Tíminn - 27.04.1990, Síða 4

Tíminn - 27.04.1990, Síða 4
4 Tíminn Föstudagur 27. apríl 1990 Kanslaraefni vestur-þýskra jafnaðarmanna lætur ekki deigan síga þrátt fyrir morðtilræði: Lafontaine lifir enn Oskar Lafontaine kanslaraefni vestur-þýskra jafnaðarmanna lifir enn og ætlar ekki að láta deigan síga í kosningabaráttunni, þó líf hans hafi hangið á bláþræði, eftir að kona brá hnífi á háls honum á miðvikudagskvöldið. Dick Cheney vill spara í varnarmálum Bandaríkjanna: Vill láta ósýnilegu flugvélarnar hverfa FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA — Sovétmenn minntust fórnarlamba Tsjern- óbílslyssins meö fjölmennri útimessu, en fjögur ár eru liðin frá þessu mesta kjarn- orkuslysi, sem hingað til hef- ur orðið. Þá voru víða haldn- ir mótmælafundir og mótmælaverkföll gegn kjarn- orkuverum. PARÍS — Frakkar og Vest- ur- Þjóðverjar hvöttu Lit- haugaland til þess að fresta um tíma sjálfstæðisyfirlýs- ingu sinni. Á sama tíma kveikti Lithaugi í sér á fjöl- förnu torgi í Moskvu í mót- mælaskyni við efnahags- þvinganir Sovétmanna. JERÚSALEM - Gert er ráð fyrir, að Yitzhak Shamir myndi nýja hægri stjórn í ísrael innan nokkurra daga, án þess að þurfa að lina á af- stöðu sinni gegn friðarsamn- ingum við Palestínumenn, en sú afstaða varð til þess að sprengja síðustu stjórn Shamirs. -Hann mun einbeita sér næstu daga og vikur að því, að ná heilsu á ný. Hann mun að fullu uppfylla það hlutverk, sem Jafnaðarmannaflokk- urinn hefur falið honum. Enginn þarf að velkjast í vafa um það, sagði Hans-Jochen Vogel formaður Jafhað- armannaflokksins í gær, þegar ljóst var, að Lafontaine myndi ná sér að fullu. Ekki eru ljósar ástæður þess, hvers vegna konan brá hnífnum á háls Laf- ontaine á kosningafundi hans og Jó- hannesar Rau í Köln. -Eg vildi drepa herra Lafontaine, svo ég yrði dregin fyrir rétt og kæm- ist i fjölmiðla, sagði Adelheid Strei- del, konan, sem réðst á Lafontaine með slátrarahníf. Streidel sagðist hafa ákveðið það um síðustu jól, að hún ætlaði að drepa einhvem háttsettan stjómmála- mann. Lafontaine á góðri stundu. Hann hefur ákveðið aö halda sínu striki og fella Helmut Kohl kanslara í kosningunum í haust Lafontaine varfarinn að gera aö gamni sínu við stofufélaga sína í gær, eftir aö hánn komst úr Irfshættu eftir morötilræði. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Dich Cheney, hefur lagt til, að dregið verði úr fjárframlögum til smíði B-2 þotunnar, „sprengjuflugvélarinnar ósýnilegu". Cheney vill, að þetta skref verði tekið vegna bættra sam- skipta austurs og vesturs, en B-2 sprengjuflugvélinni er ætlað að fljúga með kjamorkusprengjur inn fyrir landamæri óvinarins án þess, að ratsjár nemi þær. Cheney, sem fer með fjármál banda- rísku ríkisstjómarinnar, vill draga úr útgjöldum með þessu móti. Spamað- urinn er gífurlegur, því gert er ráð íyrir, að 14,4 milljarðar bandaríkja- dala sparist við ofangreinda fækkun, enda hafa gagnrýnendur bent á, að hvert kíló B-2 sprengjuflugvélinnar kosti það sama og kíló af gulli. Ekki er víst, að haukamir í Pentagon taki vel þessum spamaðarhugmynd- um Cheneys, en þeir vilja smíða her- flugvélar fyrir 306,9 milljarða dollara á næsta ári. Shamir studdi hústöku í hinum forna kristna hluta Jerúsalem: Hæstiréttur rekur á dyr hústökugyóingana Hæstiréttur ísraels skipaði í gær hópi gyðinga að yfirgefa byggingu í hinu kristna hverfi Jerúsalemborg- ar. Israelsmenn unnu þennan borg- arhluta af Jórdönum 1967, en Gyð- ingar hafa ekki sest þar að til þessa. Með því að leggja undir sig bygg- ingu í eigu grísku rétttrúnaðarkirkj- unnar vildu