Tíminn - 10.05.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.05.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 10. maí 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Utgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingastmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,- , verð í lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 1940-1990 í dag er þess minnst að hálf öld er liðin frá því að Bretar hemámu Island. Ekki er vafi á því að þá verða kaflaskil í sögu íslensku þjóðarinnar. Þetta var í fyrsta sinn að hlutleysi Islands væri brotið með marktækri beinni hertöku þótt þess væm dæmi úr fyrri Evrópu- styrjöldum að Islendingar yrðu að lúta valdi Breta um stundarsakir að því er varðaði siglingar til og frá land- inu. Það hafði gerst í Napóleonsstyrjöldunum á fyrstu ámm 19. aldar og ekki síður í heimsstyijöldinni 1914- 1918. Hins vegar höfðu Bretar aldrei gert alvöm úr því að ná landinu undir sig til langframa sem þeim hefði vafalaust verið í lófa lagið ef tekið er tillit til hemaðarmáttar þeirra á höfunum og landvinninga- stefnu yfirleitt. Breskt hemám á Islandi getur ekki talist furðuefni miðað við styrjaldaraðstæður á þessum tíma. Hitt er e.t.v. íhugunarverðara að Bretar reyndust ekki hafa áform um að koma sér fyrir á Islandi til frambúðar, frekar en að svo væri fyrr á tíð. Eiginlegt hernám Breta stóð eitt ár, því að 1941 gekk í gildi samningur milli íslands og Bandaríkjanna um að Bandaríkja- menn tækju að sér hervamir íslands. Bretar höfðu eft- ir sem áður nokkurt herlið hér og þau hemaðarafnot af landinu sem þeir þörfnuðust. Með hemámi Breta 1940 og ekki síður hervamar- samningnum við Bandaríkjamenn hefst nýr kafli í vamar- og utanríkismálum Islands sem þróast hafa með sínum hætti ffam á þennan dag. Sú saga er öllum kunn. Þótt ísland væri að formi hlutlaust í síðari heimsstyrjöld var svo ekki í reynd. Þaðan af síður hefur ísland verið hlutlaust í stórveldadeilum eftir að styijöldinni lauk, enda aðili að Atlantshafsbandalag- inu síðan 1949 og bundið af nýjum vamarsamningi við Bandaríkjamenn síðan 1951. Öll verður þessi saga rakin til heimsstyijaldarinnar, þar með hemáms Breta, fyrir hálfri öld. Ekkert vafamál er sem oft er á orði haft, að með heimsstyrjöldinni og hersetunni var einangmn ís- lands í norðurhöfum endanlega rofin. íslendingar hafa dregist inn í hringiðu alþjóðastjómmála og hem- aðarbandalaga og verða að kunna þar fótum sínum forráð. Þrátt fyrir deilur um þau efni eins og hlýtur að verða í svo vandasömum málum, skal það fullyrt að Islendingum hefur til þessa tekist að rata meðalhófið á þessu sviði stjómmála. I því er fólgin mikil gæfa sem vonandi endist framvegis þótt enn sé veröldin í breytingadeiglu, sem Island er ekki ósnortið af og ýmsar hugmyndir uppi um hvemig við skuli bregðast. Svo áhrifamikil sem styijaldarárin urðu á utanríkis- °g öryggismálastefhu Islendinga er ekki síður vert að minnast þess að aðstæður þessara ára flýttu fyrir því að þjóðin varð einhuga um að eyða síðustu leifúm stjómmálatengsla við Dani eins og þau vom