Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.04.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Föstudagur 27. apríl 1990 Föstudagur 27. apríl 1990 Tíminn 9 ■)/ <> »• 2: ^ * r^T%. v\ Jl* Hver salemisferð kostar Krístján 15 krónur. Tímamyndir Ámi Bjama Kleinukot leitar eftir ríkisstyrk sem athvarf fyrir hrakta ferðamenn Það fór aldrei svo að umræðueftii Þjóð- arsálarinnar á Rás 2 snerist ekki um salemi, en svo gerðist einmitt nú í vikunni. Ástæða þess var sú að hneyksluðum ferðalangi, sem leggur leið sína yfir Hellisheiði á hveijum degi, þótti ansi hart að þurfa að eiga viðskipti við Litlu kaffistofima, eða KJeinukot eins og kaffistofan er oft kölluð, til að fá að nota salemið. Ástæða þessarar óskar eigenda Litlu kaffistofunnar er sú að þeir þurfa að flytja vatnið á staðinn frá Reykjavík, og það ekki minna en sjö til átta tonn á viku þegar mest er. Að sögn Kristján Kristinssonar, eiganda Litlu kaffistofiinnar, kostar það hann 1,50 að flytja hvem lítra vatns að kaffistofunni. Tíminn aflaði sér upplýsinga um hversu mikið vatn færi í eina „niðurhalningu“ á hefðbundnu salemi og reyndust það vera níu til ellefu lítrar í hvert skipti sem sturtað var niður. Kostar því hver klósettferð eig- anda Litlu kaffistofunnar í það minnsta 15 krónur, ef miðað er við tíu lítra vatnskassa. Síðan má bæta við kostnaði vegna pappír- snotkunar og vatnsrennslis í handlauginni, því vert er að gera ráð fyrir að fólk þvoi sér enn um hendur að lokinni salemisferð. Hann sagði misjafnt hversu mikil vatns- notkunin væri, en hún er heldur meiri yfir sumartímann. Kristján tók upp á því nú um áramót að setja upp orðsendingu þess efhis að salemin væm eingöngu ætluð viðskipta- vinum. Aðspurður hvers vegna, sagði hann að það hafi verið farið að ganga fram af honum hvemig straumur var á salemin og kostnaðurinn því samfara. Þá var umgang- urinn hreint ótrúlegur oft á tíðum, en nú eft- ir að hann hefur salemin fyrir viðskiptavini, þá hefur umgengnin breyst mikið til batn- aðar. „Þetta er orðin spumingin um það þegar fólk kemur hingað inn, fer á salemið og út aftur, hvers vegna á ég að vera að borga kostnað fyrir fólkið, eða réttara sagt hvers vegna á ég að vera að borga fólki fyr- ir að gera þarfir sínar,“ sagði Kristján. Hvemig varð þér við þegar umræðan fór Eftir Agnar Óskarsson ffarn í Þjóðarsálinni? „Hún varð mér að mörgu leyti mikill léttir. Fólk gagnrýnir oft án þess að vita hlutina. Menn hafa komið og beðið um vatn á bílana. Þegar maður segir að það þurfi að borga fyrir það, þar sem ég þarf að flytja það úr bænum, þá reka menn oft upp stór augu og jafhvel rífa kjaft,“ sagði Kristján. En viti menn, Tíminn hafði ekki staldr- að við á Litlu kaffistofunni nema í um 15 mínútur, einn morguninn nú í vikunni, er inn vatt sér ungur maður, er fest hafði bílinn sinn i einu fyrirstöðunni sem var á bíla- stæðinu við kaffistofuna og óskaði hann eftir smáaðstoð. Við því var orðið eins og góðum þegnum sæmir og bílnum ýtt úr „skaflinum“. Síðan var gengið inn og spjallinu haldið áfram við Kristján. Ekki var liðin nema mínúta, er sami maður kom inn á nýjan leik, gekk rakleiðis að salem- inu, vatt sér inn og lokaði. Kom hann út skömmu síðar og hélt á braut. Það leyndi sér ekki undrunin hjá Kristjáni og Tíma- mönnum, enda þakkaði maðurinn ekki einu sinni fyrir sig. Almenningur gerir sér ef til vill ekki grein fyrir gildi þess að hafa áningarstaði sem Litla kaffistofan er við fjölfömustu þjóðvegi landsins. Þess er skemmst að minnast að fyrir skömmu þurfti fjöldi fólks Litla kaffistofan eða Kleinukot hefur leitað eftir ríkisstyrk til að geta veitt þá þjónustu sem nauðsynleg er. að dveljast yfir nótt í Staðarskála í Hrúta- firði, þar sem vegir í nágrenninu vom með öllu ófærir og Litla kaffistofan í Svína- hrauni og eigendur hennar hafa oft komið ferðalöngum sem leið hafa átt um Hellis- heiði til hjálpar. Kristján Kristinsson sagði að flestir væm sammála um að áningastað- ir, eins og Litla kaffistofan er, hefðu mikið gildi. „Þegar það er bijálað veður og bílinn festist þá labbar maður ekki 20 kilómetra til byggða,“ sagði Kristján. Hann sagði það oftsinnis