Tíminn - 10.05.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 10.05.1990, Blaðsíða 18
.18 .Tíminn 'jyFimmtCidágyp''rO/'rfi^íf'l"990 Héíií» MINNING Þórunn og Þorbjörg Benediktsdætur frá Þorvaldsstöðum í Skriðdal Þórunn Benediktsdóttir Fædd 11. nóvember 1894 Dáin 24. febrúar 1990 Þorbjörg Benediktsdóttir Fædd 13. febrúar 1897 Dáin 10. júní 1983 Að morgni 24. febrúar síðastliðins lést á Dvalarheimili aldraðra á Drop- laugarstöðum, Þórunn Benedikts- dóttir á nítugasta og sjötta aldursári, þrotin að kröftum og því hvíldin kær- komin. Bálfbr hennar var gerð frá Fossvogskapellu fimmtudaginn átt- unda mars við virðulega athöfn. Þór- unn dvaldi á Droplaugarstöðum í nokkur ár eftir að Þorbjörg systir hennar lést. Mig langar að minnast Þórunnar og Þorbjargar með fáeinum línum, því svo var líf þeirra samtengt alla ævi, ekki síst eftir að þær fluttu til Reykja- víkur. Þórunn er fædd að Þorvaldsstöðum í Skriðdal 11. nóvember 1894. For- eldrar hennar voru Benedikt Eyjólfs- son frá Litla-Sandfelli í Skriðdal, bóndi og hreppstjóri á Þorvaldsstöð- um, og Vilborg Jónsdóttir prests að Klyppstað í Loðmundarfirði, vefara- ætt. Þau Benedikt og Vilborg áttu 7 börn en aðeins 4 systur náðu fullorð- insaldri: Jónína, gift Helga Finns- syni, bónda og oddvita, Geirólfsstöð- um í Skriðdal. Hún lést árið 1964. Sigriður, gift Friðriki Jónssyni, bónda og oddvita frá Víkingsstöðum, Völlum. Þau hófu búskap á Þorvalds- stöðum ári 1926. Sigríður var ljós- móðir um áratuga skeið í Skriðdal, farsæl í starfi. Hún lést árið 1987. (Minntist ég hennar með nokkrum línum þegar hún lést.) Þórunn, sem hér er minnst, og Þorbjörg sem lést árið 1983. Þrjú börn létust í æsku, Eyjólfur, Stefán og Þuríður. Þau Þor- valdsstaðahjón tóku þrjú börn í fóst- ur: Stefán J. Björnsson, systurson Vilborgar. Hann er búsettur í Reykja- vík. Jónína Bjarnadóttir, hennar mað- ur var Hjörtur Einarsson frá Eyjum í Breiðdal, þau byggðu nýbýlið Lága- fell. Hjörtur er látinn fyrir mörgum árum. Jónína er nú búsett á Breið- dalsvík. Og Björn Markússon, hann er látinn fyrir mörgum árum. Öll þessi fósturbörn áttu því láni að fagna að alast upp sem þeirra eigin böm. í uppvexti þeirra Þorvalds- staðasystra var heimilið fjölmennt eihaheimili, enda fóru allar systurnar til náms í æðri skóla. Jónína og Þor- björg fóru í kennaraskóla, Sigríður í ljósmæðraskóla og Þórunn lærði fatasaum. Áður en lengra er haldið ætla ég að minnast á smáatvik sem gerðist á fermingardaginn minn. Sólarhring- inn áður kom slæmt vorhret, snjóbyl- ur. ég hafði verið allan laugardaginn og fram á nótt að aðstoða föður minn við sauðburðinn. Fermingardagurinn rann upp með norðaustan éljagangi. Ég var látinn fara gangandi til kirkju í Þingmúla sem var tvær bæjarleiðir. Foreldrar minir ætluðu svo að koma á hestum á eftir, gerðu víst ráð fyrir að ná mér í tæka tíð til að hafa mig tíl áður en gengið var til kirkju. En það er af mér að segja að þegar ég kem inn á baðstofugólfið í Þingmúla, hrakinn og feiminn, koma þær Þor- valdsstaðasystur, Þórunn og Þor- björg, til mín og bjóða mér hjálp við að laga mig til, voru að Ijúka við það þegar móðir min kom. