Tíminn - 10.05.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.05.1990, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 10. maí 1990 Tíminn 11 iö tími nagladekkjanna er liðinn: i á Hofsvallagötu í gærmorgun og bentu þeim á að tími nagladekkjanna værí liðinn. Tiniamyndir; Aml Bjama stjóri situr þar í nefhd, sem koma átti með til- lögur um, hvernig minnka mætti það slit, sem nagladekkin valda. Greinargerð um það efhi var síðan samin og hún send til viðkom- andi ráðuneytis í hverju landi. M.a. var lagt til, að sá tími, sem nagladekk megi vera und- ir bílum yfir veturinn verði styttur. Akvæði þessa efhis eru sett með reglugerð, sem sam- in hefur verið og tekur gildi 1. júlí nk. Þá verður leyfilegt að setja nagladekkin undir 15. október, í stað 1. október, eins og verið hefur, en undan skulu naglarnir eigi síðar en 15. apríl ár hvert í stað 1. maí. Þá var í þess- ari greinargerð norrænu nefhdarinnar einnig lagt til, að nöglum yrði fækkað og þeir stytt- ir. Svíar hafa gengið enn lengra og eftir eitt ár tekur gildi bann við notkun nagla á þung- um vörubílum. í framhaldi munu nefhdir innan Norræna vegtæknisambandsins fjalla um, hvaða stefhu skuli taka, þá hvort leggja eigi til að banna nagladekk eða hvað hægt sé að gera til að draga enn frekar úr þeim skaða, sem nagladekkin valda. Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri sagðist i samtali við Tímann telja að ástand gatna væri heldur skárra eftir veturinnnú, en var í fyrra um sama leyti. „Það svarar til þess, að veturinn nú hefur verið heldur mildari, en hann var í fyrra, þó er áberandi mikið af slit- forum eftir naglana. í fyrra var meira um holur og stærri skemmdir á gatnakerfínu," sagði gatnamálastjóri. Áætlað er, að um 35 þúsund tonn af malbiki verði lagðar á götur Reykjavíkur í sumar, sem samsvarar um 35 km. þegar búið er að leggja það út.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.