandi jafnréttismál, framfærslumál, dag- vistunarmál og húsnæðismál. Þegar rætt sé um velferðarmál af þessu tagi, sé það helber sjálfsbiekking að afneita því að hagsmunamál stúdenta fari saman við hagsmunam- ál ýmissa annarra hreyfinga í þjóð- félaginu. Þessu vilja félagshyggjumenn breyta, m.a. á þann hátt að opna fyrir setu almennra stúdenta í vinnu- hópum og nefndum ráðsins og halda auk þess opna fundi um helstu hagsmunamál stúdenta. Þá ereinnig lagt til að stjórn Stúdentaráðs fari eingöngu með framkvæmdavald á milli funda ráðsins, en Stúdentaráð sjálft taki allar ákvarðanir á fundum sínum. Frá Sigurði Boga, fróttaritara Tfmans á Sel- fossi: Guðmundur Kr. Jónsson, framkvst. hafnaði í 1. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í prófkjöri Framsóknarfélags Selfoss sem hald- ið var sl. laugardag. Hann hlaut 167 atkvæði í 1. sætið. Ágætis þátttaka var í prófkjörinu, alls mættu 408 manns á kjörstað, sem er meira en er meira en tvöfalt meira en í prófkjörinu fyrir kosningarnar 1984, þá kusu alls 202. Næstur á eftir Guðmundi kom Feröamálaráö íslands: Nýr markaðsstjóri ráðinn Magnús Oddsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Ferðamála- ráðs íslands frá og með 1. apríl nk. Magnús er fæddur 4. apríl 1947. Hann stundaði kennslu á árunum 1967-1980, lengst við Hagaskólann í Reykjavík. Síðan réðst hann til Arnarflugs og var markaðsfulltrúi 1980-82, svæðisstjóri félagsins í Evrópu 1982-1982 og markaðs- stjóri frá 1983-1989. Frá því í ágúst sl. hefur hann verið yfirmaður starfsemi Arnarflugs í Evrópu með aðsetur í Amsterdam. Hann hefur átt sæti í Ferðamálaráði si'ðan 1984 og sat í framkvæmdastjórn ráðsins frá 1985-89. Þá hefur hann einnig átt sæti í stjórn Upplýsingamið- stöðvar ferðamála. Magnús hefur átt sæti í fjölmörgum vinnuhópum og nefndum á vegum Ferðamála- ráðs. Alls bárust 46 umsóknir um starfið og voru umsækjendur auk Magnúsar þessir í stafrófsröð: Ársæll Harðarson, Bergdís Ell- ertsdóttir, Bergur Arthúrsson, Bjarni Ó. Halldórsson, Bjarni Sig- tryggsson, Davíð Jóhannsson, Eið- ur Valgarðsson, Freyja Rún Gísl- adóttir, Friðrik Á. Brekkan, Frið- rik Eysteinsson, Friðrik Á. Guðm- undsson, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Þorsteinn Halldórsson, Gunnar Haraldsson, Gunnlaugur Eiðsson, Haraldur Jóhannsson, Ingi Gunnar Jóhannsson, Ingi Þór Þorgrímsson, íris Hilmarsdóttir, Jakob Þór Haraldsson, Jóhann D. Jónsson, Júlíana Gísladóttir, Kar- en Erla Erlingsdóttir, Ólafur H. Guðgeirsson, Pétur Ó. Stephens- en, Róland Ríkharður Gunnars- son, Svavar Lárusson, Sveinn Við- ar Guðmundsson, Þorbjörg Kristín Jónsdóttir og Þórhallur Vilhjálms- son. Ellefu umsækjendur óskuðu nafnleyndar. Kristján Einarsson, húsasmiðurmeð 194 atkvæði í fyrsta og annað sæti. Því næst Grétar Jónsson, húsasmið- ur með 207 atkv. í fyrsta til þriðja sæti. Ása Líney Sigurðardóttir fékk 202 atkvæði í 1.-4. sæti og í 5. sæti varð Guðmundur Búason, fjármála- stjóri KÁ með 201 atkvæði í 1.-5. sæti. Niðurstöður prófkjörsins eru bindandi fyrir 3 efstu sætin. Þeir sem urðu í sætum frá 6-12 eru eftirfarandi: í 6. sæti Kristín Fjól- mundsdóttir, þá Vilborg Helgadótt- ir, Páll Guðmundsson, Gylfi Guð- mundsson, Sólrún Guðjónsdóttir, Bergur Pálsson, og loks í 12. sæti Svanur Kristinsson. Fyrr í vetur fór fram forval meðal félaga í Framsóknarfélagi Selfoss um skipan framboðslista. Á félags- fundi í endaðan janúar kom hins vegar fram óánægja með niðurstöð- ur forvalsins og var ákveðið að þess í stað skyldi gengið til prófkjörs. Framsóknarmenn á Selfossi eiga 3 fulltrúa í bæjarstjórn á líðandi kjör- tímabili þá Guðmund Kr. Jónsson, Grétar Jónsson og Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur. Guðmundur og Grétar gáfu kost á sér til áframhald- andi starfa á vettvangi bæjarmála en Ingibjörg gaf frá sér yfirlýsingu fyrr í vetur þar sem hún óskaði ekki eftir endurkjöri. Framsóknarmenn á Selfossi voru í minnihluta fram eftir kjörtímabilinu en eftir að slitnaði upp úr samstarfi A-flokkanna, Sjálf- stæðisflokks og Kvennalista sl. sum- ar hafa framsóknarmenn og sjálf- stæðismenn myndað óformlegan meirihluta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.