Tíminn - 11.05.1990, Síða 5

Tíminn - 11.05.1990, Síða 5
uP.Pjt ifcin.M ! L' L't- OUj oó'-'í nnirniT í Föstudagur 11. maí 1990 Tíminn 5 „Ný“ heilsufarsleg og efnahagsleg ógn gegn mannkyni, - uppaveikin eða Akureyrarveikin: Mikil heilbrigðisógn en stórlega vanmetin Ertu stöðugt þreytt/ur, með höfuðverk, vöðva- og beinverki og þunglyndi, sem þyrmir yfir þig? Sé það svo, skaltu ekki láta bug- ast, þótt læknar og sérfræðingar finni ekkert að þér og telji, að þú sért bara ímyndunarveik/ur - móðursjúk/ur. Þú gætir nefnilega veríð með dularfullan og torgreinanlegan sjúkdóm, sem gengur undir ýmsum nöfnum. Um þennan sjúkdóm er fjallað í nýjasta tölublaði vikuritsins Time, en þar kemurfram, að hann hefur ver- ið stóríega vanmetinn fram að þessu. VupP'eo\sease_ -------—"7 . , . a"'‘ Úr um^öllun vikurítsins Time um Akureyrarveikina. Eitt þeirra nafna, sem sjúkdómur- inn gengur undir, er uppaveiki, vegna þess að önnum kafið ungt fólk á ffamabraut virðist einkanlega fara illa út úr honum. í erlendum lækna- bókum er sjúkdómurinn nefndur Is- landsveiki en hérlendis Akureyrar- veiki, en það nafn er dregið af far- aldri, sem upp kom á Akureyri árið 1948. Erlend heiti eru fjölmörg; Ne- urasthenia, Royal Free sjúkdómur eða Krónískur Epstein- Barr, svo nokkur séu nefnd. Einkennin eru eins og lýst er að ofan, en auk þess getur fólk slappast verulega eða lamast að miklu eða öllu leyti, en um það voru mörg dæmi á Akureyri 1948. Sjúkdómurinn, sem kallaður er CFS- veiki í BNA, hefur verið lækn- um mikil ráðgáta. Hann hefur lítið verið rannsakaður eða ræddur til þessa. I síðasta mánuði var þó í fyrsta sinn haldin ráðstefna um sjúkdóm- inn. Ráðstefhan fór fram í Cam- bridge í Englandi og tóku um 50 vís- indamenn þátt í henni. Dr. Byron Hyde frá Ottawa sagði þar um Akureyrarveikina, að hún væri gríðarleg heilsufarsleg og efna- hagsleg ógnun. Raunar væri hún mesta ógnun, sem að mönnum steðj- aði um þessar mundir, - að ffátöldum sjúkdómnum eyðni. Dr. Haraldur Briem smitsjúkdómafræðingur á Borgarspítalanum vildi ekki taka jafn djúpt í árinni og dr. Hyde og kvaðst ekki kannast við neinn meiriháttar faraldur hérlendis eftir Akureyrarfar- aldurinn. Hann sagði síðan; „Það er greint ffá þessum faraldri, sem kom upp á Akureyri árið 1948 í ffæði- og kennslubókum í læknis- ffæði. Akureyrarveikin var einhvers konar veirusjúkdómur, en aldrei tókst að skilgreina nákvæmlega, hvað þar var á ferðinni.“ Haraldur sagði að einkenni Akur- eyrarveikinnar hefðu sumpart verið einstaklingsbundin, en hún lagðist afar þungt á suma. Annað svipað áhlaup eins og kom upp á Akureyri 1948 hefði ekki komið upp hér á landi síðan. Nú orðið væri búið að uppgötva veiru, sem ylli ákveðnum sjúkdómi, en einkenni hans væru svipuð og ein- kenni Akureyrarveikinnar. Einnig væri alþekkt, að fólk byggi oft við langvarandi þreytutilfinningu eftir sýkingar af ýmsu tagi. Þekking á þessu sviði væri þó almennt skammt á veg komin og málin öll svo óljós, að erfitt væri um vik að slá nokkru fostu um hvort um einn sjúkdóm værí að ræða eða marga. