Tíminn - 11.05.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.05.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 11. maí 1990 i~ kvr\í\uu ■ Mnr Selfoss - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Eyravegi 15, alla virka daga kl. 16.00-22.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Sími 22547 og 22955 Allir velkomnir. - Heitt á könnunni. Framsóknarfélag Selfoss Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið er í fullum gangi. Opið hús alla virka daga að Hamraborg 5 frá kl. 10.00-19.00, laugardaga frá kl. 10.00-13.00. Sími 41490. Framsóknarfélögin f Kópavogi Dalvík - Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Framsóknar- og Vinstri manna er í Jónínubúð. Opið alla virka daga kl. 20-22 og laugardaga kl. 17-19. Sími 96-61850. H-listinn Ð-listinn ísafirði Kjördæmissamband framsóknarmanna og Framsóknarfélag ísafjarð- ar eru með opna skrifstofu að Hafnarstræti 8, ísafirði. Opið alla virka daga frá kl. 13.30 til kl. 22.00, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00 til kl. 18.00. Sími 3690 og 4600. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Konur - Sveitastjórnarkosningar Komið í spjall um sveitastjórnarkosningarnar að Hótel Lind n.k. mánudag 14. maí kl. 12-13. LFK Þorlákshöfn Kosningaskrifstofa B-listans er í gamla Kaupfélagshúsinu við Óseyr- arbraut. Opið fyrst um sinn mánudaga-föstudaga frá kl. 20.30-22.00. Sími 98-33475. Garðabær - Kosningaskrifstofa Skrifstofa Framsóknarflokksins að Goðatúni 2 er opin alla virka daga frá kl. 17-19 og laugardaga frá kl. 13-15. Sími 46000. Keflavík Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins að Hafnargötu 62 er opin daglega kl. 15.00-22.00. Simi 11070. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ NÁM Á FRAMHALDS- SKÓLASTIGI SKÓLAÁRIÐ 1990-91 Á vegum menntamálaráðuneytisins er fyrirhuguð kennsla á framhaldsskólastigi fyrir nemendur sem hafa þörf fyrir sérkennslu. Námið fer aðallega fram í formi námskeiða sem haldin verða á ýmsum stöðum í Reykjavík og Reykjanesumdæmi. Helstu kennslugreinar eru: Heimilisfræði, lestur, leikræn tjáning, líkamsþjálfun, mál og tjáning, mynd- og handmennt, samfélagsfræði, skrift, stærð- fræði, tónlist. Upplýsingar um fyrirkomulag námsins verða veittar í framhaldsskóladeild menntamálaráðuneytisins kl. 13.00-19.00, mánudaginn 14. maí og þriðjudaginn 15. maf í síma 609570. Húsafriðunarnefnd auglýsir hér með eftir umsóknum til húsafriðunar- sjóðs, sem starfar samkvæmt lögum nr. 88/1989, til að styrkja viðhald og endurbætur húsa, húshluta og annarra mannvirkja, sem hafa menningarsögu- legt eða listrænt gildi. Umsóknir skulu sendar fyrir 1. september n.k. til Húsafriðunarnefndar, Þjóð- minjasafni íslands, Box 1489, 121 Reykjavík, á eyðublöðum, sem þar fást. Húsafriðunarnefnd. DAGBÓK son, sem jafnframt er stjórnandi kórsins. Undirleikari er Úlrik Ólafson. Kórinn hefur lokið hljóðritun á plötu sem væntanleg er á markaðinn á komandi hausti. Árnesingakórinn í Reykjavík. Árnesingakór syngur í Hafnarborg á sunnudag Árnesingakórinn í Reykjavík heldur tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, sunnudaginn 13. maí kl. 20:30. Efnis- skráin er fjölbreytt og er þar að finna bæði innlend og erlend lög. Einsöngvarar með kórnum eru Ingi- björg Marteinsdóttir, Guðmundur Gísla- son, Magnús Torfason og Sigurður Braga- Laugardagsganga Hana nú Vikuleg Laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. „Við bendum Kópavogsbúum á mark- mið göngunnar, sem er samvera, súrefni og hreyfing. Laugardagsgangan er fyrir alla, unga sem eldri. Setjið vekjaraklukk- una og komið með í skemmtilegan félags- skap,“ segir í fréttatilkynningu. Frá Félagi eldri borgara í Kópavogi Skemmtun verður haldin í F.E.B. Kópavogi í félagsheimilinu að Fannborg 2, efri sal, kl. 20:30 í kvöld, föstud. 