Tíminn - 11.05.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.05.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 11. maí 1990 Selfoss - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Eyravegi 15, alla virka daga kl. 16.00-22.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Sími 22547 og 22955 Allir velkomnir. - Heitt á könnunni. Framsóknarfélag Selfoss Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið er í fullum gangi. Opið hús alla virka daga að Hamraborg 5 frá fcl. 10.00-19.00, laugardaga frá kl. 10.00-13.00. Sími 41490. Framsóknarfélögin í Kópavogi Dalvík - Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Framsóknar- og Vinstri manna er í Jónínubúð. Opið alla virka daga kl. 20-22 og laugardaga kl. 17-19. S ími 96-61850. H-listinn B-listinn ísafirði Kjördæmissamband framsóknarmanna og Framsóknarfélag ísafjarð- ar eru með opna skrifstofu að Hafnarstræti 8, ísafirði. Opið alla virka dagafrákl. 13.30 tilkl. 22.00, laugardagaogsunnudagafrákl. 14.00 til kl. 18.00. Sími 3690 og 4600. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Konur - Sveitastjórnarkosningar Komið í spjall um sveitastjórnarkosningarnar að Hótel Lind n.k. mánudag 14. maí kl. 12-13. LFK Þorlákshöfn Kosningaskrifstofa B-listans er í gamla Kaupfélagshúsinu við Óseyr- arbraut. Opið fyrst um sinn mánudaga-föstudaga frá kl. 20.30-22.00. Sími 98-33475. Garðabær - Kosningaskrifstofa Skrifstofa Framsóknarflokksins að Goðatúni 2 er opin alla virka daga frá kl. 17-19 og laugardaga frá kl. 13-15. Sími 46000. Keflavík Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins að Hafnargötu 62 er opin daglega kl. 15.00-22.00. Sími 11070. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ NÁM Á FRAMHALDS- SKÓLASTIGI SKÓLAÁRIÐ 1990-91 Á vegum menntamálaráðuneytisins er fyrirhuguð kennsla á framhaldsskólastigi fyrir nemendur sem hafa þörf fyrir sérkennslu. Námið fer aðallega fram i formi námskeiða sem haldin verða á ýmsum stöðum í Reykjavík og Reykjanesumdæmi. Helstu kennslugreinar eru: Heimilisfræði, lestur, leikræn tjáning, líkamsþjálfun, mál og tjáning, mynd- og handmennt, samfélagsfræði, skrift, stærð- fræði, tónlist. Upplýsingar um fyrirkomulag námsins verða veittar í framhaldsskóladeild menntamálaráðuneytisins kl. 13.00-19.00, mánudaginn 14. mai og þriðjudaginn 15. maí i sima 609570. Húsafriðunarnefnd auglýsir hér með eftir umsóknum til húsafriðunar- sjóðs, sem starfar samkvæmt lögum nr. 88/1989, til að styrkja viðhald og endurbætur húsa, húshluta og annarra mannvirkja, sem hafa menningarsögu- legt eða listrænt gildi. Umsóknir skulu sendar fyrir 1. september n.k. til Húsafriðunarnefndar, Þjóð- minjasafni íslands, Box 1489, 121 Reykjavík, á eyðublöðum, sem þar fást. Húsafriðunarnefnd. DAGBOK Árnesingakórinn í Reykjavík. Árnesingakór syngur í Haf narborg á sunnudag Árnesingakórinn í Reykjavík heldur tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, sunnudaginn 13. maí kl. 20:30. Efnis- skráin er fjölbreytt og er þar að finna bæði innlend og erlend lög. Einsöngvarar með kórnum eru Ingi- björg Marteinsdóttir, Guðmundur Gísla- son, Magnús Torfason og Sigurður Braga- son, sem jafnframt er stjórnandi kórsins. Undirleikari er Úlrik Ólafson. Kórinn hefur lokið hljóðritun á plötu sem væntanleg er á markaðinn á komandi hausti. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg Laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. „Við bendum Kópavogsbúum á mark- mið göngunnar, sem er samvera, súrefni og hreyfing. Laugardagsgangan er fyrir alla, unga sem eldri. Setjið vekjaraklukk- una og komið með í skemmtilegan félags- skap," segir í fréttatilkynningu. Frá Félagi eldri borgara í Kópavogi Skemmtun verður haldin í F.E.B. Kópavogi í félagsheimilinu að Fannborg 2, efri sal, kl. 20:30 í kvöld, föstud. 