Tíminn - 10.05.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.05.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 10. maí 1990 Tíminn 5 Sigrún Magnúsdóttir gagnrýnir harðlega aðild Félags ísl. iðnrekenda að vörukynningu Hagkaupa: Kaupmenn óhressir með einnar verslunar átak Magnús Finnsson framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna segir það skoðun margra kaupmanna, að kynningarátak Fé- lags íslenskra iðnrekenda á íslenskum iðnaði, sem hefst í Hag- kaupum í dag, hygli einni verisun meir en ástæða sé til. Borg- arstjómarf ulltrúar í Reykjavík tóku þá afstöðu að verða ekki við óskum um að taka þátt í þessari kynningu einmitt af þessum ástæðum. „Samstarfsverkeftii af þessu tagi á að vera samstarfsverkefhi Kaup- mannasamtakanna og Félags ísl. iðn- rekenda. Það væri hið eðlilega, eigi átakið á annað borð að vera til hags- bóta fyrir iðnað, verslun og fólk í landinu. Svo er ekki i þessu tilfelli og er að mínu álíti seilst langt út yfir allt, sem kalla má eðlilega viðskiptahætti og eru iðnrekendur á alvarlegum villi- götum," sagði Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi, en Sigrún gagnrýnir harkalega kynningarátak Félags ísl. iðnrekenda og Hagkaupa, sem hefst í dag undir kjörorðinu „Hagkaup á heimavelli - íslenskir dagar í maí". Þann 30. apríl bárust borgarráðs- mönnum og borgarfulltrúum Reykja- víkur bréf undirritað af Ólafi Davíðs- syni framkv.stjóra FÍI og Jóni Ásbergssyni forstjóra Hagkaupa. Þar var greint frá áðurnefhdu kynningar- átaki og þess farið á leit, að -"borgar- fulltrúar leggi sitt af mörkum til stuðnings íslenskum iðnaði og versl- un í landinu." Þetta skyldu þeir gera með því að aðstoða viðskiptavini Hagkaupa við að tína vörur ofan í inn- kaupapoka þann 18. maí n.k. í bréfinu er ekkert einasta iðnfyrir- tæki nefht á nafh en Hagkaup hins vegar átta sinnum. Eftir sameiginleg- an fund allra borgarfulltrúa og borgar- stjóra var skrifstofustjóra borgar- stjórnar falið að afboða þátttöku borgarfulltrúa. „Ég tel að iðnrekendur fari þarna mjög villur vegar. I bréfinu stendur, að kynningin eigi að vera til hagsbóta versíun í landinu. Ég get ómögulega séð, að t.d. verslunin á Kópaskeri hafi nokkurn minnsta hag af þessu. Það er aðeins ein verslun í landinu sem það hefur, hún heitir Hagkaup. Átak, sem á að verða til hagsbóta fyrir íslenskan iðnað og verslun, getur ekki gengið undir kjörorðinu Hagkaup á heima- velli," sagði Sigrún ennfremur. Sigrún er sjálf kaupmaður og hún kvaðst bæði i því starfi og sem borg- arfulltrúi og borgarráðsmaður, alltaf hafa leitast við að styrkja íslenskan iðnað. Þetta átak væri þó ekki hægt að styðja, enda væri hér ekki um annað að ræða, en að ákveðin verslun væri að auglýsa sig upp. Óhæfa væri því að halda fram, að hér væri mál, sem væri iðnaði, verslun og fólki í landinu til hagsbóta, því það væri einfaldlega ósatt. Magnús Finnsson framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna sagði í gær, að þetta væri í annað sinn, sem Félag íslenskra iðnrekenda hefði samstarf við Hagkaup um vörukynningu. Það leiði óneitanlega til þess, að það fyrir- tæki