Tíminn - 10.05.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.05.1990, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 1.0. maí. 1990 'Tíminrt 19 Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu: Arnór bestur hjá Anderiecht sem enn missti af bikarnum Knattspyrna: Sviss náði jöfnu gegn Argentínu Argentínumenn léku gegn Sviss- lendingum á þriðjudagskvöld upphitunarleik fyrir HM á Italíu. Abel Balbo skoraði fyrir Argent- ínu á 53. mínútu, en Kubilay Tur- kyilmaz jafnaði fyrir Sviss á 90. mínútu. Kissinger í undir- búningsnefnd fyrir HM í Bandaríkjunum Henry Kissinger fyrrum utanrík- isráðherra Bandaríkjanna hefúr gengið til liðs við undirbúnings- nefnd þá, sem skipuleggur Heimsmeistarakeppnina í knatt- spymu, sem haldin verður í Bandaríkjunum 1994. Fyrrum fjármálaráðherra landsins, Willi- am Simon, og Steven Ross stórlax hjá Time Wamer kvikmyndafyrir- tækinu hafa einnig tekið sæti i nefndinni. Formaður Liverpool hefur sagt af sér Sir John Smith, sem verið hefúr formaður stjómar Liverpool, sagði af sér í fyrradag. Astæðuna sagði hann vera persónulega og að félagið þyrfti á nýju andliti að halda. Við formennsku tók Noel White. Austur-Þjóðverjar streyma vestur Austur-þýsku landsliðsmennimir Thomas Doll og Frank Rohde, sem leikið hafa með FC Berlín, áður Dinamo Berlín, em á leiðinni vestur yfir til liðs Hamborgar. Kaupverð þeirra beggja mun vera um 96 milljónir króna. Fjölmargir knattspymumenn frá Austur- Þýskalandi hafa að undanfomu gengið til liðs við vestur-þýsk lið, enda er stutt í, að þessi ríki sam- einist. Körfuknattleikur: Lakers byriameð tapi gegn Pnoenix Phoenix Suns gerði sér litið fyrir og lagði Los Angeles Lakers að veili í fyrsta leik liðanna í undan- úrslitum vesturdeildar NBA- deildarinnar í fyrrinótt og það á heimavelli Lakers, Fomm. Loka- tölurvom 102-104. Meistarar Detroit Pistons tóku á móti New York Knicks og sigmðu með yfirburðum 112-77. Detroit hefúr því 1-0 yfir gegn Knicks í viðureigninni. Portland Trail Blazers náði 2-0 forystu á San Antonio Spurs með 122- 112 sigri. Það lið, sem fyrr sigrar í íjómm leikjum, kemst áfram í úrslitakeppninni. Blak: Bandaríkin oq V- Þýskaland standa best að vígi á Spáni Undankeppni heimsmeistara- mótsins í blaki kvenna fer fram í borginni Puerto De Santa Maria á Spáni þessa dagana. Leikið er í tveimur riðlum og hafa Bandarík- in og V-Þj kaland besta stöðu í riðlunum. Úrslit leikjanna á þriðjudag urðu þessi: A-riðill: Frakkland-Vestur-Þýskaland. 0-3 Alsír-Júgóslavía ...........0-3 Venezúela-Spánn.............1-3 B-riðill: Mauritíus-Rúmenía...........0-3 Bandaríkin-Pólland .........3-2 Ástralía-Holland ...........0-3 halska liðið Sampdoria varð Evr- ópumeistari bikarhafa í gær- kvöldi, er liðið lagði Anderíecht tfá Belgíu að velli í úrslitaleik keppn- innar í Gautaborg í Svíþjóð. Jaínt var eftir venjulegan leiktíma 0- 0, en Gianluca Vialli skoraði tvívegis í fyrri hálfleik ffamlengingarinnar og Besti borðtennisskóli landsins er Grenivíkurskóli. Skólinn fékk þessa nafnbót á nýafstöðnu Grunnskólamóti, sem haldið var í Laugardalshöll, en skólinn sigraði í tveimur af þeim flórum flokkum, sem keppt var í. Keppt var i flokkum 4.-6. bekkinga og 7.-9. bekkinga drengja og stúlkna og sigraði Grenivíkurskóli í stúlkna- flokkunum. Að launum fékk skólinn borðtennisborð ffá Borðtennissam- bandinu, sem hélt mótið í annað sinn. Sigurvegarar urðu þessir: Drengir 7.-9. bekkur: 1. Seljaskóli, Ársæll Aðalsteinsson, Jón Páll Ásgeirsson, Olafúr Þór Rafnsson og Sigurður Heimir Kol- beinsson. Drengir 4.-6. bekkur: 1. Ölduselsskóli, Ólafúr Þór Gunnars- son, Bjöm Brynjar Jónsson, Ómar Öm Jónsson og Hans Adolf Hjartarson. Stúlkur 7.-9. bekkur: tryggði ítalska liðinu bikarinn. Anderlecht tapaði nú sínum þriðja Evrópubikarúrslitaleik síðan Amór Guðjónsen hóf að leika með liðinu, en Amór átti mjög góðan leik í gær og var bestur leikmanna Anderlecht í leiknum. Það var einkum í fyrri hálf- leik, sem vamarmönnum Sampdoria 1. Grenivíkurskóli, Hólmfríður Bjömsdóttir, Elín Þorsteinsdóttir, Elva Helgadóttir og Erla Valdís Jónsdóttir. Stúlkur 4.