Tíminn - 24.04.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR :630001 — 686300 |
1 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúslnu v/Tryggvogölu, S 28822 S VERÐBREFAVWSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 880588 PÓSTFAX TÍMANS 687691 LONDON-NEW YORK-STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888
Tíminn
ÞRiÐJUDAGUR 24. APRÍL 1990
Ekki er gert ráð fyrir neinum fljótandi úrgangi frá Steinullarverksmiðjunni í starfsleyfinu:
Mistök við
uppgröftinn
Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki hefur ekki leyfi til að
urða fljótandi úrgangsefni í jörðu. Verksmiðjan hefur hins
vegar leyfi til að urða úrgangsefni í föstu formi. Ljóst er, að
mistök voru gerð, þegar nokkrir tugir tunna með úrgangsefn-
um voru grafnar upp úr jörðu við verksmiðjuhúsið á föstu-
daginn. Gat kom á margar tunnur við uppgröftinn og efni úr
þeim lak ofan í jarðveginn.
Ólafur Pétursson hjá Hollustu-
vernd ríkisins sagði Ijóst, að ekki
hefði verið staðið rétt að uppgreftr-
inum. Nauðsynlegt hefði verið að
fara varlega strax eftir að fyrsta
tunnan fannst. Ólafur sagðist hins
vegar telja, að menn hefðu farið af
stað að grafa í þeirri trú, að ekkert
myndi finnast. Þetta hafi verið gert
fyrst og ffemst til að leita af sér all-
an grun.
Ólafur sagði alrangt, sem haldið
hefur verið fram í fjölmiðlum, að
uppgröfturinn hefði farið fram í
samráði við Hollustuvemd ríkisins.
í starfsleyfi Steinullarverksmiðj-
unnar eru ákvæði um mengunar-
vamir, þar með talið um meðferð
úrgangsefna. Ekki er gert ráð fyrir
neinum fljótandi úrgangi frá verk-
smiðjunni í starfsleyfinu og því hef-
ur Hollustuvemdin ekki gefið neitt
leyfi um urðun slíkra úrgangsefna.
Frá verksmiðjunni kemur hins vegar
úrgangur í fostu formi, þ.e. steinull
með óhelltu bindiefni. Hollustu-
vemdin hcfur gefið leyfi til að urða
þennan úrgang. Verksmiðjunni ber
að velja urðunarstað í samráði við
sveitarfélag og heilbrigðisnefnd. Á
sínum tíma leyfði Hollustuvemdin
og Sauðárkróksbær urðun úrgangs-
efna við verksmiðjuhúsið.
Verið er að rannsaka elhainnihald
vökvans, sem var í tunnunum. Ólaf-
ur sagði verksmiðjuna ekki nota
hættuleg efni og því hníga öll rök að
því, að í tunnunum séu ekki hættu-
leg efni. Hann sagði hins vegar al-
veg ljóst, að rangt hefði verið að
urða tunnumar. Ekki heíði verið far-
ið eftir starfsleyfi verksmiðjunnar.
Eins og sjá má, voru tunnumar illa famar, eftir að skurðgrafa haföi mokaö þeim upp úr jörðinni. Verið er aö dæla úr
tunnunum og f nýjar tunnur. Tímamynd Ö.Þ.
Ekki náðist í Einar Einarsson
framkvæmdastjóra Steinullarverk-
smiðjunnar þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir. Einar hefúr gagnrýnt hvemig
staðið var að uppgreftri á tunnun-
um. -EÓ
I annað sinn á skömmum tíma finnst hættulegt veiðitæki innan höfuðborgarsvæðisins:
FUNDU DÝRABOGA
VIÐ ELLIÐAVATN
Tvö börn, sem voru að leik
skammt frá gömlu stíflunni við
Elliðavatn síðdegis á laugardag,
fundu uppspenntan dýraboga.
