Tíminn - 06.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.03.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 6. febrúar 1990 Tíniinn MÁLSVARi FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Evrópsk tískustefna Meðal algengra orða í stjómmálaumræðum síðustu ára eru lýsingarorðið „yfirþjóðlegur“ og orðasamband- ið „yfirþjóðlegt vald“. Hvort sem þýðingin er góð eða vond stendur „yfírþjóðlegur“ íyrir alþjóðaorðið „supra- national“, sem á við það, „sem nær út yfír landamörk einnar þjóðar ... tekur til fleiri en einnar þjóðar ... er Qölþjóða“, eins og segir í Ensk-íslenskri orðabók Am- ar og Örlygs. Ekki er við neinn að sakast þótt ekki hafi verið fúnd- in betri þýðing á þessu orði. En hvort sem það er af því að þýðingin sé svo linkuleg í íslenskum eyrum að hún veki enga forvitni er jafnvíst að merking orðsins er lít- ið rædd. Fáir verða til þess að spyrja ítarlega um laga- lega eða pólitíska merkingu þess. Þó vill svo til að í orðinu „yfírþjóðlegur“ kristallast einkennishugsjón eða tískustefna vestur-evrópskra stjómmála um þessar mundir, sem er sú að þjóðir hætti að vera „þjóðlegar“ en gerist „alþjóðlegar“, gefí frá sér „þjóðlegt vald“ en játist undir „yfírþjóðlegt vald“. Af sjálfú leiðir, að úr því að fólk hefúr lítinn áhuga á að vita um efnisinnihald þessa lykilorðs vestur-evr- ópskra stjómmála er ekki fyrir að fara áhuganum á að rekja pólitískan uppmna hugsjónarinnar um að leggja niður fúllveldi þjóðríkja og taka upp „yfirþjóðlegt“ stjómskipulag bandaríkja af einni eða annarri gerð. Varla er vafí á að bandaríkjahugmynd Evrópustjóm- málanna er til orðin sem hagsmunamál verksmiðju- og viðskiptaauðvaldsins, alþjóðlegra auðhringa og stór- banka. Kveikjan að bandaríkjahugsjón Vestur- Evrópu- þjóða er landvinningaþörf auðvaldsins, kapitalísk al- þjóðahyggja. En hafí svo verið hefur hugsjónagmndvöllur banda- ríkjahugmyndar Evrópu stækkað með ámnum. Þar er þess sérstaklega að geta að sósíal-demókratar, sem á ís- lensku kalla sig jafnaðarmenn, keppa nú sem ákafast fyrir afnámi þjóðlegs ríkisvalds og eflingu yfírþjóð- legra valda. Við athugun komast jafnaðarmenn að því, að „sósíalismi“ er borinn uppi af alþjóðahyggju, hann er ekki haldinn af búraskap þjóðemishyggjunnar. Nú kann að vera ósanngjamt og ótímabært að fara að bera það upp á íslenska jafnaðarmenn að þeir séu sestir undir árar hjá alþjóðaauðvaldinu með öðmm sósíal- demókrötum í Evrópu. En það er blindur maður sem ekki sér að hugur íslenskra sósíal-demókrata og átta- villtra Alþýðubandalagsmanna hneigist til undanláts- semi við þá alþjóðahyggju sem farið hefúr sigurför um Evrópu og er hin pólitíska tískustefna álfúnnar. Inntak þessarar tískustefnu evrópskra stjómmála er að sýna fram á nauðsyn þess að þjóðir álfúnnar játist undir „yf- irþjóðlegt vald“ en hafni þjóðlegum íúllveldisrétti að sama skapi. Þeir sem aðhyllast þessa skoðun hér á landi virðast ganga út frá því að Islendingar séu eins og milli steins og sleggju hvað varðar stöðu sína sem fúllvalda þjóð, íslensku fúllveldi verði ekki bjargað, en valið standi um það að „tepgjast Evrópu“ eða lenda í gininu á Bandaríkjum Norður-Ameríku að öðmm kosti. Hvað sem segja má um hreinskilni þessarar skoðun- ar er hún hvorki saklaus né sannfærandi. Hún er berg- mál evrópskrar tískustefn Leiðrétting I forystugrein blaðsins á laugardag er orðinu „ekki“ ofaukið í 16. línu að neðan. Rétt er setningin þannig: Utanríkisráðherra Frakka er ómyrkur í máli í þessu efni. Illillllll GARRI Tími mannvirðinga Það vekur athygli að kristilegu kærleiksblómin spretta ekki lengur eins og þau gerðu í kringum for- mennskuna í Félagi íslenskra iðn- rekenda. Kristinn Björnsson Hall- grímssonar átti að taka við formennskunni í samtökunum