Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 27, apríl 1990 Vorfagnaður félagsins Hellas Laugardaginn 28. apríl n.k. efnir Grikklandsvinafélagið Hellas til vorfagn- aðar í Risinu, Borgartúni 32, efstu hæð. Samkoman hefst kl. 20.30 með borðhaldi þar sem á boðstólum verður hlaðborð með grískum réttum. Ræðumaður kvöldsins er Sigurður Steinþórsson jarð- fræðingur og einnig verður flutt atriði úr Pingkonunum eftir Aristófanes. Leik- stjóri er Helga Bachmann en leikendur eru lfklegir til að koma á óvart á þessu sviði. Þá verður grísk tónlist jafnt sungin sem leikin fyrir dansi. Þátttaka tilkynnist í síma 29670 eða 21749, ekki síðar en föstudag. Kjarvalsstaðir 1 vestursal sýnir Sigurður Örlygsson. 1 austursal og báðum forsölum er sýning á verkum úr eigu llúiiaðarbunk- ans. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 11:00-18:00 og er veitingabúðin opin á sama tfma. Bandarísk hljómsveht leikur að Kjarvalsstððum „The California E.A.R. Unit" nefnist bandarísk kammersveit, sem í kvöld, föstud. 27. apríl heldur tónleika að Kjarv- alsstöðum kl. 20:30. Þetta er níu manna hópur sem hefur sérhæft sig í flutningi nýrrar tónlistar og er hljómsveitin mjög þekkt á því sviði. Einnig hafa meðlimir hópsins getið sér gott orð sjálfir sem tónskáld. A þessum tónleikum mun The Califor- nia E.A.R. Unit flytja verk eftir Elliott Carter, Arthur Jarvinen, Stephen Mosko, Steve Reich og Frederic Rzewsky, auk þess að frumflytja nýtt verk eftir Hilmar Þórðarson. Á morgun, laugard. 28. aprQ kl. 10:00- 12:00 mun hópurinn halda námskeið í sal Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar við Hraunberg í Breiðholti. Þar munu þau sýna ýmsar aðferðir til þess að miðla nútímatónlist til barna og leikmanna, auk þess að leyfa þátttakendum að spreyta sig Bændur Drengur á þrettánda ári óskar eftir að komast í sveit í sumar. Hefur verið í sveit áður. Upplýsingar í síma 91-72949, eftir kl. 18.00. Unglingaheimili ríkisins Við flytjum í Síðumúla 13 Skrifstofa Unglingaheimilis ríkisins og Unglinga- ráðgjöfin flytja í nýtt húsnæði. Vegna flutninganna verður lokað í dag, föstudag- inn 27. apríl, og mánudaginn 30. apríl. Við opnum í Síðumúla 13, þriðju hæð, miðvikudag- inn 2. maí. Nýtt símanúmer 689270. Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar Miklubraut 68 SM3630 RISIÐ Borgartúni 32 Sjáum um erfisdrykkjur Upplýsingar í síma 29670 t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Valdimars Stefánssonar frá Laugardælum fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 28. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður að Laugardælum. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, fáðir okkar, tengdafaðir og afi Kjartan Þ. Ólafsson flskmatsmaður fyrrum bóndi ab Leirum, Austur-Eyjafjöllum lést á heimili sínu Hraunbæ 132, Reykjavík, aðfaranótt 25. apríl s.l Kristín Pétursdóttir Vigdís Kjartansdóttir Þorvarður Þórðarson Pétur Sævar Kjartansson Ingibjörg Hrönn Sveinsdóttir Ólafur Marel Kjartansson Guðný Védís Guðjónsdóttir og barnabörn sjálfir við tónsköpun. Aðgangur að nám- skeiðinu er ókeypis og öllum heimill. The California E.A.R. Unit er þekkt fyrir frjálslegan klæðaburð, líflega sviðs- framkomu. Það má því búast við ein- hverjum skemmtilegum uppákomum á tónleikunum og námskeiðinu. Kees Visser sýnir í Slunkaríki á ísafírði Hollendingurinn Kees Visser opnar sýningu í Slunkaríki á Isafirði, laugard. 28. apríl kl. 16:00. Kees Visser er fæddur í Hollandi 1948 og er sjálfmenntaður í myndlist. Hann er einn þeirra erlendu myndlistarmanna sem tengst hafa íslandi og íslenskri list og hefur verið búsettur hér á landi síðustu ár. Auk sýninga á íslandi hefur hann haldið fjölda sýninga í Hollandi og víðar. Sýningin er opin fimmtudaga-sunnu- daga kl. 16:00-18:00 fram til sunnudagsins 13. maí. Þjóðleikhúsið Endurbygging eftir Václav Havel, næstsíðasta sýning, er í kvöld í Háskóla- bíói kl. 20:30. Síðasta sýning á Endur- byggingu verður sunnudaginn 6. maí. Stefnumót - næstsíðasta sýning á laug- ardagskvöld í Iðnó kl. 20:30. Síðasta sýning á Stefnumóti verður föstu- daginn 4. maf. Félag eldri borgara í Kópavogi f kvöld, föstud. 