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um hjálpsemi þeirra við lítilmagnann. Arið 1926 flytja þær Þórunn og Þor- björg alfamar úr Skriðdal til Reykja- vikur og bjuggu þar lengi í leiguíbúð á Freyjugötunni. Þórunn fór að vinna á saumastofu og Þorbjörg að kenna, voru það þeirra ævistörf meðan heils- an leyfði. Ekki hafa þær systur verið ánægðar með að leigja íbúð til lang- frama, því árið 1949 kaupa þær íbúð á Barónstíg 61 í Reykjavík og var þar þeirra heimili meðan báðar lifðu. Störf sín unnu þær af trúmennsku og skyldurækni. Sumarfríin notuðu þær oftast til að heimsækja sveitina sína kæru og æskuheimilið á Þorvaldsstöðum. Brást þá ekki að þær kæmu út að Flögu að finna konu mína, Þórunni Einarsdóttur frænku sína, en þær voru bræðradætur og mikil frænd- semi með öllu þessu fólki. Þær systur höfðu gaman af að ferð- ast um landið og kanna ókunna stigu, létu það ekki á sig fá þótt flestar ár væru óbrúaðar. Sumarið 1938 lögðu þær af stað gangandi frá Reykjavik, syðri leiðina austur i Skriðdal. Þær voru að sjálfsögðu ferjaðar yfir stór- vötnin á leiðinni. Með þeim var Unn- ur Jónsdóttir frá Egilsstöðum, systir þeirra Egilsstaðabræðra, Sveins og Péturs og þeirra systkina. Þær komu við á Borg þegar þær voru að koma sunnar yfir Breiðdalsheiði og stöns- uðu þar. Faðir minn bauð að fylgja þeim á hestum norður að Þorvalds- stöðum, en það vildu þær ekki þiggja, sögðust ætla að ganga síðasta spölinn. Benedikt á Þorvaldsstöðum, faðir þeirra systra, var hestamaður og átti umtalað gæðinga. Einn af þessum góðhestum hans hét Villingur, hann var gráskjóttur að lit (að mig minnir). Uppi í hólnum rétt ofan við Þorvalds- staðabæinn var lítið hesthús sem hét Villingskofi, nefhdur eftir hestinum. Tóftin stendur enn til minningar um hann. Þorvaldsstaðasystur vöndust því ungar að farið væri í útreiðartúra á sunnudögum. Ég ætla að rifja upp eina skemmtilega ferð á hestum sem við hjónin fórum með þeim Friðriki og Sigriði á Þorvaldsstöðum, Þór- unni og Þorbjörgu sem voru í sumar- fríi og Jónínu og Helga á Geirólfs- stöðum. Farið var norður yfir Hallormsstaðaháls upp frá Geirólfs- stöðum í glaða sólskini og Héraðið skartaði sinu fegursta. Farið var um Hallormsstað og inn í Atlavík og Guttormslund. Þar snúið við og farið sömu leið til baka framhjá Hallorms- stað, út svokallaðan Gamaskóg, komið við á Hafursá og þar drukkið kaffi og spjallað við heimafólk. Var síðan lagt af stað og farið út hjá Freyshólum, þaðan farið austur yfir hálsinn. Friðrik var þar öllum reið- götum kunnugur frá Víkingsstöðum. Komið var niður í Skriðdal milli bæj- anna Vaðs og Sauðhaga. Var þar farið af baki og áð góða stund, spjallað saman og rifjaðar upp gamlar minn- ingar og mikið hlegið. Ég held að þær Þórunn og Þorbjörg hafi skemmt sér vel þessa dagstund og þar með til- ganginum náð. Var síðan stigið á bak Þorbjörg Benediktsdóttir hestunum sem voru léttir í spori eftir að hafa hresst sig á grænu grasinu. Hélt svo hver heim til sín, glaður eft- ir vel heppnaðan dag. Þær Þórunn og Þorbjörg ólust upp við mikinn gestagang á Þorvalds- stöðum. Þennan gamla og góða sveitabrag tóku þær með sér til Reykjavíkur, því segja má að hjá þeim stæði alltaf opið hús. Ég tala nú ekki um ef Austfirðingar og sér i lagi