Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 15
Föstudagur 27. apríl 1990 Tíminn 15 IÞROTTIR Árið 1933 fór hún í matreiðsluskólann. Á skólaárunum kynntist hún ungum og ágætum pilti úr Reykjavík, Valtý Guð- mundssyni, og gengu þau í heilagt hjónaband 19. maí 1934. Eftir ferm- ingu dvaldist Valtýr nokkur ár hjá for- eldram sínum að Böðmóðsstöðum í sömu sveit. Dugnaður og mannkostir Valtýs leyndust ekki og varð það öllum sem til þekktu fagnaðarefni þegar Sig- ríður og Valtýr hófu búskap í Míðdal árið 1934. Á þessum árum vantaði tilfinnanlega ljósmóður í sveitina. Sigríður, þessi dugmikla kona, dreif sig þá í ljós- mæðranám og láuk hún prófi sem ljós- móðir 1936 og tók strax til starfa sem ljósmóðir Laugarvatnshrepps. Árið 1947 tók hún einnig að sér ljósmóður- starf í Grímsneshreppi. Samgöngur voru erfiðar, sérstaklega yfir vetrartím- ann, en Sigríður þótti lánsöm í starfi og bjargvættur sveitanna. Lengstan timann bjuggu þau Sigríður og Valtýr að Miðdalskoti í Laugardal eða frá árinu 1938. Það var mikið átak að byggja upp íbúðarhús og gripahús, en ráðdeild, snyrtimennska og dugnað- ur þessara samheldnu hjóna var mikill. Sigríður prýddi umhverfi sitt blómum og trjágróðri og hlaut viðurkenningu fyrir. Árið 1962 lét Sigríður af ljósmóður- störfum í Laugardals- og Grímsnes- hreppi, en það ár brugðu hjónin búi og fluttu til Reykjavíkur í nýbyggt hús að Álftamýri 58. Þeirra hjóna var sárt saknað af sveitungum. Ræturnar voru þó enn í Dalnum. Hjónin keyptu sér fagran skógarblett úr landi Miðdal- skots. Þar byggðu þau sér fallegt sum- arhús sem þau dvöldu í öllum stund- um, völdu tré af góðum stofhi og gróðursettu. Sigríði voru gleðistundir að ganga um þennan fagra skógarlund og útskýra heiti, uppruna og þroska hverrar plöntu sem teygði sig hærra og hærra. Á göngunni ræddi Sigríðurað svona gæti hlíðin öll orðið og um leið paradís þessa lands. Sumarhúsið nefhdu þau Hléskóga sem er táknrænt og fagurt nafn. Sigríður og Valtýr höfðu mikinn metnað varðandi barnahópirin sinn og má vera að búferlaflutningur á höfuð- borgarsvæðið hafi verið til að auðvelda bömunum nám og möguleika í lífinu. Þau hjón eignuðust fimm börn sem öll gengu menntaveginn og eru góðir þjóðfélagsþegnar. Þau eru: Ingunn íþróttakennari, gift Þóri Ólafssyni pró- fessor. Guðmundur Rafh, skólastjóri Barnaskóla Laugardalshrepps, kvænt- ur Ásdísi Einarsdóttur handavinnu- kennara. Böðvar, rafvirkjameistari í Reykjavík, kvæntur Hólmfríði Guð- jónsdóttur skrifstofustúlku. Gunnar, læknir í Reykjavík, kvæntur Sólveigu Þorsteinsdóttur yfirbókasafhsfræðingi. Fimmta barnið var meybarn sem lést dagsgamalt. Barnabörnin eru fjórtan og bama- bamabörnin sex. Sigríður elskaði þennan mannvænlega hóp sinn og bað kærleiksríkan Guð að halda í hönd þeirra og leiða þau framhja hættum í baráttu lífsins. Hún sýndi mér oft myndir, sem hún tók jafnvel sjálf, af nýjum og nýjum börnum og þá færðist ávallt yfir andlitið gleðibros sem ég vissi að fylgdi hverju barni. Sigríður var alla tið starfsöm og fljót- lega eftir að hún kom til Reykjavíkur fór hún að vinna við mötuneyti Raf- magnsveitna ríkisins. Hjónin sóttu reglulega hljómleika og málverkasýn- ingar og gátu þannig uppfyllt og nært áhuga sinn fyrir listum sem Miðdal- skotsfjölskyldan gat ekki leyft sér nema að takmörkuðu leyti. Sigríður var ættfróð kona og áhugasöm um menn og málefhi líðandi stundar. Fé- lagsmálin lét hún til sín taka og það kom enginn að tómum kofunum þar sem Sigríður var. Hún var stofhfélagi í Kvenfélagi Laugardals og sat í fyrstu stjóm þess félags. Hún var félagi í Ár- nesingafélaginu í Reykjavík og félagi í Framsóknarkvennafélaginu í Reykja- vík. Sem Laugdælingur minnist ég langra og góðra kynna við Sigríði Böðvars- dóttur. í huga mér er þakklæti og virð- ing. Samúðarkveðjur sendi ég vini mínum Valtý sem sér á eftir góðri eig- inkonu og félaga. Bömum, barnabörn- um