Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn
noo
Laugardagur 12. maí 1990
r *pm Q í* iiinoh'ipriic I
Játningar þriggja aðila liggja fyrir í morðmálinu í Stóragerði:
Hugsanlegt morðvopn
fannst í höfninni
Rannsóknarlögreglan hefur mögulegt morðvopn undir höndum,
sem notað var til að bana starfsmanni bensínstöðvarinnar við
Stóragerði 25. apríl sl. Hér er um að ræða svokallaða melspíru,
sem notuð er til að splæsa með vír og fannst hún samkvæmt
ábendingu þess, er játað hefur að hafa veríð á morðstaðnum
umræddan morgun. Rannsóknarlögreglan er nú að undirbúa
málið til ákæru og dómsmeðferðar.
Helgi Daníelsson, yfirlögregluþjónn hjá RLR. Tímamynd: Ami Bjama.
Rannsóknarlögreglan greindi í gær
í grófum dráttum ífá stöðu rannsókn-
arinnar. Tveir menn, þeir Snorri
Snorrason 34 ára og Guðmundur
Helgi Svavarsson 28 ára, sitja í gæslu-
varðhaldi til 23. maí. Sambýliskona
Guðmundar, sem er 20 ára, er einnig
gert að sitja í gæsluvarðhaldi til 23.
maí og sambýliskona Snorra var úr-
skurðuð í gæslu í síðustu viku til 18.
maí á heimili foreldra sinna, sökum
sjúkleika.
Snorri Snorrason og stúlkumar tvær
hafa tjáð sig um málið, en Guðmundur
Helgi Svavarsson hefur ekki viljað tjá
sig enn sem komið er. Snorri segir
Guðmund hafa verið með sér og stúlk-
umar segja, að samkvæmt ífásögn
þeirra beggja hafi þeir báðir verið á
staðnum.
Ekki var óskað eftir framlengingu
gæsluvarðhalds yfir þrítugum manni,
sem einnig var hnepptur í varðhald,
sem rann út 9. maí. Hann afplánar nú
refsingu fyrir óskyld brot. Hann teng-
ist málinu þannig, að hann var með
skiptimynt og fleira, sem talið er að
tengist ránsmorðinu, en honum var í
sjálfu sér kannski ókunnugt um hvað-
an skiptimyntin var komin. I fóram
hans fimdust hins vegar munir úr inn-
broti, sem teknir vora í innbroti á
smurstöð hjá Olíufélaginu fyrir
nokkra.
Helgi Daníelsson yfírlögregluþjónn
gerði grein fyrir atburðarásinni í gróf-
um dráttum, að svo miklu leyti sem
rannsóknarlögreglan telur sig geta
greint ffá.
Um klukkan hálf sjö að morgni 25.
apríl fóra Snorri og Guðmundur ffá
húsi við Smiðjustíg að Hlemmtoigi,
þar sem þeir fóra með strætisvagni og
úr honum við Grensásveg. Þaðan
ganga þeir að bensínstöðinni um Álm-
gerði. Þeir koma að bensínstöðinni á
svipuðum tíma og starfsmaðurinn,
Þorsteinn Guðnason heitinn, kom til
vinnu. Helgi sagði, að þeir Snorri og
Guðmundur hafi trúlega farið inn með
Þorsteini, enda þekktust Snorri og Þor-
steinn ffá fyrri tíð, en Snorri var áður
starfsmaður Olíufélagsins. Ekki er
ljóst, með hvaða strætisvagni þeir fóru
að Grensásvegi. Helgi segir, að af
skýrslum megi ráða, að þeir hafi báðir
verið á staðnum, þegar Þorsteinn lét
lífið, en að sögn Helga, er ekki ná-
kvæmlega ljóst, hvemig dauða starfs-
mannsins bar að höndum.
Þegar Snorri og Guðmundur höfðu
náð peningum úr peningaskáp í kjall-
ara bensínstöðvarinnar fóra þeir á bif-
reið hins látna, sem lagt var norðan
megin við stöðina og óku á honum
niður á Smiðjustíg, þar sem Guð-
mundur fór úr bílnum, en hann býr þar
og síðan ók Snorri áffam að bílastæð-
inu við Vesturgötu 3. Trúlegt er, að það
hafi verið á tímabilinu 7.37 til 7.45.
