Tíminn - 06.03.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.03.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 6. mars 1990 Framkvæmdir hefjast við Þjóðleikhúsið í þessari viku: Leikararnir út, iðnaðarmenn inn Leiksýningum hefur verið hætt í Þjóðleikhúsinu að sinni, en endur- bætur á því hefjast í þessari viku. Síðastliðið laugardagskvöld var Endurbyggingin eftir Havel sýnd þar í síðasta sinn og kvöldið eftir var önnur sýning á Stefnumóti, en það var jafnframt síðasta sýning í leikhúsinu fyrir væntanlegar fram- kvæmdir. Sýningar á Endurbyggingunni munu hefjast aftur í nýjum sal í Háskólabíói eftir nokkrar vikur. Ekki er enn búið að ákveða hvaða dag það verður því ekki hefur enn tekist að ljúka við salinn. Vonast er til að framkvæmdum við hann ljúki fljótlega eftir miðjan mánuðinn. Þegar sýningum á Endurbygging- unni lýkur verður tekið til við sýning- ar á nýju leikriti sem Spaugstofu- menn hafa samið. Leikverkin sem sameiginlega nefnast Stefnumót verða sýnd í Iðnó. Ekki er ljóst hvenær sýningar hefjast en vonir standa til að þær geti hafist í lok mánaðarins. Það verða því engar leiksýningar á vegum Þjóðleikhússins í a.m.k. tvær vikur. Þessa dagana er unnið að því að flytja leikmuni, búninga, listaverk og fleira úr leikhúsinu og í skemmu í Sundagörðum. Búist er við að iðnaðarmenn getið hafið störf í hús- inu í þessari viku. Byrjað verður að rífa sæti og gólf úr salnum og samhliða verður ráðist í að endur- nýja lagnir, en þær eru allar meira og minna ónýtar. Óvíst er hvenær framkvæmdum lýkur en stefnt er að því að frumsýna jólaleikritið í Þjóðleikhúsinu. Áætl- að er að hefja æfingar á þremur verkum í haust en þau eru, leikrit sem verður frumsýnt á jólum, barna- leikrit sem verður frumsýnt milli jóla og nýárs og síðan verk sem verður frumsýnt í janúar. Margt getur þó orðið til að raska þessum áætlunum. - EÓ SendibOarnir mættir við SendibQastöoina um miðnætti á laugardag, en þá um nóttina voru a bilinu 340 til 360 sendibflstjórar við akstur á fólki heim af skemmtistöðum. Tímamynd Pjetur. Mótmælaaðgerðir sendibílstjóra: Fjölmenna við Alþingishúsið Sendiferðabflstjórar ætla að fjölmenna fyrir framan Alþing- ishúsið klukkan 13.45 í dag, til að afhenda fjármálaráðherra, samgönguráðherra og forseta sameinaðs þings bréf þar sem farið er fram á að leiðréttingu mála sendibflstjóra. „Aðgerðimar á aðfaranótt laugar- dags heppnuðust ljómandi vel,“ sagði Albert Ómar Guðbrandsson sem sæti á í samstarfsnefnd sendibíl- stjóra í samtali við Tímann. Hann sagði að tilætlaður árangur hafi þeg- ar náðst áður en þeir hófu aksturinn, þar sem þeir voru fyrst og fremst að vekja athygli á sínum málum. „Okk- ur reiknast til að 340 til 360 bílstjórar hafi tekið þátt í þessum aðgerðum," sagði Albert Ómar. Eins og Tíminn greindi frá á laugardag efndu sendibílstjórar til mótmælaaðgerða vegna reglna um virðisaukaskatt og reglna um leigu- akstur með fólks-, sendi- og vöru- bifreiðum. Aðgerðimar hófust um miðnætti á laugardagskvöld, en þá söfnuðust bílstjóramir saman á bílum sínum við Sendibílastöðina. Aksturinn var síðan viðstöðulaus alla nóttina og voru síðustu menn að tínast til sín heima um klukkan átta um morgun- Þröngt á þingi í húsakynnum Sendibflastöðvarínnar áður en haldið var af stað út í nóttina. Tímamynd PJetur. inn. Aðspurður sagði Albert að leigu- bílstjórar hafi tekið þessum aðgerð- um nokkuð vel. „Það urðu engir árekstrar okkar í milli. Þeim finnst við vera að beina spjótunum að röngum aðila, sem við emm ekki sammála, því á meðan þeir em