Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 27. apríl 1990 MINNING Sigríður Böðvarsdóttir Ijósmóðir Fædd 29. ágúst 1912 Ðáin 19. aprfl 1990 Ekkert er stöðugt hér í þessum heimi. Vinir og ættingjar falla frá. Kynslóðir koma og fara. í dag verður lögð til hinstu hvildar frænka okkar Sigríður Böðvarsdóttir. Aðeins nokkrir mánuðir eru liðnir síðan systir hennar Anna féil frá. Þessar hraustu og lífsglöðu systur voru skyndilega helteknar þessum erf- iða sjúkdómi sem svo margir verða að lúta og þá er ekki spurt um aldur. Allt síðastliðið ár barðist Sigríður æðrulaust við veikindi sín. Bjartsýn og hugrökk að venju. Allir vonuðu að hún hefði sigur í þeirri baráttu og fengi að vera hjá okkur lengur. Vissulega er hún það í hugum okkar. Hún geislaði frá sér lífsgleði og góðvild, hafði áhuga fyrir mönnum og málefhum. Stundaði sund og útivist, gestrisin og góð heim að sækja. Ævikvöldið virtist brosa við þeim hjónum en skyndilega er allt breytt. Haustið 1988 varð Valtýr fyrir bíl og slasaðist alvarlega. Þetta var mikið áfall fyrir þau bæði og nú varð hann að dvelja marga mánuði á sjúkrahúsi. AUa daga fór Sigríður i heimsókn á sjúkra- húsið og fylgdist vel með aðgerðum og batahorfum manns síns. Loksins kom að útskrift heim en þá blasir við sú sorglega staðreynd að Sigríður kona hans var nú kominn með þann sjúk- dóm sem dró hana til dauða. Nú var það Valtýr sem hjúkraði og hjálpaði konu sinni af öllum mætti í þessum erf- iðu veikindum og sat hjá henni öllum stundum uns yfir lauk. Sigríður ólst upp í stórum systkina- hópi á Laugarvarni í Laugardal, dóttir hjónanna Böðvars Magnússonar hreppstjóra og konu hans Ingunnar Eyjólfsdóttur. Hún var áttunda í röð tólf systkina sem öll komust til fullorð- insára. Bömin voru samrýmd og glaðvær og voru snemma vanin á að taka til hend- inni. Móðir þeirra kunni þá list að velja þeim verkefhi sem hæfði aldri þeirra og getu. Það þótti sjálfsagt á þeim árum að systurnar kynnu að koma mjólk í mat og ull í fat, og vissulega var þetta gott veganesti út í lífið. Ekki voru börn- in fullkomlega klædd fyrr en þau höfðu farið út á bæjarhelluna og farið með morgunbænina sína. Sigriður og Valtýr hófu búskap að Miðdal í Laugardal árið 1934 í félagi við Magnús, bróður Sigríðar. Þar voru þau þar til árið 1938 að þau fluttu að Miðdalskoti í sömu sveit og bjuggu þar til ársins 1962 að þau fluttu til Reykja- vjkur. í Miðdalskoti bjuggu þau góðu búi og byggðu upp öll hús og stækkuðu jörð- ina. Þegar þau fluttu til Reykjavíkur sögðu þau ekki skilið við dalinn, því að þau byggðu sér sumarhús í fallegu skógarrjóðri úr landi Miðdalskots. Þarna ártu þau sannkallaðan sælureit þar sem þau dvöldu öllum stundum og þangað var gaman að koma í heimsókn og sjá hvað þau höfðu ræktað og prýtt allt í kringum bústaðinn. Fljótlega eftir að þau Sigríður og Val- týr hófu búskap kom það upp að þörf yrði fyrir Ijósmóður í Laugardal þar sem Ijósmóðirin, Hildur frá Hjálmstöð- um, var að hætta störfum. Sigriður var hvött til þess að fara til Reykjavíkur í nám og taka að því loknu að sér ljós- móðurstörf í Laugardal og stuttu seinna bættist Grímsnesíð við. Þar sem hún var svo lánsöm að geta fengið Auði systur sína bústýru á með- an, varð það úr að hún tæki þetta að sér. Þetta var gæfuspor