fengi mikla umfjöllun og auglýs- ingu. Atvik eins og þetta hljóti að vera viðkvæmt í versluninni, sem væri nánast eina atvinnugreinin á íslandi, sem einhver samkeppni ætti sér stað í. Því megi á engan halla, en margir kaupmenn teldu óneitanlega, að iðn- rekendur gerðu það einmitt með þessu. „Við teljum, að við séum fyrst og fremst að kynna þau 70 iðnfyrirtæki, sem verða með vörur sínar þama. Við höfum í eitt og hálft ár verið með átak. Það hefur að nokkru verið í formi auglýsinga í sjónvarpi fyrir tvenn síð- ustu jól. í fyrra vorum við með við- tæka kynningu í Miklagarði og sams- konar kynningu nokkru síðar f samstarfi við KEA á Akureyri. Þá höfum við verið að undirbúa samstarf við Kaupmannasamtökin, sem hefst vonandi síðar á árinu, þannig að við teljum, að við höfum verið og verðum í sambandi við mjög stóran hluta af versluninni. Þessvegna teljum við ekki rétt að líta á þennan eina atburð sérstaklega, heldur setja hann í rétt samhengi - sem er að fá fólk til að kaupa íslenskar vörur undir kjörorði okkar; „kaupum íslenskt."," sagði Ól- afur Davíðsson framkvæmdastjóri Félags ísl iðnrekenda. —sá Ólafur Ragnar vill skipta aðstöðugjaldi Reykja- víkurborgar á milli allra sveitarfélaga í landinu: Hvaðan koma peningar í rgarsjóð? • • Báðir taka hlutverk sitt alvarlega. 50 ár liðin frá hernámi íslands í dag eru 50 ár liðin frá því, að Bret- ar hernámu ísland, hinn 10. maí 1940. Þessi atburður markaði að mörgu leyti þáttaskil í lífi þjóðarinn- ar og verður hans minnst á ýmsan hátt. Enn sjást víða minjar í umhverf- inu eftir þau mannvirki, sem herinn byggði og í Reykjavík eru þær einna gleggstar á Öskjuhlíðarsvæðinu. Árbæjarsafh, Náttúruverndarfélag Suðvesturlands og Norræna húsið minnast þessara atburða í sameiningu og gangast fyrir gönguferð um Öskjuhlíð í dag. Herminjar verða skoðaðar undir Ieiðsögn Friðþórs Ey- dal, upplýsingafulltrúa varnarliðsins. Safhast verður saman fyrir framan Keilusalinn í Öskjuhlíð kl. 17.15. Að göngu lokinni verður farið að Norræna húsinu, þar sem ljósmynda- sýningin Hernám og stríðsár á íslandi verður skoðuð. Aðstandendur sýn- ingarinnar segja, að hún sé ekki hald- in af söknuði, heldur til minningar um að fímmtíu ár eru liðin frá ein- hverjum mesta tímamótaatburði ís- landssögunnar. Á sýningunni eru ljósmyndir, sem telcnar voru á stríðsárunum á íslandi 1940-1945. Þær sýna m.a. umsvif hersveitanna hér á landi og samskipti almennings við hermennina. Mynd- irnar eru fengnar að láni frá Ljós- myndasafhi íslands, Þjóðminjasafn- inu og hjá einkaaðilum. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 til 24. júní. I tengslum við sýninguna verða haldnir fyrirlestrar í Norræna húsinu um síðari heimsstyrjöldina. Næstu laugardagskvöld ætla nokkrir lista- menn að slá á létta strengi með söng og leik um stríðsárin. Listamennirnir eru Ása Hlín Svavarsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Egill Ólafsson, Jóhann Sigurðarson og Jóhann G. Jó- hannsson. —ABÓ Sigurgeir Sigurösson formaóur Sambands íslenskra sveitarfé- laga segir, að sveitarfélögin hafi ekki tekið afstöðu til hugmyndar Ólafs