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hyggjast nú taka málin fostum tökum og hafa lagt ffam eina milljón dala til að styrkja yfirlitsrannsóknir í fjórum fýlkjum BNA, sem 350 læknar munu taka beinan þátt í. Þar í landi eru ein- kenni þau, sem hér hafa verið nefnd, kölluð CFS-veiki, sem þýða mætti ffjálslega sem krónísk þreytuein- kennasýki. Sumir vísindamenn vilja kenna svo- nefndri Epstein-Barr veiru um sjúk- dóminn, en komið hefur í ljós, að hún hefur ekki verið virk í mörgum þeim, sem fengið hafa „Akureyrarein- kenni“. Svo virðist sem ónæmiskerfi sumra sjúklinga ruglist að nokkru, hugsanlega vegna streitu. Kenningar eru um, að streita geti þannig orðið til þess að gera áður óvirkar veirur í lík- amanum virkar. í þessu sambandi hafa verið nefhdar áðumefnd Ep- stein-Barr veira, herpes VI eða jaffi- vel óvirkar lömunarveikiveirur. Það gefur því auga leið, að einkenni geta verið margvísleg. Eins og Haraldur Briem sagði hér að ofan, er ekki vissa fýrir því, hvað var á ferðum á Akureyri 1948, en þá voru skráð 1136 tilfelli. En faraldrar af svipuðu tagi hafa þó skotið upp koll- inum víðar og árið 1984 vom skráð um 100 þúsund tilfelli í BNA, Kan- ada og á Nýja- Sjálandi. —sá Samnorrænni stórráðstefnu um almanna- samgöngur lýkur í Reykjavík í dag: Strætómálþing og góðakstur „Það var í raun hótelrými, sem setti aðsókn að ráðstefnunni skorður, en gríðarmikill áhugi hefur verið fyrir henni á Norður- 10ndunum,“ sagði Hörður Gísla- son skrífstofustjóri SVR um þá 500 manna samnorræna ráð- stefnu um almannasamgöngur, sem hófst í fyrradag, en lýkur í Háskólabíói i'dag. Ráðstefnuna hafa setið pólitískt kjörnir fulltrúar, stjórnendur og sérfræðingar um almannasam- göngur. Hún er haldin annað hvert ár til skiptis í hverju Norð- urlandanna og síðast var hún haldin á íslandi áríð 1980. Þeir íslendingar, sem höfðu framsögu á ráðstefnunni, voru Þórarinn Hjaltason yfírverk- í starfskynn- ingu á Tímanum Tveir nemendur Gagnffæðaskólans á Selfossi, þau Jón Tryggvi Guð- mundsson og María Ólafsdóttir, voru í starfskynningu á Tímanum fyrir skömmu. Jón Tryggvi býr í Hraun- gerði í Hraungerðishreppi rétt fýrir ut- an Selfoss, en María á Reynivöllum 8, Selfossi. Þau kynntu sér starfsemi Tímans og hvemig blaðið verður til. Eftir að þau höfðu fýlgst með starfsdegi blaða- manna var niðurstaðan þessi. Jón Tryggvi: „Sennilega er þetta skemmtilegt stundum, en ábyggilega leiðinlegt að hanga inni á sumrin. Að fara á blaðamannafundinn var leiðin- fræðingur Umferðardeildar borgarverkfræðings, Hörður Gislason skrifstofustjóri SVR, Þorsteinn Þorsteinsson verkfræð- ingur, sem unnið hefur að stofnun byggðasamlags um almannasam- göngur á höfuðborgarsvæðinu, Finnur Björgvlnsson arkitckt og Hugo Þórisson sálfræðingur. Ráðstefnunni lýkur kl. 14, en þá leggja gestir af stað £ mikla skoð- unarferð til Krýsuvíkur, í Bláa Iónið við Svartsengi og til Bessa- staða. í dag fer jafnframt fram góðaksturskeppni norrænna strætisvagnastjóra, en hún er jafnan haldin i