Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. apríl 1990 Tíminn 3 Vandræðaleg staða hjá Nýjum vettvangi: Frá sýningu Leikfélags Hólmavíkur á Skjaldhömrum Jónasar Árnason- ar. Af Ströndum: Leikfélag Hólmavíkur sýnir Skjaldhamra Jónasar Árnasonar Hvar menn eiga lögheimiii á tilteknum degi getur skipt sköpum hjá þeim sem bjóða sig fram fyrir sveitarstjórn- arkosningar. Aðstandendur Nýs vettvangs standa nú frammi fyrir því að einn frambjóðenda á lista samtakanna verði ekki formlega kominn á kjörskrá - og hafi því strangt til tekið e.t.v. ekki öðlast kjörgengi í Reykjavík - áður en framboðsfrestur til borgarstjórnarkosninganna rennur út n.k. föstudag. Það er Aðalsteinn Hallsson, sem skipar 8. sæti á lista Nýs vettvangs, sem hér um ræðir. Spurningin snúist um það hvort hugsanlega komi fram einhver mót- maeli við framlagningu listans. Um páskana frumsýndi Leikfélag Hólmavíkur Skjaldhamra eftir Jónas Árnason. Skjaldhamrar er áttunda stórverk- efni leikfélagsins frá stofnun þess 3. mars 1981. Á nýliðnum vetri starfaði félagið af miklum þrótti. í vetrar- byrjun stóð félagið fyrir leiklistar- námskeiði og sóttu það um 40 manns. Fyrir jólin var síðan sett upp barnaleikritið „Jóladagatalið", en leikritið var samið af fimm félags- mönnum. Þá sá leikfélagið um skemmtiatriði í afmælisveislu vegna 100 ára afmælis Hólmavíkur sem verslunarstaðar 3. janúar sl. í sumar verður einnig mikið um að vera hjá leikfélaginu í tengslum við afmælis- hátíðina á Hólmavík 27.-29. júlí. B'listmn Framboðslisti Framsóknar- flokksins í Siglufirði, B-listinn, við bæjarstjórnarkosningarnar 1990: 1. Skarphéðinn Guðmundsson kennari, Laugarvegi 24, 2. Ás- grímur Sigurbjörnsson umboðs- maður, Lindargötu 17, 3. Ásdís Magnúsdóttir skrifstofumaður, Norðurtúni 19. 4. Sveinbjörn Ottesen framleiðslumaður, Túngötu 20, 5. Pétur Bjarnason stýrimaður, Norðurtúni 21, 6. Sigríður Björnsdóttir, starfsm. á sjúkrahúsi, Suðurgötu 44, 7. Aðalbjörg Þórðardóttir verslun- armaður, Norðurtúni 5, 8. Kol- brún Daníelsdóttir verslunar- maður, Hvanneyrarbraut 35, 9. Karólína Sigurjónsdóttir verka- kona, Laugarvegi 25, 10. Steinar Ingi Eiríksson húsasmiður, Hóla- vegi 35, 11. Guðrún Ólöf Páls- dóttir skrifstofumaður, Fossvegi 14, 12. Sveinn V. Björnsson framkvæmdastjóri, Hvanneyr- arbraut 23, 13. Bjarney Raley húsmóðir, Hlíðarvegi 4, 14. Þor- steinn Sveinsson nemi, Hvann- eyrarbraut 56, 15. Sverrir Jóns- son húsasmiður, Laugarvegi 38, 16. Jóhann Sigurðsson verka- maður, Suðurgötu 57, 17. Jón Hólm Pálsson vélamaður, Norðurgötu 5,18. Sverrir Sveins- son veitustjóri, Hlíðarvegi 17. Alls taka 6 leikarar þátt í upp- færslu Leikfélags Hólmavíkur á Skjaldhömrum og eru aðalhlutverk- in í höndum Einars Indriðasonar og Esterar Sigfúsdóttur. Leikstjóri er Arnlín Óladóttir frá Bakka í Bjarn- arfirði, en hún hefur áður annast leikstjórn hjá félaginu. Þegar þetta er ritað hafa Skjald- hamrar verið sýndir fjórum sinnum á Hólmavík við góðar undirtektir og einu sinni á Drangsnesi. Um næstu helgi (28.-29. apríl) verður verkið sýnt í Broddanesskóla og lýkur þar með sýningum í þessari lotu. Um miðjan júní verður síðan lagt upp í leikferð um Vestfírði og Norðurland vestra. Hefst ferðin með sýningu í Bolungarvík 14. júní, en dagana þar á eftir verður leikritið sýnt víðar á Vestfjörðum, m.a. á Patreksfirði og í Króksfjarðarnesi. Þaðan verður haldið á Hvammstanga, í Skagafjörð og væntanlega alla leið til Siglufjarð- ar. Síðasta sýning Leikfélags Hólma- víkur á Skjaldhömrum verður í Trékyllisvík á Ströndum á Jóns- messukvöld, 24. júní. Stefán GísUson Hann mun hafa tilkynnt flutning lögheimilis frá Húsavík til Reykja- víkur nú í byrjun aprílmánaðar og kemst þá fyrst inn á kjörskrá er kærur hafa hlotið afgreiðslu. „Þetta mál hefur ekki komið form- lega til kasta yfirkjörstjórnar í Reykjavík og gerir væntanlega ekki fyrr en framboðslistar verða lagðir fram á föstudag þegar framboðs- fresti lýkur", sagði Guðmundur Vignir Jósepsson formaður yfirkjör- stjórnar. Samkvæmt kosningalögum eiga menn