Tíminn - 12.05.1990, Side 6
-6 Tíminn
LaÖ'ð&f-cMgO r'i&i ttfifí'1990b J
TÍMTNN
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gíslason
Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Eggert Skúlason
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
Skrífstofur Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöidsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttstjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning
og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f.
Mánaöaráskrift kr. 1000,-, verö f lausasölu ( 90,- kr og 110,- kr. um
helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Landbúnaður í iðnríkjum
í öllu talinu um uppstokkun og samruna efhahags-
kerfa Evrópu, þar sem allt er lagt upp úr stærð mark-
aðsheilda, óheftum viðskiptum og afnámi „styrkja-
stefnu“ gagnvart atvinnuvegum landanna, verða
landbúnaður, og í ýmsum löndum sjávarútvegur, að
vandræðabömum vegna þess að ffumframleiðslu-
greinar, þeir atvinnuvegir sem byggjast á hinni líf-
rænu náttúm, falla ekki inn í milliliðaheimspeki
tækni- og viðskiptaþjóðfélagsins.
Þeir sem lengst ganga í einföldunarpólitík nýkapi-
talismans telja að útrýma beri matvælaframleiðslu í
tækniþjóðfélögum nútímans, þar eigi eingöngu að
sinna fésýslu, hátækniiðnaði og „upplýsingaþjón-
ustu“, en umfram allt milliliðastarfsemi í víðtækasta
skilningi. Því er síst að fúrða þótt allt, sem ekki fellur
sjálfkrafa að starfskerfí milliliðaþjóðfélagsins, hírist í
slíku umhverfi eins og hvert annað aðskotadýr. Hins
vegar munu aðrir sjá að varla muni sú þjóðfélagsgerð
sem lýsir fæðuöflun í bann innan sinna marka, stand-
ast reynslu aldanna. Hún ber dauðann í sjálfri sér.
Meðal þess sem nú er ráðslagað um í heimi við-
skiptanna er afnám „stuðningsaðgerða“ í þágu land-
búnaðar í löndum sem aðild eiga að Alþjóðatolla-
bandalaginu, GATT. Þrátt fyrir allt vefst það fyrir
evrópskum forkólfum markaðshyggjunnar, hvaða af-
leiðingar stórtæk og skyndileg stefnubreyting í land-
búnaðarmálum muni hafa á sín eigin þjóðfélög.
Bændasamtök í Evrópulöndum, bæði EB og EFTA
ríkjum, hafa í tilefni GATT viðræðnanna efnt til ráð-
stefnu um þessi mál í Genf í Sviss og sent frá sér
ályktun um landbúnaðarmál, þar sem lögð er áhersla
á öryggi í matvælaframleiðslu iðnríkja, að ffamleidd
sé góð matvara, að landbúnaður sé stundaður í fúllri
sátt við náttúruna og jaffivægi sé haldið í búsetu. Að
þessari ráðstefnu stóðu auk evrópskra bændasamtaka,
samtök bænda í Bandaríkjunum og Kanada.
I ályktun ráðstefnunnar er það viðurkennt að það
fijálsræði sem að er stefnt í markaðsmálum geti
vissulega örvað viðskipti með landbúnaðarvörur milli
landa, en stofni eigi að síður í hættu ýmsum megin-
þáttum sem eru grundvöllur að nægri matvælafram-
leiðslu, fyrir vemdun umhverfis og búsetu á mikil-
vægum framleiðslusvæðum.
Þar segir ennfremur, að hvert þjóðland eigi rétt til
þess að geta haft vald á landbúnaðarstefnu sinni til að
treysta öryggi þegna sinna, tryggja þeim holla fæðu
og heilbrigði. Þar er einnig skýrum orðum bent á mik-
ilvægi þess að nýta framleiðslumöguleika hvers lands
og landsvæðis í baráttunni við matarskort í heimin-
um. í ályktun þessarar fjölþjóðaráðstefhu um land-
búnaðarmál er lögð mikil áhersla á að fjölskyldubú-
skapur sé það rekstrarform sem betur en nokkurt
annað tryggi félagslegan og pólitískan stöðugleika,
hagkvæmni og eðlilegt fijálsræði innan hvers land-
búnaðarsvæðis. Með fjölskyldubúskap fæst mest
hvatning til að varðveita náttúrlegar auðlindir og skila
þeim í fullu gildi í hendur komandi kynslóðum.
Þau sjónarmið, sem fram koma í Genfarsamþykkt
bændasamtaka iðnríkjanna, skipta miklu máli í um-
ræðunni um þróun efnahagsbandalaga og markaðs-
svæða. Þau mega ekki liggja í láginni.
