Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 27. apríl 1990 FRETTAYFIRLIT MOSKVA — Sovétmenn minntust fórnarlamba Tsjern- óbílslyssins með fjölmennri útimessu, en fjögur ár eru liöin frá þessu mesta kjarn- orkuslysi, sem hingað til hef- ur orðið. Þá voru víða haldn- ir mótmælafundir og mótmælaverkföll gegn kjarn- orkuverum. PARÍS — Frakkar og Vest- ur- Þjóðverjar hvöttu Lit- haugaland til þess að fresta um tíma sjálfstæðisyfiriýs- ingu sinni. Á sama tíma kveikti Lithaugi í sér á fjöl- förnu torgi í Moskvu í mót- mælaskyni við efnahags- þvinganir Sovétmanna. JERÚSALEM — Gert er ráð fyrir, að Yitzhak Shamir myndi nýja hægri stjórn í fsrael innan nokkurra daga, án þess að þurfa aö lina á af- stöðu sinni gegn friðarsamn- ingum við Palestínumenn, en sú afstaða varð til þess að sprengja síðustu stjórn Shamirs. MANAGÚA — Stuðnings- menn Violetu Chamorro for- seta Níkaragva sögðu, að samningar hennar við sand- ínista, um að Humberto Or- tega yrði áfram yfirmaður hersins, væri nauðsynlegir til að tryggja frið í landinu. BOGÓTA — Carloz Pizaro leiötogi skæruliðasamtak- anna M-19 var skotinn til bana í flugvél, þar sem hann var á leið á kosningafund, en hann var í forsetaframboði í Kólumbíu. WASHINGTON - Ríkis- stjórn Bandaríkjanna vill sjá breytingar á stefnu ríkis- stjómar (rak, en vill þó ekki beita stjómina efnahags- þvingunum. Til greina kom, að beita íraka slíkum þving- unum vegna meintra tilrauna þeirra til smíði kjarnorku- sprengju. BILALEIGA með útibú allt i kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla eriendis interRent Europcar UTLOND Kanslaraefni vestur-þýskra jafnaðarmanna lætur ekki deigan síga þrátt fyrir morðtilræði: Lafontaine lifir enn Oskar Lafontaine kanslaraefni vestur-þýskra jafnaðarmanna lifir enn og ætlar ekki að láta deigan síga í kosningabaráttunni, þó líf hans hafi hangið á bláþræði, eftir að kona brá hnífi á háls honum á miðvikudagskvöldið. -Hann mun einbeita sér næstu daga og vikur að því, að ná heilsu á ný. Hann mun að fullu uppfylla það hlutverk, sem Jamaðarmannaflokk- urinn heíur falið honum. Enginn þarf að velkjast í vafa um það, sagði Hans-Jochen Vogel formaður Jafnað- armannaflokksins í gær, þegar ljóst var, að Lafontaine myndi ná sér að fullu. Ekki eru ljósar ástæður þess, hvers vegna konan brá hnífnum á háls Laf- ontaine á kosningafundi hans og Jó- hannesar Rau í Köln. -Ég vildi drepa herra Lafontaine, svo ég yrði dregin fyrir rétt og kæm- íst í fjölmiðla, sagði Adelheid Strei- del, konan, sem réðst á Lafontaine með slátrarahníf. Streidel sagðist hafa ákveðið það um síðustu jól, að hún ætlaði að drepa einhvern háttsettan stjórnmála- mann. Lafontaine á góðri stundu. Hann hefur ákveðiö að halda sínu striki og félla Helmut Kohl kanslara í kosningunum í haust Lafontaine var farinn að gera að gamni sínu viö stofufélaga sína í gær, eftir að hánn komst úr lífshættu eftir morötilræði. Shamir studdi hústöku í hinum forna kristna hluta Jerúsalem: Hæstiréttur rekur á dyr hústökugyðingana Hæstiréttur ísraels skipaði í gær hópi gyðinga að yfirgefa byggingu í hinu kristna hverfi Jerúsalemborg- ar. ísraelsmenn unnu þennan borg- arhluta af Jórdönum 1967, en Gyð- ingar hafa ekki sest þar að til þessa. Með því að leggja undir sig bygg- ingu í eigu grísku rétttrúnaðarkirkj- unnar vildu um 150 gyðingar koma á ftamfæri kröfu um að þeir ættu rétt á búsetu, hvar sem væri í land- inu helga. Hústökumenn sögðust hafa leigt bygginguna, en fulltrúar grísku rétt- trúnaðarkirkjunnar fóru þess á leit við dómstóla, að gyðingunum yrði