Tíminn - 06.03.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. mars 1990
Tíminn 7
VETTVANGUR
Gunnlaugur Júlíusson landbúnaðarhagfræðingur:
Af umræðu um landbúnaó
armál úr Háskóla íslands
Starfsmcnn Háskóla íslands í Reykjavík hafa tekið nokkurt
frumkvæði í opinberri umræðu um landbúnaðarmál nú að und-
anförnu.
Þorvaldur Gylfason, prófessor við viðskiptafræðideild Há-
skólans, henti fullyrðingar kaupmanna athugasemdalaust á
lofti sl. vetur og hélt því fram að hægt væri að flytja inn kartöfl-
ur og selja hérlendis fyrir 35 kr/kg (með söluskatti) meðan þær
íslensku kostuðu yflr 100 kr/kg. Það kom síðan í Ijós að innflutt-
ar kartöflur kostuðu milli 80 og 90 kr/kg þegar þær voru seldar
í verslunum.
Tveir aðrir háskólamenn hafa síð-
an slegist í íor með Þorvaldi, Guð-
mundur Olafsson viðskiptafræð-
ingur og Þórólfur Matthíasson,
lektor og forstöðumaður Hagfræði-
stofnunar Háskólans, og er það
mjög athyglisvert að efnistök þeirra
eru mjög áþekk í sama anda sem
Þorvaldur Gylfason prófessor not-
ar.
Skýrsla um verðþróun frá
„Hagfræðistofnun" Háskólans
Nokkur umræða hefur spunnist að
undanfomu um skýrslu þá sem svo-
nefnd „Hagfræðistofnun Háskól-
ans“ vann fyrir viðskiptaráðuneytið
nú síðsumars. Þegar skýrslan kom
út í ágúst sl. vakti hún frekar litla
athygli, enda þótt útkoma hennar
væri notuð sem tilefni til að slá
ffam nokkrum fullyrðingum um
óhagkvæmni landbúnaðar hérlend-
iSkýrslan er fyrsti áfangi af stærra
verkefni sem „Hagfræðistofnun
Háskólans“ hefur tekið að sér og á
að skýra út hina ýmsu þætti í verð-
myndun matvöru. I þessum fýrsta
áfanga er einungis tekin fyrir þróun
smásöluverðs á þeim vöruflokkum
sem standa að baki vísitölu fyrir
vöru og þjónustu. Tekið er fýrir
tímabilið frá 1. jan. 1977 til 1. júlí
1989. Borin er saman verðþróun
hinna ýmsu vöruflokka, bæði inn-
byrðis svo og er verðþróun hvers
vöruflokks borin saman við allar
aðrar neysluvörur og er frávikið sett
sem 0 í upphafi athugunarinnar.
Hvað má lesa úr skýrslunni?
Eins og áður kemur fram er í skýrsl-
unni farið yfir þróun smásöluverðs
á ýmsum vöruflokkum sem standa
bak við vísitölu vöru og þjónustu.
Lítil sem engin tilraun er gerð til að
leggja mat á hvaða ástæður liggja
bak við þann mismun á þróun hinna
ýmsu flokka, heldur drepið Iauslega
á atriði eins og að „dregið hafi úr
skattfriðindum landbúnaðarafurða"
þegar matarskatturinn var lagður á,
raunverð myndbandstækja hafi
lækkað vegna vöruþróunar og
framleiðsla ýmiss konar vefnaðar-
vöru hafi færst til landa þar sem
vinnuafl er ódýrt.
Þeirri röngu fullyrðingu er slegið
fram að niðurgreiðslur á landbún-
aðarafurðir hafi farið hækkandi frá
árinu 1984. Hið sanna er að þær
fóru lækkandi frá árinu 1983 ffarn
til ársins 1985, síðan eru þær
óbreyttar að raungildi fram til árs-
ins 1987, þájukust þær eilítið.
