Tíminn - 11.05.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.05.1990, Blaðsíða 13
Föstudagur 11. maí 1990 Tíminn 13 Stefnuskrá framsóknar- og vinstri manna á Dalvík: Atvinnumálin í brennidepli Atvinnumál, félagsmál og um- hverfismál eru helstu áherslu- punktar lista Framsóknar- flokks og vinstrí manna fyrír bæjarstjómarkosningamar á Dalvík. Einnig vilja þeir opnarí vinnubrögð bæjarstjómar um stórar ákvarðanatökur, sem varða bæjarfélagið allt. Framsóknarflokkurinn á 2 fulltrua í fráfarandi bæjarstjórn og eru þeir í minnihluta. Flokkurinn ætlar sér stærri hlut í komandi kosningum, og hafa þeir fengið vinstri menn til liðs við sig, og bjóða fram undir bókstafnum M. Valdimar Bragason skipar efsta sæti lista Framsóknarflokksins og vinstri manna á Dalvík. Valdimar sagði í sam- tali við Tímann, að í komandi kosn- ingum yrði höfuðáherslan lögð á at- vinnumálin, því auðvitað væru þau grundvöllur fyrir því, að menn geti gert eitthvað annað, bæði hvað varðar framkvæmdagetu bæjarins og afkomu þegnanna. Þvi er ekki að neita, að blik- ur eru á lofti varðandi atvinnúmálin, og atvinnuleysis hefur gætt hér sl. ár og okkur finnst, að meirihlutinn hafi ekki sinnt þeim málum nægilega. Inn- an bæjarstjórnarinnar hefur verið ágreiningur um aðild sveitarfélagsins að atvinnumálum, t.d. sölu á hlut bæj- arins í Söltunarfélaginu. Okkur finnst það glannaskapur að sleppa þeim áhrifum, sem sveitarfélagið gat haft með aðild að því. Við erum hins vegar alveg óhrædd við að sveitarfélagið blandi sér í atvinnurekstur í samvinnu við félagasamtök eða einstaklinga hér á staðnum. I sambandi við álversum - Valdimar Bragason ræðuna Ieggjum við áherslu á það, að hvort sem álver kemur eða kemur ekki, að þá verði stutt við bakið á þeim greinum, sem fyrir eru á svæðinu, svo þær standist samkeppni um vinnuafl meðan á uppbyggingu álversins stend- ur, og geti tekið við vinnuafli, þegar uppbyggingunni lýkur. Okkur finnst mjög brýnt, að menn einskorði sig ekki við þennan eina möguleika, sem lausn í atvinnuuppbyggingu á svæð- inu, heldur líti líka til annarra greina, hlúi að þeim sem fyrir eru og finni nýj- ar leiðir. Hvað viðkemur verkefhum sveitarfé- lagsins leggjum við áherslu á áfram- haldandi uppbyggingu skólamann- virkja, og að þeim framkvæmdum verði lokið sem fyrst, því skólamálin ÆVINTYRI FYRIR BÖRN Hörpuútgáfan hefur gefið út í nýrri útgáfu átta snældur með ævintýrum fýrir börn. Hér er um að ræða nokkur gullkorn úr barnabókmenntum, s.s. þekktustu ævintýri H.C. Andersen, ævintýri úr þjóðsögum Jóns Arnason- ar, ævintýri eftir Zacharías Topelíus og fleiri. Það hefúr færst í vöxt að barnasögur á snældum eru gefhar út og njóta þær stöðugt vaxandi vinsælda. Sögumað- ur ævintýranna er Heiðdís Norðfjörð, sem kunn er fyrir vandaðan flutning á barnaefhi í ríkissjónvarpinu. eru stór áherslupunktur hjá okkur. Við gefúm umhverfismálunum góðan gaum, því þar eru endalaus verkefhi. Okkur finnst t.d. brýnt að rannsaka sjóinn hér utan við, þ.e. hvort við erum að spilla honum með frárennsli og til hvaða aðgerða þarf að grípa, ef svo er. Okkur finnst full ástæða til að leggja fé í fyrirbyggjandi aðgerðir í umhverfis- málum. Við viljum huga að frekari uppbyggingu útivistar- og tómstunda- svæða hér í bænum í samstarfi við fé- lagasamtök. Það hefur sýnt sig í gegn- um árin, að slíkt samstarf hefur skilað góðum árangri og sparað sveitarfélag- inu ómældar fjárhæðir. Við viljum huga að áframhaldandi uppbyggingu íþróttasvæðisins sunnan við bæinn, svo