Tíminn - 24.04.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.04.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þríðjudagur 24. apríl 1990 TIMINN MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gislason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrrfstofur Lyngháls 9, 110 Reykjavik. Simi: 686300. Augfýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Askrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 GARRI Fjárlög og verðbólga Morgunblaöið gerir fjárlagagerð og stjórn ríkis- fjármála að umræðuefni sl. sunnudag. Ástæða er til að taka undir áhyggjur sem þar koma fram um hallarekstur ríkissjóðs, þótt jafnframt sé ástæða til að finna að þeirri pólitísku einsýni sem fram kemur í greininni að því er varðar þróun ríkisfjármála. Við lestur Morgunblaðsgreinarinnar mætti ætla að óæskileg þróun ríkisfjármála ætti höfuðrót sína í tilkomu nýs stjórnarsamstarfs haustið 1988. Slíkt fær að sjálfsögðu ekki staðist. Þróunarferillinn í þessu efni er miklu lengri og þarfnast áreiðanlega nánari athugunar en staldra aðeins við starfstíma núverandi fjármálaráðherra og þeirra ríkisstjórna, sem hann hefur setið í um það bil eitt og hálft ár. Þótt ekki sé litið nema fá ár aftur í tímann, t.d. virt fyrir sér kjörtímabilið 1983-1987, þegar sjálfstæðis- menn gegndu embætti fjármálaráðherra, þ.á m. Þorsteinn Pálsson, sýnist enginn höfuðmunur á vanda fjárlagagerðar síðustu tveggja ára og þess fjögurra ára tímabils sem sjálfstæðismenn stýrðu ríkisfjármálum um miðbik líðandi áratugar með miður góðum árangri. Ríkisendurskoðun sendi fyrir nokkrum vikum frá sér skýrslu um framkvæmd ríkisfjármála á síðasta ári. Þar var farið allvítt yfir þetta löggjafar- og stjórnsýslusvið og leidd athygli að ríkisrekstri og afkomu ríkissjóðs a.m.k. hálfan annan áratug og komist að þeirri niðurstöðu að gjöld umfram tekjur á þessu tímabili næmu 43 milljörðum króna í stað þess að tekjur umfram gjöld hefðu átt að vera hátt á annan milljarð króna. Á þessu tímabili var það næstum ófrávíkjanleg stefna ríkisstjórna og Alþingis að afgreiða hallalaus fjárlög, og svo var reyndar gert, þótt þannig tækist til að fjárlagatölur færu úr skorðum á hverju fjárlagaárinu á fætur öðru með þeirri heildarút- komu sem ríkisendurskoðun hefur greint frá. Fjárlagatölur stóðust ekki reynsluna. Þegar yfirlit af þessu tagi liggur fyrir er minnstur vandinn að sjá að niðurstöðutölur fjárlaga hafa brugðist í framkvæmd ríkisbúskaparins, hitt er vandameira að skýra ástæður þess og orsakir að svona hefur tekist til. Eitt af því sem ríkisendur- skoðun hefur bent á er að ríkisútgjöld hafa verið vanáætluð við fjárlagaafgreiðslu, útgjöldin hafa ekki verið miðuð við réttar verðlagsforsendur. Þetta er í sjálfu sér rétt. En hvers vegna hendir það löggjafarvaldið að gefa sér rangar verðlagsforsendur ár eftir ár? Meginskýringin á því er einföld. Orsakanna er fyrst og fremst að leita í þeirri verðbólguþróun, sem hrjáð hefur íslenskt efnahagskerfi allt of lengi. Slík verðbólga setur alla áætlunargerð úr skorðum og ágerist því fremur sem hún helst lengur. Þessum höfuðvanda rekstrar- og fjárhagsáætlana, þar með fjárlagagerðar, verður ekki eytt nema því mark- miði núverandi ríkisstjórnar verði náð að vinna bug á óhæfilegri verðbólgu. Málgagn stuttkrata Boðskapur hefur verið birtur þjóðinni í útbreiddasta og iangorð- a.'ita blafti landsins, Morgunbiað- inu, þess efnis að Alþýðnbiaðið ætli að fara að koma »t í stuttu l'ornii. Það er Ingólfur Margeirs- son, ritstjóri Alþýðublaðsins, sem iiirlir okkur þennan boftskap. Vit- aniega er ekkert nema gott utu það að segja, þegar minnsta blað lands- ius hefur í hyggju að vera sfuttort í l'réttafliitningi, en með því móti kemst væntanlega meira í það af fréttum. Fleira er boðað Alþýðu- blaðinu til ágætis, sem stendur nú í rosalegri saiukeppni við sjálft sig, þ.e. Pressuna sein kemur út einu siimi í viku, og er bæði langort og leiðinlegt. Þar