Skriðdælingar voru á ferð. Ég sem þessar línur rita kom alltaf til þeirra á Barónsstig 61 þegar ég var á ferð og átti þar bæði fróðlegar og ánægjuleg- ar smndir með þeim systrum. Var jafhan stansað lengur en ætlað var, þó einkum ef Þórunn kona min var með. Eitt var alveg sérstakt hjá þeim systrum, en það var það hve þær höfðu gaman af að líta vel úr. Þær puntuðu sig og máluðu fram á síð- ustu ár. Árið 1983 treystu þær sér ekki leng- ur til að halda heimili og seldu vina- legu íbúðina sina á Barónstig 61. Þær voru búnar að sækja um pláss á Dval- arheimili aldraðra á Droplaugarstöð- um og fengu það. En ekki mun hafa liðið nema tæp vika frá því að svarið Þórunn Benediktsdóttir barst og þar til að Þorbjörg lést. Var þar með lokið ævilangri sambúð þeirra systra. Þórunn kom sumarið 1983 austur að Þorvaldsstöðum með Sigríði systur sinni sem dvalið hafði í Reykjavík um tíma sér til heilsubótar. Þórunn brá ekki út af vananum að bregða sér út að Flögu að heimsækja nöfhu sína og rifja upp gamlar minningar. Um haustið þegar hún kom svo suður fór hún að Droplaugarstöðum. Einu sinni enn, eða nánar tiltekið sumarið 1984, auðnaðist henni að heimsækja sveitina sína fögru og æskuheimilið á Þorvaldsstöðum og heimsótti okkur í Flögu að gömlum og góðum vana. Síðustu ár Þórunnar á Droplaugar- stöðum urðu henni erfið, sérstaklega eftir að hún missti sjónina. En frænd- fólk hennar og vinir heimsóttu hana og spjölluðu við hana til að dreifa tímanum. Við Þórunn þökkum þeim Þórunni og Þorbjörgu hinar mörgu og ógleymanlegu samverustundir. Minningin lifir þótt maðurinn deyi. Guð blessi minningu Þórunnar og Þorbjargar. Stefán Bjarnason, Flögu Þórarínn Kristjánsson Fæddur29.júlíl910 Dáinn 22. apríl 1990 Fyrstu helgi i sumri var ég ásamt nokkrum starfsbræðmm og fjárræktar- mönnum staddur í Þistílfirði til hrúta- kaupa fyrir sauðfjársæðingastöðvam- ar. Á laugardagskvöidinu var haldið upp á 50 ára afrnæli fjárræktarfélagsins Þistils með veglegri veislu og fræðslu- fundi. Þórarinn í Holti setti samkom- una og flutti erindi þar sem hann rakti í stórum dráttum sögu sauðfjárræktar í Iandinu og starfssögu félagsins, en hann var fyrsti formaður þess. Engum duldist að þar talaði maður af mikilli reynslu og brennandi áhuga. Engin merki elli né uppgjafar voru á viðhorf- um hans til verkefha líðandi stundar og framtiðar. Þórarinn lauk orðum sínum með þeirri ósk að sauðfjárræktin ætti eftir að eflast í landinu á nýjan leik og um langa framtið yrðu ávallt til bænd- ur og starfsmenn i þjónustu þeirra sem hefðu ánægju af að skoða og meta fal- legt fé. Morguninn eftir, þegar Þórarinn opn- aði fjárhúsdyrnar fyrir gestum þeirra bræðra, hné hann niður og var allur. Þar féll einn af merkustu fjárræktar- mönnum landsins sem hér skal kvadd- ur þótt á annan hátt sé en ég ætlaði er við héldum norður. Þórarinn Kristjánsson var fæddur í Laxárdal í Þistilfirði 29. júlí 1910 og átti því fáar vikur i áttrætt. Þangað hafði afi hans, Þórarinn Benjamínsson, flutt með fólk sitt árið 1900 frá Efri- Hólum í Núpasveit. Kristján Þórarins- son reisti nýbýlið Holt úr landi Gunn- arsstaða árið 1913; en þaðan var kona hans Ingiríður Arnadóttir. í Holti bjuggu þau hjón til æviloka