Engin tilraun er gerð af hálfu höf-
undar til að leggja mat á hvaða
verðáhrif raunlækkun niður-
greiðslna hefur haft á verð landbún-
aðarafurða. Ekki er gerð tilraun til
að leggja mat á hvaða áhrif fast-
gengissteíhan hafði á samkeppnis-
stöðu innlendrar ffamleiðslu gagn-
vart innflutningi né hvaða áhrif
matarskatturinn haföi á matvæla-
verð samtímis því sem tollar og
vörugjöld voru lækkuð stórkostlega
á innfluttum vörum.
Það eru í hæsta máta undarleg
vinnubrögð að draga stórpólitískar
ályktanir af þessum talnaleik þegar
ekkert er litið á hvað á bak við þró-
unina stendur. Stjómvöld hafa það
mikið að segja um verðþróun ein-
stakra vöruflokka að hægt er að
gjörbreyta samkeppnisstöðu þeirra
með einfoldum stjómvaldsaðgerð-
um.
Bjórog sælgæti
eða kjöt og mjólk?
Mikið var gert úr því í sjónvarp-
sviðtali við höfund skýrslunnar í
janúar sl. hvað verð innfluttra vöm-
tegunda, sem væm í samkeppni við
innlendar, hefði hækkað umfram
verð á þeim innflutningi sem ekki
er í samkeppni við innlendar vömr.
í viðtalinu var ætíð rætt um land-
búnaðarafurðir sem þær innlendu
vömr sem væm seldar háu verði
þannig að á innflutninginn væri
hægt að leggja háa álagningu í
skjóli þeirra. Þegar skýrslan er
skoðuð nánar kemur í ljós að hér er
um að ræða vömflokk sem nefnist
b42. Einu dæmin sem gefin em um
vömr í þeim flokki em: kaffr
(innfl.), sælgæti og bjór. Hægt er að
furða sig á standard þeirrar frétta-
mennsku sem ræðir um þetta ffarn
og aftur án þess að hafa kynnt sér
ffumgögn. I skýrslunni kemur ekk-
ert fram um það að verðlag Iand-
búnaðarafurða gefi innfluttum vör-
um, sem em í samkeppni við þær,
möguleika á óeðlilega háu verði,
nema því aðeins að menn telji bjór
og sælgæti vera eðlilegan valkost
við mjólk og kjöt á kvöldverðar-
borðinu.
Verðþróun á fiski
Eitt er það sem er eftirtektarvert í
skýrslunni, en lítið hefur verið
minnst á. Það er verðþróun á fiski. I
henni kemur fram að frá miðju ári
1984 fram til ársloka 1987 hækkar
fiskur um 90% umfram aðrar vömr.
Bilið jafnast síðan aðeins en eftir
stendur þó að um mitt ár 1989 hefur
fiskur hækkað 50% meira en aðrar
neysluvömr. Spyrja má hvort þetta
sé hinn frjálsi markaður í raun.
Þeirri röngu fullyrðingu
er slegið fram að
niðurgreiðslur á land-
búnaðarafurðir hafi
farið hækkandi frá árinu
1984. Hið sanna er að
þær fóru lækkandi frá
árinu 1983 fram til árs-
ins 1985, síðan
eru þær óbreyttar að
raungildi fram til ársins
1987, þá jukust
þær eilítið.
Hve mikið kostar
innflutningsvemd?
Á stjómmálafundi í Vestmanna-
eyjum fyrir skömmu hélt utanríkis-
ráðherra, Jón Baldvin, því fram og
vitnaði í skýrslu frá Hagfræðistofn-
un Háskólans að kostnaður samfé-
lagsins vegna innlends landbúnaðar
væri sem svaraði ráðherralaunum á
hvert lögbýli í landinu á mánuði.
Nú hefur það komið fram að ekki er
stafkrók að finna í fýrmefndri
skýrslu um þessi mál, þannig að til-
vitnunin stenst ekki. Fyrrgreind
ummæli vom síðan notuð í fjöl-
miðlum og af einstaklingum sem
röksemd fýrir því að óhindraður
innflutningur landbúnaðarafurða
væri ekki aðeins möguleiki heldur
óumflýjanlegur til að létta um-
ræddu 15 milljarða oki af herðum
almennings í landinu.
