Tíminn - 11.05.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.05.1990, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. maí 1990 Tíminn 9 Rauði krossinn: 30 víetnamskir flótta- menn á leíö til landsins í sumar koma 30 víetnamskir flóttamenn til landsins. Það eru átta fjölskyldur sem dvalið hafa í flótta- mannabúðum í Hong Kong á þríðja ár. Rauði Kross íslands sér um að undirbúa og skipuleggja komu þeirra. Á síðasta ári tók ríkisstjórnin ákvörðun um að taka við sextíu flóttamönnum frá Suðaustur-Asíu. Sú ákvörðun gildir fyrir þrjú ár og það er meiningin að taka við 30 i sumar og 30 á næsta ári. Flóttamennirnir sem koma í sumar voru valdir fyrir tilstilli flótta- mannafulltrúa Sameinuðu þjóð- anna. Að sögn Hólmfríðar Gísla- dóttur hjá Rauða krossinum var sá háttur hafður á við val flóttafólks- ins að flóttamannafulltrúi SÞ lagði fram lista yfir 56 einstaklinga. Full- trúar íslenska Rauða krossins ræddu síðan við hvern og einn, og byggðist valið á þeim viðtölum. „Þeir sem eru skyldir eða tengdir á einhvem hátt voru látnir ganga fyr- ir," sagði Hólmfríður. Af þeim 30 sem koma í sumar eru 23 innbyrðis tengdir, en auk þess er ein fjöl- skylda til viðbótar. Alls eru þetta átta fjölskyldur. „Við reyndum að meta það hvernig fólkinu gengi að spjara sig hér á landi. Þetta er ósköp venjulegt fólk, sjómenn, verka- menn og saumakonur, og öll hafa þau lokið barna- eða grunnskóla- menntun," sagði Hólmfríður í sam- tali við Tímann. Fólkið kemur eftir 4-6 vikur, eða þegar það hefur gengið í gegnum læknisskoðun og búið er að útvega því tilskilda pappíra. Hólmfríður sagði að strax og fólkið kæmi til landsins hæfist kennsla í íslensku og fræðsla um íslenskt þjóðfélag í samvinnu við Námsflokka Reykja- víkur. Þá verða flóttamennirnir, sem komu hingað 1979, innan handar við kennslu og þýðingar. Hólmfríður sagði að undirbúning- urinn gengi vel og margir legðu hönd á plóginn. „Fólk er þegar far- ið að hringja og bjóða flóttafólkinu vinnu og íbúðir, sem er mjög já- kvætt og við lítum björtum augum fram á veginn." -hs. Kaldur aprílmánuður hefur seinkað vorinu: Útlit er fyrir qóóa grassprettu Meðalhiti í vetur var svipaður og tvo síðustu vetur þar á undan eða um 0,2 gráðum hlýrrí en meðaltal 140 ára, 1846-1985. Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir að tengsl séu á milli grassprettu og meðalhita undanfarandi vetrar hverju sinni. Samkvæmt þessu má reikna með að heyfengur á sumrí komanda verði yfir meðallagi eða álíka góður og í fyrra og hitteðfyrra. Páll sagði í samtali við Tímann að hægt að ganga öllu lengra í þá átt. bændum væri óhætt að taka eitthvert mið af þessari spá við áburðarkaup í vor. Hann sagði að bændur sem eiga heyfyrningar ættu a.m.k. ekki að þurfa að auka áburðarkaup að óbreyttum bústofhi. Það verður þó að hafa í huga að á síðustu árum hafa bændur sparað mikið kaup á áburði og háfa ýmsir ráðunautar talað um að ekki verði Páll hefur á liðnum árum reynt að gefa bændum ábendingar um hvenær skynsamlegast sé að bera á tún. í ár var apríl óvenju kaldur. Sem dæmi um það má nefha að meðalhiti í Stykkis- hólmi í apríl var í kringum mínus 0,2 gráður, en þar er fátítt að hiti sé undir frostmarki í þeim mánuði. Páll sagðist því reikna með að allur gróður yrði heldur seinna á ferðinni en í meðalári. Páll sagði að fara mætti að bera á þegar liðnir eru 30 dagar með 2-3 stiga meðalhita. Páll sagðist ekki hafa kannað hitatölur með tilliti til þessa ennþá, en hann taldi hugsanlegt að bændur undir Eyjafjöllum mættu fara að huga að áburðardreifingu. Páll sagði að vorkoma væri venjulega um tveimur til þremur vikum síðar á ferð- inni á Norðurlandi en á Suðurlandi. Páll sagðist ekki treysta sér til að spá um hvernig heyvinnuveður verður í sumar. Það eina sem veðurfræðingar gætu ráðlagt