og fTekari framkvæmdum á skíða- svæðinu í Böggversstaðafjalli. Um yfirstandandi kjörtímabil sagði Valdimar, að ytri aðstæður hefðu verið mjög hagstæðar. Verðbólga hefur farið niður og hér á Dalvík hefur verið gott atvinnustig, svo tekjumöguleikar hjá bænum hafa verið góðir. Framkvæmd- ir hafa verið í lágmarki á tímabilinu, en þess hefur ekki gætt mikið vegna þess, hve staða þeirra var góð fyrir. Þessir þættir hafa styrkt fjárhagsstöðu bæjar- ins. Við erum í stórum dráttum ekkert ósátt við þá stefhu, sem rekin hefiir verið. Það hefur verið tekið tillit til til- lagna okkar í gerð fjárhagsáætlunar, þannig að við höfum ekki greitt at- kvæði gegn henni. Það sem okkur finnst sérstaklega brjóta á núna, er opnara stjórnkerfi hjá bænum. Þar á ég við, að það verði opnari umræða um ákvarðanatökur, sem snerta alla bæjar- búa. Eg vil í þvi sambandi nefha sölu á hlut bæjarins í Söltunarfélaginu. Ákvarðanir voru teknar af tiltölulega fáum mönnum, og lítil umræða í gangi fyrr en eftir á. „Við leggjum áherslu á það, að ef við komum eitthvað meira til áhrifa í kom- andi bæjarstjórn, verði viðhöfð opnari vinnubrögð heldur en sá meirihluti, sem nú situr, hefúr kosið að hafa, sér- staklega nú á seinustu vikum. Við vilj- um að bæjarbúar fái að fylgjast betur með og geti sagt skoðanir sinar varð- andi stórar ákvarðanir, sem snerta allt bæjarfélagið," sagði Valdimar Braga- son að lokum. hiá-akureyri Norðurland: Vegaframkvæmdir í lágmarki í sumar Nýframkvæmdir á vegum á Norðuríandi eystra verða með minnsta móti í sumar. Ráðstöfunarfé til vegamála er um 482 milljónir króna. Tveir verkliðir eru langstærstir, 345 milljónum króna verður varíð til áframhaldandi framkvæmda í Ólafsfjarðar- múla og 79 milljón um verður varíð til áframhaldandi uppbygging- ar Norðuríandsvegar í Öxnadal. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Svafarssonar, umdæmis- verkfræðings Vegagerðarinnar, eru engar stórar nýframkvæmdir á döf- inni í sumar. Áfram verður unnið að uppbyggingu jarðganga í Ólafsfjarð- armúla og í sumar verður lokið við að klæða göngin innan, seinni veg- skálinn verður byggður og gengið frá tengingu vegar við göngin. í Öxnadal og Hörgárdal verður unn- ið að áframhaldandi uppbyggingu Norðurlandsvegar. Fyrri hluta sum- ars verður lokið við kaflann á milli Krossastaða og Bægisár með bundnu slitlagi. Þá verður boðinn út kaflinn á milli Bægisár og Þverár, en það er tveggja ára verkefni og verður því ekki lokið fyrr en haustið 1991. í sumar verður unnið að undirbygg- ingu, en að ári verður gengið frá kafl- anum með bundnu slitlagi. Ekki er reiknað með, að kaflinn nýtist fyrir umferð i sumar. Þegar framkvæmd- um við þennan kafla er lokið, er ein- ungis eftir að ganga frá 20 kilómetra kafla frá Þverá að sýslumörkunum á Öxnadalsheiði. Sá kafli er mislangt á veg kominn, en Ijóst er, að 11 kílómetra kafla þarf að byggja alveg frá grunni og ekki er víst, hvenær í það verður ráðist. Guðmundur sagði, að aðrar fram- kvæmdir væru til muna minni, en þær eru eftirfarandi: I Mývatnssveit verður lagt seinna klæðningarlag á tvo vegarkafla, á milli Garðs og Skútustaða, og til þess varið 6 millj- ónum króna og milli Vagnbrekku og Stekkjarness fyrir 2 milljónir. Mý- vetningar fá einnig seinna klæðning- arlag á flugvallarveg, og til þess verður varið 2 milljónum króna. Seinna klæðningarlag verður lagt á kaflann frá Raufarhöfh að flugvellin- um og til þess varið 9 milljónum króna. Lagt verður seinna klæðning- arlag á kaflann milli Haftalónsár