Tíminn - 06.03.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.03.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 6. mars 1990 Tíminn 5 Húsið við Laugaveg 178 leikur á reiðiskjálfi: Hræringar vegna kólnandi bergs? „Ástæða þessa gæti verið sú að heitt grunnvatn sé á þrotum og kalt vatn flæði inn í þess stað. Hræringarnar gætu þess vegna orðið vegna þess að heitt bergið neðanjarðar kólnar ört og skreppur saman,“ sagði Eysteinn Tryggvason jarðeð- lisfræðingur hjá Norrænu eldfjallastöðinni. Talsverðar jarðhræringar hafa fundist í húsinu að Laugavegi 178 í Reykjavík að undanförnu og hefur hræringanna einkum gætt í austur- enda hússins. „Það er ein hrinan nýgengin yfir,“ sagði Skúli Nielsen rakari í Rakarastofu Austurbæjar í gær en hann sagði að þeirra yrði vart meira og minna á hverjum degi og hefði svo verið allt síðan í ágústmán- uði s.l. Þegar hrinurnar ganga yfir skjálfa hillur með snyrtivörum og glamur heyrist þegar flöskurnar skrölta saman. Bæði verða smáskjálftahrin- ur og eins koma þungir dynkir og snöggir kippir verða samtímis þeim að sögn Skúla Nielsen. Hann sagði að komið hefði fyrir að undanförnu að snyrtivörur hefðu fallið úr hillum og hefðu þeir komið að brotnum rakspíraflöskum á gólfinu á mánu- dagsmorgnum að undanförnu. Eysteinn Tryggvason setti jarð- skjálftamæli upp í einu herbergi á jarðhæð hússins að Laugavegi 178 í austurendanum aðfararnótt 1. mars s.l. Á honum komu greinilega fram hræringar; bæði var um að ræða hreyfingar í norður-suður, austur- vestur og upp og niður. Eysteinn var spurður að því gær hvort ástæða þessara hræringa væri hugsanlega sú að búið væri að þurr- ausa allt vatn undir Reykjavík. Hann taldi það ólíklegt. Fremur gæti hér verið að um það að ræða að kalt grunnvatn flóði inn í meira mæli en heitt vatn bærist að, enda væri búið að dæla heitu vatni upp um borholur í Reykjavík í áratugi. Jarðvatn er það vatn sem berst frá yfirborðinu og inn í jarðlögin. Þar sem sjór er í grennd og stendur hærra en grunnvatnsborðið er jarð- vatn salt eins og t.d. á Reykjanesi og víðar. Síðan fer það eftir vatnsleiðni bergsins, eða hversu gljúpt það er, [SHOT; 1000 STÁHT TIME, 0ó0;07;IJ;J:j.0 IME Skúli Nielsen rakari segir kippina verða á degi hverjum. Timamynd Pjetur hve mikið vatn berst til að halda grunnvatnsyfirborðinu í horfinu jafnframt því sem dælt er úr borhol- um. Vitað er að saltinnihald heita vatnsins í borholum í Reykjavík Svona leit einn skjalftinn að Lauga- vegi 178 út á mæli Norrænu Eld- fjallastöövarinnar. Skjálftinn varð laust fyrir miðnætti aðfararnótt s.l. fimmtudags og það er austur-vestur hreyfingin sem hér sést hefur stigið síðustu ár eða áratugi og gæti það verið merki um að heita vatnið undir Reykjavík sé að klárast? Einar Gunnlaugsson jarð- fræðingur hjá Hitaveitu Reykjavík- ur: „Nei, þaðerekki að verða búiðog ég hef enga trú á að skjálftarnir á Laugavegi séu vegna þess að berg þar undir sé að dragast saman vegna kælingar því að hitastig á því vatni sem við dælum upp þar í grenndinni hefur ekkert lækkað eða breyst. Væri það sem þarna er um að ræða samdráttur vegna þess að kalt vatn streymir um heitan berggrunninn, þá ættum við að fá upp kaldara vatn, en svo er ekki,“ sagði Einar. - sá