í pakkaflutningum þá finnst okkur þeir vera að stela af okkur vinnu,“ sagði Albert og bætti því við að sendibílstjórar vildu alfarið vera lausir við farþegaflutninga og þá að leigubílstjórar láti af öllum pakka- flutningum. Hann sagði að fólkið sem þeir óku hafi tekið þessu mjög vel og skilið þeirra málsstað. „Ef ekkert kemur út úr viðtölum við ráðamenn, þá munum við skipu- leggja frekari aðgerðir, sem fara munu harðnandi eftir því sem á líður,“ sagði Albert. - ABÓ Tíminn 3 Silfurblesa frá Svaðastöðum sigraði í Vetrarmóti Geysis. Knapi er Leifur Helgason, en eigendur eru Anders og Lars Hansen á Árbakka. Silfurblesa vann Hryssan Silfurblesa frá Svaða- stöðum sigraði í tölti á öðru Vetrar- móti hestamannafélagsins Geysis, sem haldið var á Hellu fyrir skömmu. Knapi á Silfurblesu var Leifur Helgason, en eigandi hryss- unnar eru Anders og Lars Hansen á Árbakka. í öðru sæti varð Gustur frá Vindási, knapi Jón Jónsson, eig- andi Jón Þorvarðarson, Vindási. Nasi frá Hala varð þriðji, knapi Kristinn Guðnason, eigandi Mark- ús Ársælsson, Hákoti. í fjórða sæti varð Sverta frá Stokkhólma. Knapi í forkeppni var Leifur Helgason, en Þórður Stefánsson í úrslita- keppninni. Eigendur eru Lars og Anders Hansen á Árbakka. Galsi frá Skarði varð fimmti, knapi Borg- hildur Kristinsdóttir, eigandi Guðni Kristinsson. Töltikeppnin á vetrarmótum Geysis er stigakeppni, og eru Silf- urblesa frá Svaðastöðum og Gustur frá Vindási jöfn og efst eftir tvö mót, bæði hrossin með 18 stig, en eigendur stigahæsta hrossins á öll- um fimm vetrarmótum Geysis fá folald af Svaðastaðastofni frá Ár- bakka á Landi í verðlaun. Á Geysismótinu var einnig keppt í tölti barna. Þar sigraði Sigríður Theódóra Kristinsdóttir á Syrpu, Erlendur Ingvarsson varð annar á Stjarna og Helgi og Hauk- ur Guðmundssynir urðu í 3. og 4. sæti á Berki og Hraunari. f 150 m. skeiði sigraði Fáni á 15,8 sek., Blakkur varð annar á 16,2 sek. og á sama tíma varð Þjótandi frá Ármóti. Næsta Vetrarmót Geysis verður haldið laugardaginn 24. mars. Jökulfirðir: Mannbjörg er bátur sökk Mannbjörg varð þegar Guðmund- ur B. Þorláksson ÍS 62, 22 tonna stálbátur, sökk í Jökulfjörðum um klukkan hálftíu á sunnudagsmorg- un. Þriggja manna áhöfn Guðmund- ar var bjargað um borð í Báru fS 66, sem stödd var skammt undan. Gott verður var er slysið varð og svo til sléttur sjór. Guðmundur B. Þorláksson var á skelfiskveiðum og var verið að hífa plóginn inn þegar slysið varð og lagðist báturinn á hliðina og sökk á skömmum tíma. Áhöfnin fór í sjóinn og náðu þeir taki á bjarghring sem skaut upp, en sjálfvirkur sleppibún- aður sem var á öðrum björgunarbát- anna virkaði ekki og kom báturinn því ekki upp. Skipverjar á Báru ÍS 66 sem voru að veiðum skammt frá sáu hvað gerðist og slepptu öllu lausu og sigldu til þremenninganna og bjargaði þeim um borð. Þeim varð ekki meint af volkinu. - ABÓ Steingrímur J. í Ungverjalandi Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra er nú í opinberri heimsókn í Ungverjalandi í boði ungverska ferðamálaráðherrans, Imre Gellai. Heimsókn Steingríms stendur fram á fimmtudag en fyrir- hugað er að undirritað verði sam- komulag milli ríkjanna um samvinnu á sviði ferðamála. Þá mun Stein- grímur J. eiga viðræður við ung- verska landbúnaðarráðherrann, samgönguráðherrann og viðskipta- ráðherrann auk þess sem hann ræðir við Imre Gellai ferðamálaráðherra. Með Steingrími í för eru kona hans Bergný Marvinsdóttir, Ólafur Stein- ar Valdimarsson, ráðuneytisstjóri og Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.