Ragnars Grímssonar fjár- málaráðherra um að skipta að- stöðugjöldum Reykjavikurborgar upp á milli sveitarfélaganna. Sig- urgeir segir þessa hugmynd ekki nýja á nálinni, en hann segir sjálf- ur ekki rétt að gera svo rótæka breytingu á tekjukerfi sveitarfélag- anna nú, pegar nýbúið er að gera breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og samþykkja ný tekjustofnalög. Ólafur Ragnar telur, að skipta eigi aðstöðugjöldum Reykjavíkurborgar upp á milli allra sveitarfélaga í land- inu. Hugmyndin hefur verið rædd í ríkisstjórninni, en fjármálaráðherra kynnti hana á fundi á Isafírði nú í viku. Hann segir, að nauðsynlegt sé að umbylta tekjukerfi sveitarfélaga á næstu árum. Hann segir núverandi kerfi úrelt. Reykjavíkurborg sé í dag farin að hafa tekjur af Iandinu öllu í mjög miklum mæli. Hann bendir á, að Hitaveita og Raf- magnsveita Reykjavíkur fái tekjur af viðskiptum við Seltiminga, Mosfell- inga, Hafnfírðinga og Kópavogsbúa. Ólafur Ragnar segir, að tekjukerfi Reykjavíkurborgar sé mjög óeðlilegt. Borgin nýti sér gamalt kerfi aðstöðu- gjalda, sem mótað hafi verið við allt aðrar aðstæður, en eru í dag. Fjár- málaráðherra segir óeðlilegt, að Reykjavíkurborg græði á íbúum ann- arra sveitarfélaga. Sigurgeir Sigurðsson sagði í samtali við Tímann, að búið væri að gera miklar breytingar á tekjukerfi sveitar- félaganna í tengslum við breytta verkaskiptingu milli ríkis og sveitar- félaga og nýsett tekjustofnalög. Hann sagðist telja rétt að gefa þeirri breyt- ingu tíma til að sanna sig. Almennt væru sveitarstjórnarmenn nokkuð sáttir við tekjukerfi sveitarfélaganna eins og það væri í dag. Sigurgeir sagðiat vona, að með nýju tekju- stofhalögunum næðu sveitarfélögin að vinna sig út úr þeim skuldum, sem eru að kæfa sum þeirra í dag. Sigurgeir benti ennfremur á, að sveitarfélög í þéttbýli væru búin að afsala sér Jöfhunarsjóði sveitarfélag- anna. I ár verður úthlutað úr honum til jöfnunar um 1,6 milljarði króna. Sigurgeir sagði, að meginhluti þeirrar upphæðar færi til sveitarfélaga, sem væru staðsett utan höfuðborgarsvæð- isins. -EÓ Tæpir 100 kílómetrar undir malbik í sumar Samkvæmt upplýsingum frá vega- gerðinni er búið að ákveða, hvar og hversu mikið verður malbikað á sumri komanda. Ráðgert er, að mal- bika tæpa 100 km, sem er með dauf- asta móti, því að í fyrra voru malbik- aðir um 150 km og árið áður 256. Það er þvi ljóst, að um heilmikinn sam- drátt er að ræða í malbikunarfram- kvæmdum. Þessum 100 kílómetrum verður skipt á milli landshlutanna og eru lengstu samfelldu kaflamir rúmir 8 km. Þeir eru annars vegar í Hörgárdal og hins vegar í Seyðisfirði fyrir vest- an. í Blönduhlíð í Skagafirði verður lagður 6-7 km kafli, rúmir 6 km í Borgarfirði, nánar tiltekið frá Varma- landi og upp að Lundum, og 5 km á norðanverðri Holtavörðuheiði. Auk malbikunarframkvæmda verð- ur heilmikið unnið að viðhaldi og yf- irlögnum. Um síðustu áramót var bundið slit- lag komið á 2136 km á þjóðvegum, þar af um 840 km á hringveginum. Það vantar því um 560 km upp á, að allur hringvegurinn komist undir malbik. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.