Tíminn - 24.04.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.04.1990, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 24. apríl 1990 Tíminn 7 HHIIIIIIIIIil.il aðutan . ■" lllllllllllllllllllilliLl.i,: 1 |:|:||IIIIIIIIIIIHIII;I:I.I, ' i I:|:|!|IHHHHHII|:| I;II|I|HHHHIHI|!| r:; i.l.liliHHHHIHIIIIIIIIIIIH:., Illllllllll Móðir eignast barn til að bjarga lífi annars barns síns Tæknin komin fram úr siðfræðinni Þegar Mary Ayala elur barnið sitt bráðum verður það áreiðanlega gleðilegur atburður í fjölskyldu hennar. En fæðingin á líka eftir að vekja ákafar deilur um læknasiðfræði um öll Bandaríkin. Ayala, sem býr í Kaliforníu, hefur tekið þann kost að eignast barn nr. tvö, vegna þess að dóttir hennar þjáist af hvítblæði. Mary ætlar að nota nýfædda barnið sem það sem gagnrýnendur hennar kalla „varahlut“ til mergflutnings í sjúku dótturina. Mary Ayala ætlar að eignast barn til að fá hentugan merg til færslu í dóttur sína Anissu, sem þiáist af hvítblæði. Ekkifarið leynt með ástæðuna til þungunarinnar Mary og maður hennar Abe hafa ekki haldið leyndri ástæðunni til þess að hún er nú barnshafandi. Þau segja hreinskilnislega að það hafi orðið einfaldlega vegna þess að dóttir þeirra Anissa, 17 ára gömul, þarfnist mcrgígræðslu ef takast eigi að bjarga lífi hennar. Leit um öll Bandaríkin að hentug- um merggjafa hafði ekki borið neinn árangur, svo að hjónin, sem búa í Los Angeles, ákváðu að eignast annað barn. Allt var þetta þó áhættusamt. Abe hafði áður látið gera sig ófrjó- an en gekkst nú undir aðgerð til að fá frjósemina aftur, vitandi að ltkurnar væru ekki nema ein á móti fjórum að nýja barnið fengi sama beinamerg og stóra systir. En heppnin fylgdi hjónunum, þau hafa fengið að vita að barnið sé telpa og 99% líkur séu á að hún hafi merg sem henti Anissu. Sérfræðingar í lækna- siðfræði áhyggjufullir Þetta tilfelli hefur vakið áhyggj- ur meðal sérfræðinga í læknasið- fræði, sem velta vöngum yfir því út á hvaða braut sé verið að fara. Þeir segja að það þurfi að ræða þá spurningu hvers vegna sé verið að skapa börn. Flestar mæður séu ekki þess sinnis að fæða barn í heiminn til að gegna einhverju einstöku markmiði, svo sem eins og því að bjarga lífi annarrar manneskju. Þó að líkur bendi til að Marissa- Eve (nafnið sem Ayala-hjónin hafa gefið hinni ófæddu dóttur sinni) verði fær um að bjarga lífi systur sinnar, ganga vangavelturnar líka út á það hvað hefði gerst ef mergur- inn hennar hefði ekki hentað An- issu. „Hefðu hjónin þá látið eyða fóstrinu og ákveðið að gera aðra tilraun?“ er spurning sem siðfræð- ingarnir spyrja. „Hver tekur ákvörðun í slíkum málum? Hvort lífið er mikilvægara, kornabarnsins eða systur hennar? Enginn vafi leikur á því að á hverjum degi leggur læknisfræðileg nútímatækni siðfræðilegar spurningar fyrir okk- ur sem við höfum aldrei áður orðið að takast á við,“ segja siðfræðing- arnir. Ayala-hjónin halda því fram að þau muni elska nýja barnið sitt jafnvel þó að mergflutningurinn takist ekki, en þó eru sérfræðing- arnir ekki sáttir við að aðgerðin verði gerð án samþykkis smábarns- ins, sem sennilega verður sex mán- aða gamalt þegar hún verður framkvæmd. Verður þessi aðferð notuð í stærri stíl? Það eru fleiri áhyggjuefni á ferð- inni svo sem að þetta kunni að leiða til fleiri „Frankenstein-legra“ tæknibrellna, sem gætu bjargað lífi þeirra sem eldri eru. Sumir hafa látið sér detta í hug hvort þetta gæti orðið krabbameinsstöðvum hvatning til samvinnu við frjósem- isstöðvar um að nota gervifrjóvg- unartækni til að fjöldaframleiða fóstur með viðeigandi líkamsvefi fyrir krabbameinssjúklinga sem þarfnast mergtilfærslu. Sérfræðingarnir vara við því að svo kynni að fara að hvítvoðungar fæddust, gerð verði á þeim aðgerð og síðan fengju barnlaus hjón þau til ættleiðingar. Einn þeirra sem hugleiða þetta mál gengur svo langt að segja að þessari þróun mætti líkja við að eldri kynslóðin sýndi mannætutilburði