11. maí. Félagsvist og dans. Mætum vel og stundvíslega. Skemmtinefndin Norræna húsið: „Þeirhéldudáliíla heimsstyrjöld..." - lög og Ijóð í stríði Leikararnir Ása Hlín Svavarsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Egill Ólafsson og Jóhann Sigurðarson hafa ásamt tónlist- armanninum Jóhanni G. Jóhannssyni tekið saman efni í sýningu sem þau nefna: „Peir héldu dálitla heimsstyrjöld ..." - Lög og tjóð í stríði. Textahöfundar eru fjölmargir og lögin eru flest gamalkunnir slagarar. Sýningar verða í Norræna húsinu á laugardag 12. maí kl. 21:00 og sunnudag 13. maí kl. 16:00. Maj-Siri Ósterling sýnir í FÍM Sænska myndlistarkonan Maj-Siri öst- erling opnar málverkasýningu í FÍM- salnum, Garðastræti 6, laugardaginn 12. maí kl. 14:00. Maj-Siri er fædd árið 1940 í Norrbotten í Svíþjóð, nálægt finnsku landamærun- um. 1 lún lagði stund á listnám í Uppsöl- um og París og hefur frá árinu 1966 tekið þátt í fjölda sýninga. Sýning Maj-Siri er skiptisýning milli FÍM-salarins og Galleri Luciano í Upp- sölum. Prír íslenskir myndlistarmenn, þau Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Kristján Davíðsson og Valgerður Bergsdóttir, munu sýna í Galleri Luciano í júlí í sumar. Norrxna húsið: Mikilvægi Svíþjóðar fyrir hagstjórn Þýskalands á striðsárunum 1 fyrirlestraröð Norræna hússins um Norðurlönd og síðari heimsstyrjöldina er röðin nú komin að Svíþjóð. Laugardaginn 12. maí kl. 16:00 talar hagsögufræðingurinn Martin Fritz um hvaða þýðingu Svíþjóð hafði fyrir þýskt efnahagslíf á stríðsárunum. Hann setur einnig fram þá spurningu hvort hlutleysi í hagstjórn sé mögulegt á stríðstímum. Martin Fritz er dósent við Gautaborg- arháskóla og hefur m.a. rannsakað sér- staklega hvaða þýðingu sænska járngrýtið hafði fyrir þýska heriðnaðinn. LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK Hverfisgötu 115 - Sími 10200 í vörslu óskilamuna- deildar lögreglunnar er margt óskilamuna, svo sem: reiðhjól, barnakerrur, fatnaður, lyklaveski, lyklar, buddur, seðlaveski, kvenveski, skjalatöskur, úr, gleraugu o.fl. Er þeim, sem slíkum munum hafa glatað, bent á að spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna, Hverfisgötu 113 (gengið inn frá Snorrabraut), frá kl. 14:00-16:00 virka daga. Þeir óskilamunir, sem eru búnir að vera í vörslu lögreglunnar ár eða lengur, verða seldir á uppboði í portinu að Borgartúni 7, laugardaginn 12. maí 1990. Uppboðið hefst kl. 13:30. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 9. maí 1990. Jeppahjólbarðar Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU 235/75 R15 kr. 6.650. 30/9,5 R15 kr.6.950. 31/10,5 R15 kr. 7.550. »' 33/12,5 R15 kr. 9.450. Örugg og hröð þjónusta. BARÐINN Skútuvogi 2, Reykjavík Símar 91-30501 og 84844 Frá Kjarvalsstöðum: Steinunn opnar höggmyndasýningu Laugardaginn 12. maí verða opnaðar 2 sýningar að Kjarvalsstöðum. 1 vestursal opnar Steinunn Þórarins- dóttir sýningu á höggmyndum. í austursal opnar Myndlista- og hand- íðaskólinn sýningu á útskriftarverkum nemenda. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 11:00-18:00 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Vignir Jóhannsson sýnir í Nýhöfn Laugardaginn 12. maí opnar Vignir Jóhannsson sýningu í Iistasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Á sýningunni verða listaverk unnin úr ýmsum efnum á þessu og síðasta ári. Vignir er fæddur á Akranesi árið 1952. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands 1974-78 og fram- haldsnám í Rhode Island School of De- sign í Bandaríkjunum. Vignir hefur búið erlendis og nú er hann búsettur í Santa Fe í Nýju Mexíkó, þar sem hann vinnur alfarið að list sinni. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og erlendis og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Sýningin er sölusýning. Hún er opin virka daga kl. 10:00-18:00, nema mánu- daga og kl. 14:00-18:00 um helgar. Sýn- ingunni lýkur 30. maí. Fuglaskoðunarferð F.i, Iaugardaginn12.maí Kl. 10:00 Fuglaskoðun um Suðumes og víðar. Laugard. 12. maíkl. 10:00 fer Ferðafé- lag lslands í fuglaskoðunarferð um Suður- nes og víðar. Staldrað verður við á leiðinni, m.a. á Álftanesi, Hafnarfirði, Garðskaga, Sandgerði, Hafnabergi, Reykjanesi og Grindavík. Farfuglarnir eru óðum að skila sér til landsins. í ferðinni á laugardaginn verður fróðlegt að ganga úr skugga um hvaða tegundir eru komnar. Fuglaskrá Ferðafélagsins verður afhent farþegum, en í henni eru heimildir um komu farfugla í þessum árlegu ferðum síðustu 20 árin. 1 fylgd glöggra leiðsögumanna geta þátttakendur lært að þekkja fugla og um leið fræðst um lifnaðarhætti þeirra. Kjörin fjölskyldu- ferð. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl (kr. 1300) Frítt er fyrir börn með fullorðnum. Æskilegt ei að taka með fúglabók og sjónauka. Fararstjórar: Gunnlaugur Pétursson, Haukur Bjamason og Gunnlaugur Þrá- vertu í takt við Timann AUGLÝSINGAR 686300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.