Tíminn - 10.05.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.05.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 10. maí 1990 VETTVANGUR Tómas Gunnarsson lögmaður: Þjóöhagsleg áhrif mögu- legs álvers viö Eyjafjörö Grein þessi fjallar um þjóöhagsleg áhrif mögulegs álvers, en ég vil taka fram að ég er yfirlýstur andstæðingur álvers í Eyja- firði vegna mögulegs tjóns á náttúai og heilsutjóns fólks vegna mengunar. Ég hef hins vegar lengi haft áhuga á stóriðju og tel sjálfsagt að nýta möguleika hennar ef það er hag- kvæmt í öllum meginatriðum og það veldur ekki spjöllum á náttúru eða spillir heilsu fólks. Og ég vil basta því við að ég tel óraunhæft að gera ekki ráð fyrir nýtingu náttúruauð- linda okkar og tel nauðsynlegt að nýta þær skipulega og standa vel að því fremur en að eiga á hættu fyrir- varalitlar og illa undirbúnar stórað- gerðir. Það álver, sem verið er að tala um að Atlantal aðilarnir reisi, er með 200 þús. tonna afkastagetu á ári. En það er yfirlýst af hálfu stjórnvalda nú að það sé ein af forsendum Atl- antal hópsins að allar staðarlegar að- stæður við verksmiðjuna leyfi að hún verði með 400 þús. tonna af- kastagetu á ári. Hér yrði því um risa- fyrirtæki að ræða bæði miðað við ís- lenskar og eyfirskar aðstæður. Til marks um stærðina skal nefht að raf- orkuþörf allra landsmanna og allrar stóriðju í Iandinu árið 1988 var 3.907 GWst á ári en orkuþörf ráð- gerðs 200 þús. tonna álvers er áætl- uð 2.970 GWst. á ári, sem sagt meira ein 76% af allri raforkuþörf- inni árið 1988. En hvaö um þjóóhagsleg áhrif? Hljóta þau ekki að liggja ljós fyrir nú, 29. april 1990, þegar ákvörðun um staðsetningu álversins á að ljúka eigi síðar en í maí 1990 samkv. yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar og Atlan- tal aðilanna frá 13. mars 1990? Ég tel svo ekki vera. Rikisstjórnin sjálf eða iðnaðarráðherra hafa ekki lýst yfir, svo fram komi i opinberum gögnum, hver þau áhrif era sem rík- isstjórnin stefhir að. Þar segir aðeins að iðnaðarráðherra staðfesti stefhu íslenskra stjórnvalda að auka nýt- ingu innlendra orkulinda með frekari álframleiðslu. í fylgiskjali nr. 5 með frumvarpi til breytinga á lögum um raforkuver sem lagt var fram í þessum mánuði á Alþingi, er greinargerð Þjóðhags- stofhunar um þjóðhagsleg áhrif Atl- antal álversins, dags. 6. apríl 1990. Þar eru rakin ýmis atriði en stefht að ítarlegri greinargerð síðar í apríl 1990. Meginniðurstöður Þjóðhags- stofnunar eru m.a. þessar: Gert er ráð fyrir að framleiðslugeta álversins verði 200 þús. tonn á ári. Fjárfesting í álveri verði 42 milljarðar og fjár- festing i virkjunum 27 milljarðar. Samanlögð fjárfesting tæplega 70 milljarðar. Framkvæmdatíminn verði frá síðari hluta þessa árs fram ááriðl994. Af þessum tölum staldra ég fyrst við áætlaða fjárfestingu i virkjunum, 27 milljarðana. Þetta er sá hluti sem okkur íslendingum er ætlað að leggja til. í yfirlýsingunni frá 13. mars 1990 segir að raforkuþörf ál- versins yrði 2.970 GWst. á ári og aflþörfin 355 MW. Síðar i yfirlýs- ingunni er sagt frá sex virkjunar- kostum, hverra afl yrði 500MW og orkuvinnsla 2.970 GWst. á ári sem stemmir við orkuþörf álversins. Það vekur athygli að stofnkostnaður þessara sex virkjana er ekki um 27 milljarðar heldur 35,795 milljarðar. Skýringin kemur síðar f yfirlýsing- unni. Það er ekki ráðgert