úthýst. I síðustu viku gekkst hin hægrisinnaða ríkisstjórn Shamirs við því, að hafa leynilega fjármagn- að hústökuna, en hún myndi þó virða niðurstöðu hæstaréttar, hver sem hún yrði. Dick Cheney vill spara í varnarmálum Bandaríkjanna: Vill láta ósýnilegu flugvélarnar hverfa Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Dich Cheney, hefur lagt til, að dregið verði úr fjárframlögum til smíði B-2 þotunnar, „sprengjufiugvélarinnar ósýnilegu". Cheney vill, að þetta skref verði tekið vegna bættra sam- skipta austurs og vesturs, en B-2 sprengjuflugvélinni er ætlað að fljúga með kjarnorkusprengjur inn fyrir landamæri óvinarins án þess, að ratsjár nemi þær. Cheney, sem fer með fjármál banda- rísku ríkisstjórnarinnar, víll draga úr útgjöldum með þessu móti. Sparnað- urinn er gífurlegur, þvi gert er ráð fyrir, að 14,4 milljarðar bandaríkja- dala sparist við ofangreinda fækkun, enda hafa gagnrýnendur bent á, að hvert kíló B-2 sprengjuflugvélinnar kosti það sama og kíló af gulli. Ekki er vist, að haukarnir í Pentagon taki vel þessum sparnaðarhugmynd- um Cheneys, en þeir vilja smíða her- flugvélar fyrir 306,9 milljarða dollara á næsta ári. |-fc.vsrxrv<9<w> ¦ #%nr v/i\i\%rw ¦ Hnr Arnesingar Guðni Ágústsson Jón Helgason Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími alþingismanna Framsóknar- flokksins verður haldinn í Þingborg, Hraungerðishreppi, þriðjudaginn Lmaíkl. 21.00. Allir velkomnir. Framsóknarfólk Húsavík Umræðufundir um mótun stefnuskrár B-listans fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar á Húsavík verða haldnlr í Garðari sem hér segir: Mánudaginn 30. apríl kl. 20.30. Umhverfis- og skipulagsmál. Hafnarmál. Miðvikudaginn 2. maí kl. 20.30. Skólamál. Menningarmál. Fimmtudaginn 3. maí kl. 20.30. Atvinnumál. Fjölmennum. Frambjóðendur. Sverrir Jónsdóttir Meyvantsson Reykjavík - Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa B-listans í Reykjavík verður opin virka daga frá kl. 9-22 að Grensásvegi 44, sími 680962 og 680964. Gestgjafar í dag verða: Sverrir Meyvantsson og Jónína Jónsdóttir. Komið á kosningaskrifstofuna og takið þátt í starfinu með okkur. Kosninganefndin. Akranes - Bæjarmál Athugið breyttan fundartíma vegna stefnuskrárvinnu í Framsóknar- húsinu, Sunnubraut 21. Fundur um atvinnumál verður 3. maí kl. 20,30. Fundur með eldri borgurum verður sunnud. 6. maí kl. 15.30. Allir áhugamenn velkomnir. Frambjóðendur. Miðstjórnarfundur S.U.F. Miðstjómarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald- inn að Grensásvegi 44 Reykjavík föstudaginn 27. apríl 1990 og hefst kl. 17.30. Miðstjórnarmenn S.U.F. og frambjóðendur á S.U.F. aldri eru hvattir til að mæta. Framkvæmdastjórn S.U.F. Hafnarfjörður - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Hverfisgötu 25 alla virka daga milli.kl. 17 og 19, laugardaga frá kl. 10 til 13.00. Sími 51819. Allir velkomnir, alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Akureyri Skrifstofa Framsóknarflokksins er að Hafnarstræti 90, Akureyri. Opin alla virka daga frá kl. 13.00-19.00. Kosningastjóri er Sigfríður Þorsteinsdóttir. Síminn er 96-21180. Reykjavík - kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa B-listans í Reykjavík verður opin virka daga frá kl. 9-22 að Grensásvegi 44, sími 680962 og 680964. Kosninganefndin. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Garðabær - Kosningaskrifstofa Skrifstofa Framsóknarflokksins að Goðatúni 2 er opin alla virka daga frá kl. 17-19 og laugardaga frá kl. 13-15. Sími 46000.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.