Bömin, þau Einar Már Emilsson
og Björg Hannesdóttir, sögðust
hafa fundið bogann, sem þau
töldu vera minkaboga, þar sem
honum hafði verið komið fýrir í
grasinu við árbakkann rétt við
brúna, sem er fyrir neðan stífl-
una.
Dýrabogar sem þessir geta verið
mjög hættulegir bæði mönnum og
dýrum, enda mikið um ferðir hesta á
þessum slóðum. Lögreglan tók dýra-
bogann í sína vörslu. Að sögn lög-
reglu er mjög sjaldgæft, að bogar
sem þessir fmnist innan þéttbýlisins,
enda bannað að leggja slíka boga
innan þéttbýlissvæða.
Þetta er þó í annað sinn í þessum
mánuði, að dýrabogi fmnst á höfúð-
borgarsvæðinu. Hinn boginn fannst
þannig, að heimilisköttur, sem elti
heimafólk sitt í Fossvogsdalnum,
festist í uppspenntum boga og lét þar
lífsitt.
Ásmundur Reykdal meindýraeyðir
sagði í gær, að hvorki hann né
Elnar Már og Björg með dýrabogann sem þau fúndu við Elliðavatn.
Tímamynd Aml Bjama
starfsmenn hans notuðu dýraboga af hefðu hugsanlega komið bogunum
neinu tagi við störf sín. Hann hafði íyrir.
ekki skýringu á því, hver eða hvetjir ABÓ/sá
Deilt á starfsaðferðir Alþingis við umræður um
þingsköp í gær. Ásgeir Hannes Eiríksson:
„Kverúlantar” á
þingi í samtök?
Ásgeir Hannes Eiríksson, þing-
maður Borgaraflokksins og fram-
bjóðandi Nýs vettvangs til borg-
arstjómar, hótaði því á þingi í gær
að stofna samtök þingmanna „til
verndar þingmanninum," eins og
hann orðaði það sjálfur.
Tilefni orða Ásgeirs var um-
ræða, sem fór fram um þingsköp í
sameinuðu Alþingi í gær. Hann
lýsti yfir megnri óánægju með
það, að frumvörp ríkisstjórna
væm sífellt tekin fram fýrir þing-
mál almennra þingmanna í af-
greiðslu þingsins. Ásgeir kvaðst
ekki hafa staðið i þeirri meiningu,
að þessi háttur yrði hafður á, þeg-
ar hann settist á þing í haust og
engin hefði sagt sér af þessu, áður
en hann hóf störf á Alþingi. Þing-
maðurinn lýsti því yfir, að hann
einn ætti um þrjátíu þingmál, sem
ekki væm líkur til þess að kæmu
út úr nefnd og til seinni umræðu á
þessu þingi. Elsta málið væri
hálfs árs gamalt.
Ásgeir Hannes lét þau orð falla,
að ef svo héldi áfram, að þing-
mannafrumvörp yrðu látin víkja
fyrir frumvörpum ríkisstjórnar-
innar, væm engar líkur á því, að
hann yrði léttur í taumi á næsta
þingi. Jafnframt sagði hann, að
vel kæmi til greina, að hann
stofnaði samtök með öðrum
„kverúlöntum" á þingi, til þess að
þeir ættu hægar með að ná fram
rétti sínum.
Friðrik Sophusson málsheíjandi
í þingskaparumræðunni vakti
máls á því í upphafi, að ekkert
bólaði á skýrslu um stóriðju, sem
hann krafði iðnaðarráðherra um
fyrir tveim mánuðum síðan og
sagði störf þings ganga hægt fyrir
sig. Undir þetta tóku Ásgeir
Hannes og flokksbróðir Friðriks,
Matthias Á. Mathiesen, sem sagði
þau vinnubrögð Alþingis hæfðu
ekki virðingu þess. í svari Guð-
rúnar Helgadóttur, forseta sam-
einaðs Alþingis, kom fram, að
óvenju mörg mál hafa hlotið af-
greiðslu það sem af er þessu
þingi.
- ÁG