að byggja nema fjórar af þessum sex virkjun- um. Ekki stendur til að reisa Vill- inganesvirkjun og Vatnsfellsvirkjun. Og þá næst tölulegt samræmi í stofhkostaað virkjananna samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofhunar, sem verður 27,256 milljarðar við fjórar virkjanir, þ.e. Fljótsdalsvirkjun, stækkun Búrfellsvirkjunar ásamt lokaáfanga Kvislaveitu og stækkun miðlunar í Þórisvatni, einnig fyrsta áfanga Nesjavallavirkjunar og stækkun Kröfluvirkjunar. En þessar fjórar virkjanir hafa að vísu aflafköst upp á 400MW en álverið þarf 355MW. Hins vegar er orkuvinnslu- geta virkjananna fjögurra aðeins 2.350 GWst á ári. Það vantar því 620 GWst/ári til að þessar fjórar virkjanir hafi orkuvinnslugetu til að fullnægja orkuþörf álversins. í yfir- lýsingu rikisstjórnarinnar og Atlan- tal aðilanna frá 13. mars 1990, sem fylgir frumvarpinu, er athugasemd sem skýrir málið: „Að Blönduvirkj- im meðtalinni er afl ofangreindra virkjana 550MW og orkugetan 2.960 til 3.070 GWst/ári eftir því hvort samningar takast um að stækka miðlunarlón virkjunarinnar, sbr. ákvæði þingsályktunar um virkj- unarframkvæmdir og orkunýtingu frá árinu 1982." Það verður því ekki annað séð en í 27 milljarða stofhkostnaðartölu Þjóðhagsstofhunar við virkjanirnar sé aðeins miðað við þær fjórar virkj- anir sem ráðgert er að byggja en ekki að nokkru leyti tekinn með kostnaður við byggingu Blöndu- virkjunar. Orkuframleiðsla hennar er þó nauðsynleg fyrir álverið. Meðal gagna, sem fylgja frumvarp- inu til laga um breytingu á lögum um raforkuver og yfirlýsingunni frá 13. mars 1990, er tafla hverrar fyrir- sögn er: „Nýjar fjárfestingar í raforkukerf- inu. 1) Leið 200 — Nýtt álver með 200 þúsund tonna framleiðslu sem hefur rekstur árið 1994." í töflunni er greint frá ráðgerðum kostaaði við virkjanir Landsvirkjun- ar árin 1990 til 1994 og orkuflutn- ingskerfum þeim tengdum, á verð- lagi í des. 1989. Þar kemur fram að heildarkostnaður við virkjanir og flutningslínur er 39,472 milljarðar. Inni í þeirri tölu er kostnaður við að ljúka Blönduvirkjun sem er talinn 5,867 milljarðar og kostnaður við stækkun Blöndulóns 0,277 milljarð- ar. Þar er kostnaður við orkufluta- ingskerfi áætlaður 8,041 milljarður. Ég tel að við þessa heildarkostnaðar- tölu vegna virkjanaframkvæmda Landsvirkjunar fyrir álverið, 39,472 milljarða, þurfi að bæta kostaaði við Nesjavallavirkjun, 0,906 milljörð- um, og kostaaði við Blönduvirkjun fram til ársloka 1989, sem er 6,510 milljarðar samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar pr. 31. des. 1989. Að þessum tölum viðbættum verð- ur heildarkostaaður í raforkukerfinu 46,888 milljarðar. Mér virðist að talan 27 milljarðar, sem Þjóðhagsstofnun miðar við, sé fundin þannig að kostnaði við Blönduvirkjun og allt orkuflutnings- kerfið vegna álversins sé sleppt. Og ég sé heldur ekki að auðæfin sem liggja í orkulindunum sjálfum séu metin sérstaklega. Til þess er þó mikil ástæða, bæði vegna þeirra verðmæta sem felast í hagkvæmri vatasorku en ekki síður vegna þess að með þessum fjórum virkjunum erum við að nýta hagstæðustu virkj- unarkostina í þágu útlendinga, en eigum í staðinn eftir kosti sem eru allt að 50% dýrari í nýtingu fyrir okkur sjálf. Til frekari rökstuðnings þess að kostnaðartala Landsvirkjunar vegna álversins sé nær 39,472 milljörðum en 27 