Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 27. apríl 1990 Tíminn 5 Harðnar samkeppni á lyfjamarkaðnum: Spara ódýrar eftirlíkingar ríkissjóði tugi milljóna kr.? Stöð tvö sendir út þáttinn á Grænni grein í opinni dagskrá í kvöld ti! stuðnings Landgræðsluskógum - átaki 1990. Þátturinn verður sendur út beint og mun standa yfir frá ld. 21.25 til miðnættis. Hægt verður að hringja í þáttinn til stuðnings átakinu. Mikill fjöldi manna, utan raða starfs- manna Stöðvar tvö, munu koma við sögu í útsendingunni, eða a.m.k. 200 manns og gefa þeir allir vinnu sína við þáttinn. Skemmtikraftar, sem vitað var um i gær, að kæmu í þáttinn, voru bessir: Hódut frá Leikfélagi Revkia- víkur, Río tríó, Bubbi Morthens, Magnús Þór Sigmundsson, Sykur- molamir, Rúnar Þór Pétursson, Jakob Magnússon, Ragnhildur Gísladóttir, Jóhannes Kristjánsson, Todmobile, Tinna Gunnlaugsdóttir, böm úr Aust- urbæjarskóla, Evrovision-farar, Karl Örvarsson og Eyjólfur Kristjánsson. Auk skemmtikraftanna mun fjöldi manna leggja þættinum lið, t.d. með símavörslu meðan á þættinum stendur og sérfróðir menn munu upplýsa um eitt og annað er varðar málefhið. -EÓ stillandi og hitalækkandi lyf, sem ís- lenska Lyfjabókin segir hafa svipaða verkun og magnýl. Fmmlyfið er sænskt undir nafninu „Bmfen“. Sam- kvæmt nýjustu verðskrá kostar hver pakkning þess 2.035 kr. Sams konar eftirlíkingalyf frá Lyfjaverslun ríkis- ins „Ibufen" kostar 1.319 kr. Banda- rísk eftirlíking „Ibuprofen", sem ný- lega kom hér á skrá, kostar hins vegar aðeins 746 kr. eða nær í helm- ingi minna en sú íslenska og nær þre- falt minna en frumlyfið. Verðið mið- ast við pakkningu með 100 töflum 400 mg. að styrkleika. ...og sexfaldur fyrir ríkissjóö Vegna hverrar ávísunar læknis á þessi lyf þurfa sjúklingur og ríkis- sjóður að lágmarki (aldraðir greiða minna) að greiða sem hér segir: Greiðslur; sjúkl. - ríkissj. Brufen 750 kr. 1.285 kr. Ibufen 550 kr. 769 kr. Ibuprofen 550 kr. 196 kr. Hver ávísun læknis á fhimlyfið og ís- lenska lyfið kostar ríkissjóð því fjór- falt til sexfalt meira heldur en ódýr- asta lyfið. Sjúklingurinn þarf sjálfúr að borga 750 kr. fyrir „Brufen" en 550 kr. fyrir hvort hinna - þar sem svo undarlega vill til, að þau em bæði merkt sem „bestukaup" í nýrri „sam- heitaverðskrá" þrátt fyrir hátt i helm- ings verðmun. Fleiri furðuleg „bestukaup“ Annað nýlegt lyf er í sama lyfja- flokki (við bólgum, gigt og verkjum). Tekið er mið af pakkningu með 25 hylkjum 100 mg. Hér er frumlyfið „Indocid“ frá Hollandi og kostar 1.821 kr. Islenska eftirlíkingin frá Delta „Indometasín“ kostar 1.548 (aðeins 15% ódýrari en fmmlyfið). Bandarískt „Indomhacin" er hins vegar nær helmingi ódýara en það ís- lenska, þ.e. 821 kr. Hér skiptast greiðslur almennt þannig: Greiðslur; sjúkl. - ríkissj. Indocid 750 kr. 1.071 kr. Indometasín 750 kr. 798 kr. Indomethacin 550 kr. 271 kr. Aftur er hér margfaldur munur fyrir ríkissjóð. Og aftur verður hér vart merkilegra hluta í „bestukaupalista" (samheitaverðskrá). Helmingi minni lyfjaskammtur (50 hylki 100 mg.) af íslenska lyfinu kostar upp á krónu (821 kr) jafn mikið og 100 hylki af því