Þegar norrænir
menn ákváðu að steftia til
íslands og nema þar land
þá var það pólitísk
ákvörðun. Sú ákvörðun var
sprottin af valdabrölti Haraldar
hárfagra sem sameinaði Noreg
og gerði landið að konungsríki
sínu. Kristnitakan á Alþingi árið
eitt þúsund var líka pólitísk
ákvörðun. Þjóðveldisöldin var
krökk af pólitískum ákvörðun-
um, þótt bækur frá þeim tíma séu
oftar en hitt skrásetning á mann-
vígum samkvæmt hefhdarvenj-
um þeirra tíma. Þegar Hákon
Noregskonungur lét drepa
Snorra Sturluson samkvæmt yf-
irlýsingum hans sjálfs í Þórðar
sögu kakala Sighvatssonar, var
það verk framið af pólitískum
ástæðum. Ekki þarf að taka slíkt
fram um Gamla sáttmála 1262.
Allar götur síðan hefúr almenn-
ingur á Islandi lifað við pólitísk-
ar ákvarðanir að svo miklu leyti
sem náttúruhamfarir og plágur
yfirskyggðu ekki gjöminga
stjómarherra. Og frá fúllveldis-
tíma og síðar lýðveldistíma hef-
ur almenningur búið við pólit-
ískar ákvarðanir, sem teknar hafa
verið af innlendum mönnum,
sem til þess hafa verið kjömir að
hafa slíkt með höndum. Við bú-
um því í heimi, þar sem ekki
verður vikist undan pólitískum
ákvörðunum eða pólitískri leið-
sögn. Þess vegna er undarlegt
hve sjálf stofhun pólitískra
ákvarðana, Alþingi íslendinga,
nýtur lítillar virðingar, þrátt fyrir
það að líf landsmanna stjómist
daglega af pólitískum ákvörðun-
um. Neyslulega séð mætti leyfa
sér að gera samanburð á Alþingi
og venjulegu mjólkursamlagi.
Mjólkursamlag sætir aldrei
gagnrýni nema framleiðslan
súmi. Miðað við umræðumar
um Alþingi mætti álíta að leið-
beiningar þær sem frá þinginu
koma um tilhögun lífs í landinu
þyki flesta daga súrar.
Uppgjör á
fjögurra ára fresti
Engu er líkara en stundum séu
íslendingar að bæta sér upp and-
óf við aldalanga stjómsýslu
Dana og hafi síðan á fúllveldis-
tíma lagst alfarið í stjómarand-
stöðu. Sérkennilegt er að heilt
þjóðfélag skuli vera jafnand-
stætt þingi og löggjafarvaldinu,
eins og það íslenska. Skiptir
engu máli hveijir sitja í ríkis-
stjómum og hvort þær hafa mik-
inn meirihluta eða lítinn. Þær fá
að sitja svona hundrað daga í
sæmilegum friði, áður en kjós-
endur byrja að dæsa. Siðan er
dæst og dæst mikið á meðan rík-
isstjóm situr. Þar sem Alþingi er
fost stofhun fær það yfírleitt
aldrei hundrað daga umþóttun-
artíma hvað þá meir. Gagnrýnin
á þingtnenn og þingstörf stendur
yfírleitt alltaf ffá þingsetningu
og þangað til þingi er slitið
hveiju sinni. Þetta er hvimleitt
vegna þess að líf okkar ræðst af
pólitískum ákvörðunum þess,
og því mætti ætla að það stæði
okkur nærri að virða vilja þess
hvort sem okkur líkar betur eða
ver við fyrirmæli þess. Auðvitað
er ljóst að margur er sá sem þyk-
ist vita betur en Alþingi og hefur
uppi stór orð um „alla vitleys-
una“. En það er ekkert nýtt. Við
búum við frjálslynda Iöggjöf og
það er reynt að hafa eins rúmt
um þegnana og kostur er. Og
þess hefur gætt í störfúm þings-
ins, bæði hvað snertir efnahags-
mál og launamál, að það lítur
svo á að hér sé stéttlaust samfé-
lag. Með því að vinna að því að
eyðileggja virðingu Alþingis em
þeir sem að því starfa að veikja
stofnun sem verður að sníða
þjóðfélaginu þann ramma sem
því hentar hveiju sinni. Ekkert
getur komið í staðinn fyrir það,
en kjósendur, gagnrýnendur
sjálfir, eiga þess kost á fjögurra
ára fresti eða oftar að gera upp
sín mál í kosningum, eða fara
sjálfír í ffamboð, eins og stund-
um hefur gerst, en með misjöfn-
um árangri.
Virðing Alþingis
Alþingi íslendinga er eitt þús-
und og sextíu ára gömul stofnun.
