Tíminn - 24.04.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.04.1990, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 24. apríl 1990 Tíminn 15 Körfuknattleikur - NBA-deildin: 10 milljón kr. -Charles Barkley, Bill Lambier, Isiah Thomas og félög þeirra og leikmenn fengu háar sektir eftir einhver mestu slagsmál í sögu NBA- deildarinnar. Einhver mestu slagsmál, sem um getur í NBA-deildinni frá upphafi brutust út á laugar daginn, þegar Philadelphia '76ers mætti meisturunum Detroit Pistons í Detroit Upphafið átti Bill Lambier, er hann setti boltann í andlitið á fyrrum félaga sínum og hinum helmingnum af „Bad Boys"-genginu, sjálfum Rick Mahorn. Charles Barkley félagi Ma- horns var ekki sáttur við framkomu Lambiers og sló hann í gólfið. Áður en yfir lauk, voru allir leikmenn beggja liðanna komnir inná völlinn og tóku þátt í slagsmálunum. Áhorf- endur tóku einnig þátt i látunum og Barkley fékk vel útilátið högg á and- litið frá einum Pistons áhangenda. Síðast sást til Barkleys, er hann hljóp á eftir áhorfandanum upp í stúku! Yfirmenn NBA-deildarinnar tóku hart á þessum ólátum og sektirnar námu alls yfir 10 milljónum króna. Hvort lið fékk rúmlega 3 milljón kr. sekt. Barkley og Lambier þurfa að greiða um 1,2 milljónir og Isiah Thomas um hálfa milljón. Þar að auki voru allir aðrir leikmenn liðanna sektaðir um rúmlega 300 þúsund krónur. Barkley og Lambier fengu að auki eins leiks bann, sem þeir tóku út á sunnudagskvöld. Pviðlakeppninni í NBA- körfuknatt- leiksdeildinni bandarisku lauk einmitt á sunnudagskvöldið. Houston Roc- kets náði að tryggja sér sæti i úrslita- keppninni með 100-88 sigri á Utah Jazz. Á sama tíma tapaði Seattle Sup- er Sonics fyrir Golden State og missti af sæti í úrslitunum. San Antonio Spurs tryggði sér sigur í miðvesrurriðli vesturdeildarinnar með 108-93 sigri á Phoenix Suns, þar sem Utah tapaði. Þá vakti það mikla athygli, að lið Atlanta Hawks með allar sína stjörn- ur, Dominique Wilkins, Moses Mal- one, Doc Rivers og dollaragrínið Jon Koncak, komst ekki í úrslitakeppn- ina. I þeirra stað komst lið Indiana Pacers í úrslit eftir 127-117 sigur á Washington Bullets. Úrslitin á sunnudagskvöld urðu þessi: Cleveland C.-New York Knicks 115- 99 Detroit Pistons-Chicago Bulls 111 -106 Boston Celtics-Philadelphia 118-98 San Antonio Spurs-Phoenix Suns 108-93 Indiana Pacers-Washington B. 127-117 Denver Nuggets-Minnesota T.w. 115-108 Golden State Warr.-Seattle S. 124-122 Orlando Magic-New Jersey Nets 110-102 Dallas Mavericks-Charlotte H. 118-107 Houston Rockets-Utah Jazz 100-88 Portland Trail Bl.-L.A.Lakers 130- 88 Lokastaðan í deildinni varð þessi; leikir, sigrar, töp og vinningshlutfall: Austurdeildin: Atlantshafsriðill Philadelphia '76ers 82 53 29 64,6 Boston Celtics 82 52 30 63,4 New York Knicks 82 45 37 54,9 Washington Bullets 82 31 51 37,8 MiamiHeat 82 18 64 22,0 New Jersey Nets 82 17 65 20,7 Miðriðill Detroit Pistons 82 59 23 72,0 ChicagoBulls 82 55 27 67,1 Mil waukee Bucks 82 44 3853,7 Cleveland Cavaliers 82 42 40 51,2 Indiana Pacers 82 42 40 51,2 Atlanta Hawks 82 41 41 50,0 Orlando Magic 82 18 64 22,0 Vesturdeildin: Miðvesturriðill San Antonio Spurs 82 56 26 68,3 UtahJazz 82 55 27 67,1 Dallas Mavericks 82 47 35 57,3 Denver Nuggets 82 43 39 52,4 Houston Rockets 82 41 41 50,0 Minnesota Timberwolves 82 22 60 26,8 Charlotte Hornets 82 19 63 23,2 Kyrrahafsriðill Los Angeles Lakers 82 63 19 76,8 Portland Trail Blazers 82 59 23 72,0 Phoenix Suns 82 54 28 65,9 Seattle Supersonics 82 41 41 50,0 Golden State Warriors 82 37 45 45,1 Los Angeles Clippers 82 30 52 36,6 Sacramento Kings 82 23 59 28,0 Eftirtalin lið mætast í úrslitakeppn- inni: Austurdeildin: Detroit Pistons-Indiana Pacers Philadelphia '76ers-Cleveland Caval. Chicago Bulls-Milwaukee Bucks Boston Celtics-New York Knicks Vesturdeildin: Los Angeles Lakers-Houston Rockets Portland Trailbl.-Dallas Mavericks San Antonío Spurs-Denver Nuggets Utah Jazz-Phoenix Suns Rick Mahorn og Bill Lambier „Bad Boys" meðan Mahorn var enn hjá Detroit Skíðamót íslands Asta og Ornólf ur sigruöu í svigi Örnólfur Valdimarsson frá Reykja- vík sigraði í svigi karla á Skíða- landsmótinu, sem haldið er í Blá- fjöllum. í kvennaflokki sigraði Ásta S. Halldórsdóttir ísafirði. Valdimar Valdimarsson frá Akur- eyri varð annar í svigi karla og Haukur Arnórsson, Reykjavík, varð þriðji. Örnólfur náði 1 sekúndu betri tíma samanlagt úr báðum umferðun- um en Valdimar, en 3/10 úr sek. munaði á þeim Valdimar og Hauki. Ásta vann yfirburða sigur í kvenna- sviginu, náði rúmlega 3 sekúndum betri tíma en Guðrún H. Kristjáns- dóttir frá Akureyri, sem varð önnur. María Magnúsdóttir var ekki í vand- ræðum með að tryggja sér þriðja sætið. Boðganga karla A-sveit Akureyrar sigraði í 3x10 km boðgöngu karla í gær, kom í mark á 1:47,14 klst. A-sveit Ólafs- fjarðar varð í öðru sæti á 1:47,34 klst. Það munaði því ekki miklu á þessum sveitum. Nokkuð á eftir Ak- ureyringum og Ólafsfirðingum kom sveit Siglufjarðar í mark i 3. sæti á 1:56,56 klst. BL BÍLALEIGA með útibú allt i kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öörum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar MOBIRA TALKMAN FARSÍMINN Á STÓRLÆKKUÐU VERÐI! Þegar menn tala um „alvöru" farsíma eiga þeir við MobiraTalkman. Vegna sérlega hagstæöra samninga við framleiðanda getum við boðið þessi vönduðu tæki á frábæruverði: AÐEINS 96.3i Sáraábyrgð og ókeypis kaskótrygging. Til staðfestingar á því trausti sem við berum til Mobira Talkman bjóðum við 3 ára ábyrgð og jafnlanga endurgjaldslausa kaskótryggingu gegn skemmdum, skemmdarverkum og þjófnaði. Enginn annar býður þessa einstöku þjónustu hér á landi. Hátæknihf. Ármúla 26, símar: 91 -31500 - 36700

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.