Guðmundur hafði með sér ránsfeng-
inn, þegar hann yfirgaf bílinn á
Smiðjustíg.
Eftir að Snorri hafði lagt bílnum á
stæði, gengur hann niður að Reykja-
víkurhöfn, milli Verbúðarbryggju og
Grófarbryggju, þar sem hann kastar í
sjóinn verkfæri, sem talið er, að hafi
verið notað við verknaðinn. Áhaldið,
sem er svokölluð melspíra og er notað
til að splæsa saman vira, fannst með
aðstoð kafara í höfninni á tilgreindum
stað 8. maí sl. Melspíruna höfðu þeir
meðferðis, þegar þeir fóra á staðinn.
Viðurkenning liggur fyrir því, að fatn-
aði, sem þeir vora í, þegar verknaður-
inn var framinn, var hent í gám eða
raslatunnu, en ekkert af því hefur
fundist.
Við húsleitir, sem fram fóra í kjölfar
handtakanna á nokkrum stöðum í
Reykjavík og á heimilum þeirra, sem
era í gæsluvarðhaldi, komu ýmis gögn
í leitimar, sem rannsóknarlögreglan
vill ekki greina ffá hver era. Þau era í
skoðun hjá tæknideild RLR og er
stefht að því, að þau verði send erlend-
is til ffekari rannsóknar.
Hvað þátt kvennanna varðar, þá er
ljóst, að þær fengu vitneskju um morð-
ið, þegar Snorri og Guðmundur komu
heim að verknaðinum loknum. Einnig
er það víst, að þær tóku þátt í að eyða
ránsfengnum. Talið er, að önnur stúlk-
an, sambýliskona Guðmundar, hafi
vitað fyrirffam um fyrirhugaða ferð.
„Þannig stendur málið í dag, að það er
áffam unnið að rannsókn þess og verið
er að undirbúa það fyrir ákæra og
dómsmeðferð. Það era margir þættir
atburðarrásarinnar, sem liggja ekki
ljósir fyrir og enn þarf að leita sam-
ræmingar á ýmsum atriðum, þannig að
ljóst má vera, að það taki einhvem
tíma til viðbótar," sagði Helgi.
Hvort þetta hafi verið skipulagt með
nokkrum fyrirvara, sagðist Helgi geta
svarað því þannig, að samkvæmt
ffamburði Snorra hafi verið rætt um að
gera þetta með áþekkum hætti og í
raun gerðist. Hins vegar væri ýmislegt
í sambandi við það mjög óljóst, m.a.
hvort þeir hafi rætt þann möguleika að
bana starfsmanninum.
Aðspurður sagði Helgi, að ekki væri
talið að Guðmundur og Snorri hafi
fært Þorstein heitinn með valdi inn á
bensínstöðina og að ekki hafi komið til
átaka þar fyrir utan.
Vitni sá tvo menn við bílinn umrædd-
an morgun við bensínstöðina. Að sögn
Helga hefur sakbending ekki farið
ffam. „Það liggur ekki Ijóst fyrir, að
það séu þeir tveir menn, sem tengjast
þessu máli,“ sagði Helgi. Aðspurður
sagði hann, að RLR tjái sig ckki um
það, hvort fingraför, eða einhver önnur
gögn hafi fundist.
Hvað varð til þess að þessir menn
vora handteknir? „Ég get ekki svarað
því öðra vísi til, en að rannsókn máls-
ins leiddi til handtöku þessara manna,
en ég get ekki skýrt ffá því, hvað varð
til þess,“ sagði Helgi. Hann sagði að-
cpurður, hvort flkniefhalögreglan hafi
komið þeim á sporið, að eðli allra
i'annsókna væri að allt lögreglulið
vinni saman, nvort sem það væri fikni-
efhadeild almenn lögregla eða rann-
sóknarlögreglan og beitti öllum ráð-
um, sem tiltæk væra.