því að Sigríður var sérlega farsæl í sínu starfi. Hún var mjög fær ljósmóðir og átti traust sæng- urkvenna og lækna og bar ætíð mikla umhyggju fyrir öllum sínum ljósuböm- um. Það kom því af sjálfu sér að Sigga var kjörin til þess að skrá allar fæðing- ar í ættinni. I dag eru afkomendur Böðvars og Ingunnar hátt á þriðja hundrað. Hér er aðeins í stórum dráttum minnst á lifshlaup Sigríðar en margs er að minnast frá heimsóknum á hennar fal- lega heimili. Sigríður var sérlega mús- íkölsk og unnandi fagurrar listar og má það raunar segja um þau bæði. Þeir eru margir sem hafa notið gestrisni og vin- áttu þeirra hjóna bæði í sveitinni og hér í Reykjavík. Sigríður og Valtýr eignuðust 5 böm en misstu eitt nýfætt, öll mannvænleg og vel af guði gerð. Þau eru öll gift og eiga marga afkomendur. Valtýr og Sigríður hafa alltaf borið sérstaka umhyggju fyrir börnum sinum og barnabömum og eiga ást og virðingu þeirra allra. í veikindum sínum fann Sigríður glöggt hlýhug þeirra og hjálpsemi. Við systurnar og makar okkar þökk- um allar ánægjustundirnar á heimili þeirra og kveðjum Sigríði með sökn- uði. Valtý og fjölskyldunni allri vottum við okkar dýpstu samúð. Ingunn og Ólöf Steinsdætur Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að kveðja elskulega móður- systur niína, Sigríði Böðvarsdótrur, sem lést á sumardaginn fýrsta. Sigríður var fædd 29. ágúst 1912, ní- unda í röðinni af 13 börnum Ingunnar Eyjólfsdóttur og Böðvars Magnússon- ar á Laugarvatni. Þær eru margar minningamar sem koma upp í hugann tengdar þessari brosmildu og fallegu frænku. Hugurinn hvarflar 30-40 ár aftur í tím- ann þegar Sigga og Valtýr eiginmaður hennar bjuggu, ásamt börnunum fjór- um, í Miðdalskoti í Laugardal. Mikið var gaman að koma í Miðdalskot, heimilið fallegt og viðmót allra svo glettið og skemmtilegt. Á sumrin fór- um við stundum með mjólkurbílnum upp að Miðdalskotí, ég og frænkur mínar sem voru f heimsókn hjá afa og ömmu á Laugarvatni, Alltaf var okkur tekið opnum örmum þótt um háanna- tímann væri og lítíð gagn að okkur við heyskapinn og oft endaði dagurinn með því að öll hersingin var sett upp á Sindra gamla og farið í reiðtúr. Há- punkturinn í þessum heimsóknum var samt kaffið hjá Siggu, drekkhlaðið borð og kátir félagar í eldhúsinu í Mið- dalskoti. Sigga hafði mikið yndi af allri tónlist og ekki síst sígildri tónlist. Ég held að við séum nokkuð margir „krakkarnir" frá Laugarvatni sem eigum henni það beint eða óbeint að þakka að hafa átt þess kost að læra á hljóðfæri. Við búum mörg að því veganesti enn þann dag í dag og erum henni þakklát fyrir. Seinna fluttu þau Sígga og Valtýr til Reykjavikur og bjuggu sér fallegt heimili í Álftamýrinni. En í Laugar- dalnum áttu þau sér áfram sælureir, skógivaxna spildu og sumarhús rétt hjá Miðdalskoti. Þar undu þau löngum á sumrin og þangað var líka gaman að sækja þau heim í kyrrðina og gróður- inn. Sigga var menntuð ljósmóðir og stundaði ljósmóðurstörf í mörg ár í Laugardalnum og Grímsnesinu. Ég held að lifandi áhugi og gleði yfir böm- Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. um hafi verið Siggu í blóð borinn. Það var að minnsta kostí eitthvað sérstakt við að koma með kornabörn sín í heim- sókn til hennar því hjá Siggu voru þau jafhvel ennþá merkilegri en