Reglugerðumútflutningáflöttumferskumfiskirædd: gm n g| viija tá lengri Aukin neysla umþóttunartíma ' Tæplega þrjátíu aðilar sem selt hafa ferskan flattan fisk á markað í Evrópu, komu saman til fundar á sunnudag. Niðurstaða fundarins var sú að söng Jóns Ásbjörnssonar, að harðlega var mótmælt setningu reglugerðar um að óheimilt sé að hausa, fletja eðá flaka fisk nema hann fari tafarlaust til verkunar. Að söng Jóns verður í öðru lagi farið fram á að fá lengri umþóttunar- tíma, því við höfum útflutningsleyfi út mars fyrir þessa vöru, en ekki leyfi til að framleiða vöruna sam- kvæmt reglugerðinni. í þriðja lagi ætlum við að hitta Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra þar sem farið verður fram á að hann gefi leyfi til útflutnings á fullunnum salt- fiski. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra fór utan í gærmorgun og verður því einhver bið á að gengið verði til viðræðna við hann. Að sögn Jóns Ásbjörnssonar er einnig ætlunin að ræða við Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra hvort mögulegt sé að fresta gildis- töku reglugerðarinnar eða jafnvel að gerðar verði einhverjar breyting- aráhenni. - ABÓ á hrossakjöti Neysla á hrossakjöti jókst um ríflega 10% á síðasta ári. Þrátt fyrir þetta tókst landsmönnum ekki að halda í við framleiðsluna því að hún jókst um 52% á sama tíma. Þetta er að hluta til vegna þess að útflutning- ur á hrossum til slátrunar hefur stöðvast. Búast má við aukinni slátr- un á hrossum í framtíðinni því hrossum hefur fjölgað gífurlega hér á landi á síðustu árum. Hrossabændur neyddust til að hætta útflutningi á lifandi hrossum til slátrunar á síðasta ári, en flutt voru út um 400-500 hross árlega þegar mest var. Hætta varð þessum útflutningi vegna þcss að ekki tókst að sannfæra erlenda kaupendur um að hrossunum væri ekki gefnir vaxt- arhormón. í staðinn var farið út í að selja hross til Japans, en þeir vildu eingöngu pístóluna þ.e. langan Upplýsingahópur um kjarnorkumengun segir geislun kringum Dounreay vera mikla: Mótmæla stækkun Dounreay-versins Hér á landi voru nýlega staddir þrír fulltrúar frá umhverfishreyf- ingu er nefnist Norður-Evrópski upplýsingahópurinn um kjarnork- umál (MENING). Hópurinn hefur aðsetur á Leirvík á Hjaltlandi. Hann hefur einkum beint kröftum sínum gegn byggingu endur- vinnslustöðvar fyrir kjarnorkuúrgang í Dounreay í Skotlandi og losun efnaúrgangs í Norðursjó. Samtökin voru stofnuð 1987 að lokinni ráðstefnu sem fjallaði um hættuna sem lífríki hafsins stafar af geislavirkum úrgangi frá Dounreay- verinu. Chris Bunyan, sem er einn þre- menninganna, segir nauðsynlegt að þjóðirnar við N-Atlantshaf standi saman í baráttunni gegn losun geisla- virkra efna í hafið. „Þessar þjóðir búa við svipaðar aðstæður. Þetta eru smá samfélög sem lifa meira og minna á fiskveiðum. Hreint um- hverfi skipti þessar þjóðir miklu máli því fólk vill ekki kaupa fisk nema að það telji hann koma úr hreinu vatni. Það skiptir raunveru- lega ekki máli hvort að vatnið er hreint eða ekki. Það sem skiptir máli er álit fólks. Við verðum að hafa það í huga að neytendur í Evrópu eru vanir því að velja á milli matvæla sem eru annars vegar álitin heilnæm og hins vegar matvæla sem eru álitin óheilnæm.