Það er ekki málfundur sem sett-
ur var í gær. Aldurinn einn og
sér ætti að vera nægt virðingar-
efni. En síðari hluti þessarar ald-
ar hefur farið ómjúkum höndum
um flest virðingarefni, og Al-
þingi hefúr goldið þess. Mestum
ófamaði hefúr valdið að Alþingi
hefúr orðið fyrir barðinu á nýrri
fjölmiðlun, þar sem einna mest
er lagt upp úr því að koma upp
deilum innan ríkisstjóma og
helst að rjúfa ríkisstjómir í
„beinni útsendingu“ eins og það
er kallað á sjónvarpsmáli. Fjöl-
miðlun er í sjálfri sér þannig
samsett, einkum sjónvarp, að
hún nær fyrst og fremst árangri
sé eitthvað dramatískt að gerast.
Nái ekki að etja stjómmála-
mönnum saman í sjónvarpi
reynir hinn „hlutlausi“ sjón-
varpsmaður að yfírbuga við-
mælendur sína með einum og
öðmm hætti, oft á þann veg, sé
um þingmann að ræða, að áhorf-
andinn dæsir fyrir framan tækið
sitt og segir sem svo: Ekki er
von að virðing Alþingis sé mik-
il. Ekki bætir úr skák, að til er
fjölmiðlafólk sem gefur sig út
fyrir að leiðbeina stjómmála-
mönnum að koma fram í sjón-
varpi. Það hugsar meira um tæk-
ið en manninn; leggur kannski
áherslu á einhverja tegund
greiðslu og mestu meinsemd
þingmanns, komi hann í sjón-
varp, að vera alþýðlegur. Það var
góð lenska hér á ámm áður, að
menn væm alþýðlegir heim að
sækja og alþýðlegir á réttar-
veggnum á hisjstin. En þing-
menn hafa aldrei fengið bréf upp
á það að þeir eigi að vera alþýð-
legir. Fyrir sjónvarpsmann er
auðvitað auðveldara að fást við
alþýðlegan þingmann en mátu-
lega hrokafullan, og það er auð-
velt fyrir stráka að yfírbuga hann
á sjónvarpsskerminum. Hér er
ekki verið að tala um hroka í
verstu merkingu þess orðs, held-
ur þá tegund af sjálfsvirðingu
sem fylgír því að koma fram fyr-
ir alþjóð sem fulltrúi Alþingis.
Callaghan aðferðin
Fyrir margt löngu horfði höf-
undur þessa bréfs á James Cal-
laghan, fyrmm forsætisráðherra
Breta, koma fram i sjónvarpi er
hann var að koma af flokksþingi
Verkamannaflokksins. Það var
sýnilegt að hann var rifínn í
þennan þátt samkvæmt þörfum
sjónvarpsins, því Callaghan tók
strax eftirfarandi fram:
Eg hef ekkert hingað að gera.
Sjónvarpsmaður:
Hvað segirðu um o.s.frv.
Callaghan:
Ég veit ekkert um málið. Og ef
ég vissi eitthvað myndi ég ekki
fara að segja þér það.
Sjónvarpsmaður:
En hvemig stendur á því að
o.s.ffv.
Callaghan:
Stendur einhvem veginn á því?
Ég veit það ekki.
Sjónvarpsmaður:
En þú hlýtur að geta sagt mér
o.s.frv.
Callaghan:
Eins og ég sagði áðan, þá hef ég
ekkert hingað að gera og ekkert
við þig að tala.
Sjónvarpsmaður:
Ég veit að þetta er o.s.ffv.
Callaghan:
Þá veistu meira en ég.
Þannig lauk þessu sjónvarp-
sviðtali. Það var stutt og hvomg-
ur dró af sér við að sýna ískrandi
fyrirlitningu. Þess ber að gæta,
að sjónvarp hafði þá verið lengi
við lýði í Bretlandi og Callaghan
eflaust búinn að fá nóga reynslu
af því. Hér hefði svona samtal
farið allt öðmvísi ffam, og ráð-
herrann eflaust búinn segja af
sér af þjónustusemi við einhvem
sjónvarpsstrák áður en samtali
lauk.
r
Ur vemduðu umhverfi
1 öngum sínum hafa liðsoddar
Alþingis látið að því liggja, að
þinginu bráðlægi á talsmanni
sem fengist við fjölmiðlana.
Þessi hugmynd er byggð á mikl-
um misskilningi. Fréttastofúr
sjónvarpa myndu ekki taka í mál
að ræða við blaðafúlltrúa Al-
þingis. Þær líta ekki við minna
en þingmanni eða ráðherra og
best líður þeim þegar þrír ráð-
herrar em á skerminum í einu
við að gera þeim til geðs og sýna
itrustu þjónustulund. Talsmaður
Alþingis er því andvana fæddur.
Svo sýnist manni nú líka, að
þingmaður sem er að hugsa um
atkvæðin sín sé ekki á móti því
að koma á skerminn þótt það
þýddi að hann talaði af sér eða
mætti segja minna en hann vildi.
Ef Alþingi býr við virðingar-
leysi, þá er það að mestum hluta