áður. Sigga hélt skrá yfir alla niðja Laugar- vatnshjónanna, Ingunnar og Böðvars, og hún lét sér mjög annt um samkennd og samheldni fjölskyldunnar. Þessi trausta og dygga kona er farin frá okkur svo allt of fljótt. Ég sam- hryggist innilega eftírlifandi systrum hennar. Þær hafa nú misst tvær systur sínar með stuttu millibili, systur sem voru báðar svo lífsglaðar og félags- lyndar og voru alltaf með hópnum bæði á gleði- og sorgarstundum. Ég og fjölskylda mín færum eftirlif- andi eiginmanni, bömum og fjölskyldu þeirra innilegar samúðarkveðjur. Megi allar góðu minningarnar styrkja ykkur í sorginni. Bergljót Magnadóttir í dag er kvödd í hinsta sinn mín elsku- lega Sigga frænka, sem ég kveð með söknuð í huga. Það huggar mig að ég á margar og góðar minningar um þessa góðu fhenku sem alltaf sýndi mér mikla væntumþykju og vináttu. Þessar minningar hafa búið sér eílíft líf í hjarta mínu og ég kveð hana með kærri þökk fyrir allar þær samverustundir sem við áttum saman. Hvað það var alltaf gam- an að koma i heimsókn í Alftamýrina um jólaleytið og smakka á hennar róm- uðu málsháttakökum sem henni þótti svo gaman að búa til fyrir krakkana. Eða að sækja þau hjónin heim í sumar- bústaðinn í Laugardal þar sem alltaf var tekið á móti okkur opnum örmum. Mér þykir það miður að geta ekki ver- ið hjá fjölskyldu minni en hugur minn er hjá ykkur og ég bið Guð að veita Valtý og fjölskyldu styrk á þessari sorgarstundu. Blessuð sé minning þín, kæra frænka. Nanna I llíf Kveðja frá dótturbörnum. Nú þegar amma er látin er okkur efst í huga þakklæti fyrir góðvild hennar, hjálpsemi og hið hlýja þel sem hún alla tíð veitti okkur. Það er hægt að rita langt mál um ævi hennar sem var svo viðburðarík en það er ekkí ætlunin hér. Hún fylgdist ávallt af áhuga með námi okkar og störfum og hvatningarorð hennar í gegnum tíðina hafa verið okk- ur mikill styrkur. Við minnumst þess öll hvað það var gaman að fá bréfin hennar þegar við vorum yngri og áttum heima á Laugar- vatni og nú f seinni tið þegar við höfum dvalist langdvölum erlendis. Þar bar hún okkur meðal annars fréttir af fjöl- skyldunni sem var henni svo hugleikin og er ekki síst henni að þakka að tengsl okkar við frændsystkinin, barnabörn hennar, eru svo góð. I sumarbústaðal- andi afa og ömmu að Hléskógum er trjálundur sem er helgaður okkur bamabömunum og barnabarnabörnun- um. Þar hafa þau gróðursett grenitré i hvert skipti sem afkomandi hefur fæðst í fjölskyldunni. Amma fór alltaf með okkur þangað þegar við komum i heimsókn og vorum við spennt að sjá hvað við hefðum stækkað mikið. Ekki eigum við síður góðar minning- ar frá jólaboðum, afrnælisboðum og öðrum heimsóknum okkar í Álftamýr- ina. Umræðuefhin voru næg því ekkert var ömmu óviðkomandi. Hún unni tón- list, las mikið og lét þjóðmálin sig varða. Hún var líka mikil hannyrða- kona sem við nutum góðs af. Margt höfum við lært af henni sem kemur okkur að góðu gagni i lífinu. Við söknum hennar öll og missir afa er mikill. Þau voru alltaf svo samtaka og studdu hvort annað sem kom best í ljós í veikindum þeirra beggja síðustu tvö árin. Við þökkum samfylgdina og biðjum Guð að styrkja afa á sorgar- stundu. Sigríður, Böðvar og Valtýr Það er birta yfir þeim minningum sem við eigum um móðursystur okkar Sig- ríði. Allt