Tíminn - 16.03.1990, Side 16

Tíminn - 16.03.1990, Side 16
RlKlSSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnorhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN BYGGDUM LANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 ÞRðSTUR 685060 VANIR MENN Tíniiim FÖSTUDAGUR 16. MARS 1990 Forsvarsmenn skemmtistaðarins Tunglsins við Lækjargötu setja upp óvenjulega veggskreytingu Forseti 1 0 O O vel o d ■ 1 n s| með bílan iei kit in o cD 11 í á </) í skemmtistaönum Tunglinu gefur að iíta mynd af forseta íslaiuls, sem uppi eru mjög skiptar skoðanir um. Tímanum er ekki kunnugt um að forsetinn hafi áður verið notaður á þennan hátt, sem veggskreyting á öldurhúsum landsins. Myndin sem var máluð sl. miðvikudagskvöld, á án efa eftir að vekja mikla umræðu, enda hér um fordæmi að ræða, sem snertir beint virðingu fólks fyrir forsetaembættinu. Vilhjálmur Svan hjá skemmti- staðnum Tunglinu sagðist í samtali við Tímann í gær, ekki hafa á reiðum höndum nöfn þeirra manna sem máluðu myndina. Hann stað- festi að myndin af Vigdísi Finn- bogadóttur hefði verið máluð á miðvikudagskvöldið. Aðspurður um hvort honum sjálfum þætti það ekki óvirðing við forsetaembættið að hafa forsetann málaðan upp á vegg, í vængjuðum ramma og með Mercerdes Bens merki í borða um hálsinn, sagði Vilhjálmur Svan að e.t.v. mætti líta svo á. Hins vegar væri Mercedes Benz gæða bílar og öðru máli myndi gegna ef merkið um háls forseta væri merki ein- hverrar ódýrrar bílategundar s.s. Trabants. Hann sagði að líta mætti á þetta sem framlag til hátíðarhalda vegna sextugsafmælis Vigdísar Finnboga- dóttur. - Á myndin að prýða vegginn eitthvað áfram? „Já, ég reikna með því,“ sagði Vilhjálmur Svan. Kornelíus Sigmundsson forseta- ritari sagðist, er Tíminn hafði sam- band við hann í gærkvöldi, ekkert geta tjáð sig um þessa mynd að svo stöddu. Þess má geta að ýmsir lögfróðir menn telja að sú hefð sem skapast hafi um virðingu forsetaembættis- ins sé að mörgu leyti áþekk þeirri virðingu sem lögbundin er fyrir þjóðfánanum. í sérstökum lögum eru ákvæði sem banna notkun þjóðfánans sem auðkennismerki á aðgöngumiðum, samskotamerkj- um eða slíku, áróðursskyni eða að hann sé notaður í firmamerki, á umbúðir eða í auglýsingu á vörum. ÁG Tímamynd: P|etur Helgi Laxdal hjá FFSÍ: Ekki samkeppni í siglingum hingað „Því er við að bæta við mál þessara ágætu manna hjá Eimskip og Skipadeild Sambandsins raunar líka að þeir sigla hingað til íslands á algerlega lokuðum markaði. Þeir eru ekki í samkeppni við einn eða neinn þannig að þeir ráða nokkuð sjálfir farmgjöldunum hingað,“ sagði Helgi Laxdal hjá Farmanna- og fiskimannasambandsins í gær. Tíminn bar undir hann ummæli Halldórs H. Jónssonar stjórnarfor- manns Eimskip þar sem hann sagði að samkeppnisstaða Eimskips í siglingum væri slæm vegna þess að félagið mætti ekki ráða erlenda sjómenn á íslandsskip sín og lækk- að þannig launakostnaðinn. Hall- dór sagði í ræðu sinni á aðalfundi Eimskip að ekki væri viðunandi fyrir íslendinga að búa í þessu efni við annað og dýrara fyrirkomulag en ýmsar grannþjóðirnar. „Ef þeir ætla sér að setja þau skip sem sigla alfarið fyrir íslend- inga undir hagkvæmnisfána," sagði Helgi ennfremur, þá hlýtur það að verða okkar krafa sem þjóðar að erlend skipafélög fái að keppa við þá.