og með þeim Þorsteinn Þórarinsson bróðir Kristjáns. Þorsteinn í Holti var frumherji í ís- lenskri fjárrækt. Hann varð flestum bændum fyrri til að velja fé sitt mark- visst til betra vaxtarlags og aukinnar holdasöfhunar. Á þeim árum var ís- lenski fjárstofhinn sem heild grófgerð- ur og holdrýr, það svo að lækkaði verð í Holti á dilkakjöti héðan þegar farið var að flytja það frosið á breska markaðinn skömmu fyrir 1930. Halldór Pálsson, sauðfjárræktarráðunautur og síðar búnaðarmálasrjóri, skrifaði m.a. svo um fé Þorsteins eftir að hafa skoðað það veturinn 1940: „Hann átti þá einn fegursta ærhóp sem ég hef séð hér á landi. Ærnar báru með sér mikl'a kyn- festu, virtust allar steyptar í sama mót." Síðan lýsti hann vaxtarlagi og holds- öfhunareiginleikum sem hinum ákjós- anlegustu. í slíku fjárræktarumhverfi ólust þeir upp bræðurnir Þórarinn og Ámi í Holti. Þeir tóku við búi eftir föður sinn árið 1942, fyrst með móður sinni, og hafa síðan búið í Holti ásamt Am- björgu systur sinni og með þeim til heimilis Friðgeir Guðjónsson sem kom í Holt 16 ára unglingur og hefur unnið þar síðan. Enginn vafi leikur á að hinn mikli ræktunaráhugi Þorsteins og næmi smekkur hans fyrir fjárvali hafa mótað þá bræður mjög. Þeir höfðu áhugann og upplagið sem þurfti og héldu kynbótastarfinu ótrauðir áfram. Fylgdu sömu stefhu, sem var að rækta og festa í stofhinum alla verðmæta eig- inleika, s.s. afurðagetu, góða byggingu og holdasöfhun, eðlisgóða ull. En þeir bræður völdu ekki eingöngu með verð- mæti í huga; stominn varð að bera með sér fegurð og kynfestu. Fáir hygg ég að hafi í seinni tíð lagt meiri alúð við fjár- val sitt en þeir Holtsbræður. Mér er það minnisstætt er ég gisti hjá þeim sl. haust. Þegar ég kom á fætur um morg- uninn stóðu þeir báðir og höfðu staðið lengi með kiki við stofhgluggann og fylgdust með lambhrútum sem voru á beit framan við bæinn. Þannig virtu þeir fyrir sér fótstöðu og hreyfingar hverrar kindar, ræddu sin á milli og lýstu fyrir mér hvað það væri sem þeir sæktust eftir. Veturinn 1940 var stofhað í Holti Sauðfjárræktarfélagið Þistill og var það annað félagið í landinu sem stofh- að var í kjölfar nýrra laga um búfjár- rækt. Það er nú elsta fjárræktarfélag landsins með óslitna starfssögu. Stofh- endur vom bændur í Holti, Laxárdal, Gunnarsstöðum og Syðra-Alandi. Samvinna þessara bænda í fjárrækt hefur alla tíð síðan verið mikil og hef- ur félag þetta gert ómælt gagn Þistil- firðingum og landsmönnum öllum. Þar hefur frá upphafi starfað harður kjarni áhugamanna frá öllum framangreind- um bæjum og fleiri nú í seinni tíð. Ég hygg þó að á engan sé hallað þótt ég nefhi Þórarin og Ama i Holti og Grím Guðbjömsson á Syðra-Alandi sem framvarðasveit fjárræktarmanna í Þist- ilfirði síðustu áratugina. Grímur féll frá fyrir aldur fram á útmánuðum 1987, varð bráðkvaddur við fjárhús sín í fár- viðri og er saknað af samherjum heima fyrir og víða um land. Sauðfjárbændur um allt land standa í þakkarskuld við Þistilfirðinga vegna ræktunar þeirra og þess mikla fjölda kynbótafjár sem þaðan hefur fengist. Gifta réð því að i Þistilfirði varðveittist blóð af gamla mývemska fjárstofhin- um sem annars var felldur vegna fjár- skipta