bændum í því efhi væri að hraða þeirri þróun síðustu ára að verka sífellt meiri.hluta heyjanna í votheyshlöður eða rúllubagga. -EÓ Aðalfundur Kaupfélags Ámesinga: Heildarveltan jókst um 43% Heildarvelta Kaupfélags Árnesinga nam á síðasta ári um 2.306 milljónum króna á móti 1.612 milljónum áríð áður, sem er aukn- ing upp á 43%. Þetta kom fram á aðalfundi kaupfélagsins sem haldinn var í vikunni, en á honum var þess jafnframt minnst að kaupfélagið verður 60 ára á yfirstandandi árí. Kaupfélagið var rekið með nokkr- um halla á síðasta ári, þó minni en ár- ið 1988. Halli ársins nam 36,4 millj- ónum, en fyrir utan hagnað af sölu eigna var 42,4 milljóna tap árið 1989 á móti 47,4 milljóna tapi árið 1988. Tap sem hlutfall af veltu minnkaði þannig úr 2,94% árið 1988 í 1,86% árið 1989. Bókfærðar afskriftir eigna voru um 42,6 milljónir og fyrir fjáru- magnskostnað batnaði rekstursaf- koman um 20 milljónir milli áranna. Kaupfélagið fjárfesti fyrir 81,3 millj- ónir á síðasta ári og var aðalfram- kvæmdin nýjar skrifstofúr K.A'. á annarri hæð í Vöruhúsi K.Á. Þessar framkvæmdir urðu að hluta til þess að fjármagnskostnaður var meiri en við eðlilegar aðstæður og hækkaði um52%fráárinul988. I veltu kaupfélagsins vegur mest vörusala sem var 1.854 milljónir og hafði þá aukist um 46% frá fyrra ári. Þess ber að geta að síðasta ár var fyrsta heila árið sem verslanir á veg- um Kaupfélags Árnesinga voru rekn- ar í V-Skaftafellssýslu og í Vest- mannaeyjum. Sala iðnaðar- og þjónustudeildar var um 393,5 millj- ónir sem er um 25% aukning frá ár- inu á undan. Á aðalfundinum komu til umræðu sameiningarmál kaupfélaganna á Suðurlandi í framhaldi af fyrri aðal- fundi. Aðalfúndurinn samþykkti til- lögu þess efhis að stjórn K.Á. er heimilað að semja um samstarf eða sameiningu við starfandi Sambands- kaupfélög í Suðurlandskjördæmi og telst þessi samþykkt endanlegt sam- þykki félagsmanna K.Á. fyrir hugs- anlegri sameiningu Kaupfélags V- Skaftfellinga, Kaupfélags Vest- mannaeyja og Kaupfélags Árnes- inga. —ABÓ NemenoW6.-AíMelaskótakannasýnjst^ tölvu. Nemendur rann- saka súrt regn í vetur hefur sjötti bekkur A í Melaskóla tekið þátt í alþjóðlegu tölvuverkefhi sem nefnist „Kid's network". Hluti af verkefhinu felst í því að mæla sýrustig rigningarvatns I Reykjavík. Niðurstaða mæling- anna eru sendar í gegnum tölvu til Bandarikjanna þar sem gögnum víðs vegar úr heiminum er safhað saman. Markmið verkefhisins er að gefa nemendum kost á að starfa með nemendum alls staðar að úr heimin- um, kenna þeim að nýta sér tölvu- tæknina og afla gagna sem munu nýtast vísindamönnum. Kennsluleiðbeiningar eru afar ná- kvæmar og skýrt fram settar. Dæmi um spurningar sem nemendurnir eru beðnir að svara eru: Hvaðan berast súrar lofttegundir inn í um- hverfi ykkar? Hvaða skólar í verk- efhinu búa við súrasta regnið? Hvernig eigum við að bregðast við súru regni? Nemendur sjörta bekkjar A í Mela- skóla hafa unnið verkefiiið. Þeir hafa sent niðurstöður sínar til Bandaríkjanna í gegnum tölvu. Þaðan hafa nemendurnir einnig fengið upplýsingar um mælingar skólabarna annars staðar í heimin- um. -EÓ Samvínnuháskóla f ærð gjöf Nýlega færði Vilhjálmur Jónsson forstjóri, fyrir hönd Olíustöðvarinnar í Hvalfirði, Samvinnuháskólanum á Bifröst að gjöf þriðjung allra fast- eigna á skólasetrinu, en Olíustöðin átti þennan eignarhluta á Bifröst á móti Sambandinu og Samvinnu- tryggingum. „Þetta er stórkostleg hvatning og ómetanlegur stuðningur," segir Jón Sigurðsson rektor. „Hér er um að ræða eign sem nemur hátt á annan tug milljóna króna og með þessu er grundvöllur Samvinnuháskóla tryggður varanlega á skólasetrinu hér á Bifröst. Við færum stjórn Olíu- stöðvarinnar og forstjóra innilegar þakkir Samvinuháskólans."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.