sam- kvæmt sambandslagasáttmálanum frá 1. desember 1918. Akveðið var að slíta konungssambandinu og stofna lýðveldi í landinu 17. júní 1944. Lokaskrefið í sjálfstæðisbaráttunni við Dani var því stigið á styrj- aldarárunum. Þá hófst lýðveldistíminn sem með höppum sínum og glöpum hefúr í rauninni verið gull- aldarskeið og verður vonandi áfram. GARRI ■:jÍjijjjjjjjjjjjjjjjijÍjjj:jÍj:jÍjÍj’:jÍjÍ ■j^i-iiigÍSjli&ÍiÍiiij 10. maí 1940 Þann 10. maí yckk brcskur herá iand í Rcykjavík og ckkert var lcngur eins og þaé hafói verið á ísiandi. Söguiega séð býr þjóðin við niargvísieg ártöl, eins og ártal krisfnitöku ó íslandi, undirrltun Gamla sáftmála og hoilusfueiða vlð norskan kóng, ótgáfu Guð- brandsbibliu, ræðu Friðriks 8. á Kolviðarhóli 1907 um „dc to ri- ger“, fullvcldið 1918 og iýðveldis- tiikuna 1944. Öll hafa þcssi ártöl fcst í minni sem örlagaár í Is- landssögunni og upphaf tima- móta. tö. mai 1940 var eitt þess- ara örlagaára ísiandssögunnar. Þann dag var einangrun Isiands rofin að fullu og henni verður aldrei fil að dreifa framar. Tiu ár- um síðar sáfu námsmenn á kaffi- húsum suður um alla Evrópu og spáðu I það að vcrða skáld, þegar heim kæmi, og sumir uröu það mcð misjöfnum árangri eins Og gengur. Aður hcföi cinkum verið dvalið við nám í Kaupmanna- höfn, sera lengi hafði verið eins- konar höfuðstaður iandsins og á stríðsárunum fóru menn tíl náms í Bandarikjunum. En eftir stríóið ijölmcnnti ungt fólk á slööir, scm jafnvei höfóu ekki verió í munni manna síðan á dögum Sæmundur fróða. Þannig var ekki um að ræóa, að einangrun okkar væri rofin af þehn sem hingað komu einvörðungu. Hún var lika rofin af þeim sem ferðuóusf vítt og breitt um heiminn, eins og nokk- urskonar Jórsaiafarar, ýmist tii glöggvunar eða náms. Um loftsins vegu íslendingar höfðu að visu stofn- i að flugfclag fyrir stríð. cn i striðs- lok var einsýnt að við myndun innan skamms tima, og miðað við mannfjölda, veröa ein af helstu flugþjóðum heims. Við áttum þá tvo góða flugvelli í Reykjavík og á Miöncsheiði. A stríósárunum varð flugið stöðugf almeuuara, en í fyrstu brugðust menn þannig við að þeir skrifuðu menningar- legar ritgerðir um flug yfir landi sem farþegar. Fræg varð grein um þetta cfni eftir Sigurð Gtið- mundsson, skólameistara á Ak- ureyri. Þótt öflugt flug vtcri eitt af sýni- iegu mcrkjum um algjöra bylt- ingu i landinu sem einangrunar- rofið hafði fært okkur færði það okkur líka ijölda af smávægilegri breytingum sem verkuðu hægar, Fram á þessa öld bjuggu ntenu við tré og jám og fóru sér hægf I öllum nýmælum, nema á féiags- mála og samtaka sviði. Við iifóum kreppuna og notuðum tækifærið til að lcggja vegi um aiit okkar víðlcnda land, cnda tókum við sncinma ástfóstri við bílinn. En með licrnáminu jókst utvinna í bæjum skyudiiega og peninga- streymið jafnhlióa. Miðað við fá- tækt alls þorra fólks áður urðum við sæmilega efnuð á skömmum tíma. Það þýddi að við gátum bú- ið heintili okkar margvislcgum þægindum og innflutningur jókst hraðfara á þvottavélum, ísskáp- um og öðrum bciinilistækjum, sem okkur hafði ekki dreyint unt að eignasf