Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 13
1 * » « l • '........t.srrKErrrmrr-rcrr-rnrrT Föstudagur 27. apríl 1990 Tíminn 13 KEFLAVIK Málefnafundir Rabbfundir um hina ýmsu málaflokka verða haldnir eftir páska í félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 kl. 20.30. Mánudaginn 30/4: Heilbrigðismál, málefni aldraðra Allir bæjarbúar velkomnir. Frambjóðendur 1. maí- Opið hús Kosningaskrifstofa framsóknarmanna í Reykjavík að Grensásvegi 44, verðuropin 1. maí n.k. frá kl. 15.00-18.00. Sigrún Alfreð Kristján Valgerður Ósk Magnúsdóttir Þorsteinsson Bonodiktsson Sverrisdóttir Aradóttir Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og Alfreð Þorsteinsson varaborg- arfulltrúi verða á staðnum. Kristján Benediktsson, f.v. borgarfulltrúi, og Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður líta inn. Veitingar verða á staðnum undir stjórn Óskar Aradóttur. Allir velkomnir. Kosninganefndin. m Ráðstefnu um sveitastjórnarmál sem halda átti laugardaginn 28. apríl er aflýst vegna óviðráðanlegra orsaka. Framsóknarflokkurinn Skrifstofa kjördæmissambands Iframsóknarmanna á Vestfjörðum Skrifstofa kjördæmissambands Framsóknarmanna á Vestfjörðum, Framsóknarfélags ísafjarðar og ísfirðings að Hafnarstræti 8 á ísafirðí verður fyrst um sinn opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 13 til kl. 17. Síminn er 94-3690. Selfoss - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Eyravegi 15, alla virka daga kl. 16.00-22.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Sími 22547 og 22955 Allir velkomnir. - Heitt á könnunni. Framsóknarfélag Selfoss Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið er í fullum gangi. Opið hús alla virka daga frá kl. 10.00-19.00 laugardaga frá kl. 10.00-13.00. Sími 41590. Framsóknarf élögin í Kópavogi REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. Akranes - Framsóknarhúsið Opið hús 1. maí. Kaffi og meðlæti. Létt spjall. Frambjóðendur. Clara-Louise læturfara vel um sig á naglabrottinu sem John hefur þama lagt ofan á sig Hörkukall á „naglabeði" Það má örugglega segja um krafta- jötuninn John Cassar að hann láti sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann sýndi nýlega listir sínar í morgunsjónvarpsþætti í Bretlandi, og hélt að hann myndi komast í Heimsmetabók Guinness fyrir þær kúnstir, en útgefendur heimsmeta- bókarinnar vildu ekki birta frásögn af afreki Cassars. Það sem hann sýndi i sjónvarpinu vakti óhugnað hjá áhorfendum. Hann lá á naglabretti, og iét 29 manns standa ofan á öðru bretti sem lá ofan á honum. Síðan spennti John — með bros á vör! Cassar vöðvana og varð ekki meint af, nema á baki hans voru rauð för eftir naglana, en hvergi sprungið holdið eða sár. Eftirlitsmenn frá Guinness bókinni sögðust ekki vilja verða til þess að birta slíka frásögn, því að það myndi verða flestum að bana að reyna slíkt. Það vill brenna við að einhverjir ofurhugar reyni við ný heimsmet, þegar þau koma fram og slíkt fer oft illa. Þetta afrek Cassars sögðu menn að væri óðs manns æði og örkuml eða dauði væri vís hverj- um sem reyndi að feta í fótspor T hans. John Cassar hefur ekki gefist upp við að komast í Heimsmetabókina, því að nú hefur hann sett sér nýtt markmið. Það er að liggja í 25 sólar- hringa, eða 600 klukkusrundir, í naglarúmi. Rúmið á að vera .Jnmin- sæng" með útskornum rúmstólpum, — en rúmdýnan verður naglabretti!. Það er predikari í Wales sem sagð- ur er vera handhafi heimsmets í að liggja í naglarúmi, en hann hélt það út í 300 klukkustundir. John Cassar sýnir listir sínar meö aðstoó fallegra stúlkna. Það eru fyrirsætumar Anna-Manaog Claire- Louise sem hoppa úr stiga ofan á magann á aumingja John, sem liggur á naglabrettinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.