hafa komið fyrir að fólk væri veð- urteppt hjá honum í lengri eða skemmri tíma. „Það er raunar sérkennilegt að segja frá því, ekki lengra frá höfuðborginni, að það er þó nokkuð algengt að fólk komi hingað til að hringja á aðstoð eða til að fá hér aðstoð,“ sagði Kristján. Hann hefur nú sótt um ríkisstyrk, vegna þess öryggis sem Kleinukot veitir ferðalöngum sem leggja á Hellisheiði yfir vetrartímann. Kristján sagðist hins vegar ekkert hafa heyrt af gangi þeirra mála og tíminn yrði að leiða í ljós hvað út úr því kæmi. Um styrkinn er sótt til deildar innan Vegagerðar ríkisins. Ef þú fengir slíkan styrk væri ekki þá sú kvöð á þér að vera alltaf tiltækur? „Jú, jú. Eg er alltaf á staðnum og ef fólk lendir i hrakningum, þá bankar það upp á hvort sem er á nóttu eða degi,“ sagði Krist- ján. Virðir fólk það við þig að þú hafir þessa þjónustu, hvort sem er að nóttu eða degi? „Það er misjafht. Ég hef verið ræstur upp af því að fólk hefur verið orðið bensín- laust. Ég gat nú ekki annað en glott einu sinni, þá bað maður mig um bensín fyrir hundrað krónur til að komast í bæinn. Það er þá orðið heldur lítið sem maður hefur fyrir það að vakna upp,“ sagði Kristján. Hefurðu hugleitt að leggja vatnsleiðslu hingað eða bora eftir vatni? „Það yrði svo rosalega löng lögn og dýrt. Möguleiki væri að fá að nýta borholur í Hveradölum, en lagnimar þyrfti að ein- angra og leggja alla þessa leið. Upphæðim- ar em orðnar ævintýralega háar. Eg hef líka verið að spá í að bora hér fyrir utan. Hraun- hellan er um 40 metra þykk, en spumingin er hvar er vatnið. Það liggur á einhvers staðar undir hellunni, en menn vita ekkert hvar hún er,“ sagði Kristján. Vatnið er ekki eina vandamálið sem Kristján þarf að glíma við. Hann þarf einn- ig að sjá um að losa sig við allt msl sem til fellur, bæði frá honum og þeim sem leið eiga framhjá. Hann sagðist margsinnis hafa óskað eftir að þetta yrði gert, en aldrei hafi verið orðið við því. „Það er mjög vinsælt af ferðafólki að koma hér við og tæma bílana af rusli, áður en farið er í bæinn,“ sagði Kristján. Litla kaffistofan tilheyrir Ölfus- inu. Finnst þér að sveitarfélagið eða ríkið ætti að koma til móts við þig? „Mér þætti það ekkert óeðlilegt. Það em staðir styrktir víða um land, sem ekki einu sinni em opn- ir yfir allan vetrartímann. Mér þætti það ekkert óeðlilegt enda er þetta líklega með fjölfömustu fjallvegum á íslandi," sagði Kristján. Kristján sagði að fólk væri oft ótrúlega skammsýnt í vondum veðrum. Sagði hann frá dæmi þessa efhis sem átti sér stað í vet- ur þegar björgunarsveitir vom kallaðar út og rútur stoppaðar af fyrir utan kaffistof- una. Ökumenn fólksbílanna gerðu hins vegar sitt til að reyna að komast áfram, þrátt fyrir fortölur bæði björgunarsveitar- manna og bílstjóra rútubílanna. Fjöldi fólks notar svæðið í kringum Litlu kaffistofuna sem áningar- og útivist- arsvæði, enda kjörið gönguskíðaland þar í nágrenninu. Gegnt kaffistofunni em einnig haldnar vélsleða- og torfærukeppnir. Krist- ján sagði um leið og hann horföi út um gluggann og brosti, að fyrsta torfærukeppn- in yrði líklega í kringum 13. maí. Brosið kom til af því að svo langt sem séð varð, var undirlendið, gil og skomingar þakið snjó. Það þarf því mikið til að sá snjór verði farinn af keppnissvæðinu í tæka tíð. Aðspurður sagðist Kristján ekki vera viss um hversu lengi hann hygðist vera með kaffistofuna. „Það er mun betra að vera hér, en í bænum,“ sagði Kristján. Hvað er svona gott við þetta? „Það er góður andi hér. Draugahlíðin rétt hjá,“ sagði Kristján. Aðspurður hvort hann hafi orðið var við draugana sagði hann svo ekki vera. „Það em margir hér á sveimi, en það er allt gott. Kaffistofan væri líklega búin að fuðra ilpp oftar en hún hefur gert ef þeir væm ekki á sveimi hér í nágrenninu,“ sagði Kristján. Kristján hefúr rekið Litlu kaffistofuna ásamt móður sinni sl. sex ár. Fyrir þá sem ekki hafa lagt leið sína í Litlu kaffistofuna, er þetta eins óg nafhið gefúr til kynna kaffi- stofa og viðumefhið Kleinukot á við enn í dag, því boðið er upp á ljúffengar heima- bakaðar kleinur. m —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.