bandaríska. Samt er íslenska lyf- ið merkt sem „bestukaup". Af hverju? Jú, líklega vegna þess að bandaríska lyfið er ekki selt í 50 stykkja pakkningu. Lyfseðlar = ávísanir á ríkissjóð ■■■ Glöggt má sjá af framangreindum dæmum, hve val lækna á lyfjum getur oft haft gífúrleg áhrif á útgjöld ríkis- sjóðs - og þar með á ráðstöfun á skatt- peningum landsmanna. Um 175 millj.kr. sala á þessum lyfja- flokki s.l. ár skiptist nær öll á milli er- lendu frumlyfjanna og íslensku eftir- líkinganna, sem kosta ríkissjóð þrefalt til fimmfalt meira en ódýrustu lyf sömu tegundar, þ.e. með sömu virku efhunum. Ljóst virðist, að að- eins á áðumefndum tveim tegundum verkjalyfja mætti spara ríkissjóði og þar með skattgreiðendum tugi millj- óna króna. Hvað mætti spara á öllum hinum lyfjaflokkunum??? ...í kassa apótekaranna Sá spamaður gæti á hinn bóginn gengið illilega á gróða apótekar- anna,hverra álagning er í prósentum. Fyrir að afgreiða pakka af „Brufen" fær apótekið t.d. um 644 kr. álagn- ingu í sinn hlut - en aðeins um 236 kr., ef læknirinn hefði þess í stað skrifað „Ibuprofen" á lyfseðilinn. Lyfjaávísanahefti lækna hefúr því ekki einungis áhrif á lyfjanotkun sjúklinga heldur og mörg hundruð milljóna króna áhrif á „streymi" pen- inga úr ríkiskassanum og í peninga- kassa apótekanna. - HEI Eriend eftiriíkingalyf, nær helmingi ódýrari en þau íslensku, eru í auknum mæli að skjóta upp kollinum á íslenskum lyfjaskrám. Talið er líklegt, að þessum ódýru lyfjum kunni að fjölga umtals- vert á næstunni. Og fari læknar almennt að ávísa lyfjum eftir „bestukaupalista“ (þótt gloppóttur sé), virðast vaxandi möguleik- ar á að spara ríkissjóði tugi, ef ekki hundruð milljóna útgjöld á árí um leið og hverjum sjúklingi sparast 200 kr. við hver kaup á hveiju lyfi. Þetta gæti á hinn bóginn komið illa við sölu ýmssa lyfja, sem framleidd eru af íslenskum lyfjafýrirtækjum. Sumir þykjast sjá framundan harðn- andi verðsamkeppni á íslenska lyfja- markaðnum - þ.e. ef „bestukaupalist- inn“ hefur þau áhrif á ávísanavenjur lækna, sem yfirvöld vonast til (en apótekarar líklega ekki). Ódýr erlend eftirlíkingalyf hafa lengi átt erfitt uppdráttar, m.a. vegna þeirrar reglu, sem hér gilti í áraraðir, að sjúklingur greiddi mun minna fyr- ir íslenskt lyf en erlent, jafnvel þótt samsvarandi erlent lyf væri miklu ódýrara. Nú er allt annað uppi á ten- ingnum. Með „bestukaupalistanum“ er almenna reglan sú, að sjúklingur greiðir 200 kr. minna fyrir ódýrasta lyf hverrar tegundar, íslenskt eða er- lent. Um 175 milljónir í verkjalyf Tvær tegundir verkjalyfja, sem ný- lega eru komnar hér á markað, geta gefið glögga mynd af því, hvemig unnt er að spara (eða eyða/sóa) pen- ingum ríkissjóðs og sjúklinga. Ut- gjöldin ráðast af því, hvaða lyf lækn- ar velja að ávísa á lyfseðlum sínum - sem jafnframt eru ávísanir á greiðslur (háar eða lágar) úr ríkissjóði. Þess má geta, að lyfjaflokkur sá, sem þessi verkjalyf tilheyra, var seldur hér fyrir 175 milljónir kr. á síðasta ári. Þrefaldur verðmunur... Lítum fyrst á bólgueyðandi, verkja- Tug milljón króna bati varð á rekstri Kaupfélags Borgfirðinga á síðasta ári: Hagnaður af