Tíminn - 24.04.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn
*
Þriöjudagur 24. apríl 1990
Þriöjudagur 24. apríl 1990
Tíminn 9
Eftir
Agnar
Óskarsson
Hennar hátign, Elisabet li Bretadrottning og maður hennar, Philip príns koma til islands í opinbera heimsókn í lok júní.
Elísabet II Bretadrottning er fyrsti þjóðhöfðingi Bretaveldis, sem kemur í opinbera heimsókn til íslands.
—
I
Elísabet Bretadrottning kemur í opinbera heimsókn til íslands í lok júní:
Fyrsta opinbera heimsókn
Elísabet Bretadrottning mun koma í op-
inbera heimsókn hingað til lands, samt
manni sínum Philip prins í endann á júní.
Þetta er í fyrsta skipti, sem drottningin kem-
ur í opinbera heimsókn hingað til lands og í
raun einnig í fyrsta skipti, sem þjóðhöfðingi
Breta kemur í opinbera heimsókn til íslands.
Philip hefur hins vegar oftsinnis koinið hing-
að, bæði á leið sinni yfir hafið til N-Ameríku
svo og til laxveiða. Undirbúningur að komu
drottningar er nú í fullum gangi hjá aðilum
hér á landi, en nákvæmar tímasetningar
liggja ekki fyrir opinberlega.
Undirbúningur fyrir komu Elísabetar
Bretadrottningar síðari hluta júnímánaðar
hefur staðið um nokkurt skeið. Fulltrúar
drottningar, bæði frá breska utanríkisráðu-
neytinu og úr hirð drottningar komu hingað
til lands fyrrihluta marsmánaðar til að leggja
línumar í samvinnu við þá aðila, sem fara
með þessi mál hérlendis. Það eru m.a. utan-
ríkisráðuneytið, forsetaskrifstofa, forsætis-
ráðuneytið og lögreglustjóraembættið í
Reykjavík, en sem von er þarf að mörgu
hyggja við komu drottningar.
Opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja
hingað til lands eru alfarið á vegum íslenskra
aðila, hvað skipulagningu varðar, en í sam-
ráði við viðkomandi aðila. Ef sérstakar óskir
koma frá þjóðhöfóingjanum, er orðið við
þeim óskum, svo framarlega sem unnt er.
Eins og áður sagði, kemur drotlning
hingað til lands seint í júní og mun heimsókn
hennar hér á landi vara í tvo til þijá daga, en
eflir það heldur hún í opinbera heimsókn til
Kanada. Vegna öryggisráðstafana eru tíma-
setningar á komu drottningar hingað hvorki
gerðar opinberar fyrr en nær dregur heim-
sókninni, né heldur uppilátið á hvaða staði
hún mun koma. þó er líklegt að henni verði
sýndar nokkrar af perlum íslands, s.s. Þing-
vellir. Drottning mun koma hingað til lands
með flugi, en fastlega er búist við að skipi
drottningar, Britannia verði siglt hingað og
verði í Reykjavíkurhöfn á meðan á heim-
sókn drottningar stendur.
Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykja-
vík sagði í samtali við Tímann, að lítið væri
hægt að segja um komu drottningar á þessu
stigi. Málin eru í hefóbundnum undirbún-
ingi, eins og Böðvar orðaði það, í samvinnu
við öryggisfulltrúa drottningar. „Það er verið
að gera drög að því, sem gera þarf. Síðan á
eftir að bera þá hluti aftur og betur saman við
þá bresku aðila, sem þama koma að máli.
Þetta tekur allt sinn vanalega tíma og er í
venjulegum farvegi,“ sagði Böðvar. Hann
sagði að reynt yrði að halda öllu umstangi.
innan hóflegra marka. „Þetta starf hjá okkur
gengur allt eðlilega fyrir sig og verður haft á
þeim nótum, að viðbúnaður verði látlaus en
virðulegur,“ sagði Böðvar.
