Tíminn - 06.03.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.03.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 6. mars 1990 ORÐSEIMDIIMG UM LEIÐRÉTTINGU Á VERÐBÓTUM Á SKYLDUSPARNAÐI Umboðsmenn og aðstandendur einstaklinga sem búsettir eru erlendis eða sem látist hafa og söfnuðu skyldusparnaði á árunum 1957 til l.júlí 1980,eru hér með hvattir til að kanna í upplýsingasímum stofnunarinnar hvort greiðslur vegna leiðréttinga á verðbótum liggi par fyrir. Allar leiðréttingar til peirra, sem áttu skráð heimilisfang hér á landi 1. desember 1989 s.l. hafa verið sendar út. Eftir standa töluvert af leiðréttingar- ■ greiðslum til fólks, sem skráð er erlendis og sem látið er. í desembens.l. ákvað Húsnæðisstofnun ríkisins að greiða út leiðréttingar varðandi verðbætur á skyldusparnað. Hér var einungis um að ræða verðbætur sem reiknast áttu af verðbótum. Leiðréttingarnar vörðuðu tímabilið l.júní 1957 til I. júlí 1980 og náðu aðeins til hluta þeirra sem áttu skyldusparnað umrætt tímabil. Upplýsingasímar eru 696946 og 696947 kl. 10-12 virka daga. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURWNDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900 AUGLYSING frá iandbúnaðarráðuneytinu um iausar ríkisjarðir Hjá jaröadeild landbúnaðarráöuneytisins eru eftirtaldar ríkisjarðir lausar til ábúðar frá næstu fardögum: 1. Fyrirbarð, Fljótahreppi, Skagafjarðarsýslu. 2. Hjarðarás, Presthólahreppi, Norður-Þingeyjar- sýslu. 3. Hrafnkelsstaðir, Hraunhreppi, Mýrasýslu. 4. Hrauntún, Presthólahreppi, Norður-Þingeyjar- sýslu. 5. Nautaflatir, ölfushreppi, Árnessýslu. 6. Múli, Nauteyrarhreppi, Norður-lsafjarðarsýslu. 7. Presthólar, Presthólahreppi, Norður-Þingeyjar- sýslu. 8. Skriðustekkur m/Skriðu, Breiðdalshreppi, Suður- Múla sýslu. Nánari upplýsingar eru veittar hjá landbúnaðarráðuneyt- inu í síma 91-609800 og 91-622000. Umsóknir um ábúð á jörðunum þurfa að berast ráðuneytinu fyrir 20. mars n.k. Landbúnaðarráðuneytið, 2. mars 1990 TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 llllllllllllllllll■ iÞRáTTIR IIIIIIIIIM Táknræn mynd fyrir leik KR og ÍBK. Varnarleikurinn í fyrirrúmi. Sandy Anderson ver skot frá KR-ingnum Guðna Guðnasyni, en dómarar Ieiksins dæmdu villu á Sandy! Tfmamynd Pjetur. Bikarkeppnin í körfuknattleik: Frábær varnarleikur! Það var mikil stemmning og spenna í íþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi á sunnudagskvöldið er KR-ing- ar tóku á móti Kcflvíkingum í fyrri leik liðanna í undanúrslitum bikar- keppninnar ■ körfuknattleik. Áhorf- endur voru fjölmargir og létu þeir vel í sér heyra. Leikurinn hófst með miklum látum, erlendu leikmennirnir tróðu báðir með tilþrifum á upphafsmínút- unum, en þegar á leið kom í ljós að varnaleikurinn var í fyrirrúmi hjá liðunum, sér í lagi þó KR-ingum sem léku frábæran varnarleik. Þeim tókst að halda helstu skyttu þeirra Keflvíkinga, Guðjóni Skúlasyni al- gjörlega niðri, Guðjón skaut mikið en hitti ekkert og uppskera hans eftir fyrri hálfleik var 2 stig, úr hraðaupphlaupi. KR-ingar voru yfir allan hálfleikinn, mest 14 stigum, 26-12 þegar 6 mín. voru til leikhlés, en eftir að Páll Kolbeinsson var farinn af leikvelli og Keflvíkingar farnir að leika pressuvörn jafnaðist leikurinn og Keflvíkingar náðu að minnka muninn í 28-23 fyrir hléið. Leikmenn ÍBK héldu áfram á sömu braut í síðari hálfleik, náðu að minnka muninn í 1 stig 36-35 og loks að komast yfir 40-41 þegar 13 mín. voru til leiksloka. En KR-ingar náðu yfirhöndinni á ný og tryggðu sér öruggan sigur 64-55. Þeir halda því til Keflavíkur með 9 stig í nesti og ætti það að duga liðinu í úrslitaleik- inn. Páll Kolbeinsson átti frábæran leik fyrir KR jafnt í vörn sem sókn og þeir Birgir, Guðni og Axel ásamt Sovét- manninum Anatolij Kovtoum. Hjá ÍBK lék Sandy Anderson vel í vörn og hirti mikið af fráköstum, en voru mislagðar hendur í sókninni. Falur Harðarson átti þokkalegan leik og þeir Magnús Guð- finnsson og Nökkvi Jónsson léku vel í síðari hálfleik. Þeir Guðjón Skúlason og Sigurður Ingimundarson hefðu báðir mátt hvíla meira í leiknum. Dómarar voru þeir Kristinn Albertsson og Krislján Möller. Frammistaða þeirra var mjög góð, en þó ekki óaðfinnanleg. Stigin KR: Guðni 23, Birgir 16, KO- uvtoum 10, Axel 9, Páll 4 og Lárus 2. iBK: Guðjón 13, Falur 11, Magnús 10, Nökkvi 8, Anderson 7, Sigurður 4 og Einar 2. BL ÍSLAND-JÚGÓSLAVÍA 20-27 MAFvKVERÐIR VARIN SKOT VARIN VIT SAMTALS EINAR ÞURVARÐARSON 4 1 5 GUDMUNDUR HRAFNKELSSON 5 5 LEIFUR DAGFINNSSON UTILEIKMENN SKOT/MORK VITI TAPAÐ STQL [D STODSEND. ÞORGILS O. MATHIESEN 3/2 » 3 BJARf.i SIGURDSSON 12/6 2 1 JAKOB SIGURÐSSON 5/3 VALDIMAR GRIMSSON SIGUBDUR GUNNARSS0N 2/1 2 1 ALFREÐ GISLASON 9/3 3 2 OSKAi'v ARMANNSSON GUDMUNDUR GUDMUNDSSON KRISTJAN ARASON 8/3 3 5 GEIR SVEINSSON 1/1 1 SIGURDUR SVEINSSON HÉÐINN gilsson 1/0 1 JULIUS JONASSON 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.