27. apríl verður nokk- urs konar sumarfagnaður haldinn í efri sal Félagsheimílisins kl. 20:00 stundvís- lega. Til skemmtunar verður kórsöngur, gamanmál og dans. Skemmtinefndin Laugardagsganga Hana nú Hin vikulega laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. „Nú er veturinn að baki og Göngu- klúbburinn hefur sumargöngur í sjötta sinn. Markmiðið er: Samvera, súrefni, hreyfing. Nýlagað molakaffi og skemmti- legur félagsskapur," segir í tilkynningu frá Hana nú. Ljóðatónleikum EDDUMOSERaflýst Ljóðatónleikar Eddu Moser og Dalton Baldwin, sem vera áttu í íslensku óper- unni laugardaginn 28. apríl kl. 16:30 á vegum Tónlistarfélagsins, falla niður vegna veikinda söngkonunnar. Til stóð að listamennirnir héldu nám- skeið fyrir söngvara og píanóleikara í húsnæði Tónlistarskólans í Reykjavík og fellur það einnig niður. Aðgöngumiðar verða endurgreiddir á sölustað. Háskólafyrirlestur um Sovétríkin Dr. Kristian Gerner, dósent í sagnfræði við háskólann í Lundi, flytur opinberan fyrirlestur í boði Heimspekideildar Há- skóla Islands föstudaginn 27. apríl kl. 17:15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist: „Sovétríkin í dag og sjálfstæðiskröfur sambandslýð- velda" og verður fluttur á ensku. Kristian Gerner er í hópi fremstu kunnáttumanna á Norðurlöndum um sögu, stjórnmál og efnahagsástand í Sovétríkjunum og öðrum ríkjum Austur- Evrópu og hefur sent frá sér fjölda rita og greina um þessi efni. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Háskólafyrirlestur um„GLASABÓRN" Prófessor Margaret Stacy heldur opin- beran fyrirlestur í boði félagsvísinda- deildar Háskóla íslands í dag, föstud. 27. aprfl kl. 15:15 í stofu 101 ¦' Odda. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist: Tvst tube babies: A blessing or a curse? Margaret Stacy er prófessor í félags- fræði við háskólann í Warwick í Bretlandi og hefur stundað rannsóknir á sviði heilsufélagsfræði, m.a. á nýjustu tækni læknavísinda á sviði fóstur- og frjósemis- aðgerða og settð í nefnd á vegum Evrópu- ráðsins sem hefur fjallað um það efni. Hún hefur einnig látið til sín taka á sviði félagsmála, t.a.m. verið forseti breska félagsfræðifélagsins jafnframt því sem hún hefur verið virk í kvennabaráttu í Bretlandi. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúrn leyfir. Hafharborg í Hafharfiroi: Sýning Gunnars Ásgeirs Hjaltasonar Sýning Gunnars Ásgeirs Hjaltasonar stendur nú yfir í Hafnarborg. Sýningin er opin daglega kl. 14:00-19:00 og stendur til 6. maí. Á sýningunni eru myndverk unnin í pastel og akrýl, vatnslitamyndir, teikningar, grafík og ýmsir smíðisgripir. Gunnar Asgeir Hjaltason gullsmiður er fæddur að Ytri-Bakka við Eyjafjörð 1920, en fluttist til Reykjavíkur og síðan til Hafnarfjarðar 1952. Hann lærði gull- smíði hjá Guðmundi Guðnasyni og Leifi Kaldal. Stundaði nám við teikniskóla Björns Björnssonar og Marteins Guð- mundssonar og tók einnig þátt í nokkrum námskeiðum á vegum Handíðaskólans. Gunnar hefur haldið einkasýningar í Hafnarfirði, Reykjavík, Kópavogi, Vest- mannaeyjum, Hveragerði, Borgarnesi og Hvammstanga og tekið þátt í samsýning- um hér á landi og erlendis. Ráðsf undur ITC á Akureyri Annað ráð ITC á íslandi heldur ráðs- fund á Akureyri laugard. 28. apríl. Fund- urinn hefst kl. 11:00. Að loknum félags- málahluta fundarins verður bókmennta- kynning og verður skáldkonan Jakobína Sigurðardóttir og verk hennar kynnt. Deildir innan ráðsins eru 8 og verða kappræður milli deilda. Um kvöldið er hátíð sem hefst með borðhaldi í Laxdals- húsi. ITC samtökin eru opin öllum sem hafa áhuga á að vera með í þeim, bæði körlum og konum. Stjórn annars ráðs 1989-1990: Forseti er Alexía Gísladóttir, 1. varaforseti Hjördís Jensd. 