Tíminn - 06.03.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.03.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 6. mars 1990 Tíminn 13 JónHelgason Guðni Ágústsson UnnurStefánsdóttir Stokkseyri - Eyrarbakki Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími þingmanna Framsóknar- flokksins verður á eftirtöldum stöðum. Gimli, Stokkseyri, mánudaginn 5. mars kl. 21.00. Stað, Eyrarbakka, þriðjudaginn 6. mars kl. 21.00. Framsóknarfélag Hveragerðis og nágrennis Framhaldsaðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 7. mars kl. 20.30 í verkalýðssal Boðans við Austurmörk. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosningarnar í vor 3. Önnur mál Guðmundur G. Þórarinsson Reykjavík Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Reykjavík gengst fyrir fundi með Guðmundi G. Þórarinssyni alþingismanni um álmálið fimmtudaginn 8. mars n.k. kl. 20.30 að Nóatúni 21. Allir velkomnir. Fulltrúaráðið. Viðtalstími L.F.K. Guðrún Jóhannsdóttir, varaformaður Landssambands Framsóknarkvenna, verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins að Nóatúni 21, þriðjudaginn 6. mars n.k. ki. 15.17. Allir velkomnir. L.F.K. Keflvíkingar - Suðurnesjamenn Hádegisverðarfundur um stóriðju verður hald- inn laugardaginn 17. mars á Glóðinni og hefst kl. 12.00. Frummælandi verður Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður. Mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Björk, féiag framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni Virðum líf verndum jörð Umhverfismál í brennidepli Landssamband framsóknarkvenna og Samband ungra framsóknar- nna verða með fund um umhverfismál fimmtudaginn 15. mars n.k. kl. 20.00 í Nóatúni 21 þar sem fyrirlesarar munu kynna hina ýmsu þætti umhverfismála. Nánar auglýst síðar. Allir velkomnir. L.F.K. og S.U.F. Framsóknarfélag Seltjarnarness Félagsfundur verður haldinn n.k. þriðjudag 6. mars kl. 20.30 í húsakynnum félagsins að Eiðistorgi. Dagskrá: Framboðsmál. Stjórnin. Guðmundur G. Þórarinsson REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. ■!l!',',iiillHII SPEGILL llllllilM Brúðkaupi aflýst - Albert prins í Mónakó hefur hætt við að giftast leikkonunni Khrystyne Haje Khrystyne Haje var líkt við Grace Kelly og þótti vera líkleg til að sóma sér vel sem furstafrú Albert prins er sagður eiga að taka við af föður sinum bráðlega. Hann segist því vera önnum kafinn við skyldustörfin sýndi henni. Hann bauð henni heim til Mónakó, sendi henni gjafir, flaug yfir hafið fram og aftur til að heimsækja kærustuna o.s.frv. En Khrystyne segir vinkonum sínum, að fyrir nokkrum vikum hafi Albert farið að hringja sjaldnar, og þegar hún hringdi til hans afsakaði hann sig með skyldu- störfum. Hún segir, að pabbi hans, Rainier fursti, hafi ákveðið að Albert eigi að taka við völdum eftir sig, og því verði hann að undirbúa sig fyrir starfið. Hin tilvonandi brúður ber fram afsakanir við vini sína og segist sjálf skilja það að skyldustörfin gangi fyrir. „ Við Albert höfum komið okkur saman um að af „ævintýra-brúð- kaupinu", sem við höfðum ætlað okkur að halda í vor, getur ekki orðið - að minnsta kosti ekki í bráð. Þess vegna verður ekki af brúðkaupi nú í vor,“ sagði Khryst- yne, þegar hún tilkynnti samleikur- um sínum fréttirnar, en hún hafði þá þegar boðið þeim Rain Bryor, Robin Givens, Kimberly Russell og Leslie Bega að vera við athöfn- ina. Þau og fleiri vinir höfðu fyrir- hugað að halda henni veislu með smágjöfum, (Bridal Shower) n.k. „forskot á aðalveisluna", - en auð- vitað hefur verið hætt við slíka veislu við þessar aðstæður. Það eru ekkert falleg nöfn sem prinsinum eru valin í vinahópi Krystyne, en sjálf segir hún ekkert um málið. Albert prins hefur haft orð á sér sem mikið kvennagull og hafa margar frægar konur verið til- nefndar sem tilvonandi furstafrúr í Mónakó. Má nefna t.d.: Vanna White, bandaríska sjónvarps- stjörnu, Brooke Shields, Catherine Oxenberg, Brigitte Nielsen, Lady Helen Windsor, Astrid prinsessu í Belgíu og margar fleiri. Á nýjum myndum frá St. Moritz má sjá hvar Albert prins kemur til Karólínu systur sinnar og manns hennar í skíðafrí og með honum er „ung vinkona hans, Monica að nafni,“ segir í myndatexta, - en annað er ekki sagt um hana. Það voru margir í Hollywood farnir að hlakka til „ævintýra-brúð- kaupsins" sem fyrirhugað var, þeg- ar hin unga leikkona Khrystyne Haje gengi í hjónaband með Al- bert prins af Mónakó. Einkum var það samstarfsfólk Khrystyne í sjónvarpsþáttunum „Head of the Class“ sem ætlaði að samgleðjast henni. - Nú hefur verið tilkynnt að brúðkaupinu hafi verið aflýst, en það var ráðgert nú í vor. Khrystyne hafði m.a.s. fengið sér brúðarkjól frá New York, sem hún segist nú ætla að setja inn í skáp með mölkúlum og geyma til seinni tíma. Vinir Khrystyne eru sárreiðir yfir framkomu Alberts við hana. Þeir segja, að sjaldan hafi sést önnur eins aðdáun og ást og hann Karólína tekur á móti bróður sfnum þegar hann kemur til St. Moritz, en vinkonan Monica hélt sig úr sjónmáli Ijósmyndavélarinnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.