kosningarétt í sveitarfélagi því sem þeir eiga lögheimili þegar framboðsfrestur rennur út. Lítill vafi er því talinn leika á um að borgar- stjórn - sem endanlega ákveður kjörskrá í Reykjavík - komi Aðal- steini á kjörskrá. Spurningin snýst hins vegar um bilið sem myndast frá lokum fram- boðsfrests þann 27. apríl til loka kærufrests inn á kjörskrá sem er ekki fyrr en 11. maí. Slík hærumál ganga þannig fyrir sig, að sveitarstjórn - í þessu tilfelli Manntalsskrifstofan í Reykjavík í umboði borgarstjórnar - á að taka tilkynningu um flutning lögheimilis sem kæru inn á kjörskrá. En kærurn- ar munu hins vegar verða teknar fyrir á einu bretti við lok kærufrests 11. maí, þegar kjörskrá verður endanlega ákveðin, þ.e. tveim vik- um eftir lok framboðsfrests. Guðmundur Vignir segir óneitan- lega myndast þarna bil sem segja megi að spurning um kjörgengi mannsins liggi nokkuð í lausu lofti. Þann dag sem framboðsfrestur rennur út, 27. apríl, verður yfirkjör- stjórn að ákveða: Er þessi listi tekinn gildur með þeim nöfnum sem á honum eru? Og sé hann er tekinn gildur verður fyrir hendi fræðilegur möguleiki á því að borgarstjórn - sem sá aðili sem úrskurðar um kjörskrána - gæti bent á einhver rök fyrir því að viðkomandi ætti ekki að vera á kjörskrá. Komi til einhvers ágreinings í þessu efni, þ.e. einhver mótmælti við framlagningu listans, þá verður yfirkjörstjórn að taka þau formlega til úrskurðar. „Hvernig sá úrskurður verður fer ég vitanlega ekki að tjá mig um við fjölmiðla fyrirfram", sagði Guðmundur Vignir. Hann tók fram að þarna væri hann einungis að fjalla um hvernig slíkt mál mundi formlega ganga fyrir sig. Að til slíks muni koma vegna fram- boðs Aðalsteins sagðist hann hins vegar telja afar ósennilegt eða næst- um óhugsandi. Guðmundur Vignir kvaðst hafa spurst fyrir um fyrri fordæmi í þess- um efnum. En enginn virtist kannast við svona fyrirbrigði í Reykjavík til þessa. -HEI Utgerðaríélag Akureyringa: Hlutafé aukið um 100 milljónir Á aðalfundi Útgerðarfélags Ak- bót. Miðað er við að starfsmenn í ureyringa s.l. mánudagskvöld var samþykkt að auka hlutafé fyrir- tækisins um 100 milljónir króna, sem þýðir að eftir aukningu verður hlutafé fyrirtækisins um 430 millj- ónir króna. Núverandi hluthafar í Útgerðarfélaginu hafa forkaups- rétt að nýjum hlutabréfum, og hafa þeir fjögurra vikna frest til að auka hlut sinn, en eftir það verða hlutabréfin seld á almennum mark- aði. Á fundinum var einnig samþykkt að greiða starfsmönnum fyrirtækis- ins 10 milljónir króna í orlofsupp- fullu starfi hjá fyrirtækinu á síðasta ári fái um 27 þúsund kröna uppbót, en aðrir starfsmenn í hlutfalli við starfstíma. Útgerðarfélagið hefur nokkrum sinnum greitt starfs- mönnum sínum orlofsuppbót, þeg- ar hagnaður hefur orðið af rekstri fyrirtækisins. Þá verður hluthöfum greiddur 3.3% arður, samtals að upphæð 9.9 milljónir króna. Nýja stjórn Útgerðarfélags Ak- ureyringa skipa: Pétur Bjarnason, Sverrir Leósson, Halldór Jónsson, Þóra Hjaltadóttir og Sigurður Jó- hannesson. hiá-akureyri. Konur með fram- boð á Akureyri Birtur hefur verið framboðslisti Kvennalistans á Akureyri. Sex efstu menn listans skipa: 1. Valgerður Magnúsdóttir, sálfræðingur. 2. Sig- urborg Daðadóttir, dýralæknir. 3. Lára Ellingsen, ritari. 4. Hólmfríður Jónsdóttir, bókavörður. 5. Gunn- hilduT Bragadóttir, sjúkraliði. FUNDIR MEÐ FJÁRMÁLARÁÐHERRA UM LANDIÐ ÆSTJORN ............iciÍPM.RÍKlSFJÁRjá ÁRANGURINN FRAMTÍÐIN ¦SNNOGNVV!bHOkHloLLi,KUl.l«M Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra heldur fund um árangurinn sem náðst hefur í efnahagsmálum og um ný viðhorf í íslenskum þjóðmálum. Fjallað verður um framtíðarhorfur í fjármálum, atvinnulífi og lífskjörum. Fyrirspurnum svarað um nútíð og f ramtíð. SAUÐÁRKRÓKUR DALVÍK AKUREYRI ÓLAFSVÍK LAUGARDAGINN 28. APR(L KL. 14:00 SUNNUDAGINN 29. APRÍL KL. 14:00 SUNNUDAGINN 29. APRÍL kl. 20:30 MÁNUDAGINN 30. APRÍL KL 20:30 ÍSAFNAÐARHEIMILINU ÍVÍKURRÖST ÍALÞÝÐUHÚSINU ÍFÉLAGSHEIMILINU Allirvelkomnir FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.