Til dæmis má minna á að í sjón-
varpsviðtali þann 14. jan. vísar
Guðmundur Olafsson viðskipta-
fræðingur í að því hafi verið haldið
fram að sú byrði sem neytendur
beri vegna of ciýrra landbúnaðaraf-
urða sé á bilinu 10-15 milljarðar kr.
og á þann hátt megi reikna út fyrr-
greind ráðherralaun. Hann bætir
síðan um betur í viðtali við DV og
reiknar fyrrgreindan kostnað upp í
15 milljarða (líklega með kostnaði
við vegabætur). Heimildir hans fýr-
ir þessum fullyrðingum era grein í
ritinu „Vísbendingu“, riti um við-
skipti og efnahagsmál frá því í júní
sl. Þar birtist grein effrr Þórólf
Matthíasson hagfræðing sem hann
nefnir „Hvað kostar innflutnings-
vemd neytendur?“
Hvemig em vinnubrögðin?
I grein ÞM kemur fram að „sam-
kvæmt nýlegri athugun í Svíþjóð er
talið að heildartekjuábati bænda
vegna innflutningsvemdar og ann-
arra opinberra aðgerða til stuðnings
landbúnaðinum nemi 55% af fram-
leiðsluvirði grcinarinnar".
Það skal tekið hér fram að í Sví-
þjóð var ekki um neina „athugun"
að ræða né slumpreikninga, heldur
var lögð í það mikil og vönduð
vinna að reikna út svokallað PSE
gildi fýrir sænskan landbúnað, eins
og verið er að vinna að í öðmm að-
ildarlöndum OECD (nema kannski
Islandi). PSE stendur fyrir „Produc-
er Subsidy Equivalents" eða í grófri
þýðingu „ígildi niðurgreiðslna til
framleiðenda“. Eftirfarandi skil-
greining hefur verið gefin á PSE:
„Sú greiðsla sem mundi vera
nauðsynleg til bæta bændum það
tekjutap sem þeir yrðu fyrir ef allar
landbúnaðarpólitískar aðgerðir
yrðu aflagðar.“
Hér er því ekki einungis um að
ræða áhrif styrkja og verðábyrgðar,
heldur einnig áhrif innflutningstak-
markana. Markmiðið með PSE var
að þróa aðferð sem hægt væri að
nota til að leggja mat á hve hátt
hlutfall allur ríkisstuðningur væri af
heildarverði til framleiðenda miðað
við heimsmarkaðsverð. Hér er því
um tölulega aðferð að ræða, sem
ekki leggur mat á ýmsa þætti sem
em pólitískir eða ýmsar aðrar for-
sendur sem máli skipta, svo sem
byggðamál, öryggissjónarmið og
flutningskostnað til landsins. Því
hafa orðið um notkun hennar harð-
ar deilur, t.d. í yfírstandandi GATT
viðræðum.
Á að leggja niður landbúnað
á grundvelli reikniskekkju!
ÞM reiknar PSE sem hlutfall af
upphæð sem cr fundin út á þann
veg að við heildarverðmæti til
bænda af þeim greinum sem njóta
innflutningsvemdar er bætt tekjum
af öðmm búgreinum, s.s. fiskeldi
og ferðaþjónustu, svo og öllum nið-
urgreiðslum. Þessi upphæð er sam-
kvæmt útreikningum ÞM um 19
milljarðar. Út frá þessum niðurstöð-
um em síðan dregnar ályktanir um
arðsemi landbúnaðarins miðað við
heimsmarkaðsverð.
Þegar lagt er mat á innflutnings-
vemd landbúnaðar á einungis að
taka með þær greinar sem njóta inn-
flutningsvemdar og reikna út frá
verði til bænda. Þar er um að ræða
mjólkurafurðir, kindakjöt, alifugla-
afurðir, garðávexti og hrossakjöt.