er vCrleitt ekki lagt minna undir en ein opna um t.d. að hvað konum fniust leiðinlegast við karlmcnn, eins og allir viti það ekki, en síðan kemur stuttur kyn- lífsdálkur, sem á að vera til að efla þá skenuntun sem gagnstæð kyn hafa hvort af öðm. Þeir á Alþýðu- blaðinu hafa mikið dálæti á Press- iuiiii og líklega er hugmyndin um stutt blað sprottin af aðdáun á kynlífsþætinum. Blaö handa Ámunda Að niinnsta kosti er hugniynd rilsljóraiis að sluttu blaði ekki sprottin al því að í Alþýðuflokkn- uiii séu styttri meim en i öðrum flokkum og af þeim sökuin sé verið að reyna að aðiaga málgagnið að Hokksfoy rsluimi. .1 ónarnir að vestan, sem báðir menntuftust í Ögri við piissun i kinii samkvaíiiit Sverrissögu, eru vel meðalmenn á vöxt. l'á er .lólianna í meðallagi á hæð og sjálfur rilstjóriim líka, þó að svona andlega séð sjái stundum í iijar hans. Sá eini sem er frekar sliiltvaxiim heilir Ámtintli Ámundason, og er náttúriega hægt að hugsa sér að blaðið verið sn iðið el'tir liommi, einkum cftir að liami sýndi það afrek að kotna Bjarna P. Magnússyni í þriðja sætið á fram- boðslista Vettvangs. Þannig má segja að ritstjórann skorti ekki fyrirmyndina að þeirri frábæru hugmynd sinni að gera Aiþýðu- blaftift slutt. Ekki er þar með sagt að blaðið þurfi að vera lítið. Það ætti einmitt að stækka við þessa brey tingu. Eitt sinn var sýnt hvern- ig hægt var að koma blaðinu fyrir i eldspýtustokki. Það er frágangs- sök núna vegna þess að auðvitað yrði að hat'a Pressuna með. Aðstyttasig f blaðamannastétt hafa orðið til byItingasögiir, sem ganga ekki allt- af upp. Óiiefntltir ritsljóri talaði um þaö í uokkur ár, að lilað hans þyrfti umbyttingar við. Því var játað, enda talið að hann hætti við alhliða breytiugar. Þegar loks var gengið á hann um hvers fconar byltingu hann væri að tala, lagði liann einvörðungu til að dagbó kar- siðtt blaðsiiis yrfti lireyll. A sama 1)1 aðinu v ann u m tíma iutgur maðnr sem lét sem hann vissi ýmislegt um lilaftainennskii. Hann eyddi stund- um mestum vimiutíiua st'nutn í að tala nm ágæti þessi að fréllir væru stutlar. Sjálfur fylgtii liann keim- iugtini sínum eftir og lagfti tölu- verða vimiu í að fcoma fréttuni sinuni fyrir í einni eða tveiiuur inálsgreinum. Síftan urðti þær enn slyItri ogloks urðu þær svo slultar að ekkert kom frá lioiium að loknuin viiiiiutlegi. Hunn gat ekki breytt um íréttasiíl og þess vegna sty ttist í veru hans á blaðinu. Hann er eini maðnrinn sem vitað er um, að hafi náð ýtrustu styttingu sent blaðamaður. Sabotas í kýrhausnum Auðviiað eru til margar rikjandi skoðanir um blöft og hvernig þau eigi að vera. Vel nrá vera að Ingólfi Margeirssyni, ritstjéra, takist að gera Alþýðnblaðið svo stutt að það taki því ekki að fletta því, en það er auftvitaft ekki nieiniiigiii. Reikna verður með þv í að við biöð vinni lólk sem finnur hvenær frétt er fulirituð og hvenær ekki. Sam- fcvæmt þeirri tískn sem rifcir í fjöimiðlaheiniimun, eru fréltir nú þegar orftnar mjög knappar og ólikar því sem áður þekktíst. Þar veldur mestu sú eðiisbreyting sem orðið lieliir á lréttalliitningi alineniit. Um hana hafa ekki gilt tlagskipanir ritstjóra. En stutt vilja þeir hafa það á Aiþýðublaðinu á sama tíma Og þeir skrifa geispa- greinar í l'ressuna, sem þeir segja að seljist öll reiðinnar osköp. Það er því eíttlivert sabotas í kýrhausn- um, fyrst þeir vilja stytta Alþýðu- blaðið að lengimii þessari reynslu af Pressunni. Nema þeir vilji Al- þýðublaðið feigt, sem engiim trtiir. En þessi stytting getur haft aðrar breylingar í for með sér. Við fyrirsagnasuiíft hér ð árimi áöur, þar sem stultleikiim varð að ráfta, varð tii orftift toppkrafi. Við þessi nýju tímamót i líli Alþýöublaðsins er líkleg! að til verði orðift sfutt- krali. Garri VÍTT OG BREITT Ataks er ekki þörf Sú var tíð að allir littererir íslendingar höfðu hugtak eins og kraftbirtingarhljómur á hraðbergi og þeir sem best voru meðvitaðir vissu að hljómur