reglu legri starfsemi Verulegur bati varð í rekstri Kaupfélags Borgfirðinga á síðasta ári frá því, sem var á árinu 1988. Um fjögurra milljón króna hagnað- ur varð á reglulegri starfsemi fé- lagsins í fyrra. Árið áður varð tap á rekstrinum upp á 32,4 milljónir. Endanleg rekstramiðurstaða sýnir þó tap upp á 4,8 milljónir, þegar óreglulegir liðir em teknir með. Þar vegur þyngst afskrifuð verðmiðl- unarkrafa upp á 11,2 milljónir. Að- alfúndur félagsins hófst í gær. Fjármunamyndun í rekstrinum er nú jákvæð upp á 65 milljónir, en var árið áður neikvæð um 4,6 millj- ónir. Eigið fé kaupfélagsins var í árslok um 460 milljónir, sem er um 26% af niðurstöðu efnahagsreikn- ings. Fyrir ári síðan var þessi tala um 25%, þannig að eigið fé jókst á árinu. Þessari bættu rekstrarstöðu tókst að ná, þrátt fyrir að ytri að- stæður væm erfiðar og fjármagns- kostnaður mikill. Á síðasta ári og í lok árs 1988 var ráðist í miklar hagræðingaraðgerð- ir hjá kaupfélaginu. Þórir Páll Guð- jónsson kaupfélagsstjóri sagði í samtali við Tímann, að rekja mætti bata í rekstri til þessara aðgerða. Hann sagði, að vemlegur taprekst- ur hefði verið á fýrri hluta ársins 1989, en um mitt ár urðu umskipti til hins betra. Horfúr á þessu ári em góðar. Umtalsverð söluaukning hefur orðið það sem af er árinu og á sama tíma hefur tekist að halda kostnaði niðri. Þórir Páll sagðist fúllviss um, að árið í ár yrði enn betra en það síðasta. Ekki em áformaðar neinar stórar framkvæmdir á vegum kaupfélags- ins á árinu. Þórir Páll sagði menn vilja ná betri fótfestu áður en ráðist verður í nýjar fjárfestingar. Þórir Páll sagðist finna það á fé- lagsmönnum, að viðhorf til félags- ins væri jákvætt. „Menn skilja mjög vel nauðsyn þess að standa saman um félagið. Fólk verslar greinilega í auknum mæli í sinni heimabyggð og það scgir til sín í rekstrinum. Þessi bætti rekstur má einnig þakka góðum starfsmönn- um,“ sagði Þórir Páll. Aðalfundi kaupfélagsins líkur í dag. Hann sitja 73 kjömir fúlltrúar, stjóm félagsins, starfsmenn og gestir, samtals rúmlega hundrað manns. -EÓ Græn grein á Stöð tvö Aðalfundur Samvinnubankans Aöalfundar Samvinnubanka íslands h.f., veröur haldinn aö Hótel Sögu, Súlnasal, föstudaginn 27. apríl 1990 kl. 13.30. Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráös um starfsemi bankans fyrir sl. starfsár. 2. Lagðir fram endurskoöaöir reikningar bankans fyrir sl. reikningsár. 3. Lögð fram tillaga um kvittun til bankastjóra og bankaráös fyrir reikningsskil. 4. Önnur mál sem tilkynnt hafa veriö bankaráöi meö löglegum fyrirvara, sbr. 69. gr. hlutafélagalaga. 5. Kosning bankaráös. 6. Kosning endurskoöenda. 7. Ákvöröun um þóknun til bankaráðs og endurskoðenda. 8. Ákvöröun um greiöslu arös. 9. Önnur mál. Gert er ráö fyrir að lögö veröi fram tillaga um sameiningu Samvinnubanka íslands hf. viö Landsbanka íslands, samanber 4. dagskrárlið hér aö framan. Veröi tillagan samþykkt falla dagsskrárliöir 5 - 8 sjálfkrafa niöur. Aögöngumiöar og atkvæöaseölar til fundarins veröa afhentir á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands hf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.