milljörðum á árin 190-1994 leyfi ég mér að vitaa til orða Jó- hanns Más Maríussonar, aðstoðar- forstjóra Landsvirkjunar, á fundi hennar 6. apríl 1990, en þar segir hann: „Fjárfesting Landsvirkjunar á timabilinu 1990- 1994 áætlast nema um 7,7 milljörðum króna að meðal- tali á ári næstu fimm ár og gera má ráð fyrir að aðrir í orkugeiranum fjárfesti um 1 milljarð kr. að meðal- tali á ári á sama tímabili." Samkv. þessu yrði fjárfesting Landsvirkjunar 38,5 milljarðar og annarra 5 milljarðar. Ein hvernig fá íslendingar fjárfest- ingarnar í virkjununum greiddar frá álverinu? Um það er ekki að finna upplýsingar á þessu stigi. Það er eitt af samningsleyndarmálunum. En menn geta gefið sér ýmsar forsend- ur, t.d. að fyrir orkuna fáist sama verð og ísal greiddi árið 1988, 18,5 mills á kwst, árið 1988 var með bestu árum í álsölu og því með eitt hæsta raforkuverð frá Isal. Miðað við 2.970 GWst/ári og 18,5 mills fyrir kwst. og gengi dollars 60,- ísl. krónur geta heildartekjur frá álveri Atlantal aðilanna orðið 3,297 milljarðar á ári. Frá því er eðlilegt að draga kostaað vegna reksturs raforkukerfisins. Ef miðað er við ársreikning Landsvirkj- unar árið 1989 var rekstrarkostaað- ur, að frátöldum afskriftum, vöxtum og sköttum, um 24% af heildartekj- um og mundi því vera í þessu dæmi 791 milljón. Afskriftir miðaðar við 50 ár og 27 milljarða verða 540 milljónir á ári, þannig að eftir verða 1.966 milljónir til greiðslu á vöxt- um, hagnaði og fleira. Þessi fjárhæð dugar til 7,3% ávöxtunar af 27 millj- örðum og endurgreiðslu á 50 árum. Ef miðað er við viðbótarkostaað raforkukerfisins vegna virkjananna fjögurra, Blönduvirkjunar og dreifi- kerfisins, um 47 milljarða, en miðað við sömu forsendur að öðru leyti nema hærri afskrifta veggna hærri stofhkostaaðar, verða 1.566 milljón- ir eftir upp í vexti, hagnað og fleira. Það gefur 3,3% ávöxtun. í þessu sambandi er fróðlegt að bera saman það sem tiltækt er um ávöxtunarkröfur Atlantal aðilanna. í greinargerð Þjóðhagsstofhunar kem- Þar sem viðbúið er að landsmenn sætti sig illa við samdrátt, t.d. í opinberum framkvæmdum, virð- ist með álverinu vera undirbúin ein koll- steypan enn í ís- lenskum atvinnu- og efnahagsmálum. Það eru mengunar- áhrifin sem valda því að mér finnst útilok- að að stóru álveri verði valinn staður til- tölulega innarlega í Eyjafirði, bæði vegna líklegrar mikillar og stöðugrar mengunar og eins vegna mögu- legrar stórfelldrar mengunar af völdum náttúruhamfara. Hvaða áhrif gæti t.d. öflugur Dalvíkur- skjálfti haft á gamla og tærða efnis- geyma? ur fram í sambandi við fjármögnun álversins að gert er ráð fyrir að fjórir fimmtu hlutar stofhkostaaðarins við álverið verði fjármagnaðir með lán- um en einn fimmti með framlögum eigenda. Þar segir: „Eiginfjárfram- lög jafhgilda hins vegar alls um 9,5 miUjörðum króna á árunum 1990- 1994 á verðlagi 1989 en sé fjár- mögnun vegna gangsetaingar árin 1993 og 1994 talin með verður þessi fjárhæð nærri 12 miUjarðar króna." Siðar í sömu greinargerð segir um rekstur álversins: „... en árið 1995 er áætluð arðgreiðsla út úr landinu sem samsvarar 2,3 milljörðum króna á verðlagi ársins 1989." Þessi arð- greiðsla gefur yfir 19% arðgjöf til Atlantal aðilanna. Þessi stærsti þáttur þjóðfélagslegra áhrifa af álverinu, þ.e. sjálf salan á orkunni, er ekki hagstæður. Það er því engin