“ Bunyan segir að MENlNG-hóp- urinn hafi fengið mikinn stuðning frá Norðurlandaráði og ríkisstjórn- um aðildarlanda þess, þá sérstaiclega frá fslenskum, færeyskum og norsk- um stjórnvöldum. Hann segir tilgang sinn með heimsókninni nú vera að minna fólk á að vandamálið er ennþá fyrir hendi og að breska ríkisstjórnin er ákveðin í að halda áfram uppbyggingu kjarnorkuiðnað- arins og endurvinnslustöðvarinnar í Dounreay. Tilgangurinn sé að reyna að fá almenning og ríkisstjórnir Norðurlandanna til að þrýsta á bresk stjórnvöld og gera þeim eins erfitt og hægt er að halda óbreyttri stefnu í Chrís Bunyan frá Hjaltlandi. Timamynd Pjetur kj arnorkumálum. Hann segir skiptar skoðanir vera meðal almennings í Bretlandi um þetta mál. Almenningur í Skotlandi sé hins vegar nokkuð ákveðinn á móti kjarnorkuiðnaði. „Kjarnorkuiðnaðurinn hefur orð- ið fyrir áföllum upp á síðkastið. Loksins hefur verið viðurkennt opin- berlega að kostnaður við að byggja kjarnorkuver er mun hærri en látið hefur verið í veðri vaka. Það á m.a. þátt í að breska stjórnin hefur hætt við áform sín um að selja kjarn- orkuverin til einkaaðila." Bunyan segir krabbameinstilfelli vera tíu sinnum algengari í nágrenni við Dounreay en annars staðar. Mælingar sýni mjög mikla geislun við verið. Það sama gildi um Sella- field. „Það er engin tilviljun að þessi kjarnorkuvcr eru staðsett nyrst í Skotlandi. Sjónarmið bresku stjórn- arinnar er: Eins langt frá London og hægt er. Sama sjónarmið er ráðandi þegar verið er að henda kjarnorku- úrgangi í hafið. Reynt er að setja úrganginn þar sem enginn sér hann í von um að vandamálið gleymist. Það er ekki hægt að fela þetta vandamál. Það sorglega við þetta er að veruleg hætta er á að afkomendur okkar þurfi að súpa seiði af gjörðum okkar,“ sagði Bunyan að lokum. - EÓ afturpart sem búið er að skera slögin frá. Við það féll til talsvert af frampörtum sem voru seldir á lágu verði innanlands. íslenskir neytend- ur virðast hafa kunnað vel að meta þetta því neysla á hrossakjöti jókst um 10%. Þrátt fyrir aukna sölu jukust birgð- ir af hrossakjöti um 19% á síðasta ári. Gísli Karlsson framkvæmda- stjóri Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins segir að hrossastofninn í landinu sé orðinn það stór að landsmenn gcti ekki torgað öllu því kjöti sem fellur til á hverju ári. Neysla á nautakjöti (þar með talið kýrkjöt) minnkaði um 12% á síðasta ári. Gísli segir að skýringin á því sé að minna hafi fallið til af kýrkjöti á síðasta ári en t' fyrra. Kýrkjöt er mikið notað í vinnslu og því er núna notað meira af ærkjöti í vinnslukjöt. Neysla á alifuglakjöti minnkaði um 9,6% í fyrra og neysla á eggjum minnkaði um 8,4%. Söluaukning varð hins vegar á svínakjöti og hrossakjöti. Sala á kindakjöti stóð nánast í stað á síðasta ár, jókst um 0,12% frá fyrra ári. í heild jókst kjötneysla um 1,68% á árinu 1989. - EÓ Yfirlýsing Af gefnu tilefni vill Kristinn Finn- bogason framkvæmdastjóri Tím- ans taka eftirfarandi fram: „Ummæli mín í fréttaskýringa- þætti Stöðvar 2 um málefni Blaðaprents hafa valdið misskiln- ingi. Þegarégræddiumverktaka, átti það eingöngu við Persíu hf en ckki Kristinn Sveinsson bygg- ingaverktaka, sem stóð sig með stakri prýði við bygginguna.“ Krístinn Finnbogason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.