Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 2
2£TÍ»^ ^gaWáguí- Einn listfræðingur ræður hvers konar myndlist er sýnd á Kjarvalsstöðum: Viðurkenndum listamönnum úthýst á Kjarvalsstöðum Sigurvegarínn í keppninni. Hann hertir Markku Pohjolainen. Tfmamynd Ami Bjama Stætisvagnabflstjórar keppa í aksturshæfni í gær fór fram keppni á milli stæt- isvagnabílstjóra í aksturshæfni stætisvagna. Þetta er keppni sem fer fram árlega á milli bílstjóra frá höf- uðborgum Norðurlandanna og í fyrsta skipti sem hún er haldin hér á landi. Að þessu sinni voru það Finnar sem báru sigur úr bítum, en íslendingar höfnuöu í öðru sæti. Það var Kristján Jónasson sem efstur af íslendingunum, en nr. ‘ þeim 30 sem kepptu. Kristján að vonum ánægður með áranj inn. Hann sagði að brautin hafí \ ið crfiðari í ár, en annars var þ mjög spennandi og skemmti keppni. Mikill kurr er meöal margra lista- manna vegna gerræðislegra vinnubragða s^ómenda Kjarvals- staða. Nokkrír listamenn, sem oft hafa sýnt á Kjarvalsstöðum, fá ekki að sýna þar lengur. Lista- menn eru margir hverjir mjög reið- ir vegna þessa og segja að örfáir menn stjómi því, hvers konar málverk fái að koma fýrír almenn- ings sjónir í opinberum listsölum. Pétur Friðrik Sigurðsson listmálari er í hópi þeirra myndlistarmanna sem hefur verið úthýst frá Kjarvalsstöð- um. Pétur hefur tvisvar sinnum sýnt á Kjarvalsstöðum en fær nú neitun. Pétur sagði í samtali við Tímann, að þegar hann sótti um að fá að halda sýningu á Kjarvalsstöðum, hefði hann sótt um tíma sem hann hefði vitað að væri laus. Engu að síður fékk hann bréf frá Gunnari Kvaran forstöðumanni Kjarvalsstaða um að Eftir að Gunnar Kvaran „náði völd- um á Kjarvalsstöðum", eins og Vet- urliði orðar það, hefur hann ítrekað fengið neitun við umsókn um að sýna þar. Veturliði á nú fjögur bréf frá Gunnari þar sem segir, að enginn tími sé laus, en honum bent á að sækja um að ári liðnu. Veturliði sagðist líta á bréfin sem kurteisislega neitun. „Þegar maður er búinn að fá sama svarið ár eftir ár, fer maður að átta sig á, að maður er ekki æskilegur.“ Veturliði sagði, að svona einræðis- leg vinnubrögð ættu ekki að fá að þrifast hjá opinberri stofhun. Hann sagði vald menningarmálanefhdar borgarinnar vera meira í orði en á borði. Gunnar réði algerlega ferðinni varðandi kaup á listaverkum og út- hlutun sýningartíma í sölum Kjar- valsstaða. Listmálarafélagið, sem er fjölmenn- ur hópur listamanna, fékk einnig neitun frá forstöðumanni Kjarvals- staða. Félagið sætti sig ekki við neit- unina og kvartaði við sjálfan borgar- stjórann í Reykjavík. Það bar þann árangur, að Listmálarafélaginu var þegar boðið að sýna, en reyndar á tíma sem hentaði félagsmönnum þess mjög illa, svo að ekkert varð af sýn- ingu. Pétur Friðrik og Veturliði eru sam- mála um, að listfræðingar séu orðnir mjög ráðandi í öllu Iistalífi Iands- manna. Örfáir menn ráði, hvað sé sýnt og hvað sé ekki sýnt. Ef listin fellur ekki að þeirra smekk er henni úthýst. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í allan gærdag náðist ekki í Gunnar Kvaran eða aðra af forsvarsmönnum Kjar- valsstaða. -EÓ ryrir grænfóður hey og vothey CLAAS býður meðal annars eftirtalinn búnað: 1. Stillanlegt dráttarbeisli. 2. Tvöfalda hjöruliði og öryggistengsli á drifskaft. 3. Rafbúin stjórntæki til að stjórna úr ekilssæti bindingu með garni, eða neti. Gefur til kynna með Ijósi eða hljóði þegar bagginn er tilbúinn. 4. Óflugan og opinn mötunarbúnað ásamt þjapp- ara (sjá mynd 4 og 5). 6. Stálvaisar tryggja að pökkun hefst um leið og heyið kemur inn og tryggir jafna bagga. 7. öfluga drifkeðju, hannaða til að endast lengi án viðhalds. 8. Sjálfvirka smurningu. 9. Tvöfaldan bindibúnað, sem sparar tíma og dregur úr bindigarnskostnaði. 10. Rollatex netbindibúnaður fáanlegur. 11. Öryggisventill á vökvakerfi. 12. Sleppibúnaður með rafbúnaði, sem gefur til kynna að vélin sé laus við baggann. 13. Auðvelt að komast að aukabindigarni og til að skipta um netrúllur. 14. Þrýstimælir til að fylgjast með þéttleika baggans. 15. Öryggisbúnaður vegna læsingar og opnunar afturhlera. Hafið samband við sölumenn okkar sem gefa nánari upplýsingar — mm SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA JKoMKJNJ HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 WldsorffM Veturíiði Gunnarsson á Kjarvals- stöðum þar sem oft hékk uppi sýning á verkum hans. Nú er það liðin tíð og Veturíiði ekki lengur talinn æskilegur í því húsi. þegar væri búið að úthluta tímanum. I bréfinu var Pétri bent á að sækja um að ári liðnu. Það ætlar hann hins veg- ar ekki að gera vegna þess að hann telur sig vita, hvert svarið verður. Pétur sagðist telja, að stjómendur Kjarvalsstaða væru að hafna þeirri tegund af myndlist sem hann og fleiri listamenn legðu stund á. „Ég geri ráð fyrir að við séum ekki nógu mó- dem,“ sagði Pétur. Veturliði Gunnarsson hefiir sýnt þrisvar eða fjórum sinnum á Kjar- valsstöðum og alltaf við metaðsókn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.