Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 27. apríl 1990 Umræður utan dagskrár þar sem þrír „stjórnarliðar" í sjávarútvegsnefnd efri deildar áskilja sér allan rétt í afgreiðslu kvótamálsins. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: ÞINGAÐ UNS SJÁVAR- ÚTVEGURINN FÆR LÖG Steingrímur Hertnannsson forsætisráöherra sagði í samtali við Tímann í gær, að þingi verði ekki slitið, fyrr en að frumvörp um úreldingarsjóð fiskiskipa og stjóm fiskveióa hafa veríð afgreidd. Forsætisráðherra sagði, að með þessari yfirlýsingu sé hann ekki að pressa á að málið verði keyrt í gegnum þingið með óeðlileg- um hraða og sjálfsagt er, að alþingismenn fái þann tíma, sem þeir telja sig þurfa til þess að ræða frumvörpin í deildum. Hann bætti því við, að afgreiðsla kvótamálsins værí forsenda þess, að unnt værí að skipuleggja framgang og afgreiðslu annarra mála á þessu þingi. Umræður fóru fram utan dagskrár á Alþingi í gær um kvótamálið að ósk Karvels Pálmasonar. Karvel kvaðst óska eftir að Ieiðrétta það, að sam- komulag hefði náðst um afgreiðslu á fiskveiðistjórnarfrumvörpum sjávar- útvegsráðherra. Við umræðurnar varð opinbert, að þeir þrír „stjórnarliðar" í efri deild, sem hafa barist gegn frum- varpinu, munu ekki hindra, að það verði tekið út úr nefnd, en áskilja sér allan rétt við afgreiðslu málsins. Þetta getur þýtt, að þinghald dragist á lang- inn, en þingslitum hefur þegar verið frestað um rúma viku, en samkvæmt áætlun átti því að ljúka í dag. Karvel kvaðst ekki hafa óskað eftir umræðunni vegna efhislegra atriða frumvarpanna um stjórn fiskveiða og úreldingarsjóð sjávarútvegsins, held- ur vegna þeirra aðferða, sem beitt væri í því. Þingmaðurinn sagði, að ekkert samkomulag hefði verið gert við sig um að afgreiða málin tvö sam- hliða út úr nefndinni í dag, eins og ráðgert var, og ljúka síðan annarri og þriðju umræðu þeirra á morgun. Þing- maðurinn spurði, hvort samkomulag væri á milli stjórnarandstöðunnar og stjórnarliða um framgang kvótamáls- ins og hvort fulltrúar minnihlutans á þingi ætluðu að láta sér nægja part af laugardeginum til þess að ræða málið. I umræðum um þingsköp fyrir utan- dagskrárumræðumar hafði Karvel látið þau orð falla, að hann hefði aldr- ei lýst yfír stuðningi sínum við núver- andi ríkisstjórn og í kvótamálinu hefði hann kosið að fara eftir sann- færingu sinni, en ekki að fylgja flokksþrælkun. Skúli Alexandersson, fulltrúi Al- þýðubandalagsins í sjávarútvegs- nefnd efri deildar, sagði við umræð- una, að hann ætlaði ekki að standa í vegi fyrir því, að málið yrði tekið út úr nefnd, hins vegar væri móðgun við þingið að ætlast til þess, að þetta stóra og viðamikla mál yrði afgreitt frá efri deild á morgun. Skúli, Karvel og Guðmundur Agústsson, eiga allir sæti í sjávarútvegsnefhdinni, en einungis Skúli og Karvel hafa atkvæðisrétt. Myndi þeir þrír hins vegar blokk við atkvæðagreiðslu um málið í efri deild, hafa stjórnarliðar ekki lengur meirihluta í málinu og eigi það að fara i gegn, verður að semja við þing- menn stjórnarandstöðunnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem til máls tóku í gær, ásökuðu allir stjórnina um sundurlyndi í málinu og t.d. lét Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins í ljósi efasemdir um að forsvarsmenn stjórnarflokkanna hefðu í raun um- boð sinna manna til þess að semja við stjórnarandstöðuna. Það er þó greini- legt, að afstaða þingmanna til fisk- veiðistjórnunarinnar skiptist ekkí eft- ir flokkum. Þannig