Tíminn - 10.05.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.05.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 10. maí 1990 Lögreglan minnir ökumenn á a< Dagskipun gatnamála- stjóra er: Negliö þá! Lögreglan í Reykjavík er þessa dagana að minna ökumenn á, að tími sumardekkjanna er kominn. Samkvæmt könnun, sem gatna- málastórinn í Reykjavík hefur látið gera, eru um 40% ökutækja enn með nagladekkin undir. Enn sem komið er, hefur lögreglan ekki beitt sektum gagnvart þeim, sem eiga eftir að skipta, heldur bent fólki á, að tíminn sé kominn. Um miðjan mánuð verður þetta mál hins vegar tekið fastari tökum, sektar- ákvæðum beitt og bílar jafhvel færðir til skoðunar. Ingi U. Magnússon gatnamála- stjóri sagðist vel geta tekið undir það, að dagskipun hans til lögreglu væri „neglið þá". Ingi sagði, að færri hafi ekið á nagladekkj- um í vetur en í fyrra. í könnun, sem gerð var í janúar og febrúar sl., kom fram, að um 55% bifreiða voru á nagladekkjum. Ingi sagði, að það virtist ætla að ganga seint hjá fólki að setja sumardekkin undir, því að á dögunum, þegar talningin var endurtekin, kom í ljós, að um 40% ökutækja eru enn með naglana und- ir. „Mér finnst það ganga nokkuð hægt hjá fólki að fara af nöglunum," sagði Ingi. Ökumenn áminntir Tíminn hitti tvo lögregluþjóna, þá Höskuld Erlingsson og Jakob S. Þórarinsson, við Hofsvallagötu í gær, en þeir voru þar að stöðva bíla og minna eigendur þeirra á að setja sumardekkin undir. Tími sumardekkj- anna var 1. maí sl., en vaninn er sá, að öku- mönnum eru gefhir nokkrir dagar fram yfir 1. maí til að skipta yfir. „Við höfum reynt að vera dálítið sveigjanlegir fram í miðjan maí, en upp úr því er tekið harðar á þessu og þeir, sem þá eru enn á nagladekkjum, eru jafnvel sektaðir og færðir til skoðunar," sagði Hösk- uldur. Aðspurður sagði Jakob, að fólk tæki því eðlilega illa að vera stoppað af lögreglu. „Fólk er oft hvumsa og jafhvel hrætt, ef það sér, að lögreglan hefur afskipti af því yfir- höfiið. Sérstaklega ef það veit af því, að það er á negldum dekkjum eða ef eitthvað er ekki í lagi, skil ég vel, hvernig því líður. Fær skjálfta í hnén og þornar í munninum," sagði Jakob. Höskuldur sagði, að fólk tæki yfirleitt ábendingunum vel. „Eins held ég, að hugar- farið hjá fólki sé þannig, að það vilji sem minnst vita af lögreglunni, en samt sem áður vita af henni í nálægð, ef til hennar þarf að grípa," sagði Höskuldur. Tímaleysi og trassaskapur Þeir Jakob og Höskuldur voru sammála um, að helstu skýringar, sem fólk gæfi á því að hafa ekki skipt yfir á sumardekk, væri tímaleysi. „Eg stoppaði nokkra í morgun og þar var tímaleysið helsta ástæðan, en svo er það líka auraleysið, því það kostar drjúgan peninga að skipta," sagði Jakob. Höskuldur benti á, að einnig væri þetta trassaskapur. Oft væri það sama fólkið, sem er með allt niður um sig. Bíllinn óskoðaður, óborgaðar tryggingar og nagladekkin enn undir. I því átaki, sem stendur nú yfir, er dekkja- búnaðurinn ekki eingöngu skoðaður. Athug- að er hvort öryggisbeltin eru notuð, ljósin kveikt og í lagi, hvort ökuskírteinið er í gildi, skoðunarvottorðið og fleira. Eru hlutfallslega fleiri á nagladekkjum ný eftir 1. maí, en undanfarin ár? „Eg er nú ný- lega byrjaður aftur í lögreglunni, eftir nokk- urra ára hlé, en starfaði áður í níu ár sam- fleytt. Þetta hefur aldrei verið eins slæmt og nú," sagði Jakob. Ástæðuna töldu þeir felast í tíðarfarinu og auknum bílaflota. „Við höf- um kannski verið full eftirgefanlegir með þetta og þá er hætt við, að fólk gangi á lag- ið," sagði Jakob og bætti við, að svo virtist, sem fólk gerði lítið í þessum hlutum, fyrr en lögreglan færi að byrsta sig. „Ég fer strax í dag" Svör þeirra, sem lögreglan stoppar og enn eru á nagladekkjum, eru flest á sama veg. „Ég fer strax í dag, þegar ég er búinn í vinn- unni. „Strax í fyrramálið." Erum við íslendingar svona miklir trassar, að það þarf áminningu lögreglu til að við skiptum yfir á sumardekkin? „Þaðjjarf áð minnsta kosti hertan áróður og benda fólki á, að því lengur, sem bílarnir kéyra á nöglum á götunum, því meir fái menn það í bakið sem almennir skattgreiðendur," sagði Jakob. Það er ekki að ástæðulausu, sem farið er fram á, að ekki sé ekið lengur á nagladekkj- um. Fyrir utan skemmdir á götum, þá benti Höskuldur á, að þegár götur væru skraufa þurrar, eins og þær hafa verið undanfarna Lögreglumennimir Jakob S. Þórarinsson og Höskuldur Erlingsson stöðvuðu ökumenn á daga og bíllinn á vel negldum dekkjum, þá væri hann eins og á skautum. Fjölmargir bílar voru stoppaðir, á meðan Tíminn staldraði við á Hofsvallagötunni og fylgdist með lögreglu minna ökumenn á sumardekkin. Sumir höfðu viðhlítandi skýr- ingar á því, hvers vegna nagladekkin voru enn undir, en aðrir báru tímaleysinu eða öðru fyrir sig. Tvær ungar stúlkur báru því við, að þær væru á leið til Siglufjarðar og því væru sumardekkin ekki komin undir bílinn. Lög- reglan sagði þetta fullnægjandi skýringu, þar sem snjór er ekki með öllu horfinn á þjóð- vegum víða um land. Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir var einnig meðal þeirra, sem stoppuð var. Hún sagðist ekki geta neitað því, að hún hafi verið hissa, þegar lögreglan benti henni á að stöðva bíl- inn, en þó hafi hún ekki fengið skjálfta. Að- spurð hvers vegna hún væri ekki búin að skipta, sagðist hún hafa haldið að það væri í kring um 10. maí, sem sumardekkin ættu að vera komin undir. „Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu og hafði hugsað mér að láta verða af því um helgina að setja sumardekk- in undir," sagði Aðalheiður. Þú ætlar að láta verða af því þá? „Já ég vona að ekkert komi úpp á, sem hindrar það, enda á ég góð sum- ardekk á bílinn," sagði Aðalheiður. Tími nagladekkja styttur um einn mánuö Embætti gatnamálastjóra er í samstarfi við slík embætti á Norðurlöndum, þ.e. innan Norræna vegtæknisambandsins. Gatnamála- /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.