af Víglundi Þorsteinssyni hjá B.M. Valiá, sem hefur gegnt formennsk- unni með ágætum undanfarið. Vig- lundur hefur haldið á málum ís- lenskra iðnrekenda af dirfsku og áræði og alltaf verið óragur að tala máli samtaka sinna Keppinautar beijast Nú er Ijóst að vegna breytinga hjá Skeljungi h.f. verður ekki af því að Kristinn Björnsson geti tekið að sér formennskuna i samtökum iðnrek- enda, eins og þó var búið að gera ráð fyrir. Það byggist á því, að Kristni mun ætlað að taka við af Indriða Pálssyni forstjóra Skelj- ungs, þegar hann kýs að hætta störfum, en komið mun að þvi, og hefur Indriði verið nefndur tii enn stærra embættis. Þegar ljóst var að Kristinn get ekki fariö í framboð sem formannsefni iönrekenda, léöi Víglundur máls á því að fara í framboð í staðinn, og sitja sem for- maöur eitt tímabil enn. En nú hefur það gerst að Lýður Friöjónsson hjá Vífilfelli hefur ákveðið að bjóða sig fram sem for- mannsefni fyrir iðnrekendur, og kom framboð hans heldur á óvart. Þessi ákvörðun Lýðs á þó rætur í samkeppnismálum innan samtaka iðnrekenda. Víglundur mun vera í stjórn Sól h.f. sem keppir við Vífil- fell um sölu á svaladrykkjum, en að auki er Lýður studdur af Sveini Valfells jr., sem er fyrir Stcypustöð- inni h.f. og keppir sem slíkur við B.M. Vallá. Þannig hafa þeir Lýður og Sveinn tvöfaldar ástæður til að sækja að framboði Víglundar. Lýð- Víglundur Þorsteinsson ur mun einnig sitja i stjórn Steypu- stöðvarinnar h.f., en þangað kom hann i staðinn fyrir Július Sólnes. Yfirleitt hafa kosningar til for- mennsku í félagi iðnrekenda farið friðsamlega frant, en nú stefnir í kosningabaráttu, þar sem steypu- fyrirtækin tvii takast m.a. á um menn í formannssætið. Sandmokstur og ríkidæmi Steypustöðin h.f. var stofnsett af Sveini Valfells eldra, og varð hann með tímanum einn af ríkustu mönnum landsins. Synir hans tveir sjá um að halda utan um þann auð sem Sveinn Valfclls lét eftir sig. Þeim hefur tekist það vei. og mun enginn ættarauður komast nálægt Valfellsauönum nema ef vera skyldi auður Sveins Benediktssonar, sem synir hans, svo sem Benedikt, hafa séð um að auka. Er jafnvel talað um að auður þeirra Sveinssona sé orðinn meiri en Valfells-eignirnar. Það má teljast eðlilegt að hinir ríku vilji gjarnan hafa nokkur manna- forráð á félagslegum vettvangi. B.M. Vallá er fyrirtæki, sem stofn- að var af Benedikt Magnússyni frá Vallá, sem byrjaði smátt með sand- sölu, og mokaði sjálfur upp á bila sina. Síðan óx fyrirtækið, bæði í höndum Benedikts og síðan Vig- lundar, sem hefur lengi veitt því forstöðu með ágætum. Kosning- arnar um formanninn fyrir félagi iðnrekenda verður eflaust aldrei kallað steypustríð, enda er þau háð annars staðar. En forvitnilegt verð- ur að fylgjast með niðurstöðunura. „Fjölskyldumar fimmtán“ Svo undarlega vill til, að þótt rík- ar ættir hafi hér verið nefndar, er þó ekki um að ræða þann hóp ríkra áhrifaaðiia, sem stundum hafa ver- ið kallaðar „ijölskyldurnar fimm- tán“. Þær eiga hins vegar sitt stríð fyrir höndum, nú þegar Loftleiða- armurinn gamli er búinn að missa meirhlutann í Flugleiðum. Það stríð kemur þessari sögu ekki við, enda er Kristinn Björnsson ekki i framboði hjá iðnrekendum, en vegna ættar sinnar er hann einn af „gullnum“ drengjum fjölskyidn- anna og lofar góðu. Hann snýr sér að fjölskldufyrirtækinu, Skeljungi h.f. Líklega er óhætt að telja að ijöl- skyldunum hafi ekki þótt nein ástæöa til að halda utan um félags- skap iðnrekenda. Þar er ekki feitan gölt að flá, og reiðilaust af þeirra hálfu aö láta aðra deila því brauði. Sannast sagna er, að sé tekið mið af Fiugleiðum og Eimskip, þar sem fjölskyldurnar deila m.a. með sér völdum, hafa hvorki Valfellsarnir eða Sveinssynirnir komist lönd eða strönd, vegna