við notkun varahluta frá yngri kynslóðinni. Hugmyndin um að slík tækni verði tekin í notkun er ekki hreinn vísindaskáldskapur. Læknar eru þegar farnir að gera tilraunir með að vinna gegn Parkinson-sjúkdómi með vefjum úr látnum fóstrum. „Enn hefur ekkert slíkt tilfelli komið fram, en hvaða siðfræði styddist kona við ef faðir hennar væri að deyja úr Parkinson-sjúk- dómi, hún væri ófrísk og léti síðan fóstrinu til að hægt væri að grípa til vefjanna í lækningaskyni?" spyrja siðfræðingar. Vantar lagasetningu Peir bæta því við að augljóst sé að læknar verði að taka slíkar ákvarðanir á degi hverjum. „En hvað gerist ef ekki er samkomulag? Enginn annar en dómstólarnir geta fellt úrskurð um hver sé siðferði- lega leiðin í slíkum málum meðan ekki er til nein lagasetning,“ segja siðfræðingarnir. Spurningin um læknissiðfræði verður sífellt mikilvægari í Banda- ríkjunum samfara því sem tækni- þekking fer út yfir þau mörk sem til þessa hafa þekkst. Á hverju sjúkrahúsi er siðfræðideild, sem tekur til athugunar hvert það mál sem ekki er samstaða um. Til þessa hefur verið algengast málið um „réttinn til að fá að deyja“. Áttatíu og fjögurra ára gamall maður í Cincinnati hefur nú höfðað mál gegn sjúkrahúsi þar fyrir að hafa bjargað lífi hans eftir hjartaáfall, sem hann er lamaður eftir. Hvar á að draga mörkin? En mál Ayala-hjónanna dregur alveg nýtt vandamál fram á sjónar- sviðið. Þar er verið að skapa mannslíf eingöngu til hagsbóta öðru mannslífi. Þar er farið með mannlega veru eins og hlut og ekki tekið tillit til dýrmætis hvítvoð- ungsins sjálfs. Fljótt á litið virðist Ayala-hjónin vera að gera það rétta, og þau hafi sagt að þau muni elska nýfædda barnið hvernig sem allt fer. En sérfræðingarnir segja að þau séu á mjög hálli braut. Einhvers staðar verði að draga mörkin, en spurningunni um hvar þau skuli dregin sé ákaflega vand- svarað. Aðrir siðfræðingar álíta að málið snúist ekki aðeins um Ayala-hjónin og þeirra ákvörðun. Heldur um hvernig almenningur bregðist við slíku. Tæknin sé komin fram úr getu mannsins til að fást við sið- ferðilega skilgreiningu og hvergi sé leiðsögn að finna. „Þó að maðurinn ráði yfir tækni til að framkvæma ákveðið verkefni, þýðir það að við eigum að gera það?“ spyrja þeir. Mary Ayala, sem er 43 ára að aldri, er ekki í neinurn vafa um það sem hún er að gera. „Mér finnst ófædda barnið mitt vera guðs blessun," segir hún. „Ég hafði ekki átt von á því að eiga eftir að verða barnshafandi á mínum aldri, en þegar sú staða kemur upp að barnsins manns bíður ekki annað en dauðinn, gerir maður hvað sem er til að koma í veg fyrir það,“ segir hún. VIÐSKIPTALÍFIÐ Hvað nú, EBE? f Bandaríkjunum sem í Vestur- Evrópu eru þær raddir uppi að umturnunin í Austur-Evrópu 1989 krefjist endurmats á stöðu Efnahags- bandalags Evrópu. Hvort sem dæmi- gerð verður talin um þær verður hér stuttlega rakin grein um þessi efni í Newsweek 12. mars 1990 eftir Scott Sullivan. „Sjálft er EBE farið að sýnast gamaldags, hluti af þeirri austur- vestur skipan mála sem forgörðum fór á liðnu ári. í Vestur-Evrópu álíta ýmsir að bandalagið hljóti um síðir að veita löndum Austur-Evrópu inn- göngu. Á þessu stigi hefur Jacques Delors, forseti stjórnarnefndar EBE, tekið af skarið um að banda- lagið megi ekki við þvf að færa út kvíar á næstu árum. Lönd í Austur- Evrópu verða að bíða átekta að undanskildu Austur-Þýskalandi sem sjálfkrafa gengur í EBE þegar það sameinast Vestur-Þýskalandi. Og bið þeirra verður væntanlega löng. Áður en inn verða tekin ný lönd telur Delors að Efnahagsbandalagið verði að koma á hjá sér sameiginleg- um markaði, sameiginlegum gjald- miðli og pólitískri samfellingu. Snemma árs 1989, allnokkru fyrir andkommúnísku sprenginguna í Austur-Evrópu, setti Delors fram hugmynd um „náin samskipti" í stað aðildar - í því skyni að telja Austur- ríki af umsókn um fulla aðild. Það tókst ekki. Austurríki lagði fram formlega