og Þórshafhar og greidd skuld vegna framkvæmda þar á síðasta ári, og nema nýframkvæmdin og skuldin um 8 milljónum króna. Skipt verður um ræsi á Pálmholtslæk á Bakkavegi fyrir 3 milljónir króna. Dagverða- reyrarvegur verður styrktur með möl og sett á hann malarslitlag fyrir 7 milljónir króna. Byggður verður nýr vegur frá þjóðveginum og niður að Svalbarðseyri fyrir 14 milljónir. Mal- arslitlagi verður keyrt í verstu kafl- ana á Hólsfjallavegi fyrir 4 milljónir króna. Loks verður lagt malarslitlag í Svarfaðardal á kaflann milli Hreiðar- staðakots og Hóls fyrir 3 milljónir króna. hiá-akureyri. Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Keflavík Sandgerði Njarðvík Akranes Borgarnes Stykkishólmur Ólafsvík Grundarfjörður Hellissandur Búðardalur ísafjörður Bolungarvfk Hólmavfk Hvammstangi Blönduós Skagaströnd Sauðárkrókur Siglufjörður Akureyri Svalbarðseyri Húsavík Ólafsfjörður Raufarhöfn Vopnafjörður Egilsstaðir Seyðisfjörður Neskaupstaður Reyðarfjörður Eskifjörður Fáskrúðsfjörður Djúpivogur Höfn Selfoss Hveragerði Þorlákshöfn Eyrarbakki Stokkseyri Laugarvatn Hvolsvöllur Vfk Vestmannaeyjar Naf n umboðsmanns Ragnar Borgþórsson LindaJónsdottir Ragnar Borgþórsson GuðríðurWaage Ingvi Jón Rafnsson Kristinn Ingimundarson Aöalheiður Malmqvist Inga Björk Halldórsdóttir ErtaLárusdóttir LindaStefánsdóttir Anna Aðalsteinsdóttir EsterFriðþjófsdóttir Kristiana Guðmundsdóttir Jens Markússon Kristrún Benediktsdóttir ElísabetPálsdóttir Friðbjörn Níelsson Snorri Bjamason Ólafur Bernódusson Guðrún Kristófersdóttir Sveinn Þorsteinsson Halldór Ingi Ásgeirsson skrifstofa Þröstur Kolbeinsson Sveinbjörn Lund HelgaJónsdóttir Sandra Ösp Gylfadóttir Svanborg Viglundsdóttir Páll Pétursson Margrét Vera Knútsdóttir BirkirStefánsson Marínó Sigurbjörnsson Þórey Dögg Pálmadóttir Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Jón Björnsson Skúli ísleifsson Margrét Þorvaldsdóttir Lilja Haraldsdóttir Þórdís Hannesdóttir Þórir Erlingsson Jón Ólafur Kjartansson Halldór Benjamínsson JónínaogÁrnýJóna IngiMárBjörnsson MartaJónsdóttir Heimilí Holtagerði28 Hamraborg 26 Holtagerði 28 Austurbraut 1 Hólsgötu23 Faxabraut4 Dalbraut55 Kveldúlfsgata26 Silfurgötu 25 Mýrarholti 6A Grundargötu15 Háarifi49 Búðarbraut3 HnífsdalsvegilO Hafnargötu 115 Borgarbraut 5 Fífusundi12 Urðarbraut20 Bogabraut27 Barmahlíð13 Hlíðarveig46 Hamarsstíg18 Skipagata 13 (austan) Svalbarðseyri Brúargerði14 Hrannarbyggð 8 Aðalbraut60 Kolbeinsgötu44 Árskógar 13 Múlavegi 7 Miðgarði 11 Heiðarvegi 12 Svínaskálahlíðl9 Hlíðargötu4 Borgarlandi 21 Hafnarbraut16A Engjavegi 5 Heiðarbrún 51 Lyngberg13 Túngötu28 . Eyjaseli 2 Flókalundi Króktún17 Ránarbraut9 Helgafellsbraut 29 Sfmi 45228 641195 45228 92-12883 92-37760 92-13826 93-11261 93-71740 93-81410 93-61269 93-86604 93-66629 93-41447 94-3541 94-7366 95-3132 95-1485 95-4581 95-4772 95-5311 96-71688 96-24275 96-27890 96-25016 96-41037 96-62308 96-51258 97-31289 97-1350 97-21136 97-71841 97-41167 97-61367 97-51299 97-88962 97-81796 98-22317 98-34389 98-33813 98-31198 98-31293 98-61179 98-78335 98-71122 98-12192 biaðberTvánw Víðsvegará Reykjavíkursvæðinu LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? ; SPRUNGIÐ? Viögerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og Dlokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiöa. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum — jámsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin—Simi 84110

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.