Tíminn - 10.05.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 10.05.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 10. maí 1990 Tíminn 17 JHgjj Olíufélagið hf AÐALFUNDUR Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal, fimmtudaginn 17. maí 1990 kl. 14. DAGSKRÁ: 1. Fundarsetning. 2. Kosinn fundarstjóri og ritari fundarins. 3. Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra um starf- semi félagsins s. I. starfsár. 4. Ársreikningar félagsins fyrir liðiö starfsár, ásamt skýringum endurskoöenda lagðir fram til sam- þykktar. 5. Tillögur stjórnar félagsins um arð fyrir árið 1989. 6. Ákveðin þóknun til stjórnar félagsins og endur- skoðenda. 7. Tillaga félagsstjórnar um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. 8. Stjórnarkosning. 9. Kosning endurskoðenda. 10. Önnur mál. rkvnrxo'úi ¦ #*r»r Selfoss - Kosningaskrif stofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Eyravegi 15, alla virka daga kl. 16.00-22.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Sími 22547 og 22955 Allir velkomnir. - Heitt á könnunni. Framsóknarfélag Selfoss Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið er í fullum gangi. Opið hús alla virka daga frá kl. 10.00-19.00 laugardaga frá kl. 10.00-13.00. Sími 41590. Framsóknarfélögin í Kópavogi Dalvík - Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Framsóknar- og Vinstri manna er í Jónínubúð. Opið alla virka daga kl. 20-22 og laugardaga kl. 17-19. Sími 96-61850. H-listinn Þorlákshöfn Kosningaskrifstofa B-listans er í gamla Kaupfélagshúsinu við Óseyr- arbraut. Opið fyrst um sinn mánudaga-föstudaga frá kl. 20.30-22.00. Sími 98-33475. Garðabær - Kosningaskrifstofa Skrifstofa Framsóknarflokksins að Goðatúni 2 er opin alla virka daga frá kl. 17-19 og laugardaga frá kl. 13-15. Sími 46000. Keflavík Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins að Hafnargötu 62 er opin daglega kl. 15.00-22.00. Simi 11070. Akureyri Skrifstofa Framsóknarflokksins er að Hafnarstræti 90, Akureyri. Opin alla virka daga frá kl. 13.00-19.00. Kosningastjóri er Sigfríður Þorsteinsdóttir. Síminn er 96-21180. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Vestmannaeyjar Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjum er að Kirkjuvegi 19 og eropin frá kl. 16-19. Sími 98-11004. SPEGILL Hjónin Jossica og Hume Cronyn hafa veríð gifl í 47 ár og „okkur kemur alltaf svo vel saman" segja þau í kór Jessica Tandy fékk Oscars-verð- launin sem „besta leikkona" 81 árs — Hún leikur Daisy í „Ekið með Daisy" og ætlar að leika í mörg ár enn! Jessica Tandy er fædd og uppalin í Englandi. Móðir hennar var kenn- ari og Jessica og bræður hennar fengu mjög menningarlegt uppeldi; aðeins var lesið fyrir börnin úr góð- um bókum og þeim haldið að börn- unum þegar þau fóru sjálf að Iesa. Leikhúsferðir voru tíðar með þau systkinin og Jessica segist ekki hafa verið nema 5 ára þegar þau fóru að „leika leikrit" heima hjá sér. „Mamma, þurfum við að hafa hana með?" spurðu bræðurnir oft, því að hún segist áreiðanlega hafa verið hrein plága á þeim. I æsku smitaðist Jessica af berkl- um og missti mikið úr skólanum, því að hún var svo oft lasin. En þegar hún var 15 ára spurði mamma hennar hvað hún hefði helst hug á að læra. Það stóð ekki á svari hjá Jessicu — hún vildi fara í góðan leikskóla og hún var farin að leika í leikhúsi 18 ára. Jessica giftist ung breska Ieikaran- um Jack Hawkins og þau eignuðust dóttur. Þau voru ekki lengi í hjóna- bandi, en við skilnaðinn fór Jessica með dótturina til Ameríku. Hún segir frá því í nýlegu blaða- viðtali að hún hafi komið til Amer- íku með eina ferðatösku, barnið sitt — og 10 dollara í vasanum! Eldri bróðir Jessicu var aðstoðar- konsúll í breska sendiráðinu í New York og hann gat aðstoðað systur sína þar til hún fékk vinnu við sitt hæfi. Jessica kynntist fljótlega Hume Cronyn, sem varð svo seinni maður hennar. Þau giftu sig samt ekki fyrr en tveimur árum eftir að hún kom til Ameríku. Þau hafa leikið mikið saman, bæði á sviði og eins í kvik- myndum (Cocoon og Cocoon: The Return). Þau eiga þrjú börn, þrjú barnabörn og tvö barna-barnabörn. En hvernig líkaði Jessicu Tandy við persónuna „Daisy" sem hún lék svo vel? „Mér finnst ég skilja Daisy vel. Við erum m.a.s. líkar í mörgu," segir Jessica og brosir, en hún bæt- ir því við, að í myndinni eldist Da- isy mikið og hrörni. „Eg kvíði ekki ellinni í sjálfu sér. Eg hef alltaf nóg að gera, bæði við leiklistina, heim- ilisstörfin og ég hef aldrei nægan tíma fyrir garðinn við húsið okkar í Connecticut, en mér finnst fyrir- kvíðanlegt ef það á ef til vill fyrir mér að liggja að verða mjög hrör- leg og upp á aðra komin. En það þýðir ekkert að kvíða því sem koma skal, og ég vonast til að geta unnið í nokkur ár enn," sagði hin hressa 81 árs leikkona að lokum í viðtalinu. 1940 lék Jessica í leikríti Cronins „Júpitor hlær" I Baltimore Theatre. Þá leit hún svona út Jessica Tandy kyssir „Oscarinn" sinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.