Ekki á að taka reiðhestasölu, ferða-
þjónustu og hlunnindi með í þess-
um útreikningum. Niðurgreiðslur á
Til að kóróna sköpunar-
verkið grípur svo utan-
ríkisráðherra þessar
fullyrðingar á lofti til
notkunar í pólitískum til-
gangi og talar um ráð-
herralaun til handa
hverjum bónda. Hann
ruglar saman fullyrðing-
um og heimildum,
þannig að varla hefur
hann kíkt á frumgögn
að gagni.
vitaskuld ekki að rekna sem hluta af
framleiðsluvirði greinarinnar. Má
sérstaklega benda á í því tilviki að
álagður söluskattur nam á sl. verð-
lagsári nær því jafnhárri upphæð og
allar niðurgreiðslur á landbúnaðar-
afurðir. Verð til framleiðenda í
þeim greinum sem njóta innflutn-
ingsverndar var á sl. verðlagsári
rúmir 11 milljarðar. Hér er því
stungin tólg sem um munar.
Gengið er út frá röngum forsend-
um eða nær helmingi of háum
gmnni og verður niðurstaðan eftir
því.
Sl. sumar gerði undirritaður at-
hugasemdir við skrif Markúsar
Möllers um landbúnaðarmál, þar
sem hann notaði ágiskanir og
slumpareikning til að færa efna-
hagsleg rök fyrir því að leggja ætti
niður landbúnað.
Hér byggist aftur á móti þungi rök-
semdafærslunnar fyrir kostnaði al-
mennings vegna innflutningsvemd-
ar landbúnaðar á reikniskekkju.
Lagt út af tilgátum,
gagnrýnilaust
Guðmundur Ólafsson vitnar í
hugleiðingar Þórólfs Matthíassonar
um kostnað neytenda vegna inn-
fiutningsverndar sem marktæka
niðurstöðu sem m.a. er notuð sem
forsenda fyrir þeirri tilgátu að
launafólk í landinu vinni að jafnaði
einn til tvo tíma aukalega vegna
þess að fýrrgreindar landbúnaðaraf-
urðir em framleiddar hérlendis. Hér
að framan hefur verið sýnt fram á
að unnið er út frá röngum forsend-
um svo vægt sé tekið á árinni.
Til að kóróna sköpunarverkið
grípur svo utanríkisráðherra þessar
fullyrðingar á lofti til notkunar í
pólitískum tilgangi og talar um ráð-
herralaun til handa hverjum bónda.
Hann mglar saman fullyrðingum
og heimildum, þannig að varla hef-
ur hann kíkt á frumgögn að gagni.
Viðbrögð bænda eru eðlileg
Það er oft haft á orði að bændur
bregðist við af óeðlilegu offorsi
þegar sett er fram gagnrýni á at-
vinnuveginn og ríkjandi skipulag.
Nú er það ljóst að margt er gagn-
rýnivert og umdeilanlegt innan
landbúnaðarins og því eðlilegt og
nauðsynlegt að gagnrýnin umræða
sé sett fram og er vonandi að hinir
hæfustu menn leggi sinn skerf af
mörkum í því efni. Bændur hafa
hins vegar sýnt það að undanfómu
að þeir em tilbúnir til að leggja sitt
af mörkum til þess að meiri friður
skapist um þá landbúnaðarstefnu
sem unnið er eftir, t.d. með frum-
kvæði um endurskoðun á verð-
myndunarkerfi landbúnaðarafurða
og samstarfi og samkomulagi við
aðila vinnumarkaðarins um þau
mál. En er nema von á hörðum við-
brögðum þegar umræðan og gagn-
rýnin er á því stigi sem raun ber
vitni nú á síðustu vikum? Stað-
hæfulausar fullyrðingar og rökleys-
ur em notuð sem eldsneyti á þann
eld sem kyndir undir þann hugsun-
arhátt almennings að fijáls og óháð-
ur innflutningur allra landbúnaðar-
afurða sé ekki einungis mögulegur,
heldur miklu frekar eðlileg krafa
neytenda.
Talaði ekki utanrikisráðherra um
að vissir fjölmiðlar væra þjóðarböl
eftir að hann hafði orðið fyrir per-
sónulegum, órökstuddum árásum
af hálfu þeirra? Þjóðarbölið getur
birst á ýmsan hátt.