Aðspurður sagðist Helgi ekki getað
svarað því, hvort það hafi verið ásetn-
ingur mannanna að ætla að myrða
starfsmanninn og ræna peningunum, í
ljósi þess að vera með þetta verkfæri á
sér. Einnig sagði hann aðspurður, þótt
hann vissi það ekki nákvæmlega, að
svo kynni að vera, að annað vopn hafi
einnig verið notað. Ekki er ljóst, hver
bar melspíruna á sér.
Helgi sagðist ekki geta greint ffá
ffamburði Snorra um hans þátt inni á
bensínstöðinni, að öðra leyti en því, að
hann hafi viðurkennt að hafa verið á
staðnum, þegar verknaðurinn var
ffaminn.
Um það hvort þeir hafi verið undir
áhrifum fikniefna umræddan morgun,
sagði Helgi það ekki hafa komið ffam.
Hins vegar hefur fólkið komið við
sögu lögreglu áður, þá að minnsta
kosti sum þeirra einnig við sögu hjá
fikniefhalögreglu.
Ránsfengurinn var um 500 þúsund
krónur, þar af um 200 þúsund í ávísun-
um og vora þær í bílnum, þegar hann
fannst við Vesturgötu. Ljóst er, að ein-
hveiju af peningunum, 300 þúsund
krónum, hefur verið eytt. Samkvæmt
vitnisburði Snorra opnuðu þeir sjálfir
peningaskápinn.
Að sögn Helga hafa Snorri og stúlk-
umar ekki orðið missaga í vitnisburði
sínum, sem gæfi tilefni til að efast um
að atburðarrásin hafi verið, eins og lyrr
ffá greinir. Ekki hefur verið ákveðið,
hvenær málinu verður vísað til ríkis-
saksóknara, sem tekur ákvörðun um
ákærar í málinu. —ABÓ
Frambjóðendur B-listans heimsækja vinnustaði:
„Lykillinn að betri borg“
Frambjóðendur Framsóknar-
flokksins í Reykjavík hafa í vik-
unni heimsótt vinnustaöi í borg-
inni og kynnt stefnu sína og
svarað fyrirspumum. Frambjóð-
endunum hefur hvarvetna verið
vel tekið. Víða hafa skapast flör-
ugar umræður um málefrii borg-
arinnar og stefriu Framsóknar-
flokksins.
Tillaga flokksins, um að settar
verði siðareglur fyrir borgarfulltrúa
og embættismenn borgarinnar, hef-
ur verið ofarlega á baugi á fundun-
um. Einnig gagnrýni ffambjóðenda
flokksins á dýrar íbúðir fyrir aldr-
aða. Fleiri mál hafa borið á góma,
s.s. launakjör borgarstarfsmanna,
atvinnumál, íþrótta- og æskulýðs-
mál og samgöngur í borginni. Fram-
bjóðendur hafa afhent starfsfólki
lyklakippu með grænum lykli á
undir kjörorðunum, „Framsóknar-
flokkurinn - Lykillinn að betri
borg.“
Þá hefur sorpböggunarstöðin í
Grafarvogi verið ofarlega í hugum
Sigrún Magnúsdóttlr og Áslaug Brynjólfsdóttir gáfu starfsmönnum Mjólkur-
samsölunnar græna lykla til að minna þá á, að kjósendur hafa lykilaðstöðu til
að opna nýjum sjónarmiðum leið f Reykjavík 26. maí næstkomandi undir kjör-
orðunum Framsóknarflokkurinn - Lykillinn að betri borg."
Timamynd Ami Bjama
manna. Svo virðist, sem Sjálfstæð- halda niðri óánægju borgarbúa með
ismönnum ætli ekki að takast að staðsetningu stöðvarinnar. Mjög
Alfreð Þorsteinsson ræddi málin við starfsmenn Osta- og smjörsölunnar.
Þeim fannst ekki vanþörf á að setja borgarfulltrúum og starfsmönnum borgar-
innar starfsreglur. Nýverið var Alfreð á fundi með starfsfólki í prentsmiðjunni
Odda og bar þá sorpböggunarstöðina mjög á góma og kom fram veruleg and-
staða við hana. Timamynd Ami Bjama
viðamikil undirskriftasöfhun er nú í setningu stöðvarinnar er mótmælt.
gangi í Grafarvogi, þar sem stað- -EÓ