um 150 gyðingar koma á framfæri kröfu um að þeir ættu rétt á búsetu, hvar sem væri í land- inu helga. Hústökumenn sögðust hafa leigt bygginguna, en fulltrúar grísku rétt- trúnaðarkirkjunnar fóru þess á leit við dómstóla, að gyðingunum yrði úthýst. I síðustu viku gekkst hin hægrisinnaða ríkisstjóm Shamirs við því, að hafa leynilega íjármagn- að hústökuna, en hún myndi þó virða niðurstöðu hæstaréttar, hver sem hún yrði. MANAGÚA — Stuðnings- menn Violetu Chamorro for- seta Níkaragva sögðu, að samningar hennar við sand- ínista, um aö Humberto Or- tega yrði áfram yfirmaður hersins, væri nauðsynlegirtil að tryggja frið í landinu. BOGÓTA — Carloz Pizaro leiðtogi skæruliðasamtak- anna M-19 var skotinn til bana í flugvél, þar sem hann vará leið á kosningafund, en hann var í forsetaframboöi í Kólumbíu. WASHINGTON - Ríkis- stjórn Bandaríkjanna vill sjá breytingar á stefnu ríkis- stjórnar írak, en vill þó ekki beita stjórnina efnahags- þvingunum. Til greina kom, að beita (raka slíkum þving- unum vegna meintra tilrauna þeirra til smíði kjarnorku- sprengju. Arnesingar Jón Helgason Guðni Ágústsson Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími alþingismanna Framsóknar- flokksins verður haldinn í Þingborg, Hraungerðishreppi, þriðjudaginn 1. maí kl. 21.00. Allir velkomnir. BÍLALEIGA með útibú allt i kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíia erlendis interRent Europcar Framsóknarfólk Húsavík Umræðufundir um mótun stefnuskrár B-listans fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar á Húsavík verða haldnir í Garðari sem hér segir: Mánudaginn 30. apríl kl. 20.30. Umhverfis- og skipulagsmál. Hafnarmál. Miðvikudáginn 2. maí kl. 20.30. Skólamál. Menningarmál. Fimmtudaginn 3. maí kl. 20.30. Atvinnumál. Fjölmennum. Frambjóðendur. Miðstjórnarfundur S.U.F. Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður hald- inn að Grensásvegi 44 Reykjavík föstudaginn 27. apríl 1990 og hefst kl. 17.30. Miðstjórnarmenn S.U.F. og frambjóðendur á S.U.F. aldri eru hvattir til að mæta. Framkvæmdastjórn S.U.F. Akureyri Skrifstofa Framsóknarflokksins er að Hafnarstræti 90, Akureyri. Opin alla virka daga frá kl. 13.00-19.00. Kosningastjóri er Sigfríður Þorsteinsdóttir. Síminn er 96-21180. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Sverrir Jónína Meyvantsson Jónsdóttir Reykjavík - Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa B-listans í Reykjavík verður opin virka daga frá kl. 9-22 að Grensásvegi 44, sími 680962 og 680964. Gestgjafar í dag verða: Sverrir Meyvantsson og Jónína Jónsdóttir. Komið á kosningaskrifstofuna og takið þátt í starfinu með okkur. Kosninganefndin. Akranes - Bæjarmál Athugið breyttan fundartíma vegna stefnuskrárvinnu í Framsóknar- húsinu, Sunnubraut 21. Fundur um atvinnumál verður 3. maí kl. 20,30. Fundur með eldri borgurum verður sunnud. 6. maí kl. 15.30. Allir áhugamenn velkomnir. Frambjóðendur. Hafnarfjörður - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fulium gangi. Opið hús að Hverfisgötu 25 alla virka daga milli.kl. 17 og 19, laugardaga frá kl. 10 til 13.00. Sími 51819. Allir velkomnir, alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Reykjavík - kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa B-listans í Reykjavík verður opin virka daga frá kl. 9-22 að Grensásvegi 44, sími 680962 og 680964. Kosninganefndin. Garðabær - Kosningaskrifstofa Skrifstofa Framsóknarflokksins að Goðatúni 2 er opin alla virka daga frá kl. 17-19 og laugardaga frá kl. 13-15. Sími 46000.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.