Aðspurður sagði lögreglustjóri, að hon-
um væri ekki kunnugt um, að drottning hefði
komið fram með sérstakar óskir um fyrir-
komulag heimsóknarinnar eða hvaða staði
hún heimsækti í komu sinni hingað til lands.
„Eg held að þetta sé mjög í hefðbundnu
formi, eins og sagt er, fyrir utan það, að allar
líkur eru á að skip drottningar komi. Það
gæti sett meiri svip á hcimsóknina, en er á
mörgum öðrum heimsóknum þjóðhöfó-
ingja," sagði Böðvar.
Verður efíirlit með erlendum ferðamönn-
um hingað til lands eflt vegna þessa? „Það
hefur ekkert verið fjallað um það ennþá,“
sagði lögreglustjóri. Aðspurður, hvort kalla
þyrfti til aukinn mannafla, t.d. hvort nauðsyn
væri á aðstoð hjálparsveita, sagðist Böðvar
ekki eiga von á því.
Böðvar sagði, að fastlega væri búist við
að skip hennar hátignar, Britannia, komi
hingað og leggist að bryggju í Reykjavíkur-
höfn. Það er því ekki ólíklegt, að hún dvelji
um borð á meðan á heimsókninni stendur, en
einnig hafa verði pöntnð hcrbergi á Hótel
Sögu, ef svo færi að drottning mundi gista
þar. Elísabet mun hins vegar sjálf koma
fljúgandi til Islands ásamt fylgdarliði, eins
og áður sagði.
Ekki er gert ráð fyrir að margir verði í op-
inberu fylgdarliði drottningar. Gert er ráð
fyrir að það telji um tuttugu og fimm manns
og má þar meðal annarra nefna einn af vara-
utanríkisráðherrum Breta, auk annarra full-
trúa frá bresku utanríkisþjónustunni og hirð
drottningar. Auk þess telst breski sendiherr-
ann hér á landi, Richard Best, til fylgdarliðs
drottningar. Varautanríkisráðherrann mun,
eins og venja er við komur þjóðhöfðingja
hingað til Iands, eiga viðræður við utanríkis-
ráðherra Islands og fleiri aðila. Þá má gera
ráð fyrir, að tíu til tuttugu blaða- og frétta-
menn komi hingað til lands frá Bretlandi,
vegna heimsóknar drottningar. Aðra í fylgd-
arliði drottningar má þá telja áhöfnina á Brit-
anniu svo og áhöfn flugvélar hennar og
fleiri.
Alp Mehet ræðismaður Breta á Islandi
sagðist í samtali við Tímann hlakka nijög
mikið til heimsóknar drottningar. „Við erum
mjög glöð yfir komu hennar og okkur finnst
það heiður, að þjóðhöfðingi okkar heimsæki
það land sem við þjónum í,“ sagði Alp. Alp
sagði, að þáttur sendiráðsstarfsmannanna
yrði einkum í því fólginn að aðstoða við að
dagskrá heimsóknarinnar gangi eins snurðu-
lausl fyrir sig og mögulegl er. Alp kemur til
með að sjá um samskipti milli sendiráðsins
og íjölmiðla og aðrir starfsmcnn munu hafa
ýmis önnur störf á sinni könnu.
Alp sagði, að skipulagning heimsóknar-
innar væri að mestu leyti í höndum íslenskra
aðila og væri hún mjög ánægð með þær ráð-
stafanir sem íslensk stjómvöld hefðu gcrt
varðandi heimsókn hennar hingað til lands.
Opinber heimsókn Elísabetar Breta-
drottningar cr önnur opinber heimsókn
hcnnar á þessu ári. Nú þegar hefur hún farið
í opinbcra hcimsókn til Nýja-Sjálands og að
lokinni hcimsókn lil íslands, heldur drottn-
ingin ásamt fylgdarliði til Kanada. Flciri
verða opinberar heimsóknir hennar ekki á
þessu ári.
þjóðhöfðinga Bretaveldis