Tíminn - 10.05.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.05.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. maí 1990 Tíminn 9 að nokkur áliðnaður þróaðist. Sú hefur ekki orðið raunin nema í litl- um mæli og tækniþekkingin í áliðn- aði Islendinga sem mestu skiptir var ekki sótt til Isal svo vitað sé. Mengun Ljóst er að mengun fylgir álverum. Ýmsir formælendur nýja álversins hafa viðurkennt að reynslan ífá Straumsvík sé ekki góð en hafa látið orð falla um að sérffæðingar í áliðn- aði séu ekki hrifhir af hvemig málin hafa verið leyst þar. Hafa þeir sagt að miklu betur yrði gengið ffá öllum at- riðum til að forðast mengun en gert hefiir verið i Straumsvík. í þessu sambandi má minna á að í 12. gr. 2 í aðalsamningi ríkisstjómar íslands við Swiss Aluminium Ltd., sem veitt var lagagildi með lögum nr. 76/1966, segir: „ISAL mun gera allar eðlilegar ráð- stafanir til að hafa hemil á og draga úr skaðlegum áhrifum af rekstri bræðslunnar í samræmi við góðar venjur í iðnaði í öðmm löndum við svipuð skilyrði." Þetta ákvæði og ýmis önnur í aðal- samningnum um ráðstafanir til að koma í veg fyrir mengun em það ótvíræð að tæpast er unnt að gera ráð fyrir að þau verði öllu gleggri í nýja samningnum. Það verða væntanlega einhver óljós mörk eða viðmið sem lögð verða til gmndvallar og síðan koma tilefni til ffávika. En sérstök ákvæði um lausn ágreiningsmála, væntanlega fyrir erlendum gerðar- dómi, gera það að verkum að ís- lenskir aðilar munu eiga mjög erfitt með að hafa stjóm á þessum málum, enda verður væntanlega ekki gert ráð fyrir að þeir hafi síðasta orðið þar um. Það em mengunaráhrifm sem valda því að mér finnst útilokað að stóm álveri verði valinn staður tiltölulega innarlega í Eyjafirði, bæði vegna lík- legrar mikillar og stöðugrar mengun- ar og eins vegna mögulegrar stór- felldrar mengunar af völdum náttúm- heimfara. Hvaða áhrif gæti t.d. öfl- ugur Dalvíkurskjálfti haft á gamla og tærða efnisgeyma? Ég veit að ýmsttm Eyfirðingum þykir miður að missa af álveri. Þeir binda vonir við aukna atvinnuupp- byggingu í Eyjafirði verði álverið reist þar. En ekki verður bæði sleppt og haldið. Landbúnaður, matvæla- iðnaður og annar léttiðnaður og þjónusta ýmisleg, m.a. umfangsmik- Ég get ekki hugsað mér nokkra aðgerð hættulegri þróun byggðar við Eyjafjörð en byggingu stórs álvers þar. Ég tel einnig afar varhugavert hve völd og þekking þeirra sem stjórna málum sem tengjast þessu eru í fárra höndum. ið skólahald, fer illa í þröngu sam- býli við stóriðju. Vemlegur hluti fólks, 5% eða 10% eða meira, þolir illa mengað andrúmsloft og jaftivel þeir sem þola það sæmilega en eiga aðra góða kosti vilja ekki við það búa. Einn asthmasjúklingur í stórri fjölskyldu verðiu næstum óhjá- kvæmilega til þess að fjölskyldan flytur burt úr menguninni. Og glans- inn hlýtur að mást af ferðamanna- bænum Akureyri ef að grátt mengun- arský er það sem menn sjá fyrir sér. Ég get ekki hugsað mér nokkra að- gerð hættulegri þróun byggðar við Eyjafjörð en byggingu stórs álvers þar. Stærð álversins Höfuðókostur álversins er einmitt stærð þess. Hún er slik fjárhagslega að hún er líkleg til að auka vemlega spennu í þjóðfélaginu á næstu ámm og torvelda þar með aðra uppbygg- ingu sem hlýtur að eiga erfitt með að keppa við uppsprengd kjör á vinnu- mörkuðum. Nú þegar Islendingar hafa tæki og tækni til að afla mun meira sjávarfangs en fiskistofnamir þola er vissulega komin tími til að hverfa ffá gullæðisviðhorfum í at- vinnumálum. Þá hljóta Islendingar að þurfa að taka stórfelld lán erlendis til að fjár- magna orkuffamkvæmdir sínar og það sem mönnum mun ef til vill þykja undarlegt er að skuldir Atlan- tal aðilanna verða væntanlega taldar með þjóðarskuldum okkar og mun þó flestum lánveitendum erlendis þykja nóg um. Þjóðarskuldir okkar eru nú þegar þær hæstu í heimi á mann og mega ekki hækka að ráði. Er næsta liklegt að veruleg hækkun erlendra skulda þjóðarinnar leiði til verri lánakjara á erlendum lána- mörkuðum auk þess sem hún dregur mjög úr möguleikum á að lánsfé fá- ist i aðrar álitlegar ffamkvæmdir. Ég vil að lokum nefha að það eru ýmsar aðrar jákvæðar niðurstöður sem Þjóðhagsstofhun nefnir, svo sem eins og að hagvöxtur er áætlað- ur 3% á ári ffá 1991 til 1997 í stað 2%, landsffamleiðsla verði 5% hærri 1997 en hún yrði án álvers, atvinnu- leysi yrði 0,2% minna. Hér eru auð- vitað jákvæð atriði, en ég bendi á hvað þetta eru lágar tölur og auk þess háðar mikilli óvissu vegna þess hve langt er spáð ffam í tímann. En hvemig stendur á þessari óhagstæðu niðurstöðu sem ég tel vera? Hafa