fyrir Í0, maí. Ómeðvituð veisæld En auðvitað gekk þetta nýja fs- land, sem lá svo galopið fyrir uni- heiminum að stríðsiokum, ekki óhappaiaust. Við þurftum eóli- lega að búa við skönnntun á stríðsárunum, en vegna mistaka urðuiu við áftur áð taka upp sköntmtim árið 1947. Dýrtíð varð strax mikil) örlagavaldur, og þótt við ættum digra sjóði erlendis í stríðsiok tókst í óðagoti og af lít- lUi forsjá að cyða þeim öltuni á undraskömmum tima. Keyptir voru til iandsins fogarar, sem margir voru kolakyntir eins og um 1920, og annað var eftir þvi i írafárinu við að nota peningaoa. Skömmtunin 1947 stóð sem betur fer ekki lengi, en þó eymdi cftir af henni, því áfram þurfti að fá leyfi fyrir bilum og tækjum og lauk því ckki fyrr en tíu árum siðar. Flest af því scm við höfum um hönd i dag á ræfur að rt'kja til brcytingarinnar sein varð 10. inaí 1940. Þeir sem þekkja ti) ástands- ius i þjóðfélaginu fyrir þann tima, biöskrar hverju tekist befur að koma i verk á fimmtiu árum. Hér á landi er i rauninni allt til alls. Fólk lifir í velsæld ómeðvitað vegna þess að það hefur enga reynslu aðra en reynslu samtím- ans. En þó að ísland sé hálfgert Gósenland án eimmgrunar þarf þjóðin að gæta sín fyrir ðæskileg- um áhrifuui á menuingarsviðinu, sero hafa tilhneigingu til að draga okkur i ótt til alþjððlegrar kenndar og fráhvarfs frá þelm eigindum, sem hafa gert okkur að sérstakri þjöð. Þetta gæslustarf verður að vinna á hvcrjum degi, án þess að það megi kosta of miklu einangrun. Fólksem ræður yfir inargvíslcgri iniölun er ekki nðgu meðvitaö um þær skyldur sem þjóð leggur þeim á herðar, Aðstöðu sína og framgang í iíflnu hafa þeir af því að vera af einnl þjóð, en ekki nokkurs konar greinannerki í sögu milijóna þjóða. Okkur á að þykja vænt um tunguna og allt annað sem ísland getur lagt til flóru heimsbyggðár- innar, án þess að ganga heiros- byggðinni á hönd. 10. maí 1940 var örlagadagur, sein ekki má þýða í aldanna rás, að þá hafl is- lendingar byrjað að kyrja úf- gönguversið. Garri VITT OG BREITT BJARGVÆTTURIÐNAÐARINS? Spakur maður um efnahagsmál, Guðmundur Olafsson í Háskólan- um, lét þau boð út ganga fyrir skemmstu, að smásöluverslunin ein hafi staðið undir þeim kjarabótum sem landslýður hefúr notið nokkur undangengin ár. Rökstuðningurinn er sá að vegna virkrar samkeppni þurfi kaupmenn að halda álagningu í skefjum og neytandinn leiti við- skiptanna þar sem þau eru hvað hagstæðust. Önnur svið efnahags- lífsins hafa ekki létt almúganum lífsbaráttuna samkvæmt útreikning- um Guðmundar í Tímanum sl. laugardag er sýnt fram á að heildsalakerfið kosti neyt- endur um 5 milljarða á ári vegna þess hve óhagkvæmt það er í rekstri. 