þess, að þótt þessar tvær ættir séu vel efnum búnar hafa þær aldrei komist í flokk fjöl- skyldnanna, sem ráða mestu í Sjálf- stæöisflokknum og helstu fyrir- tækjum landsins, að undanskifdu SÍS. Garri IVÍTTOG BRElTTi Villikattamenning ...a good lookin’ joint for stray cats... Ef einhver er, sem skilur þetta ekki, skal upplýst að þetta er reyfara- enska og útleggst í hræmulegri þýð- ingu - skemmtileg búlla fyrir villi- kött-. Þessar bókmenntir gat að líta í í hinum stóra og glæsilega auglýsing- apésa, Morgunblaðinu, sem að hluta til er dreift á kostnað ríkissjóðs og ratar því inn um alit eins margar bréf- arifur og sjálft framtalseyðublaðið. Leiðinni á skemmtilega búllu fýr- ir villikött er lýst svona: ...í kicked down Hverfisgata. AHH...AmarhóIl, great place. Good food as always. In the cellar; Óperukjallarinn.“ Þessi texti og enn meira af sama góðgætinu á að laða viðskiptavini að þeim „good Iookin’joint for stray cats“ við Hverfisgötuna, sem skýlir einmana sálum fyrir „the razor wind.“ Og þama er á visan að róa „Down there; action, hot eyes all night long.“ Markaðssetning Sérfræðingar auglýsingastofu í markaðssetningu og væntanlega markhópum settu saman stórauglýs- ingu í máli og myndum handa skemmtilegri búllu fyrir villikött og var svo Morgunblaðinu treyst fyrir að koma boðskapnum á ffamfæri gegn smáþóknun. Villikattabúllan skartaði litfagurri heilsíðu til að vekja athygli á að þar væri komin á stemming bannáranna. Væntanlega er átt við bannárin í Bandaríkjunum fremur en á íslandi, því texti auglýsingarinnar er á ensku, en fyrir þá sem ekki skilja það móð- urmál fylgja þýðingar á tungu Snorra og Jónasar, en þær eru hafðar með ör- smáu letri og greinilega ekki til þess ætlast að eybyggjar við Dumbshaf hafi neitt með slík hjálpargögn að gera. Atvinnustarfsemin mikla sem lýt- ur að afþreyingu fer að mestu eða nær öllu leyti fram á ensku. Poppyfirhell- ingurinn er allur ensk slanguryrði og mállýskur og bíómyndir í skemmt- anahúsum, svo ekki sé talað um sjón- vörpin, sem farin eru að ganga dag og nótt. Þar hefur enska slíkan forgang, að hún er í sannleika sagt þjóðtunga sjónvarpsstöðvanna. -Fólkið vill þetta-, segja markaðs- stjórar stöðvanna og halda eins og aðrir embættismenn að vitið fylgi stöðum þeirra, og engilsaxneski heimurinn með öll sín óviðurkenndu vandamál, er inni á gafli í hveiju ein- asta íslenska heimili. Utlend framtíð Háreisti og yfirborðsmennska eins og málræktarátök þjóna ekki öðrum tilgangi en þeim að gera mannskap- inn dauðleiðan á málvöndun og rugla fólk í ríminu. Málrækt hlýtur að vera samtvinnuð hinu daglega lífi og allri málnotkun of fer því ekki fram með rembingi og átökum. Ef til vill er kominn tími til að auglýsa fremur á ensku en íslensku hér á landi og fara að huga að þvi hvort íslensk menning og ísienskt þjóðlíf er ekki orðinn hrapaleg tíma- skekkja, eins og farið er að heyrast úr ólíklegustu áttum. Islensk framtíð er útlensk, segir markaðshyggjan, og eftir hennar undirleik eiga allir að dansa. Auglýsing villikattabúllanna er sótt í bandaríska menningu. Textinn er í anda Raymond Chandlers, Peter Cheney eða jafnvel Mickie Spillane, sem aldrei skrifaði um bannáratíma- bilið. Myndimar sem eiga að draga villikettina að, eru tímaskekkja, því þær eru frá sjötta áratugnum, stúlka með túberað hár og villikettimir greiða sér eins og Elvis Presley Sá sem hannaði þessa auglýsingu er álíka illa að sér í amerískum kúltúr og íslenskum og hefúr ekki hygmynd um hvenær bannárin vom. En það hæfir auðvitað ágætlega amerískri bannárastemmingu við Hverfisgötu, sem er álíka kjánaleg og amerisk slanguryrði í íslenskri auglýsingu, sem höfundurinn skilur ekki einu sinni. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.