11. maí. Félagsvist og dans. Mætum vel og stundvíslega. Skemmtinefndin Norræna húsið: „Þeir héldu dálitla heimsstyrjöld..." - lög og Ijóð í stríði Leikararnir Ása Hlín Svavarsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Egill Ólafsson og Jóhann Sigurðarson hafa ásamt tónlist- armanninum Jóhanni G. Jóhannssyni tekið saman efni í sýningu sem þau nefna: „Þeir héldu dálitla heimsstyrjöld ..." - Lög og ljóð í stríði. Textahöfundar eru fjölmargir og lögin eru flest gamalkunnir slagarar. Sýningar verða í Norræna húsinu á laugardag 12. maí kl. 21:00 og sunnudag 13. maí kl. 16:00. Maj-Siri österling sýnir í FÍM Sænska myndlistarkonan Maj-Siri Öst- erling opnar málverkasýningu í FlM- salnum, Garðastræti 6, laugardaginn 12. maí kl. 14:00. Maj-Siri er fædd árið 1940 í Norrbotten í Svíþjóð, nálægt finnsku landamærun- um. Hún lagði stund á listnám í Uppsöl- um og París og hefur frá árinu 1966 tekið þátt í fjölda sýninga. Sýning Maj-Siri er skiptisýning milli FÍM-salarins og Galleri Luciano í Upp- sölum. Þrír íslenskir myndlistarmenn, þau Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Kristján Davíðsson og Valgerður Bergsdóttir, munu sýna í Galleri Luciano í júlí í sumar. Norræna húsið: Mikilvaegi Svíþjóðar fyrir hagstjórn Þýskalands á stríðsárunum í fyrirlestraröð Norræna hússins um Norðurlönd og síðari heimsstyrjöldina er röðin nú komin að Svíþjóð. Laugardaginn 12. maí kl. 16:00 talar hagsögufræðingurinn Martin Fritz um hvaða þýðingu Svíþjóð hafði fyrir þýskt efnahagslíf á stríðsárunum. Hann setur einnig fram þá spurningu hvort hlutleysi í hagstjórn sé mögulegt á stríðstímum. Martin Fritz er dósent við Gautaborg- arháskóla og hefur m.a. rannsakað sér- staklega hvaða þýðingu sænska járngrýtið hafði fyrir þýska heriðnaðinn. Frá Kjarvalsstöðum: Steinunn opnar höggmyndasýningu Laugardaginn 12. maí verða opnaðar 2 sýningar að Kjarvalsstöðum. í vestursal opnar Steinunn Þóraríns- dóttir sýningu á höggmyndum. 1 austursal opnar Myndlista- og hand- íðaskólinn sýningu á útskriftarverkum nemenda. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 11:00-18:00 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Vignir Jóhannsson sýnir í Nýhöfn Laugardaginn 12. maí opnar Vignir Jóhannsson sýningu í listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Á sýningunni verða listaverk unnin úr ýmsum efnum á þessu og síðasta ári. Vignir er fæddur á Akranesi árið 1952. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands 1974-’78 og fram- haldsnám í Rhode Island School of De- sign í Bandaríkjunum. Vignir hefur búið erlendis og nú er hann búsettur í Santa Fe í Nýju Mexíkó, þar sem hann vinnur alfarið að list sinni. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og erlendis og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Sýningin er sölusýning. Hún er opin virka daga kl. 10:00-18:00, nema mánu- daga og kl. 14:00-18:00 um helgar. Sýn- ingunni lýkur 30. maí. Fuglaskoðunarferð F.l. laugardaginn 12. maí Kl. 10:00 Fuglaskoðun um Suðumes og víðar. Laugard. 12. maíkl. 10:00 fer Ferðafé- lag íslands í fuglaskoðunarferð um Suður- nes og víðar. Staldrað verður við á leiðinni, m.a. á Álftanesi, Hafnarfirði, Garðskaga, Sandgerði, Hafnabergi, Reykjanesi og Grindavík. Farfuglamir eru óðum að skila sér til landsins. 1 ferðinni á laugardaginn verður fróðlegt að ganga úr skugga um hvaða tegundir eru komnar. Fuglaskrá Ferðafélagsins verður afhent farþegum, en I henni eru heimildir um komu farfugla í þessum árlegu ferðum síðustu 20 árin. 1 fylgd glöggra leiðsögumanna geta þátttakendur lært að þekkja fugla og um leið fræðst um lifnaðarhætti þeirra. Kjörin fjölskyldu- ferð. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl (kr. 1300) Frítt er fyrir böm með fullorðnum. Æskilegt er að taka með fuglabók og sjónauka. Fararstjórar: Gunnlaugur Pétursson, Haukur Bjamason og Gunnlaugur Þrá- insson. vertu í takt við Timann AUGLÝSINGAR 686300 LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK Hverfisgötu 115 - Sími 10200 I vörslu óskilamuna- deildar lögreglunnar er margt óskilamuna, svo sem: reiðhjól, barnakerrur, fatnaður, lyklaveski, lyklar, buddur, seðlaveski, kvenveski, skjalatöskur, úr, gleraugu o.fl. Er þeim, sem slíkum munum hafa glatað, bent á að spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna, Hverfisgötu 113 (gengið inn frá Snorrabraut), frá kl. 14:00-16:00 virka daga. Þeir óskilamunir, sem eru búnir að vera í vörslu lögreglunnar ár eða lengur, verða seldir á uppboði í portinu að Borgartúni 7, laugardaginn 12. maí 1990. Uppboðið hefst kl. 13:30. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 9. maí 1990. Jeppahjólbarðar Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU 235/75 R15 kr. 6.650. 30/9,5 R15 kr.6.950. 31/10,5 R15 kr. 7.550. 33/12,5 R15 kr. 9.450. Örugg og hröð þjónusta. BARÐ1NN Skútuvogi 2, Reykjavík Símar 91-30501 og 84844

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.