verður í huga að á þess- um vettvangi eru íslendingar að keppa við ýmsar þróunarþjóðir sem eiga miklar orkulindir og em pindar til að reyna að leysa erfið þjóðfélags- leg vandamál, þar með taldar geysi- legar skuldir, með þvf að selja auð- lindir sínar og hráefhi á lágu verði. Þróunarþjóðimar hafa auk þess fleira að bjóða en við, svo sem mjög lág vinnulaun og litlar kröfur til atvinnu- rekenda á mörgum sviðum. Með því að velja nú þessa sömu leið og þær hafa valið erum við einnig að velja okkur hlutskipti. Ákvörðun í svona stóm máli verður ákaflega mótandi a.m.k. næsta ára- tug. Valið stendur m.a. um það hvort við reynum að leysa okkar mál sjálf með þeim margvíslegu aðgerðum sem vel menntuð þjóð á að hafa tök á eða hvort við bindum okkur stóra skuldabagga til þess að erlendir aðil- ar geti nýtt orkulindir okkar og feng- ið til þess ríflegan stuðning okkar. Það er margt annað sem ég vildi nefna, en mér finnst slæmt hvemig unnið hefur verið að þessu. Litlar upplýsingar hafa verið gefnar um málið fyrr en í þessum mánuði og ákvörðun um staðarval á að taka í næsta eða þar næsta mánuði. Engir aðrir valkostir stóriðju em kynntir. Islendingar em í þeirri óþægilegu aðstöðu að hafa misst niður hagvöxt þegar aðrar þjóðir em í hagvaxtar- sókn og þeir virðast þurfa að leita víða eftir ffamkvæmdaaðilum eins og Alumax í stað þeirra sem hætta við, Alusuisse og Austria Metall. Ég tel einnig afar varhugavert hve völd og þekking þeirra sem stjóma málum sem tengjast þessu em í fárra höndum. Formaður ráðgjafamefhd- arinnar, sem stjómar viðræðum við Atlantal aðilana, er Jóhanns Nordal. Hann er einnig formaður stjómar Landsvirkjunar sem verður aðal- ffamkvæmdaaðilinn af hálfu íslend- inga og hann er jafhffamt formaður bankastjómar Seðlabankans sem hefur eftirlit með erlendum Iántök- um þjóðarinnar. Ég tel óforsvaran- legt að fela einum manni svona mik- il völd og að láta vinna svona stórt mál með þeim hraða að litill timi gefst til að kynna stefnumið og meg- inþætti málsins fyrir þjóð og Al- þingi. Þetta mál er þeirrar gerðar og stærðar og brýnt er að gefa fólki góð tækifæri til að tjá sig um það sér- staldega. Þjóðaratkvæðagreiðsla er að mínu mati eðlileg krafa svo ekki sé talað um atkvæðagreiðslur f þeim sveitarfélögum sem kynnu að þurfa að búa við stórt álver í næsta ná- grenni. Grenndarréttur, skipulagslög og fleira af því tagi hlýtur og að koma til athugunar hjá þeim sem næstir verða þessum miklu ffamkvæmdum ef af þeim verður. Greinin er byggð á erindi sem höfundur flutti í Hlíðarbæ, Giæsíbæjarhreppi, 29. aprfl sL Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa í byrjun júní n.k. í skólann verða teknir unglingar fæddir 1975 og 1976 og voru nemendur í 7. og. 8. bekk grunnskóla Reykjavíkur skólaárið 1989-1990. Umsóknareyðublöð fást í Ráðningarstofu Reykja- víkurborgar, Borgartúni 3, sími 62 26 48, og skal umsóknum skilað þangað fyrir 18. maí n.k. Nauðsynlegt er að gefa upp kennitölu. Vinnuskólinn býður enn fremur störf á Mikla- túni fyrir fatlaða einstaklinga sem þurfa mikinn stuðning í starfi. Takmarkaður fjöldi í hóp. Vinnuskóli Reykjavíkur. RISIÐ Borgartúni 32 Sjáum um erfidiykkjur Upplýsingar í síma 29670 Marmaralegsteinar með steyptu inngreyptu eða upphleyptu letri. Einnig möguleiki með innfellda Ijósmynd. Marmaraskilti með sömu útfærslum. Sólbekkir, borðplötur, gosbrunnar o.m.fl. Sendum um allt land. Opið 9-18, laugard. 10-16. Marmaraiðjan Smiðjuvegi 4E, 200 Kópavogi Sími 91-79955. Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. y Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar 5V- Miklubraut 68 @13630 Mágur minn og föðurbróðir okkar Guðjón Fjeldsted Teitsson f.v. forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, Hofsvallagötu 55 lést 2. maí. Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 11. maí kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hans, láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Unnur Bergsveinsdóttir Teitur Danfelsson örn Ragnar Símonarson Helga Daníelsdóttir Teitur Símonarson Ragnheiður Daníelsdóttir Sigrún Simonardóttir Sigurður Daníelsson Sigurbjörg Símonardóttir Bergsveinn Símonarson t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Jón Vigfús Bjarnason Suður-Reykjum, Mosfellsbæ verður jarðsunginn i Lágafellskirkju föstudaginn 11. maí kl. 14.00. Hansína Margrét Bjarnadóttir Ásta Jónsdóttir Ragnar Björnsson Bjarni Ásgeir Jónsson Margrét Atladóttir Kristján Ingi Jónsson Haraldur Tómasson Baldur Jónsson Hugrún Svavarsdóttir og barnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.