ftá því við munum hana fyrst stendur hún okkur fyrir hugskotssjón- um sem glöð, hjartahlý og ekki síst áhugasöm um að kynnast frænkum sínum og frændum, einnig meðan þau voru ung og óframfærin að stíga sín fyrstu spor í tilverunni. Mæður okkar voru nákomnar alla tíð, enda báðar í miðju systkinahópsins frá Laugarvatni, aðeins fá ár á milli þeirra. Glaðværð og reisn og sú gáfa að geta umgengist háa sem lága, unga sem eldri á sama hátt er ekki öllum gefin. Sigríður mat gáfu og gjörvileik mikils meðal annarra, þar skipti hinn verald- legi auður engu. Sjálf fylgdist hún óvenju vel með og var vel að sér, ekki síst sem frábær ljósmóðir í fjölda ára. Við systurnar vorum ekki mjög lífs- reyndar þegar við komum til Sigríðar og Valtýs í Miðdalskot á fbgrum vor- degi og vorum drifhar á hestbak í fyrsta sinn á ævinni. Og þó að Inga dóttir þeirra væri okkur til halds og trausts í þessu ævintýri var það ekki síður gott veganesti að vera fylgt úr hlaði með glaðværð og hvatningu hjónanna. Það jók kjark okkar til muna. Okkur fannst einhver rómantískur blær yfir Siggu og Valtý, svona eins og þau væru alltaf dá- lítíð ástfangin af hvort öðru. í minning- unni eru heimsóknir í Miðdalskot eftir- minnilegar. Fyrir böm er það mikil gæfa að eiga foreldra sem efla þau tíl dáða og löng- unar til menntunar og fróðleiks. Sigrið- ur bar ekki aðeins sín eigin börn og barnabörn fyrir brjósti, hún hafði ein- lægan áhuga á að fylgjast með lífi og ftamgangi annarra. Meðal annars skráði hún niður alla afkomendur afa og ömmu á Laugarvarni, sem er ómet- anlegt fyrir okkur hin og ekki auðvelt að feta í fótspor hennar í þeim efhum. Þar fyrir utan var hún oft upplýsinga- miðill um nýbakaða foreldra og vænt- anlega. Sigriður var hinn sterki hlekkur i ætt- inni okkar sem nú er rofin í annað sinn á nokkrum mánuðum. „Dalurinn ljúfi í austurátt" er ekki sá sami nú þegar elskulegar móðursystur okkar, Anna og Sigríður, eru horfhar á braut. Við og fjölskyldur okkar hugsum til Valtýs og fjölskyldu hans og biðjum þeim allrar blessunar. Edda og Inga Lára Sumardagurinn fyrsti, Esjan böðuð í sól og fyrsta lóa sumarsins á vappi fyr- ir utan gluggann. Á þessum degi kvaddi mín elskulega tengdamóðir Sigríður Böðvarsdóttir þennan heim. Náttúran var að vakna af sínum vetrar- svefhi þegar Sigríður, sem var bam náttúrunnar, sofhaði svefiúnum langa. Hetjulega hafði hún barist verurlangt fyrir lífi sínu og hugurinn hafði Ieitað í Laugardalinn þar sem hún var fædd og uppalin og búið með manni sínum og fjórum bömum þar til þau fluttu til Reykjavíkur fyrir 28 árum. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur reistu þau sér sumarhús í Laugardalnum. Þar dvöldu þau ætíð mikið á sumrin. Þeim tókst að skapa þar unaðsreit. Skógrækt og blómarækt var þeirra hugðarefhi. Barna- og bamabamabömin þeirra eru 20 talsins og árið sem hvert þeirra fæddist var nýtt tré gróðursett í sumar- bústaðalandinu. Eitt af þessum trjám dafhaði ekki sem skyldi og þá var það tekið upp, greitt úr rótunum og gefinn góður áburður. Næsta vor hafði það rétt úr sér og tekið góðan vaxtarkipp. Á sama hátt hlúði hún að mannlífinu. Hún sýndi öðrum ætíð áhuga og var ávallt reiðubúin að rétta hjálparhönd eða gefa gott ráð. Hún var sérstaklega bamgóð og löðuðust börnin að