sá var kenndur við guðdóminn. Þá voru vinstri- sinnar ekki búnir að finna upp borgaralega fermingu, enda hefði slík villutrú varðað brottrekstri úr sellu og endurskoðunarsinnunum vísað út í ystu myrkur borgaralegs samfélags. En nú hafa menntakerfin skilað eybyggjum svo áleiðis að kraftlyft- ingar eiga hug þeirra allan og guðdómurinn er seldur í formi lífsgeislaarmbanda og kristalla. Hægt er að fá hann í gjafaumbúð- um. Kraftlyftingar og kraftajötnar skila svo góðum árangri að hér sefur sterkastimaðuríheimi á hverjum bæ og allt hefst með miklum átökum og framkvæmd og árangur eftir því. Skammt er síðan mikill rembing- ur var virkjaður og stóðu menn og konur á blístri í nokkrar vikur og streittust við í miklu málræktar- átaki. Skemmtikraftar fóru á kost- um og sem betur fer linaðist svo á átakinu að vonir standa til að tungan beri ekki stóran skaða af þeim aflraunum öllum. Kraftlyftingar og kraftaverk Átakaráðherrann tilkynnti um helgina að eflt hafi verið í mikið átak gegn mengun og nú á að bæta heiminn með sameiginlegri kraft- lyftingu. Nokkur forsmekkur hefur verið að kraftalátunum. Efnaverksmiðja í Reykjavíkurborg var nær sprung- inn í Ioft upp að sögn vísra manna og er hafið mikið átak að losna við þá yfirvofandi hættu og þolir málið enga bið, enda átaks þörf. Gas- og olíubirgðir finnast dag hvern um allan bæ og skilur eigin- lega enginn í því hvernig stendur á því að Reykjavík og mörg önnur bæjarfélög skuli enn vera á sínum stað. Má telja það til kraftaverka, sem þóttu merkileg áður en kraftlyft- ingar og átakatrú tóku víð trúnni á kraftaverkin. Sér þeirri siðbót víða stað. Kröftugasta átakið sem framið var í tilefni átakaársins gegn mengun, var án efa framið á Sauð- árkróki. Þar var svo hraustlega tekið til hendinni að hafi trú átaksmanna um mengunarhættu átt við einhver rök að styðjast væri nú verið að urða Sauðárkrpk og safnaliðitilaðjarðsyngjaSkagfirð- inga. Þeir á Sauðárkróki lásu þá roku- frétt í blaði fyrir sunnan að geig- vænlegar eiturbirgðir væru undir verksmiðjuvegg þeirra fyrir norðan. Þetta rauða og þetta bláa Hendur voru þegar í stað látnar standa fram úr ermum og efnt til átaks. Svo mikið lá á að skurðgrafa var sett á eiturtunnurnar og hundr- uðum fermetra af jarðvegi var djöflað upp. Tunnurnar fundust fjótlega, enda á almanna vitorði hvar þeirra var að leita. Svo kröftugt var átakið að 22 tunnur létu undan skóflutönnunum og lak innihald þeirra út um jarð- veginn hér og hvar og var dreift reglulega vel og víða þegar tunnu- ræksnunum var komið fyrir annars staðar. Greining á innihaldi eiturtunn- ' anna var lesin í Ríkisútvarpið og var á þá leið, að í þeim sem innihaldið lak úr hafi verið rauð- leitur vökvi og í öðrum bláleitur. Einhver froðleiksmaður taldi að þarna gæti jafnvel verið um sprengiefnið ammóníak að ræða, en ekki fylgdi útskýringunum hvort það væri þetta rauða eða þetta bláa sem lak úr tunnunum. Á þriðja degi frá því að átaka- menn dreifðu úr tunnunum hræði- legu yfir Sauðárkrók voru fjölmiðl- ar enn að hugga heimamenn með að brátt mundu sýni send til efna- greiningar og þá kæmi f Ijós hvort eitrið væri eitrað eða bara rautt og blátt. Kraftátakamenn vöruðust eftir megni að leita upplýsinga hjá þeim sem betur máttu vita, enda hefði það spillt fyrir sjálfu átakinu gegn mengun í byrjun þess árs sem það á að standa yfir að sögn átakaráð- herra. Nú mun hefjast mikil fræðsla um átakið til björgunar móður jörð og verður kraftlyftingahjörðin engu nær um hvað má henni til varnar verða en að lyfta sem mestu sem allra, allra fyrst. Skortur á heims- meistarahöllum má ekki verða til þess að við drögumst aftur úr og allir geymslustaðir eiturefna og vetnisbomba molaðir mélinu smærra. En trúi enn einhverjir á kraft- birtingarhljómguðdómsins.ertími til fyrir þá að biðja fyrir sér, að hætti séra Sigvalda, og frábiðja sér öll átök misviturra manna. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.