og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína. Guðbjörn Guðmundsson Handknattleikur: Lokaspretturinn var FH dýrmætur -komustfyrstyfir, þegarömín. vorueftirgegn ÍBV Það var ekki mikiil áhugi leik- manna FH á leiknum gegn ÍBV í gærkvöldi fyrr en undir Iokin, að þeir sáu fram á ósigur. FH-vélin fór þá í gang og malaði hátt í nokkrar mínútur og ósigur breyttist í sigur á svipstundu. Lokatölur voru 28-26. Eyjamenn byrjuðu vel, komust í 0-4 og FH-ingar skoruðu ekki fyrr en eftir 10 mín. leik. Vestmannaeyingar héldu forystunni allan fyrri hálfleik, ef frá eru taldar lokamín. að FH jafnaði 9-9 og 10-10. Eyjamenn áttu síðasta orðið í hálfleiknum og leiddu 10-11 í hléinu. FH-ingar léku af sama kraftleysi í upphafi síðari hálfleiks og þeir höfðu gert í þeim fyrri, enda leikurinn þýðingarlaus. Jafnt var 11-11, en þá skildu leiðir og Eyjamenn höfðu 1-3 marka forystu næstu mínútur. Um miðjan hálfleikinn gerðu Eyjamenn 4 mörk í röð, breyttu stöðunni úr 16-17 í 16-21, en á þessum kafla höfðu FH-ingar misst þá Þorgils Óttar og Héðinn út af með stuttu millibili. Þegar þeir komu aftur inná, fór FH vélin í gang og 4 hafnfirsk mörk litu dagsins ljós, 20-21. FH- ingar snéru svo gott sem töpuðum leik upp í sigur á nokkrum mínútum, jöfnuðu 24-24, komust í fyrsta sinn yfir í leiknum, þegar 5 mín. voru eftir 25-24 og bættu við 3 mörkum 28-24, áður en Eyjamenn vissu af. ÍBV átti síðasta orðið með 2 mörk- um 28-26. Þeir Héðinn Gilsson og Gunnar íslenskar getraunir: Liverpool á góða möguleika á að tryggja sértitilinn um helgina Keppni fer nú senn að ljúka í ensku knattspyrnunni og Liverpool stendur enn einu sinni í þeún sporum, að eiga mesta möguleika á titlinum. Með sigri á QPR á Anfield Road getur Liverpool stígið stórt skref í átt að tílinum. 1. Arsenal-Millwall 2. Aston Villa-Norwich 3. Charton-Sheffield Wednesday 4. Chelsea-Everton 5. Liverpool-QPR 6. Luton-Crystal Palace 7. Manchester City-Derby 8. Southampton-Coventry 9. Wimbledon-Tottenham 10. Ipswich-Blackburn 11. Newcastle-West Ham 12. Wolves-Sunderland Beinteinsson léku best FH-inga, en Guðmundur Hrafnkelsson, sem lék í síðari hálfleik, varði vel. Þorgils Óttar og Héðinn léku sinn síðasta leik með FH í gær, í bili að minnsta kosti. Hjá gestunum var Sigurður Gunn- arsson bestur, nafni hans Friðriksson og Þorsteinn Viktorsson léku ágæt- lega og Sigmar Þröstur Óskarsson í markinu varði vel. Að leik loknum fengu FH-ingar afhentan Islandsbikarinn, við mik- inn fögnuð áhorfenda. Mörk FH: Héðinn 8/2, Gunnar 8, Guðjón 4, Óskar 4/1 og Þorgils Óttar 3. Mörk ÍBV: Sigurður G. 10/4, Sigurður F. 5, Porsteinn 5, Guðfinnur 2, Davíð 2, Hilmar 1 og Jóhann 1. FH Guðjón Árnason fyrirliði FH með íslandsbikarinn 1990. Tímamynd Pjetur. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERDTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓDS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983-2. fl. 1984-3. fl. 01.05.90-01.11.90 12.05.90-12.11.90 kr. 45.613,34 kr. 46.769,59 "Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS 1X21X21X21X21X21X21X21X21X21X21X21X21X21X21X21X21X21X21X21X21X21X2 HVERJU SPA ÞAU UM URSLITIN? i I ?-ett/öMA____, ' 1 TjŒIl0 JJDfJ _4.Il 8)0 6. 100 Einar var tneð 7 retta um sfð- ustu helgl, en ætlar með spá slnni nú að tryggja sér efsta sœtið aleinn. A& mörgu er að hyggja þegar lok keppnistimabilslns eru skammt undan. 7JB0BI 8. 100 fqB-BB io. B0i 1LI00 u HjBffll § hefur Stetán soðið saman spá sem að sló öllum við. Gróa var elnn- Ig með 7 rétta sfðast elns og Einar og Stef- án og staðan milli þeirra breytlst þvf ekkert. Gróa heldur sig við heimaleikina sem fyrr, en tippar að aukl á 3 jafntefll og 3 útisigra. Hann Slgurð- ur náðl best- um árangri um slðustu helgl, var með 8 rétta og jafn- ar þvf metln vlð keppinauta sfn, en staða er ótrúlega Jðfn og getur ekki verlð jafnarl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.