inntökubeiðni í júlí 1989. Sex lítil en háþróuð lönd sem mynda Fríverslunarsvæði Evrópu - Sviss, Svíþjóð, Noregur, Finnland, ísland auk Austurríkis - hófu hins vegar um það leyti könnunarviðræður við Efnahagsbandalagið. Fyrir þeim vakti víðfeðm samkomulagsgerð fyr- ir hönd allra EFTA-ríkjanna sex. Síðla árs 1989 hófust formlegar viðræður á milli Fríverslunarbanda- lags Evrópu og Efnahagsbandalags Evrópu. Hyggjast þau ganga frá texta að samkomulagsgerð fyrir árs- lok 1990. Samkomulag hefur þegar náðst um útfærslu „fríðindanna fjögurra" - óhefta tilfærslu fólks, varnings, fjármagns og þjónustu - til Fríverslunarbandalagsins. Einnig er afráðið að landbúnaður verði undan- þeginn samkomulagsgerðinni. Óút- kljáð eru nokkur vandasöm atriði um málsmeðferð. Lönd Fríverslun- arbandalagsins vilja eiga hlut að ákvörðunartöku EBE um mál sem þau snerta og þau vilja eiga fulltrúa í dómstóli sem lögsögu fær í kæru- málum sem af samkomulagsgerðinni spretta. Þá efast ýmsir hópar í Frí- .verslunarbandalaginu - launþega- samtök sænsks „hvítflibba“- starfsliðs, austurrískir umhverf- isverndarmenn og svissneskir banka- haldarar - um að nokkur ávinningur verði af samkomulagsgerðinni. Góðar horfur eru á að aðildar- löndin sex að Fríverslunarbandalagi Evrópu, á meðal þeirra hið hálfvolga Sviss, hafi fallist á náin tengsl við Efnahagsbandalagið fyrir árslok 1992. Þau munu þá mynda „annan hringinn" af hinum sammiðja evr- ópsku hringum Delors. Innri hring mynda hin núverandi tólf aðildar- lönd EBE. Þriðja eða ysta hringinn mynda fremur laustengd lönd í Aust- ur-Evrópu ásamt evrópskum jaðar- löndum - Tyrklandi, Möltu og Kýpur. Þótt ríkisstjórnir allra aðildar- landa EBE séu í meginatriðum sam- þykkar framgangi Delors er hann fáum þeirra að skapi. Breska forsæt- isráðherranum, Margaret Thatcher, hefur alltaf þótt vafasamt að EBE verði „dýpkað“ á kostnað þjóðlegs fullveldis aðildarríkjanna. Hún var- ar nú við EBE, aðskildu bæði Bandaríkjunum og Austur-Evrópu. Forseti Frakklands, Mitterrand, fer ekki dult með ótta sinn af ofvöxnu sameinuðu Þýskalandi og leitar bak- tryggingar í nánum tengslum við Rússland Gorbatsjefs. Jafnvel hin smáu og snauðu aðildarlönd EBE, Portúgal, Grikkland og írland, ótt- ast að hinum vænu styrkjum sem þau hafa fengið frá Brússel verði beint til uppbyggingar í Austur-Evr- ópu, þess nýja málstaðar. Helmut Kohl ríkiskanslari heldur enn á loft tryggð Þýskalands við Atlantshafsbandalagið en Sósíal- demókrataflokkurinn (SPD) krefst að í stað hernaðarbandalaganna tveggja (Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins) komi allsherj- ar evrópsk skipan öryggismála. Tölvur í krafti Ijósvakans Snemma í febrúar 1990 sýndi AT & T Bell Laboratories í New Jersey tölvu á tilraunastigi sem Ijósgeislar knýja en ekki rafeindir. Höfundur tölvunnar er bandarískur vísinda- maður af kínverskum ættum, Alan Huang. Ef tölva þessi kemst af tilraunastigi munu horfur á tölvum 100 til 1000 sinum öflugri þeim sem nú þekkjast. Frá tilraunatölvu þessari sagði Newsweek 12. febrúar 1990: „Þó spá margir vísindamenn nú að tækið muni hafa áþekk áhrif sem „integrat- ed circuit“ sem opnaði möguleika á einkatölvum. Fræðilega virðast fot- ons vera rafeindum betur fallnar til tilflutnings tákna í tölvum. 1 einn stað fara foton um tíu sinnum hraðar en rafeindir. Og þótt rafeindir hafi áhrif hverjar á aðra geta ljósgeislar, sem eru án massa eða hleðslu, farið í gegnum hverja aðra án truflana. Rafeindir þurfa að fara um leiðslur en foton fara í lausu lofti.“ Á sjötta áratugnum var farið að gera tilraunir með geislatölvur. í upphafi sjötta áratugarins varði IBM 100 milljónum dollara til tilrauna með leysigeisla í tölvum án árangurs. Þáttaskil urðu 1986 þegar bandarísk- ur vísindamaður, David Miller hjá AT & T Bell Laboratories, bjó til örsmáan rofa sem er 0,00004 þuml- ungar að þvermáli. Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.