Tíminn - 16.03.1990, Page 5

Tíminn - 16.03.1990, Page 5
Föstudaaur 16. mars 1990 Bifreið skoðuð hjá Bifreiðaskoðun íslands. Tímamynd: Aml Bjama Nýja skoðunarmiðstöð Bifreiðaskoðunar íslands finnur ýmislegt að rútum og vörubílum: Um 50% fjölgun í öðrum söfnuðum en þjóð- kirkju og fríkirkju á áratug: Um 600 kvatt Fríkirkjuna Um 600 manna fækkun hefur orðið í söfnuði Fríkirkjunnar í Reykjavík á s.l. tveim árum. Það svarar til þess að 10. hver félagi hafi kvatt söfnuðinn þessi tvö ár. Fjöldi safnaðarmanna breyttist llt- ið árin 1980-1987, en síðan fækk- aði um 200 manns árið 1988 og nær 400 til viðbótar árið 1989. Söfhuðurinn taldi um 5.200 félaga þann 1. des s.l. samkv. tölum Hag- stofunnar. Félögum i söfnuði Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði Qölgaði um 18% síðasta áratuginn. Frá 1980-89 Qölgaði Islendingum um 11%, en fólki innan þjóðkirkjunnar heldur minna. Fólki í öðrum söfnuðum en áðumefndum hefur fjölgað alls um 50% á síðustu tíu árum. Um 93% landsmanna (235.600) teljast til þjóðkirkjunnar og rúmlega 3% (tæplega 8.300) til þriggja frí- kirkjusafnaða. Þá hefur fólki utan trúfélaga fjölgað um tæpan fjórðung á áratug og taldist sá hópur nær 3.400 manns um síðustu áramót. Alls um 6.300 manns eru í öðmm trúfélögum og hefúr fjölgað úr 4.200 í byrjun áratugarins. Þótt fremur fáir tilheyri hverjum þessara safnaða hef- ur hlutfallsleg fjölgun safnaðarfélaga verið mikil á undanfomum ámm. Kaþólska kirkjan er hinn eini þess- ara safnaða sem telur yfir þúsund manns. Kaþólskir vom rúmlega 1.600 i byijun áratugarins og sú tala hækkaði fremur hægt þar til árið 1988 að þeim fjölgaði um nær 400 á einu ári. í lok síðasta árs töldust um 2.360 manns til kaþólsku kirkjunnar, sem þýðir 47% fjölgun á áratug. Hlutfallslega hefur félögum fjölgað mest í Baháísamfélaginu, úr um 230 í rúmlega 380, eða um 69% á tíu ár- um. Vottum Jehóva fjölgaði um 51% á sama tíma, úr um 320 í 480. Ása- trúarmenn nálgast hundraðið og hef- ur fjölgað um 42% á áratugnum. Hvítasunnumenn voru um 870 um síðustu áramót og fjölgaði um rúm- lega fjórðung á áratug. Aðventistar eru um 750 og fjölgaði um 14% á áratugnum. Félagar Krossins eru 210 og Kirkja Jesú Krists telur rúmlega 140 félaga, en þessir tveir söfnuðir voru ekki skráðir sérstaklega í tölum Hagstofunnar í byrjun áratugarins. - HEI Gengið frá málamiðlunartillögu um ábyrgðardeild fiskeldislána í neðri deild: Samkomulag um Helmingi fleiri stórir bflar fá grænan miða Mjög áberandi er að stórir bílar fá oftar grænan miða eftir að Bifreiðaskoðun íslands tók í notkun nýja skoðunarstöð í Reykja- vík. Næstum helmingi fleiri rútur og vörubílar fá nú grænan miða. Óveruleg aukning hefur hins vegar orðið í grænum miðum hjá fólksbílum. Karl Ragnars, framkvæmdastjóri Bifreiðaskoðunar íslands, segir að eftir að skoðunarstöðin var tekin í notkun hafi í fyrsta skipti skapast möguleiki á því að skoða stóru bílana almennilega. „Við verðum að hafa það í huga að stóru bílarnir fara nú í gegnum mjög nákvæma skoðun og það er því ekkert óeðlilegt að aðfinnsl- urnar séu fleiri en þær hafa áður verið.“ fiskeldislánin Fólksbílum með græna miða hefúr fjölgað lítillega eftir að Biffeiðaskoð- unin tók í notkun nýju skoðunarstöð- ina í Reykjavík. Vart hefúr orðið við svipaða aukningu úti á landsbyggð- inni. Karl Ragnars telur að þetta bendi til þess að verið sé að skoða eftirlegu bíla ffá því í fyrra, á þessum fyrstu mánuðum ársins. Hann telur hins vegar að betri skoðunartæki hafi ekki þýtt fleiri græna miða á fólks- bíla. Karl sagði engan vafa leika á að með betri skoðunarbúnaði gangi betur að ná hættulegu bílunum. Hann sagðist Ljósapera kveikti í Eldur kom upp í íbúðarhúsi að Ásabyggð 16 á Akureyri um klukkan sex í gærmorgun. Þegar slökkvilið kom á staðinn var heimilisfólkið komið út. Eldurinn var í kjallara hússins og tókst fljótt að ráða niðurlögum hans. Skemmdir urðu litlar. Eldurinn kviknaði vegna þess að fatnaður lá upp að logandi ljósaperu. —ABÓ telja að ástand bílaflota landsmanna sé svipað og í öðrum löndum. Karl sagði þó hugsanlegt að ástand stórra bíla sé verra hér á landi. Hann tók þó ffam að allur samanburður milli landa væri erfiður. Biffeiðaeigendur hafa ekki verið nægilega duglegir að koma með bíla sína í skoðun það sem af er árinu. Nú er einungis búið að skoða u.