-6. bekkur: 1. Grenivíkurskóli, Margrét Ósk Her- mannsdóttir, Berglind Bergvinsdóttir, Margrét Ösp Stefánsdóttir, Hjördís Sunna Skímisdóttir, Anna Bima Bjömsdóttir og Sveinlaug Friðriks- dóttir. Aldursflokkamót KR Um síðustu helgi fór einnig ffam Aldursflokkamót KR í KR-heimilinu við Frostaskjól, keppt var í 7 flokkum bama og fúllorðinna. Sigurvegarar urðu þessir: Stúlkur 13 ára: Ásdís Kristjánsd. Stúlkur 14-17 ára: Aðalbj. Björgv.d. Drengir 11 ára: Guðmundur Stephen- sen Drengir 12-13 ára: Sigurður Jónsson Drengir 14-15 ára: Ársæll Aðalst.s. Opinn flokkur kvenna: Aðalbjörg Bj. Opinn flokkur karla: Bergur Konráðs. gekk illa að hemja Amór og bmtu þeir hvað eftir annað á honum. Amór er nú á forum ffá liðinu, líklega til Niimberg í V-Þýskalandi. Sampdoria liðið lék betur í gær og var óheppið að skora ekki fyrr en á 105. mín. I fyrri hálfleik tókst vamar- mönnum Anderlecht tvívegis að Stóra Víkingsmótið Fyrir skömmu fór fram í TBR húsinu Stóra Víkingsmótið í borðtennis. Sigurvegarar á mótinu urðu þessir: Meistaraflokkur karla: Kjartan Briem M.fl. kvenna: Auður Þorláksdóttir 1. fl. karla: Pétur Ó. Stephensen 1. fl. kv.: Ingibjörg Ámadóttir 2. fl. karla: Amór Gauti Helgason Kjartan og Auður em úr KR, en Pét- ur, Ingibjörg og Amór em úr Víkingi. BL Rallakstur: Auriol á Lancia vann á Korsíku Frakkinn Ditier Auriol á Lancia Delta sigraði í Korsíku rallinu, sem lauk í gærdag. Annar varð Carlos Sa- inz frá Spáni á Toyota Celica og þriðji varð Francois Chatriot frá Frakklandi á BMWM3. bjarga á marklínu. Rússar í úrslit Sovétmenn sigmðu Svía 2-0 (sam- anlagt 3-1) í síðari leik þjóðanna í undanúrslitum Evrópukeppni lands- liða 21 árs og yngri í Simferopol í gærkvöld. BL Báp j 111 i Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell........25/5 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnir innanlands: Reykjavík: Alla miðvikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga ísafjörður: Alla þriðjudaga SKJPADE/LD f^kSAMBAMDSJNS Sambandshúsinu, Kirkjusandi 105, Reykjavík, sími 698300 a a A A . IAKN TRAUSIRA fUJININGA Knattspyrna: Fram og KR mætast þriðja árið í röð -í úrslitum Reykjavíkurmótsins I kvöld verður fýrsti „stóri“ leik- urinn á nýhaflnni knattspymutíð, þegar úrslitaleikur Reykjavíkur- mótsins fer ffam á Gervigrasvell- inum í Laugardal, en leikurinn hefst kl. 20.30. Til úrslita leika Fram og KR, en þessi lið hafa leikið til úrslita í mót- inu sl. 2 ár og hafa KR-ingar sigrað í bæði skiptin. Frá því mótið var flutt á Gervigrasvöllinn árið 1985 Pétur Ormslev fýriríiði Fram. hafa Framarar jafúan leikið til úr- slita, tvívegis gegn Val og þrisvar gegn KR. Fram hefúr tvívegis hampað Reykjavíkurbikamum á þessu tímabili. í undanúrslitum mótsins lögðu Framarar Víkinga að velli, en KR-ingar lögðu Þróttara. Úrslitaleikir Reykjavíkurmótsins frá 1985 hafa verið þessir: 1985 Fram-Valur.........1-0 1986 Fram-KR............3-1 1987 Fram-Valur.........0-2 1988 Fram-KR ...........0-2 1989 Fram-KR ...........1-2 1990 Fram-KR..............? Mikil meiðsl hafa hijáð leikmenn Reykjavíkurmeistara KR að undan- fömu og hafa þeir átt erfítt með að stilla upp sínu sterkasta liði. I kvöld getur KR að öllum líkindum stillt upp öllum sínum bestu leikmönnum því að þeir, sem meiddir hafa verið, eru að ná sér. Fyrirliði KR er Pétur Pétursson, en Englendingurinn Ian Rush þjálfar liðið eins og í fyrra. Bikarmeistarar Fram mæta til leiks í kvöld með sitt sterkasta lið, að því undanskildu, að Kristinn R. Jónsson getur ekki leikið. Pétur Ormslev er fyrirliði Fram, en Ásgeir Elíasson Borðtennis: þjálfar liðið eins og undanfarin ár. Framarar hafa verið mjög sterkir það sem af er á Reykjavíkurmótinu, en meiðsl hafa sett strik í reikning- inn hjá KR. Þessi lið eru talin koma til með að blanda sér í toppbaráttuna í 1. deildarkeppninni, sem hefst 19. maí. í kvöld gefst gott tækifæri til þess að sjá tvö af sterkustu liðum landsins etja kappi hvort við annað í fyrsta „stórleik" ársins. BL Pétur Pétursson fýriríiði KR. Grenivíkurskóli besti borðtennisskóli landsins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.