henni. Ekki voru það aðeins hennar nánustu sem áttu hug hennar, heldur líka þau böm sem hún hafði hjálpað í þennan heim sem ljósmóðir en með þeim fylgdist hún úr fjarlægð. Skrá hélt hún yfir alla afkomendur foreldra sinna sem fæddust og var hún náma hvað varðaði ættfræði. Barnabörnin eyddu ógleymanlegum stundum með ömmu og afa á heimili þeirra í Reykjavík og í sumarbústaðnum. Góði baksturinn og maturinn hennar ömmu sem beið þeirra ætíð. Gönguferðir um sumarbú- staða-landið og umhverfi, berjaferðir og fjörug spilamennska á kvöldin. Aldrei mælti hún styggðarorð til bam- anna, heldur hafði sérstakt lag á að vinna þau á sitt band. Sigríður upplifði ekki ellina, hún var síung bæði í hugsun og fasi og náði vel að ræða jafht við unga sem aldna. Hún hafði gaman af að ræða málefhi dags- ins og sagði sinar skoðanir skorinort. Faðir hennar var hvatamaður að skólasetrinu á Laugarvatni. Á vissan hátt fetaði hún í fótspor hans hvað varðaði áhuga á menntamálum. Hún hafði sjálf numið Ijósmæðrafræði og starfaði sem ljósmóðir við góðan orð- stír á þriðja áratug. Aðra hvatti hún óspart til menntunar. Ég á henní að þakka að ég hélt áfram námi þar sem hún tók að sér að hugsa um son minn þegar ég var í skólanum. Heimilið hjá afa og ömmu var hans annað heimili, enda ekki löng vegalengd að fara. Mynd af þeim tveimur hefur grópast i huga minn. Lítill ljóshærður hnokki í fanginu á ömmu, stígandi léttan vals um stofugólfið. Tónlistin var henni æt- íð kær. Besta afmælisgjöfin til hennar var vel æft lag á píanóið. Hver sá sem kynntist Sigríði var betri maður. Hún lifir áfram í minningasjóði þeirra sem elskuðu hana. Sólveig Þorsteinsdórtir Sigríður Böðvarsdóttir lést að morgni 19. apríl 1990 eftir nokkurra mánaða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Sigríður var fædd og uppalin á Laugarvatni í Laugardal, því merka skóla- og menn- ingarsetri nú í dag. Laugarvatn var allt annað en setur þegar Sigriður fæddist, þá var þar allt í gamla timanum sem kallað er, baðstofubygging og gripahús vítt og breytt. Foreldrar Sigríðar voru Ingunn Eyj- ólfsdórtir og Böðvar Magnússon. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau Ing- unn og Böðvar í Útey, en voru sest að á Laugarvatni þegar Sigríður fæddist, hann sem hreppstjóri og héraðshöfö- ingi en Ingunn sem mikil ráðdeildar- kona og hvers manns hugljúfi. Laugar- vatnsheimilið var höfðingjasetur, þangað lágu leiðir konunga sem kot- unga. Þauhjón eignuðust 13 böm, einn son og 12 dætur. Sigríður ólst upp á mannmörgu og glaðværu menningar- heimili en auk gesta og fjölskyldu var alltaf talsvert um vinnufólk. Sigríður bar glaðvært yfirbragð og eðalborinni reisn hélt hún alla tíð. í sveitínni var alltaf nóg að starfa og ólust Laugar- vatnssystkinin upp við að taka tíl hendi. Sveitin var gróðursæl þá sem nú. Sigríði var í blóð borin virðing og áhugi á hvers kyns gróðri, blómum og trjám. Hún tók það nærri sér að sjá hve skógargróðri i Laugardal hrakaði á lífs- leiðinni en fagnaði sýnilegum bata- horfum nú allra seinusru árin. Sigríður hlaut í vöggugjöf góða greind. Skólagangan var rrieð öðru sniði þá en nú. Á árunum 1930-1931 stundaði Sigríður, þá átján ára gömul, nám við Héraðsskólann á Laugarvatni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.