2. varafs. Svanfríður Magnúsdóttir, ritari Elín Eyfjörð, gjald- keri Marta Pálsdóttir. Þingskapaleiðari er Kristjana Milla Thorsteinsson. Samsöngur þriggja kóra í LanghoHskirkju Árnesingakórinn í Rcykjuvik, Samkór Selfoss og Árneskórinn halda sameigin- lega tónleika í Langholtskirkju laugar- daginn 28. apríl kl. 17:00. Kórannir syngja fyrst hver í sínu lagi og síðan allir saman, en kórarnir hafa átt gott samstarf og eru sameiginlegir tón- leikar þeirra orðinn árviss viðburður. Efnisskrá er fjölbreytt og er þar að finna bæði innlend og erlend lög. Einsöngvarar með kórunum eru: Kol- beinn Ketilsson, Magnús Torfason, Ingi- björg Marteinsdóttir, Haukur Haraídsson og Arnþrúður Sæmundsdóttir. Stjórnandi Árneskórsins er Loftur S. Loftsson, stjórnandi Samkórs Selfoss er Jón Kristinn Cortes og stjórnandi Árnes- ingakórsins í Reykjavík er Sigurður P. Bragason. Undirleikari er Úlrik Ólason. Tónleikarnir verða endurteknir í Ara- tungu föstud. 4. maí kl. 21:00. MINNING Asqeir Einarsson fyrrverandi féhiröir Fæddur 10. ágúst 1916 Dáinn 18. apríl 1990 Góður vinur minn og samstarfs- maður í áratugi er fallinn frá. Ásgeir fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1916. Foreldrar hans voru Einar Hró- bjartsson, deildarstjóri Póststofunn- ar í Reykjavík, f. 1885, Ólafssonar bónda að Húsum í Holtahreppi, f. 1836, og konu hans Ingibjargar Magnúsdóttur, f. 1845, konaEinars, móðir Ásgeirs, var Ágústa Stefanía Sveinbjörnsdóttir, f. 1887, Stefáns- sonar, smiðs í Hafnarfirði, f. 1863, og konu hans Ástríðar Guðmunds- dóttur, f. 1865. Ásgeir var næstelstur átta systkina en þau eru Ingibjörg, Ásta, Svein- björn, Agnes (dó í bernsku), Hauk- ur (dó í bernsku), Sigrún og Hró- bjartur. Sonur Ásgeirs er Birgir Þór, f. 1929, bóndi á Fossvöllum í Jökuldal, kona Birgis er Ragnheiður Ragnars- dóttir, f. 1943, Þeirra börn eru Anna Gunnur, f. 1970, og Ásgeir, f. 1981, en áður átti Ragnheiður dótturina Aðalheiði. Ásgeir hóf ungur að árum störf hjá Póststofunni í Reykjavík 9. maí 1931. Ekki er mér kunnugt um að nokkur annar póstmaður hafi átt lengri starfsferil að baki. Ásgeir var skipaður póstafgreiðslumaður 1. júlí 1937 og fulltrúi 1948. Hann gegndi hinum ýmsu fulltrúastörfum allt til ársins 1977 að hann var skipaður aðalféhirðir Póststofunnar í Reykja- vík og gegndi hann því starfi til 1985 er hann lét af störfum vegna aldurs, að hætti opinberra starfsmanna. Framangreindar upptalningar lýsa best hversu framúrskarandi og fjöl- hæfur starfsmaður Ásgeir var. Hann lauk samvinnuskólaprófi sem þótti góð menntun, þá var hann einstaklega mikill málamaður og voru þeir ófáir starfsmenn sem leit- uðu til hans með ýmís bréf og voru þeir ófáir starfsmenn sem leituðu til hans með ýmis bréf og skjöl sem þurfti hjálpar við að þýða yfir á íslensku, þá nefni ég sérstaklega frönsku, en hann var mikill frönsku- maður og franskan alþjóðlegt póstmál. Á árum áður var starfandi póstaf- greiðslumaður á strandferðaskipinu Esju og var Ásgeir sá er síðast gegndi því starfi 1939. Það væri vert að minnast þessara starf a póstmanna þegar saga póstmála á íslandi verður skráð. Þau ár sem ég starfaði að félags- málum póstmanna leitaði ég oft ráða hjá Ásgeiri varðandi úrlausn ýmissa mála, bæði á innlendum og erlend- um vettvangi. Fyrir þau ráð mun ég ævinlega vera honum þakklátur. Ás- geir var mikill tónlistarunnandi og spilaði á píanó og kunni góð skil á gömlu meisturunum. Það var haft á orði hvað Ásgeir var góður og sanngjarn yfirmaður og ljúfur í viðmóti við þá sem minna máttu sín. Ég sem þessar línur rita kynntist vel drenglyndi og ljúfmennsku Ás- geirs, hann var vinur vina sinna, hlýr í viðmóti en þó ekki allra viðmæl- andi, því var hann talinn fremur hlédrægur og seintekinn maður. Syni hans og fjölskyldu, systkinum Ásgeir og öðrum ættmennum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu vinar míns. Reynir Ármannsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.