Tíminn - 11.05.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.05.1990, Blaðsíða 17
Föstudagur 11. maí 1990 Tíminn 17 tf Létt spjall á laugardegi V Leikskólinn - Grunnskólinn Laugardaginn 12. maí n.k. kl. 10.30 verður létt spjall aö Grensásvegi 44. Umræðuefni er: Leikskólinn - Grunnskótinn. Sigrún Magnúsdóttir Asiaug Selma Dóra Brynjólfsdóttir Þorsteinsdóttir Aslau9.Brynjolfsdott.ir fræðslustjóri, Selma Dóra Þorsteinsdóttir, for- maður Fóstrufélags íslands, og Kristinn Halldórsson foreldri ræða málin. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi stjórnar umræðunni. Allir velkomnir. B-listinn í Reykjavík Halldór Kristjánsson Þóra Þorleifsdóttir Reykjavík - Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa B-listans í Reykjavík verður opin virka daga frá kl. 9-22 og laugardaga kl. 10-16 að Grensásvegi 44, sími 680962 og 680964. Gestgjafar í dag verða: Halldór Kristjánsson og Þóra Þorleifsdóttir. Kosninganefndin. Kosningaskrifstofa Austurbæ B-listinn hefur opnað kosningaskrifstofu í Kaupgarðshúsinu, Engi- hjalla 8. Opíð kl. 17.00 til 19.00 og 20.00 til 22.00 virka daga. Kaffi á könnunni. B-listinn í Kópavogi Hafnarfjörður - Kosningaskrifstofa Skrifstofa Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 25 er opin alla virka daga frá kl. 15.00-19.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Auk þess er opið hús öll kvöld frá mánudegi til föstudags. Simar: 51819 - 653193 - 653194. Lítið inn og takið með ykkur gesti. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Sandgerði - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Strandgötu 14 alla virka daga kl. 20.00-22.30, um helgar kl. 14.00-19.00. Allirvelkomnir. Alltaf heitt á könnunni. Sími 92-37850. B-listinn. Hafnarfjörður Fundur verður haldinn í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Hafnarfirði fimmtudaginn 10. mal kl. 20.30 að Hverfisgötu 25. Boðaðir eru aðal- og varamenn ásamt frambjóðendum flokksins. Umræðuefni: Kosningabaráttan. Stjórnin. REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, simi 43222. KFR. Vestmannaeyjar Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjum er að Kirkjuvegi 19 og er opin frá kl. 16-19. Sími 98-11004. Akureyri Skrifstofa Framsóknarflokksins er að Hafnarstræti 90, Akureyri. Opin alla virka daga frá kl. 13.00-19.00. Kosningastjóri er Sigfríður Þorsteinsdóttir. Síminn er 96-21180. SPEGILL 100 ára tvíburar - hittast aftur eftir margra áratuga aðskilnað „ Að ég skyldi finna tvíburabróð- ur minn og fá að vera með honum á 100 ára afmælisdaginn okkar var sú besta gjöf sem ég gat fengið," sagði Serafino Cerini, þegar þeir Antonio og Serafino Cerini hittust eftir áratuga aðskilnað, en þeir höfðu orðið viðskila á unglingsár- um. Serafino fór til Frakklands og lærði trésmíði og á trésmíða-verk- stæði í smáborg nálægt Vichy í Frakklandi, en Antonio var um kyrrt á ítalíu. Þeir skrifuðust þó á öðru hverju fram til ársins 1958, en þá slitnaði sambandið. Sérstök tilviljun varð til þess að bræðurnir fundust á ný. Það vildi þannig til, að Ottavio Regaldi, bæjarstjóri í Cervatto (þar sem Antonio býr) fór í frí til Frakklands. Hann ferðaðist um nágrenni Vichy og kom þar inn á bar, þar sem hann varð undrandi, því hann hélt sig sjá ofsjónir. Hann sá ekki betur en Antonio Cerini frá Cervatto sæti þar við barinn. Reg- aldi fór og heilsaði manninum og spurði hann að nafni. Þá var þetta Serafino, tvíburabróðir Antonios, sem allir héldu týndan, og það varð mikill fagnaðarfundur. Hinn 4. desember á sl. ári urðu Cerini-bræðurnir 100 ára og allur Antonio (t.v.) og Serafino Cerino með manninum sem sameinaði þá á ný, Ottavio Regaldi, bæjarstjóra í Cervatto. bærinn samfagnaði þeim. Bræðurnir og ættmenn þeirra héldu hátíðlegt afmælið og glódd- ust yfir endurfundunum. Haldið var upp á afmælið á búgarði Anton- ios í Cervatto á ítalíu. y Regis Philbin sjónvarpsmaður í óléttuvestinu og Kathie Lee Gifford, samstarfskona hans, standa hér og bera saman bumbur. Hann er að sjá meira „óléttur" en hún! Óléttuvesti fyrir karlmenn líka! Þeir karlmenn sem vilja kynnast því svolítið af eigin raun, hvernig það er að ganga með barn - verða þyngri og þyngri með hverjum degi og fyrirferðarmeiri - geta nú fengið að prófa það á sjálfum sér. Það hafa verið framleidd í Am- eríku svonefnd „Samúðar-vesti" fyrir karlmenn. Vestin eru svo þyngd og troðin upp í samræmi við 1 hina ófrísku konu sem karlmaður- inn vill sýna samstöðu með. Eftir því sem konan verður fyrirferð- armeiri því meira er troðið inn í vesti karlmannsins! Þetta var kynnt í viðtalsþætti í sjónvarpi í Ameríku. Stjórnandinn heitir Regis Philbin, og það er hann sem er hér (klæddur óléttu- vestinu, en hann vill með því sýna samstöðu með samverkakónu sinni í sjónvarpsþáttunum, sem er Ka- thie Lee Gifford, aðstoðarstjórn- andi. Hún er nú á síðustu mánuð- unum. Býst við barninu í vor, en vinnur þó enn þá. Þetta hefðrekki „getað gengið" í Ameríku fyrir nokkrum árum, en þykir sjálfsagt nú. Ekkert sé eðlilegra en að konur gangi með börn og stundi sína vinnu ef heilsan leyfir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.