vildi Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, að málið yrði fellt í efri deild, samflokksmaður hans Guð- mundur H. Garðarsson, vildi að mál- ið yrði ekki afgreitt á þessu þingi og því vísað til ráðgjafanefhdar, en Hall- dór Blöndal sagði, að vegna fram- komu stjórnarliða væri fulltrúum Sjálfstæðisflokksins á þingi nú vandi á höndum. Bolvíkingurinn Einar Guðfinnsson sagði, að með nýjustu breytingartillögum í kvótamálinu kæmi í ljós, að trúnaðarbrestur stjórn- valda við útgerðina í landinu væri al- ger og afgreiðsla málsins væri lítils- virðing við þjóðina. Danfríður • Skarphéðinsdóttir sagði, að Kvenna- listanum væri ekkert að vanbúnaði að taka þátt í umræðum um þessi mál og hefðu tilbúnar breytingatillögur. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, svaraði ásökunum Einars Guðfinnssonar, Þorsteins Pálssonar og fleiri og sagði, að þær breytingar, sem gerðar hafa verið á frumvarpinu um úreldingasjóðinn, hefðu áður ver- ið ræddar í undirbúningsvinnu við frumvarpið og hagsmunaaðilum í sjávarútvegi þess vegna kunnugt um þær. Stefán Guðmundsson, formaður sjávarútvegsnefhdar efri deildar, varð einnig fyrir svörum varðandi þróun málsins að undanfómu. Hann tók undir með sjávarútvegsráðherra og svaraði ásökunum sjálfstæðismanna um trúnaðarbrest við hagsmunaaðila í sjávarútvegi með nýjustu breytingum er veita úreldingarsjóði 1,5 - 2% af heildarkvóta til ráðstöfunar. Stefán benti á, að frumvarpið um úreldingar- sjóð sjávarútvegsins væri búið að liggja fyrir þinginu í marga mánuði og sagði, að menn ættu að vita um hvað þeir væru að tala, áður en þeír létu slíkar ásakanir frá sér fara. -ÁG ^Kristján Ragnarsson, formaður LIU: „Oábyrgt að drepa málinu á dreif" Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir það algerlega óviðun- andi fyrir sjávarútveginn í landinu, ef lög um stjómun fiskveiða verða ekki samþykkt á þessu þingi. Hann sakar jafhframt þá þingmenn, sem nú vilja drepa málinu á dreif um ábyrgðar- leysi. Kristján sagði í samtali við Tímann í gær, að enginn ágreiningur væri um það, að málinu þyrfti að ljúka sem allra fyrst. „Fulltrúar allra flokka og allra hags- munaaðila i þessari nefnd, sem undir- bjó frumvarpið, hafa lýst þvi yfir, að þetta yrði að afgreiða, áður en þingi lyki í vor," sagði Kristján. Það var ekki neinn ágreiningur í þeim hópi, hins vegar sýnist mér sumir þeirra sömu aðila gerast býsna óábyrgir núna og reyna að drepa málinu á dreif." Framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna sagði, að þeir hefðu lýst því yfir á fundi með sjáv- arútvegsnefhd efri deildar seinni part dags í gær, að þeir litu það mjög al- varlegum augum, ef frumvarpið um stjórnun fiskveiða yrði ekki afgreitt á þessu þingi. „Það yrði alveg óbærilegt, ef at- vinnuvegur eins og sjávarútvegurinn fær ekki að vita, við hvaða skilyrði hann á að starfa á næsta ári," sagði Kristján. „Það eru svo mörg atriði, sem þarf að skipuleggja og ekki er hægt að gera, ef um þetta ríkir alger óvissa. Og ef ríkir um þetta óvissa núna, tel ég, að enn meiri óvissa muni ríkja um þetta í haust og algerlega ófyrir- séð, hvemig málið muni þá þróast." Kristján Ragnarsson sagði að út- gerðarmenn hefðu lýst sig óánægða með stofnun fyrirhugaðs hagræðing- arsjóðs sjávarútvegsins, sem áður var nefndur úreldingarsjóður. Hans væri ekki þörf og mun eðlilegra að veiði- heimildir vasni færðar saman af frumkvæði útgerðarinnar sjálfrar eins og gert hefði verið að undan- fömu -ÁG Frá aðalfundi SH í gær. Aðalfundir Sjávarafurðadeildar