Tíminn - 11.05.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.05.1990, Blaðsíða 5
u£C;t ibin.U lUDBbOÍBÖ^ Föstudagur 11. maí 1990 nmmiT t Tíminn 5 „Ný" heilsufarsleg og efnahagsleg ógn gegn mannkyni, - uppaveikin eða Akureyrarveikin: Mikií heilbrigðisógn en stórlega vanmetin Ertu stöðugt þreytt/ur, með höfuðverk, vöðva- og beinverki og þunglyndi, sem þyrmir yfir þig? Sé það svo, skaltu ekki láta bug- ast, þótt læknar og sérfræðingar finni ekkert að þér og telji, að þú sért bara ímyndunarveik/ur - móðursjúk/ur. Þú gætir nefnilega veríð með dularfullan og torgreinanlegan sjúkdóm, sem gengur undir ýmsum nöfnum. Um þennan sjúkdóm er fjallað í nýjasta tölublaði vikuritsins Time, en þar kemurfram, að hann hefur ver- ið stórlega vanmetinn fram að þessu. Eitt þeirra nafha, sem sjúkdómur- þar um Akureyrarveikina, að hún inn gengur undir, er uppaveiki, vegna þess að önnum kafið ungt fólk á framabraut virðist einkanlega fara illa út úr honum. í erlendum lækna- bókum er sjúkdómurinn neftidur ís- landsveiki en hérlendis Akureyrar- veiki, en það nafh er dregið af far- aldri, sem upp kom á Akureyri árið 1948. Erlend heiti eru fjölmörg; Ne- urasthenia, Royal Free sjúkdómur eða Krónískur Epstein- Barr, svo nokkur séu nefhd. Einkennin eru eins og lýst er að ofan, en auk þess getur fólk slappast verulega eða lamast að miklu eða öllu leyti, en um það voru mörg dæmi á Akureyri 1948. Sjúkdómurinn, sem kallaður er. CFS- veiki í BNA, hefur verið lækn- um mikil ráðgáta. Hann hefur lítið verið rannsakaður eða ræddur til þessa. I síðasta mánuði var þó í fyrsta sinn haldin ráðstefha um sjúkdóm- inn. Ráðstefhan fór fram í Cam- bridge í Englandi og tóku um 50 vís- indamenn þátt í henni. Dr. Byron Hyde frá Ottawa sagði væri gríðarleg heilsufarsleg og efna- hagsleg ógnun. Raunar væri hún mesta ógnun, sem að mönnum steðj- aði um þessar mundir, - að frátöldum sjúkdómnum eyðni. Dr. Haraldur Briem smitsjúkdómafræðingur á Borgarspítalanum vildi ekki taka jafh djúpt í árinni og dr. Hyde og kvaðst ekki kannast við neinn meiriháttar faraldur hérlendis eftir Akureyrarfar- aldurinn. Hann sagði síðan: „Það er greint frá þessum faraldri, sem kom upp á Akureyri árið 1948 í fræði- og kennslubókum í læknis- fræði. Akureyrarveikin var einhvers konar veirusjúkdómur, en aldrei tókst að skilgreina nákvæmlega, hvað þar var á ferðinni." Haraldur sagði að einkenni Akur- eyrarveikinnar hefðu sumpart verið einstaklingsbundin, en hún lagðist afar þungt á suma. Annað svipað áhlaup eins og kom upp á Akureyri 1948 hefði ekki komið upp hér á landi síðan. Nú orðið væri búið að uppgötva veiru, sem ylli ákveðnum sjúkdómi, en einkenni hans væru svipuð og ein- kenni Akureyrarveikinnar. Einnig væri alþekkt, að fólk byggi oft við langvarandi þreytutilfinningu eftir sýkingar af ýmsu tagi. Þekking á þessu sviði væri þó almennt skammt á veg komin og málin öll svo óljós, að erfitt væri um vik að slá nokkru fostu um hvort um einn sjúkdóm væri að ræða eða marga. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hyggjast nú taka málin fostum tökum og hafa lagt fram eina milljón dala til að styrkja yfirlitsrannsóknir í fjórum fylkjum BNA, sem 350 læknar munu taka beinan þátt í. Þar í landi eru ein- kenni þau, sem hér hafa verið nefnd, kölluð CFS-veiki, sem þýða mætti ffjálslega sem krónísk þreytuein- kennasýki. Sumir vísindamenn vilja kenna svo- nefhdri Epstein-Barr veiru um sjúk- dóminn, en komið hefur í ljós, að hún hefur ekki verið virk í mörgum þeim, sem fengið hafa „Akureyrarein- kenni". Svo virðist sem ónæmiskerfí sumra sjúklinga ruglist að nokkru, hugsanlega vegna streitu. Kenningar eru um, að streita geti þannig orðið til þess að gera áður óvirkar veirur i lík- amanum virkar. I þessu sambandi hafa verið nefhdar áðurnefhd Ep- stein-Barr veira, herpes VI eða jafn- vel óvirkar lömunarveikiveirur. Það gefur því auga leið, að einkenni geta :eWPÖ!i jgRsfflW?! Chiomctpsie"'D Neutasthema vuppie*« __ Úr umfjöllun vikurítsins Time um Akureyrarveikina. tmsp_b____ verið margvísleg. Eins og Haraldur Briem sagði hér að ofan, er ekki vissa fyrir því, hvað var á ferðum á Akureyri 1948, en þá voru skráð 1136 tilfelli. En faraldrar af svipuðu tagi hafa þó skotið upp koll- inum víðar og árið 1984 voru skráð um 100 þúsund tilfelli í BNA, Kan- ada og á Nýja- Sjálandi. —sá Samnorrænni stórráðstefnu um almanna- samgöngur lýkur í Reykjavík í dag: Strætómálþing 09 góðakstur „Það var í raun hótclrými, sem setti aðsókn að ráðstefnunni skorður, en gríðarmikiD áhugí hefur verið fyrir henni á Norður- löndiinum," sagði Hörður Gísla- son skrifstofustjóri SVR um þá 500 manna samnorræna ráð- stcfuu uin almannasamgöngur, sem hófst í fyrradag, en lýkur í Háskólabiói i dag. Ráðstefnuna hafa setið póUtískt kjörair fulltrúar, stjórnendur og sérfræðingar um almannasam- göngur. Húii er haldht annað hvert ár til skiptis í hverju Norð- urlandanna og síöast var liúii haldin á íslandi árið 1980. Þeh* íslendingar, sem höfðu framsögu á ráöstefnuiiui, voru Þórarinn Hjaltason yfírverk- fræðíngur Umferðardeildar horgarverkfræðings, Hörður Gíslason skrifstofustjóri SVR, Þorsteinn Þorstéinsson verkfræð- ingur, sem unnið hefur að stofnun byggðasamlags unt alraanitasam- göngur á höfuðborgarsvæðinu, I'iniiur Björgvinsson arkilekt og Hugo Þórisson sálfræðingur. Ráðstefnunhi lýkur kl, 14, en þá leggja gestir af stað í mikla skoð- unarferö tíl Krýsuvíkur, í Bláa lónið við Svartsengi og tU Bessa- staða. í dag fer jafnframt fram góðaksturskeppni norrænna strælisvagnastjóra, cn hún er jafnan haldin í tengslura við ráð- siel'nuii a. Keppnin hefst inni á at- hafnasvæði SVR á Kirkjusandi Id. 9 og lýkur kl. 17. ¦—sá Mikil andstaða er við hugmynd fjármálaráðherra um að skipta aðstöðugjaldi borgarinnar á milli allra sveitarfélaga í landinu: Reykjavík f ær tvo milljaröa í aðstööu- gjöld en aörir 1,2 Á síðasta árí fékk Reykjavíkur- borg greidda tæplega tvo millj- arða í aðstöðugjöld á meðan öll önnur sveitai félög í landinu fengu samtals ríflega 1,2 milljarða í að- stöðugjöld. Jóhanna Siguröar- dóttir félagsmálaráöherra tekur ekki undir hugmynd