Tíminn - 11.05.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.05.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 11. maí 1990 Flóamarkaðsstemmning við F< Gamlar Lödur nyju hlutverki / Rússlandi Sérstök stemmning ríkti á Faxagarði í Reykjavíkurhöfh á miðvikudagskvöld, en þá voru skipverjar á ísbrjótnum Ótto Schmidt að undirbúa að skipa um borð fjölda gamalla Lada bifreiða sem þeir höfðu keypt hér á landi og mátt hafa mun- að sinn fífil fegri. Þeim hafði auðsjáanlega ekki tekist að verða sér úti um nógu marg- ar bifreiðar, því þeir stoppuðu forvitna vegfarendur sem leið áttu um höfhina til að athuga hvort þeir ættu notaðan bíl, sem fengist á góðu verði. Kaupmennirnir höfðu einkanlega áhuga á Ladabifreiðum sem von er. Ef einhver hafði slíkan bíl að bjóða var hafist handa við að prútta um verðið. Keyptu á þriöja tug bifreiða Á þriðja tug bíla, hefðbundnar Lödur og Lada Sport, einn Benz og einn Peugot stóðu í þrefaldri snyrtilegri röð á hafhar- bakkanum tilbúnir til uppskipunar, þegar ljósmyndara Timans bar að. Eftir því sem næst verður komist er hluti bílanna rifinn á meðan siglt er til heimahafhar og vara- hlutirnir seldir þegar heim er komið, en varahlutir eru af skornum skammti í Sov- étríkjunum og því mjög eftirsóttir. Þeir sem eru í bestu ásigkomulagi fá að halda sér. / Slagurinn hófst á miðvikudagsmorgun, er áhöfnin fór um bæinn í leit að bílunum hjá bílapartasölum og einstaklingum. Bíl- arnir voru í misjöfhu ásigkomulagi, allt frá því að vera í góðu standi, vel ökufærir og ágætlega útlítandi, niður í að vera hauga- matur á íslenskan mælikvarða, vélarvana og ryðgaðir. Opinbert verð á nýrri Lödu í Sovétríkj- unum kostar eftir því sem Tíminn kemst næst um 12 þúsund rúblur en það sam- svarar til rúmlega einnar milljón króna. Þar fyrir utan er venjulega um þriggja ára bið eftir afgreiðslu bílsins, en á svarta- markaðnum er hægt að fá slíkan bíl af- greiddan fyrr. Verð varahluta í bílana þar ytra er í samræmi við þetta auk þess sem erfitt er að verða sér úti um þá. Tímanum Agnar B. Óskarsson er kunnugt um að verð á framrúðu í Lada bifreið á svartamarkaðinum í Moskvu, er 1000 dollarar eða tæpar 60 þúsund krónur. Mánaðarlaun almennings eru um 200 til 250 rúblur. Skráð gengi rúblunnar í gær var um 101 króna og eru því mánaðarlaun- in um 20 til 25 þúsund krónur. Fengu ekki nóg Um/tíúleytið á miðvikudagskvöld vorumenn að koma með bíla sína niður á Faxagarð og rússnesku kaupendurnir tóku bílunum opnum örmum. Um þetta leyti var á þriðja tug bíla á bryggjunni en kaupmennirnir höfðu greinilega ekki fengið nóg, því þeir stoppuðu vegfarend- ur sem leið áttu um og spurðu þá hvort þeir ættu Lada bíl sem viðkomandi vildi selja á góðu verði. Ef svo var, var tekið til við að prútta um verð bílsins. Segja má að sannkölluð flóamarkaðs- stemmning hafi ríkt á Faxagarði umrætt kvöld, þar sem tekist var á um þúsund- krónurnar. Ekki var um háar upphæðir að ræða á íslenskan mælikvarða, því algeng- asta verð fyrir bílinn var á bilinu 6 til 7 þúsund, en dæmi var um að bíll hafi ver- ið seldur á 10 þúsund krónur. Þess ber hins vegar að geta að þegar bílarnir hafa verið rifnir niður, kemur verðgildi vara- hlutanna sem úr þeim fást til með að dekka kostnaðinn og gott betur. Þá fylgdu ýmsir aukahlutir með nokkrum bílanna, svo sem skíðabogar, grjótgrindur og aukadekk. Hvort sem vélin í þessum bíl, sem einn úr áhöfn Otto Schmidt er að skoða, er heil eða ekki eru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.