Sambandsins og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna standa nú yfir: Útf lutningsaukning hjá stóru sölusamtökunum n.wr\i\«ið ¦ #*nr Létt spjall á laugardegi Vímuefnavandinn í Reykjavík Laugardaginn 28. apríl kl. 10.30 verður fundur að Grensásvegi 44. Umræðuefnið en Vímuefnavandinn í Reykjavík. ^slaug Brynjólfsdóttir Sigrún Magnúsdóttir Guðflnnur Sigurðsson Áslaug Brynjólfsdóttirfræðslustjóri og Guðfinnur Sigurðsson lögreglu- forvarnafulltrúi ræðamálin. Sigrún Magnúsdóttirborgarfulltrúi stjórnar umræðum. Allir velkomnir. Heiidarframleiðsla frystihúsa og frystiskipa innan vébanda Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna á síð- asta árí var rétt rómlega 93 þúsund tonn, en það er 1,3% aukning frá árínu 1988. Framleiösla frystra sjávarafurða fiskverkenda á vegum Sjávarafurðadeildar Sambandsins var á síðasta ári 50.660 tonn, en 51.490 tonn áríð á undan, þetta þýðír 1,6% samdrátt Hins vegar varð magnaukning á útflutningi beggja fyrírtækjanna, svo og 42% aukning í krónutölu miðað við áríð 1988. Þetta kom fram á aðalfund- um fyrirtækjanna, sem haldnir hafa veriðnúívikunni. Heildarútflutningur SH á sjávarafurð- um á síðasta ári nam 96 þúsund tonn- um að verðmæti 14,8 milljarðar króna. Heildarútflutningur Sjávarafurðadeild- ar Sambandsins nam samtals 53.700 tonn og jókst um rúm 6000 tonn milli ára, eða 15,6%. Eins og áður sagði, dróst ftamleiðslan saman um 1,6% milli áranna, en útflutningsaukningin skýrist m.a. af því, að mjög gekk á birgðir frá árinu 1987. Heildarverð- mæti útfluttra sjávarafurða Sjávaraf- urðadeildar nam rétt tæpum tíu millj- örðum króna, samanborið við sjö milljarða árið 1988, þetta þýðir aukn- ing í krónum talið upp á 42,3%. Heildarsala Iceland Seafood Corpor- ation, dótturfyrirtækis Sambandsins í Bandaríkjunum, var 132,7 milljónir dollara á síðasta ári, á móti 134,1 millj- ón dollara árið áður. Samdrátturinn er því 1%. Iceland Seafood Ltd. í Bret- landi seldi á síðasta ári fyrir 44,2 millj- ónir punda, en það er 7% söluaukning milliáranna 1988 og 1989. Dótturfyrirtæki SH í Bandaríkjunum, Coldwater Seafood Corporation seldi um 47 þúsund tonn að verðmæti 200 milljónir dollara, sem er svipuð upp- hæð og árið áður. Að verðmæti dróst sala verksmiðjuframleiddrar vöru sam- an um 8%, en sala flaka jókst hins veg- ar um 10%. í Bretlandi varð samdrátt- ur, sem rakinn er til versnandi efhahagsástands og minnkandi kaup- máttar almennings. Rekstrarhalli Ice- landic Freezing Plants Ltd. nam 1,7 milljón punda, hins vegar lofar árið 1990 góðu, því rekstrarafkoman á fyrsta ársfjórðungi hefur batnað um 255 þúsund pund miðað við sama tíma í fyrra. Hjá dótturfyrirtækinu í Ham- borg jókst heildarsalan að magninu til um 30% og að verðmæti um 34%. í Frakklandi var magnaukningin um 62% og 42% verðmætaaukning. Þá voru þær hugmyndir um að breyta rekstrarformi fyrirtækjanna beggja í hlutafélög, reifaðar á aðalfundunum. Stjóm SH hefur komið á fót nefhd til að meta stöðu félagsins í nútíð og fram- tíð. Um breytingu á félagsformi sagði Friðrik Pálsson forstjóri SH, að nokkur tími liði þar til niðurstaða fengist í því máli. Hann sagði, að sá andi baráttu og samstöðu, sem einkennt hafi starf SH í áratugi væri enn til staðar, en eðlilegt væri, að að menn íhugi að nýta sér enn betur þann styrk, sem í henni býr, með því að færa félagið í það horf, að eign- ir, sem orðið hafa til í fyrirtækinu i tírn- ans rás, nýtist betur til framfarasóknar. —ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.