Ólafs Ragn- ars Grímssonar fjármálaráðherra um að deila aðstöðugjaldi Reykjavikurborgar upp á milli allra sveitarfélaga í landinu. Sig- I starfskynn- ingu á Tímanum Tveir nemendur Gagnffæðaskólans á Selfossi, þau Jón Tryggvi Guð- mundsson og María Ólafsdóttir, voru í starfskynningu á Tímanum fyrir skömmu. Jón Tryggvi býr í Hraun- gerði í Hraungerðishreppi rétt fyrir ut- an Selfoss, en María á Reynivöllum 8, Selfossi. Þau kynntu sér starfsemi Tímans og hvernig blaðið verður til. Eftir að þau höfðu fylgst með starfsdegi blaða- manna var niðurstaðan þessi. Jón Tryggvi: „Sennilega er þetta 'skemmtilegt stundum, en ábyggilega leiðihlegt að hanga inni á sumrin. Að fara á blaðamannafundinn var leiðin- rún Magnúsdóttir borgarfulltrúi telur hugmyndina fráleita. Jóhanna sagði í samtali við Tímann, að hugmyndin væri ekki tímabær og að hana yrði að skoða í víðara sam- hengi. Hún sagði, að nýbúið væri að endurskoða tekjustofna sveitarfélag- anna, þar sem Jöfhunarsjóðnum var m.a. gjörbreytt. Nú renna 1000 millj- ónir til tekjujöfnunar milli sveitarfé- laga, en þessi tala var áður 100 millj- ónir. Við þessa breytingu féll niður framlag til Reykjavíkurborgar, en að óbreyttu fyrirkorhulagi hefði borgin átt að fá um 400 milljónir úr sjóðnum í ár. Jóhanna benti á, að nú hafa sveit- arfélögin heimild til að leggja á allt að 1,33 aðstöðugjald, en þessi tala var mismunandi í eldri lögum. - Jóhanna sagði, að ef fara ætti út í breytingar á aðstöðugjaldinu, yrði að nást um það breið samstaða meðal sveitarfélaganna. Skynsamlegast væri því að láta reyna á núverandi löggjöf, áður en ráðist væri í að breyta nýsettum lögum. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi sagðist vera algerlega andsnúin hug- mynd fjármálaráðherra. Hún minnti á, að Reykjavík væri höfuðborg allra landsmanna. Sigrún sagði, að kostn- aður vegna félagslegrar þjónustu væri meiri i Reykjavík en öðrum sveitarfélögum, a.m.k. ætti hann að vera það. Það mætti hins vegar gagn- rýna borgaryfirvöld fyrir, hvernig þau nota skatttekjur borgarinnar. Sig- rún sagðist telja, að hugmyndin um að svipta borgina skatttekjum væri m.a. komin ffam vegna þess, að fólki finnst borgin eyða peningum i óþarfa. -EÓ legt, en ég hafði mjög gaman af að fylgjast með ljósmyndurunum." Mar- ía: „Mér sýnist þetta geti verið skemmtilegt starf, en viðbúið, að það sé kaflaskipt og leiðinlegt inn á milli." Tímamynd: Ami Bjama sagði María. Hún telur, að erlendu fféttirnar séu áhugaverðastar. Bæði sögðust hafa áhuga á að starfa við blaðmennsku, en Jón tók ffam, að það vildi hann ekki gera alla ævi. Júlíus skipar í umhverfisnefnd Umhverfisráðherra hefur skipað nefnd, sem ætlað er að semja ffum- varp til laga um umhverfísvernd og umhverfisstofnun. Ætlunin er að leggja ffumvarpið fyrir Alþingi í október næstkomandi. í nefhdinni eru Eyþór Einarsson grasaffæðingur, Guðrún Olafsdótti:- dósent, Magnús Jónsson veðurfræð- ingur, Sigurður M. Magnússon for- stöðumaður og Unnur Stefánsdóttir verkefnastjóri. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.