ástæða fyrir íslendinga að leita eftir samningum við útlendina sem ekki geta gefið nema í hæsta lagi 7,3% arð af fjármagni í stofh- kostnaði og þar sem ekki er tekið endurgjald fyrir auðlindirnar. Fráleitt er að taka lán á alþjóðlegum lána- mörkuðum í áhættufyrirtæki sem gefa 3,3% eða 7,3% ávöxtun. Al- mennar ávöxtunarkröfur í áhættu- rekstri eru miklum mun hærri. Auk þess eru margir sem telja að vextir á alþjóðamörkuðum verði mjög háir næsta áratug, m.a. vegna mikilla breytinga í Austur-Evrópu sem leiði til geysilegra fjárfestinga þar. En hvað um margvísleg önnur þjóðhagsleg áhrif? Störf við byggingu virkj- ananna og álversíns Á árunum fram til 1994 eru talin vera um 4.700 ársverk við álverið og virkjanirnar og skiptast þau nokkuð jafht á milli. Flest ársverkanna falla til á árunum 1992 og 1993 eða 1.500 til 1.700 hvort ár. Talið er að störf við virkjanirnar verði að mestu unn- in af íslendingum en 20% eða allt upp í 40% af störfum við álverið verði unnin af erlendu vinnuafli. í greinargerð Þjóðhagsstofhunar- innar segir: „Framkvæmdir vegna álversins eru mjög umfangsmiklar í þjóðhagslegu samhengi. Þess vegna er töluverð hætta á þenslu, sérstak- lega á árunum 1992 og 1993. Brýnt er því að dregið verði úr öðrum framkvæmdum á þessum tíma og þeim frestað til áranna 1994 og 1995." Það er því ljóst að Þjóðhags- stofhun telur þessar framkvæmdir óhæfilega umfangsmiklar nema gerðar verði sérstakar ráðstafanir til samdráttar. Það sem er þó sennilega verst við þennan þátt er að vinnu- aflskröfur framkvæmdanna falla illa að þörfum atvinnulausra í landinu. Sérhæfoir tækja-, verka- og iðnaðar- menn verða þarna mjög eftirsóttir en lítt þjálfað fólk fær fá atvinnutæki- færi. Það er enn höfuðókostur að þessum umfangsmiklu störfum verð- ur að fullu lokið árinu 1994. Þar sem viðbúið er að landsmenn sætti sig illa við samdrátt, t.d. í opin- berum framkvæmdum, virðist með álverinu vera undirbúin ein koll- steypan enn í islenskum atvinnu- og efhahagsmálum. Störf viö rekstur álversins Eftir að álverið er komið í fullan rekstur er ráðgert að þar starfi um 650 manns. Það er veigamikið. En vert er að benda á tilkostaaðinn bak við hvert starf. Hann er yfir hundrað milljónir á hvern mann. Þá virðast kröfur álversins ekki falla vel að þörfum samfélagsins fyrir atvinnu- tækifæri. Skattar og framleiðslugjöld Hve há innflutaingsgjöld, fram- leiðslugjöld og skatta greiðir álverið til samfélagsins? Sennilegt er að skattahlutinn í þessum gjöldum verði a.m.k. ekki hærri en gerist samkv. ís- lenskum skattalögum. í yfirlýsingu rikisstjórnarinnar og Atlantal aðil- anna er gert ráð fyrir að aðalsamning- urinn þeirra á milli fjalli auk annars um skattamál og lausn ágreinings- efha. Ef marka má fyrri reynslu verð- ur væntanlega samið um að aðfluta- ingsgjöld verði ekki greidd af að- föngum til álversins og skattagreiðsl- ur verði a.m.k. lægri en almennt ger- ist á íslandi að því leyti sem um frá- vik verður að ræða. Að þessu leyti er því hætt við að álverið skili ekki eins miklu til samfélagsins hlutfallslega og aðrir atvinnurekendur. Tækniþekking Þegar samningar við Svisslendinga voru til umræðu um miðjan sjöunda áratuginn var talsvert úr því gert að ný tækniþekking myndi flytjast inn í landið og menn gerðu sér vonir um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.