Tíminn - 06.03.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.03.1990, Blaðsíða 16
— — ' " 1' .. ' . 1 680001 SAMVINNUBANKINN BYGGÐUM LANDSINS NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvogölu, _________g 28822____________ PÓSTFAX TÍMANS 687691 ÞROSTIIR 685060 VANIR MENN Tíniiim ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990 Samgönguráðherra leggur fyrir ríkisstjórnina tillögu þar sem lagður er grunnur að því að norðanverðir Vestfirðir verði eitt þjónustusvæði eftir að jarðgöngin verða komin í gagnið: Ríkið endurskoðar öll sín plön fyrir vestan Samgönguráðherra hefur lagt þá tillögu fyrir ríkisstjórnina að samhliða því sem ávörðun verði tekin um að flýta framkvæmdum við jarðgöng á Vestfjörðum, verði skipuð nefnd er endurskoði áform um allar fjárfestingar og framkvæmdir opinberra aðila á þessu svæði. Jafnframt verði fyrirkomulag opinberrar þjónustu tekið til endurskoðunar. Þessi endurskoðun tekur til þess svæðis sem jarðgangnagerðin hef- ur bein áhrif á og er markmið hennar m.a. að opinber þjónusta og framkvæmdir þess opinbera verði sem hagkvæmust þegar þétt- býlisstaðirnir á norðanverðum Vestfjörðum verða orðnir eitt þjónustusvæði með tilkomu jarð- gangnanna. Sú nefnd sem á að hafa umsjón með endurskoðun- inni er skipuð sjö fulltrúum. Byggðastofnun, félagsmálaráðu- neyti, heilbrigðis- og tryggingar- áðuneyti, menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti eiga sinn fulltrúan hvert og Fjórðungssam- band Vestfirðinga tvo. f drögum að frumvarpi til laga um sérstaka fjáröflun, til að flýta framkvæmdum við jarðgöng á Vestfjörðum, er gert ráð fyrir staðbundnum skatti á bensín og díselolíu, er nemi 4,5 krónum á hvern lítra. Samkvæmt frumvarp- inu verður bensín og olía þetta dýrari á norðanverðum Vestfjörð- um í átta ár, en reiknað er með að lagafrumvarpið gildi til 1998. Þau sveitarfélögá Vestfjörðum, sem munu búa við dýrari olíu og bensín næstu átta árin ef frum- varpið nær fram að ganga, eru Þingeyrarhreppur, Mýrahreppur, Mosvallahreppur, Flateyrar- hreppur, Suðureyrarhreppur, Bolungarvík, ísafjörður og Súða- víkurhreppur. Frumvarp þetta er lagt fram í kjölfar þeirrar hugmyndar að flýta jarðgangnagerð á Vestfjörðum um þrjú til fjögur ár og ljúka gerð jarðgangna er tengja saman þétt- býlisstaði á norðurhluta Vest- fjarða á árinu 1995, eða 1996, í stað 1999 eins og gert er ráð fyrir í vegaáætlun. Núverandi rann- sóknaráætlun hefur miðast við að jarðgangagerð á Vestfjörðum verði boðin út veturinn 1991-92 og framkvæmdir hefjist sumarið 1992. Þar er gert ráð fyrir að framkvæmdir taki allt að sjö ár og að fjármagn dugi aðeins til fram- kvæmda á einum stað í einu. Nú eru hins vegar uppi hugmyndir um að unnið verði á fleiri en einum stað í einu mestan hluta verktím- ans og framkvæmdir hefjist árið 1991, eða einu ári fyrr en áætlað var. Ætla má að aukakostnaður vegna fýtingarinnar nemi 450 milljónum króna, en heildar- kostnaður við jarðgangagerðina á föstu verðlagi er áætlaður tæpir þrír milljarðar. f frumvarps- drögunum, sem nú liggja fyrir þingflokkunum á Alþingi, er lagt til að aflað verði lánsfjár til að unnt verði að klára jarðgöngin á Vestfjörðum á fjórum til fimm árum í stað sjö. Gert er ráð fyrir að ríkissjóði verði heimilað að taka allt að 1,3 milljarða króna lán, á árunum 1990-1994 til þess að flýta framkvæmdunum. Þetta lán yrði greitt til baka með fé af vegaáætlun á næstu þremur árum eftir að framkvæmdum lýkur. Vextir og verðbætur af láninu yrðu hins vegar greidd með því fé, sem aflaðist af staðbundnum