þ.b. helming þeirra bila sem ættu að vera komnir til skoðunar ef skoðunin dreifist jafnt yfir allt árið eins og stefht er að. Enginn frestur er þó út- runninn enn sem komið er, en um næstu mánaðamót hækkar skoðunar- gjald þeirra sem áttu að koma með bíla sína til skoðunar í janúar um 20%. Eftir að nýja skoðunarstöðin var tek- in í notkun skapaðist aðstaða til að mæla mengun frá bílum. Niðurstöður af 459 bíla úrtaki, bíla sem komu til skoðunar í fyrstu viku marsmánaðar, voru þessar (co. þýðir colmonoxíð): 0 - 3,5% co.........68% 3,6-4,5% co...........12% 4.6 - 5,5% co..........7% 5.6 - 7,0% co..........7% meira en 7% co..........6% Núgildandi reglur eru þannig að bíl- ar fá ábendingu ef mengunin er 5,6- 7% co. Ábending þýðir að bifreiða- eigandi er beðinn að gera eitthvað í málinu en hann þarf ekki að koma aftur í skoðun. Ef colmonoxíið fer hins vegar yfir 7% verður bíllinn að fara í endurskoðun. Um næstu ára- mót verða reglumar hertar til sam- ræmis við erlendar mengunarreglu- gerðir. Samkvæmt þeim hefðu einungis 68% bílanna sem úrtakið náði til komist í gegnum skoðunina. Karl Ragnars sagði að niðurstöður könnunarinnar hefðu ekki komið sér á óvart. Hann sagði að í flestum til- fellum væri hægt að minnka mengun- ina með því að stilla bílana, en erfitt væri hins vegar að eiga við suma gamla bíla. Með því að stilla bílana dregur ekki aðeins úr mengun heldur dregur einnig úr eldsneytisnotkun. -EÓ Samkomulag á milli meirihluta fjár- hags- og viðskiptanefndar vegna breytigartillögu við stjómarfrumvarp um ábyrgðardeild fiskeldislána var staðfest í atkvæðagreiðslu í neðri deild Alþingis sl. miðvikudagskvöld. I samkomulaginu er gert ráð fyrir að ábyrgðardeild fiskeldislána geti veitt sjálfskuldarábyrgð fyrir lánum að há- marki 50% af verðmæti eldisstofns, í stað 37,5% hámarks sjálfskuldar- ábyrgð eins og gert var ráð fyrir í frumvarpinu upphaflega. Málamiðl- unartillagan felur í öðm lagi í sér að gert er ráð fyrir aó slík sjálfsskuldar- ábyrgð sé hægt að fá til allt að fjög- urra ára, í stað hámark þriggja ára eins og lagt var til í frumvarpinu. I þriðja lagi er lagt til að ábyrgð fram- kvæmdasjóðs falli niður um leið og Tryggingasjóður fiskeldislána verði lagður niður. Sá meirihluti sem myndaðist 1 fjárhags- og viðskipta- nefnd og samanstóð af fúlltrúum stjómarandstæðinga og Guðmundi G. Þórarinssyni féllst á þessa mála- miðlun og dró aðrar tillögur sínar til baka. Þegar greidd vom atkvæði um mál- ið á miðvikudagskvöld sátu hjá þing- menn Alþýðubandalagsins og þing- menn Alþýðuflokksins greiddu ekki atkvæði. Þingmenn Sjálfstæðis- flokks, Kvennalista og flestir þing- menn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði með tillögunni, en þing- menn Frjálslynda hægriflokksins greiddu atkvæði gegn henni. Áður en málamiðlunartillagan kom fram stefndi i tvísýna atkvæða- greiðslu um breytingartillögur meiri- hlutans í Fjárhags- og viðskipta- nefnd, en það lá fyrir að nokkrir stjómarþingmenn studdu breyting- amar. Það var Alexander Stefánsson alþingismaður sem kom ffam með þessar málamiðlunartillögur við um- ræður um stjómarffumvarpið um ábyrgðardeild fiskeldislána sl. þriðjudagskvöld. Tíminn náði ekki tali af Alexander Stefánssyni í gær. -ÁG Fjársvik? Tveir starfsmenn við meirapróf öku- réttinda eru grunaðir um að hafa náð til sín umtalsverðum fjárhæðum á nokkmm ámm og er talið að svikin geti numið á annan tug milljóna. Dv greinir frá þessu í gær. Samkvæmt ffétt DV munu mennim- ir hafa komist yfir peningana með þeim hætti að þáttökugjöld vom lögð inn á bankareikning á nafni annars þeirra. Þar sem þátttökugjöldunum var skilað til ríkisféhirðis tvisvar á ári, söfhuðust vextir á upphæðina, sem þeir tóku til sín. Upp um svikin komst þegar nýr for- stöðumaður var skipaður yfir öku- prófúnum og lét hann Ríkisendur- skoðun fara yfir reikninga. Málið mun nú vera komið til dómsmála- ráðuneytisins. Bfll fór útaf og valt ofan í Héraðsvötn, við brú yfir vestari hvísl Héraðs- vatna sl. miðvikudag. Ökumaðurinn sem var að koma ffá Sauðárkróki á leið í Hegranes, missti stjóm á bifreið sinni í beygju rétt áður en hann kom að brúnni, en mikil hálka var á veginum. Maðurinn slapp án meiðsla, en bílinn er mjög mikið skemmdur. Á myndinni má sjá Birgi Hreinsson lögreglumann á Sauðárkróki ásamt ökumanninum, eftirað bíllinn hafði verið dreginn á þurrt land. Tímamynd: Öm Þórarinsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.