“ - sá Tveggja hreyfla flugvél í erfiðleikum suð vestur af landinu: Flaug rafmagnslaus og villt á einum hreyfli Flugvél af gerðinni Cessna Sky- master lenti í erfiðleikum á leiðinni frá Goose Bay í Kanada til Reykja- víkur í gærkvöldi. Um kl. korter yfir sjö í gærkvöldi barst tilkynning frá flugmanninum, sem var einn í vél- inni um að hann drepist hefði á öðrum af tveimur hreyflum vélarinn- ar, þeim hreyfli sem drejf rafal hennar og hafði vélin því ekkert rafmagn annað en það sem var í rafgeymum. Fór þá vél frá danska flughernum til að staðsetja vélina. Það tókst og reyndist Cessna vélin þá komin um 100 mílur af leið kominn miklu sunnar en hann átti að vera. Þá var vélin stödd um 280 mílur suð-vestur af Keflavík. Flug- vél Flugmálastjórnar, P-3 vél frá varnarliðinu og þyrla frá landhelgis- gæslunni fóru síðan til móts við Cessna vélina og það var flugvél Flugmálastjórnar sem fylgdi vélinni inn til Reykjavíkur. Rétt upp úr kl. 22:30 lenti vélin á Reykjavíkurflug- velli og heppnaðist lendingin vel. Trilla sökk í gær Tíu tonna trilla, Þórey, sem gerð er út frá Njarðvík, sökk um klukk- an hálf fimm í gærdag skammt út af Garðsskaga. Tveir menn voru um borð. Þeir komust báðir um borð í bátinn Ýr áður en trillan sökk. Ekki er Ijóst af hverju Þórey sökk en sjópróf fara fram fljótlega. Sovétmenn unnu Síðasta umferð í stórvelda- slagnum í skák var æsispennandi. Lengi vel leit út fyrir að Sovét- menn myndu missa forystuna sem þeir hafa haft allt mótið. Niður- staðan varð að Sovétmenn sigr- uðu, fengu 31,5 vinning. Eng- lendingar komu næstir með 31 vinning, þá komu Bandaríkja- menn með 30 vinninga og sveit Norðurlandanna rak lestina með 27,5 vinning. Sveit Norðurlandanna náði viðunandi árangri í síðustu um- ferðinni í gær. Sveitin gerði jafn- tefli við ensku sveitina 5-5. Á sama veg fór í viðureign Banda- ríkjamanna og Sovétmanna. Bcstum árangri á mótinu náðu Jóhann Hjartarson og Brown en þeir fengu 4,5 vinning í 6 skákum. - EÓ Hinn mannlegi þáttur borgarlífsins má ekki veröa útundan Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarmanna: HESTAMENNSKA FÁIRÚM INNAN ADALSKIPULAGS „Borgarstjórn samþykkir að fela Borgarskipulagi og gatnamálastjóra að gera áætlun í samráði við hesta- mannafélagið Fák um hvernig um- ferð á hestum verði haganlegast skipulögð í borginni.“ Þetta er tillaga Sigrúnar Magnús- dóttur borgarfulltrúa Framsóknar- manna sem lögð var fram á fundi borgarstjórnar í gærkvöld. í greinar- gerð með tillögunni segir að þar sem hestamennska sé aðal tómstunda- gaman mikils fjölda fólks, þá hljóti að verða að gera ráð fyrir umferð ríðandi fólks í skipulagi borgarinnar og að sú umferð verði sem öruggust og blandist sem minnst saman við bílaumferð. Sigrún Magnúsdóttir sagði við Tímann í gær að nú væri að hefjast endurskoðun á aðalskipulagi Reykjavíkur sem jafnan er gerð í lok hvers kjörtímabils. „Það er því rétti tíminn nú til að huga að þeim þáttum sem vantar í aðalskipulagið. Mér hefur fundist að það vantaði í skipulag borgarinnar að taka tillit til hinna mannlegu þátta í borgarlífinu. Hestamennska er einn slíkur þáttur. Hún er holl tómstundaiðja og fjöl- skylduíþrótt sem hefur mikið gildi, ekki síst fyrir börn og unglinga og því ber Reykjavíkurborg að stuðla að því að sem flestum gefist færi á að stunda hana,“ sagði Sigrún. Sigrún sagði ennfremur að nú við endurskoðun aðalskipulags yrði að sjá til þess að samgöngur milli hest- húsahverfa í borginni og út úr henni geti orðið sem greiðastar. Jafnframt verði hugað að því að hægt verði að rækta upp beitarhólf á hentugum áningarstöðum. - sá

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.