um miðjan fimmta áratuginn. Fyrir snilli fjárræktarmannanna í Þistli varð þessi blóðblöndum að flestra dómi með afbrigðum farsæl og við framrækt komu fram á sjónarsviðið margir glæsilegir kynbótagripir sem markað hafa djúp spor i fjárrækt lands- manna. Strax við fjárskipti 1944 var flutt fé úr Þistilfirði vestur í Keldu- hverfi og þaðan fáum ámm siðar suður á land. Siðan hafa félagsmenn í Þistli selt kynbótahrúta í hundraðatali til ná- grannasveita og um Austurland allt. Nú hin allra síðustu ár er þáttur þeirra stór í að skaffa ósýkt fe til svæða þar sem fjárskipti eiga sér nú stað vegna riðuveiki. Haustið 1964 hófust sauðfjársæðing- ar frá Akureyri og komu þá til notkun- ar fimm hrútar ættaðir frá Þistilsfélög- um. Einn þessara hrúta, Þokki frá Holti, er af mörgum talinn einn sterk- asti kynbrótahrútur sem notaður hefur verið á sæðingarstöð. Þessi starfsemi hefur aukist síðan og nú mun láta nærri að 30 hrútar úr Þistilfirði hafi verið notaðir til sæðinga um lengri eða skemmri tíma. Ekki dettur mér i hug að hver einasti þeirra hafí verið til bóta, en hitt er víst að Þistilsfé hefur haft mikil og bætandi áhrif á fé í mörgum sveit- um, ekki síst hvað varðar vaxtarlag þess og holdafar. Þvi er þessi saga rakin hér að fjárrækt í Þistílfirði er samtvinnuð sögu Þórar- ins í Holti. Hann var, eins og áður greindi, einn af stofhendum fjárræktar- félagsins Þistils og fyrsti formaður þess. Honum vom falin fjölmörg önnur trúnaðarstörf á langri ævi sem ég kann ekki að rekja svo tæmandi sé og læt því ógert. Ég hygg að fjárræktin hafi alltaf skipað æðsta sess í huga hans. Sumir menn eru svo fast mótaðir og vissir i sinni sök að þeir telja sig engin ráð þurfa til annarra að sækja. Þessu var öðruvísi farið méð þá Holtsbræður. Frá fyrstu tíð voru þeir jákvæðir fyrir opinberum leiðbeiningum og tilbúnir að tileinka sér þekkingu sem innlendar eða erlendar rannsóknir leiddu í ljós. Samstarf þeirra við Halldór Pálsson var árangursríkt og jákvæðir hafa þeir ver- ið eftirmönnum hans og öðrum leið- beinandi mönnum í sauðfjárrækt. Ræktun þeirra byggist ekki síst á þeirri hugsjón að framleiða úrvals vöru á borð neytenda og þegar kröfur um fitu- minna dilkakjöt fóm að gerast háværar sýndu þeir fljótt áhuga á að bregðast við þeim með kjötmælingum og úrvali gegn of mikilli fitusöfhun í stofhinum. Þegar fréttist af nýju hljóðmyndatæki til mælinga á fitu- og vöðvaþykkt í lif- andi fé vora Þórarinn og Ami í Holti meðal fyrsta bænda til að spyrja um notagildi þess og möguleika á að beita því við fjárval strax í haust. Báðir nær áttræðir en áhuginn óbilaður. Stofhfélagar Þistils em nú margir fallnir frá en hinir orðnir gamlir menn. Þeir hafa skilað árangursriku starfi. Enda þótt byggð í Þistilfirði eigi nú undir högg að sækja era þar ungir menn tilbúnir að taka upp merkið. Það er gangur lífsins að ungir menn leysa þá gömlu af hólmi. Þórarinn í Holti kvaddi þennan heim kátur í lund og mátti vel una sínu ævistarfi. Búnaðar- félag íslands þakkar honum heilladrjúg störf. Ég vil fyrir hönd míns fólks þakka Holtsfólki gömul og góð kynni og votta öllum aðstandendum samúð. Sigurgeir Þorgeirsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.