1100 íslenskir heildsalar þurfa að leggja 25-30% á vöruna en í nálæg- um löndum er heildsöluálagning 9- 10%. Bróðurparturinn af álagningu innflytjendanna fer í snúninga og óþörf umsvif vegna þess að í grein- ina vantar bærði verks- og við- skiptavit. Þess vegna bera heildsalar mun minna úr býtum en ætla mætti og er sóun í greininni mikil, eins og sumum öðrum atvinnuvegum. Það liggur í augum uppi að þau innflutningsfyrirtæki sem búa yfir lágmarksþekkingu á viðskiptum og verðgildi íjármagns ganga vel. Oft er hnjóðað í kaupmannastétt- ina fyrir að taka sinn hlut heldur ríf- lega í viðskiptunum. Sjaldnast er þó skilgreint hvaða þættir verslunar- innar það cru sem hækka vöruverð upp úr öllu valdi og gera efnalitlu fólki lífið leitt og stundum óbæri- legt. En séu ummæli Guðmundar Ólafs- sonar um kjarabætumar makleg og fféttaflutningur Tímans af slaklegri frammistöðu heildsölunnar ómót- mælanleg, er augljóst að þjóðin á smásalanum og umsvifum hans talsvert upp að unna. Þangað sækir hún kjarabætumar, en ekki til þeirra sem þiggja vilja sigurlaunin íyrir „kjarabaráttuna“. Ein er samt sú verslun sem hlotið hefur ríflega viðurkenningu fyrir að halda vömverði niðri. Það er Hag- kaup. En svo vill til að margar aðrar verslanir selja síst ódýrara og iðju- sami kaupmaðurinn á hominu ligg- ur ávallt óbættur hjá garði og fæstir fást til að Ieggja honum gott orð þótt hann selji ódýrt og skrifi hjá vi- skiptavinunum án kostnaðarauka lántakans og geri aðrir betur í nú- tímaviðskiptum. Oflofið um Hagkaup á sér margar hliðar og Ieggja ólíklegustu aðilar orð í þann belg. Nú síðast telja iðn- rekcndur sig þurfa að auglýsa Hag- kaup sérstaklega upp fyrir að selja íslenska vöru, rétt eins og það sé eina verslunin sem það gerir. Sigrún Magnúsdóttir, kaupmaður á homi og borgarfúlltrúi, fékk bráf þar sem henni var boðið að aðstoða við- skiptavini Hagkaups í auglýsinga- herferðinni sem iðnrekendur og fleiri efna til Hagkaupi til upphefðar. Þetta þótti kaupmanninum í Rangá skrítið boð, sem von er, og sendi af- boð með þeim skilaboðum að hún hafi í verslun sinni, á þingi og í borgarstjóm stutt íslenskar fram- leiðsluvömr í orði og verki, en aldr- ei hugkvæmst að efna til lúðrablást- urs af því tilefni eða auglýsa sig og verslun sína sérstaklega fyrir jafn- sjálfsagt framtak. í svari sínu sýnir Sigrún Magnús- dóttir ffam á að hér sé ekki á ferð- inni neinn sérstakur stuðningur við íslenskan iðnað á ferðinni, heldur aðeins stuðningur við eina verslun og sé vafasamt að hún standi undir því oflofi sem auglýsingaherferðin gefúr tilefni til. Stórverslunin er bæði innfiytjandi vöm og smásali og jafnvel framleið- andi einstakra vömtegunda. Ekkert verslunarfyrirtæki hefur knúið eins fast á um að fá að flytja inn erlendar framleiðsluvörur til að keppa við ís- lenska framleiðslu og heimtað að öll vemd sem koma á íslenskum fram- leiðendum til góða verði afnumin. Fyrir þetta auglýsa íslenskir iðn- rekendur og aðrir mektaraðilar Hag- kaup upp sem þann bústólpa sem einn og sér er bjargvættur íslenskrar iðnaðarffamleiðslu. Hagkaup er vissulega meðal þeirra fyrirtækja sem stuðlað hafa að kjarabótum samkvæmt kokkabók- um Guðmundar hagffæðings. En allir hinir smásalamir eiga þar einn- ig hlutdeild og Sigrún Magnúsdótt- ir, kaupmaður, þarf ekki að fara í neinn stórmarkað til að setja ís- lenskar iðnaðarvömr i poka fyrir viðskiptavini. Það gerir hún í eigin verslun - og þykir engum mikið. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.