skatti á bensín og díselolíu, en gert er ráð fyrir að skatturinn skili 18 milljónum króna á ári til að byrja með. Eftir að göngin hafa verið opnuð umferð er reiknað með að allt að 25 milljónir sparist á ári í viðhaldskostnaði og snjó- mokstri. Á fjármögnunarskeiði framkvæmdarinnar munu því sparast 50 milljónir og verður þeim varið til þess að greiða aukakostnað vegna flýtingarinn- ar. Það sem á vantar til greiðslu vaxta og verðbóta af láninu mun Byggðastofnun væntanlega taka að sér að fjármagna og er reiknað með því að stofnunin fái til þess sérstök framlög úr ríkissjóði á ári hverju. - ÁG Það fylgja ekki eintóm leiðindi ótíðinni sem herjað hefur á okkur að undanförnu. Þegar allt fyllist af snjó, er líka allt fullt af efni í snjókalla og það notfærðu þeir sér Leifur Leifsson og Þór Þórarinsson, sem bjuggu til þennan myndarlega snjókall í Hjarðarhaganum á sunnudaginn. Timamynd: pétur. Lögreglumaður í Ólafsvík vann mikið þrekvirki aðfaranótt sunnudags: Rænulausum manni bjargað úr sjónum Adolf Steinsson lögreglumaður í Óiafsvík bjargaði rænulausum bátsverja af loðnubátnum Dagfara, sem fallið hafi milli skips og bryggju í höfninni í Ólafsvík aðfaranótt sunnudag. Hann sagði í samtali við Tímann að ekki faefði mátt tæpara standa. Að björgun lokinni var maðurinn fluttur á sjúkrahúsið í Stykkishólmi þar sem hann fékk aðhlynningu. Hann var fljótur að ná sér og hélt til sjós á ný á sunnudag. Adolf sagði að það hafi verið um klukkan fjögur aðfaranótt sunnu- dags, er lögreglu var tilkynnt um að maður hefði fallið milli skips og bryggju. Adolf fór ásamt fjórum öðrunt lögreglumönnum nióur á bryggju. Fjöldi fólks hafði safnast saman á bryggjunni og þegar lög- reglan kom að voru tveir menn í sjónum, sá er hafði fallið í sjóinn og annar er hafði farið til að bjarga þeim fyrrnefnda. Þá var þriðji maðurinn í dekkjalengju sem ligg- ur utan á bryggjunni. Hann fór fljótlega upp á bryggju eftir að iögreglan kom á staðinn. Sá er farið hafði til að bjarga þeim er féll t sjóinn hafði bundið sig við hann, til að tryggja að hann færi ekki frá honum. Þegar iögregl- an kom skar hann sig frá honum og Adolf fór niður. Markúsametinu var kastað niður og sagðist Adolf lítið hafa getað gert þar sem hann hélt sér með annarri hendinni í dekkin en í manninn með hinni, og tókst honum því ekki að festa manninn í netinu. „Ég var alveg að verða búinn. Missti hann tvisvar úr höndunum, þegar félagar mínir létu spotta með lykkju síga niöur,“ sagði Adolf. Þcgar hér var komið gat hann sieppt takinu af dekkjun- um en þess í stað staðið með fæturna í fríhoitinu og fengið stuðning við bakið frá bátnum. Þannig tókst honum að koma spottanum undir hcndur mannsins og var hann þá dreginn upp. Bátur- inn fór hins vegar frá og datt þá Adolf í sjóinn. „Þeir hjálpuðu mér síðan upp á bryggjuna þar sem ég var oröinn mjög þreyttur og ioppinn. Þetta mátti örugglega ekki tæpara standa.1- sagði Adolf. Þegar búið var að koma þeim er féll í sjóinn upp á bryggjuna var blásið í hann lífi og hann fluttur á heilsugæslustöðina og síðan á spít- alann í Stykkishólmi. Hann var fljótur að jafna sig og farinn á sjó skömmu eftir hádegi á sunnudag. Hinn er farið hafði niður til að bjarga þeim er féll milli skips og bryggju synti að annarri dekkja- lengju þar sem honum var bjargað upp, þá mjög þrekaður. Mennirnir voru báðir drukknir. Adolf sagöist hafa farið heim í bað að björguninni lokinni skipt um föt og farið aftur á vaktina, en henni lauk um klukkan níu um morguninn. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.