tengslum við ráð- stefnuna. Keppnin hefst inni á at- hafnasvæði SVR á Kirkjusandi kl. 9 og lýkur kl. 17. ~-sá Mikil andstaða er við hugmynd fjármálaráðherra um að skipta aðstöðugjaldi borgarinnar á milli allra sveitarfélaga í landinu: Reykjavík fær tvo milljarða í aðstöðu- gjöld en aðrir 1,2 Á síðasta árí fékk Reykjavíkur- borg greidda tæplega tvo millj- arða í aðstöðugjöld á meðan öll önnur sveitarfélög í landinu fengu samtals ríflega 1,2 milljarða í að- stöðugjöld. Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra tekur ekki undir hugmynd Ólafs Ragn- ars Grímssonar Qármálaráðherra um að deila aðstöðugjaldi Reykjavíkurborgar upp á milli allra sveitarfélaga í landinu. Sig- rún Magnúsdóttir borgarfulltrúi telur hugmyndina fráleita. Jóhanna sagði í samtali við Timann, að hugmyndin væri ekki tímabær og að hana yrði að skoða í víðara sam- hengi. Hún sagði, að nýbúið væri að endurskoða tekjustofna sveitarfélag- anna, þar sem Jöfnunarsjóðnum var m.a. gjörbreytt. Nú renna 1000 millj- ónir til tekjujöfnunar milli sveitarfé- laga, en þessi tala var áður 100 millj- ónir. Við þessa breytingu féll niður framlag til Reykjavíkurborgar, en að óbreyttu fýrirkomulagi hefði borgin átt að fá um 400 milljónir úr sjóðnum í ár. Jóhanna benti á, að nú hafa sveit- arfélögin heimild til að leggja á allt að 1,33 aðstöðugjald, en þessi tala var mismunandi í eldri lögum. - Jóhanna sagði, að ef fara ætti út í breytingar á aðstöðugjaldinu, yrði að nást um það breið samstaða meðal sveitarfélaganna. Skynsamlegast væri því að láta reyna á núverandi löggjöf, áður en ráðist væri í að breyta nýsettum lögum. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi sagðist vera algerlega andsnúin hug- mynd fjármálaráðherra. Hún minnti á, að Reykjavík væri höfuðborg allra landsmanna. Sigrún sagði, að kostn- aður vegna félagslegrar þjónustu væri meiri í Reykjavík en öðrum sveitarfélögum, a.m.k. ætti hann að vera það. Það mætti hins vegar gagn- rýna borgaryfirvöld íýrir, hvemig þau nota skatttekjur borgarinnar. Sig- rún sagðist telja, að hugmyndin um að svipta borgina skatttekjum væri m.a. komin fram vegna þess, að fólki finnst borgin eyða peningum i óþarfa. -EÓ legt, en ég hafði mjög gaman af að fýlgjast með ljósmyndurunum." Mar- ía: „Mér sýnist þetta geti verið skemmtilegt starf, en viðbúið, að það sé kaflaskipt og leiðinlegt inn á milli.“ Tímamynd: Ami Bjama sagði María. Hún telur, að erlendu fréttimar séu áhugaverðastar. Bæði sögðust hafa áhuga á að starfa við blaðmennsku, en Jón tók fram, að það vildi hann ekki gera alla ævi. Júlíus skipar í umhverfisnefnd Umhverfisráðherra hefur skipað nefnd, sem ætlað er að semja fram- varp til laga um umhverfisvemd og umhverfisstofnun. Ætlunin er að leggja frumvarpið fýrir Alþingi í október næstkomandi. í nefndinni era Eyþór Einarsson grasafræðingur, Guðrún Ólafsdótti' dósent, Magnús Jónsson veðurfræð- ingur, Sigurður M. Magnússon for- stöðumaður og Unnur Stefánsdótti: verkefhastjóri. —sá

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.