Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 9
Föstudagur 27. apríl 1990 Tíminn 9 >*«. ^iP^fc- ;**' J eftir rikisstyrk til að geta veitt þá þjónustu sem nauðsynleg er. a- ið s- ði ð- ið m til ið ð- iri ja ið ni fá íú m á in af gangi þeirra mála og tíminn yrði að Ieiða í ljós hvað út úr því kæmi. Um styrkinn er sótt til deildar innan Vegagerðar ríkisins. Ef þú fengir slíkan styrk væri ekki þá sú kvöð á þér að vera alltaf tiltækur? „Jú, jú. Ég er alltaf á staðnum og ef fólk lendir í hrakningum, þá bankar það upp á hvort sem er á nóttu eða degi," sagði Krist- ján. Virðir fólk það við þig að þú hafir þessa þjónustu, hvort sem er að nóttu eða degi? „Það er misjafht. Ég hef verið ræstur upp af því að fólk hefur verið orðið bensín- laust. Eg gat nú ekki annað en glott einu sinni, þá bað maður mig um bensín fyrir hundrað krónur til að komast í bæinn. Það er þá orðið heldur lítið sem maður hefur fyrir það að vakna upp," sagði Kristján. Hefurðu hugleirt að leggja vatnsleiðslu hingað eða bora eftir vatni? „Það yrði svo rosalega löng lögn og dýrt. Möguleiki væri að fá að nýta borholur í Hveradölum, en lagnirnar þyrfti að ein- angra og leggja alla þessa leið. Upphæðirn- ar eru orðnar ævinrýralega háar. Eg hef líka verið að spá í að bora hér fyrir utan. Hraun- hellan er um 40 metra þykk, en spurningin er hvar er vatnið. Það liggur á einhvers staðar undir hellunni, en menn vita ekkert hvar hún er," sagði Kristján. Vatnið er ekki eina vandamálið sem Kristján þarf að glíma við. Hann þarf einn- ig að sjá um að losa sig við allt rusl sem til fellur, bæði frá honum og þeim sem leið eiga framhjá. Hann sagðist margsinnis hafa óskað eftir að þetta yrði gert, en aldrei hafi verið orðið við því. „Það er mjög vinsælt af ferðafólki að koma hér við og tæma bílana af rusli, áður en farið er í bæinn," sagði Kristján. Litla kaffistofan tilheyrir Ölfus- inu. Finnst þér að sveitarfélagið eða ríkið ætti að koma til móts við þig? „Mér þætti það ekkert óeðlilegt. Það eru staðir styrktir víða um land, sem ekki einu sinni eru opn- ir yfir allan vetrartímann. Mér þætti það ekkert óeðlilegt enda er þetta líklega með fjölförnusru fjallvegum á íslandi," sagði Kristján. Kristján sagði að fólk væri oft ótrúlega skammsýnt í vondum veðrum. Sagði hann frá dæmi þessa efhis sem átti sér stað í vet- ur þegar björgunarsveitir voru kallaðar út og rútur stoppaðar af fyrir utan kaffistof- una. Ökumenn fólksbílanna gerðu hins vegar sitt til að reyna að komast áfram, þrátt fyrir fortölur bæði björgunarsveitar- manna og bílstjóra rútubílanna. Fjöldi fólks notar svæðið í kringum Litlu kaffistofuna sem áningar- og útivist- arsvæði, enda kjörið gönguskiðaland þar í nágrenninu. Gegnt kaffistofunni eru einnig haldnar vélsleða- og torfærukeppnir. Krist- ján sagði um leið og hann horfði út um gluggann og brosti, að fyrsta torfærukeppn- in yrði líklega í kringum 13. maí. Brosið kom til af því að svo langt sem séð varð, var undirlendið, gil og skorningar þakið snjó. Það þarf því mikið til að sá snjór verði farinn af keppnissvæðinu í tæka tíð. Aðspurður sagðist Kristján ekki vera viss um hversu lengi hann hygðist vera með kaffistofuna. „Það er mun betra að vera hér, en í bænum," sagði Kristján. Hvað er svona gott við þetta? „Það er góður andi hér. Draugahlíðin rétt hjá," sagði Kristján. Aðspurður hvort hann hafí orðið var við draugana sagði hann svo ekki vera. „Það eru margir hér á sveimi, en það er allt gott. Kaffistofan væri líklega búin að fuðra Upp oftar en hún hefur gert ef þeir væru ekki á sveimi hér í nágrenninu," sagði Kristján. Kristján hefur rekið Litlu kaffistofuna ásamt móður sinni sl. sex ár. Fyrir þá sem ekki hafa lagt leið sína í Litlu kaffistofuna, er þetta eins óg nafhið gefur til kynna kaffi- stofa og viðurnefhið Kleinukot á við enn í dag, því boðið er upp á ljúffengar heima- bakaðar kleinur. -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.