Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 27. apríl 1990 'A /§> A %s> >2 «*» <eHy<MB ^ <£_ X^;"«s^ ^e -«' ^, Hver salemisferð kostar Kristján 15 krónur. Tímamyndir Ami Bjama Kleinukot leitar eftir ríkisstyrk sem athvarf fyrir hrakta ferðamenn Það fór aldrei svo að umræðuefhi Þjóð- arsálarinnar á Rás 2 snerist ekki um salerni, en svo gerðist einmitt nú í vikunni. Ástæða þess var sú að hneyksluðum ferðalangi, sem leggur leið sína yfir Hellisheiði á hverjum degi, þótti ansi hart að þurfa að eiga viðskipti við Litlu kaffistofuna, eða Kleinukot eins og kaffistofan er oft kölluð, til að fá að nota salernið. Ástæða þessarar óskar eigenda Litlu kaffistofunnar er sú að þeir þurfa að flytja vatnið á staðinn frá Reykjavík, og það ekki minna en sjö til átta tonn á viku þegar mest er. Að sögn Kristján Kristinssonar, eiganda Litlu kaffistofunnar, kostar það hann 1,50 að flytja hvern lítra vatns að kaffistofunni. Tíminn aflaði sér upplýsinga um hversu mikið vatn færi í eina „niðurhalningu" á hefðbundnu salemi og reyndust það vera níu til ellefu lítrar í hvert skipti sem sturtað var niður. Kostar því hver klósettferð eig- anda Litlu kaffistofunnar í það minnsta 15 krónur, ef miðað er við tíu lítra vatnskassa. Síðan má bæta við kostnaði vegna pappir- snotkunar og vatnsrennslis í handlauginni, því vert er að gera ráð fyrir að fólk þvoi sér enn um hendur að lokinni salemisferð. Hann sagði misjafnt hversu mikil vatns- notkunin væri, en hún er heldur meiri yfir sumartímann. Kristján tók upp á því nú um áramót að setja upp orðsendingu þess efhis að salernin væru eingöngu ætluð viðskipta- vinum. Aðspurður hvers vegna, sagði hann að það hafi verið farið að ganga fram af honum hvernig straumur var á salernin og kostnaðurinn því samfara. Þá var umgang- urinn hreint ótrúlegur oft á tíðum, en nú eft- ir að hann hefur salernin fyrir viðskiptavini, þá hefur umgengnin breyst mikið til batn- aðar.. „Þetta er orðin spumingin um það þegar fólk kemur hingað inn, fer á salernið og út aftur, hvers vegna á ég að vera að borga kostnað fyrir fólkið, eða réttara sagt hvers vegna á ég að vera að borga fólki fyr- ir að gera þarfir sínar," sagði Kristján. Hvernig varð þér við þegar umræðan fór Agnar Óskarsson fram í Þjóðarsálinni? „Hún varð mér að mörgu leyti mikill léttir. Fólk gagnrýnir oft án þess að vita hlutina. Menn hafa komið og beðið um vatn á bílana. Þegar maður segir að það þurfi að borga fyrir það, þar sem ég þarf að flytja það úr bænum, þá reka menn oft upp stór augu og jafhvel rifa kjaft," sagði Kristján. En viti menn, Tíminn hafði ekki staldr- að við á Litlu kaffistofunni nema í um 15 mínútur, einn morguninn nú í vikunni, er inn vatt sér ungur maður, er fest hafði bílinn sinn í einu fyrirstöðunni sem var á bíla- stæðinu við kaffistofuna og óskaði hann eftir smáaðstoð. Við því var orðið eins og góðum þegnum sæmir og bílnum ýtt úr „skaflinum". Síðan var gengið inn og spjallinu haldið áfram við Kristján. Ekki var liðin nema mínúta, er sami maður kom inn á nýjan leik, gekk rakleiðis að salern- inu, vatt sér inn og lokaði. Kom hann út skömmu síðar og hélt á braut. Það leyndi sér ekki undrunin hjá Kristjáni og Tíma- mönnum, enda þakkaði maðurinn ekki einu sinni fyrir sig. Almenningur gerir sér ef til vill ekki grein fyrir gildi þess að hafa áningarstaði sem Litla kaffistofan er við fjölförnustu þjóðvegi landsins. Þess er skemmst að minnast að fyrir skömmu þurfti fjöldi fólks Litla kaffistofan eða Kleinukot hefur leitaö el að dveljast yfir nótt í Staðarskála í Hrúta- firði, þar sem vegir í nágrenninu voru með öllu ófærir og Litla kaffistofan í Svína- hrauni og eigendur hennar hafa oft komið ferðalöngum sem leið hafa átt um Hellis- heiði til hjálpar. Kristján Kristinsson sagði að flestir væru sammála um að áningastað- ir, eins og Litla kaffistofan er, hefðu mikið gildi. „Þegar það er brjálað veður og bílinn festist þá labbar maður ekki 20 kílómetra til byggða," sagði Kristján. Hann sagði það oftsinnis hafa komið fyrir að fólk væri veð- urteppt hjá honum í lengri eða skemmri tíma. „Það er raunar ^érkennilegt að segja frá því, ekki lengra frá höfuðborginni, að það er þó nokkuð algengt að fólk komi hingað til að hringja á aðstoð eða til að fá hér aðstoð," sagði Kristján. Hann hefur nú sótt um ríkisstyrk, vegna þess öryggis sem Kleinukot veitir ferðalöngum sem leggja á Hellisheiði yfir vetrartímann. Kristján sagðist hins vegar ekkert hafa heyrt af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.