Tíminn - 26.05.1990, Side 4
4 Tíminn
FRÉTTAYFIRLIT
MOSKVA - Forsætisráð-
herra Sovétríkjanna
Ryzhkov hótaði að segja af
sér, ef almenningur og þing-
, menn styddu ekki tillögur
hans um róttækar efnahags-
umbætur.
Kolanámumenn í stærstu
námum Sovétríkjanna hót-
uðu að efna til mótmæla
gegn efnahagsumbótunum
sem munu hækka matar-
verð verulega.
GENF - Arafat, leiötogi
RLO, ávarpaði Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna og
bað um að sendir yrðu
gæsluliðar til hernumdu
svæða ísraels og beittu ísra-
el efnahagsþvingunum.
JERÚSALEM - Palest-
ínskir verkamenn stungu og
særðu alvarlega ísraelskan
bónda á Vesturbakkanum.
Hermenn settu meir en millj-
ón menn í útgöngubann á
Vesturbakkanum og í Gaza
til að koma í veg fyrir uppþot.
JÓHANNESARBORG -
Dómstóll komst að þeirri nið-
urstöðu, að lífvörður Winnie
Mandela væri sekur um að
hafa myrt 14 ára dreng. Nel-
son Mandela eiginmaður
hennar sagði að réttarhöldin
hefðu verið ósanngjörn.
MONROVIA - Forseti Lí-
beríu, Samúel Doe, sagði að
her hans hefði náð aftur á
sitt vald næststærstu höfn
landsins. Hann bauðst til að
halda kosningar ef það kynni
að stöðva uppreisnina í
landinu og koma á friði.
Hann sagðist líka myndi
segja af sér ef hann tapaöi
kosningunum.
BONN - Helmút Kohl kansl-
ari sagði að hershöfðingjar
frá NATÓ og Varsjárbanda-
laginu ættu að hittast reglu-
lega og væri það í anda
bættrar sambúðar banda-
laganna.
VARSJÁ - Lech Walesa
sagði að óánægð stjórn-
málaöfl stæðu að baki verk-
falls járnbrautarstarfsmanna
sem stöðvað hefur alla
skipaumferð til Póllands.
Hann sagði að verkfallið
gæti komið af stað borgara-
styrjöld.
BÚKAREST - Jón lliescu
vann stórsigur í rúmensku
forsetakosningunum og fékk
85.97% atkvæða. Opinberir
talningamenn staðfestu
einnig að flokkur hans, Þjóð-
arráðið, hefði fengið meira
en tvo þriðju hluta þingsæta.
BEIRÚT - Andstæðar fylk-
ingar Shíta Múslima börðust
í suðurúthverfum Beirút. Þrír
menn dóu og 25 særðust.
Laugardagur 26. maí 1990
Gorbatsjof bauð sjálfstæði innan þriggja ára:
LITHAUGAR SKRUFA
FYRIR HEITT VATN
Ríkisstjóm Lithaugalands lét skrúfa fýrír heitt vatn til flestra
iðnvera landsins á föstudag og sagði að 100.000 menn yrðu án
vinnu eftir helgina vegna efnahagsþvingana Sovétstjómar.
Alexandríus Ambryazavicius er í
stjómamefnd sem stýrir vamarað-
gerðum Lithauga vegna refsiaðgerða
Sovétstjómar. Hann sagði fréttamanni
Reuters í gær að vatni og gufu yrði
áfiram veitt til nauðsynlegrar starf-
semi, svo sem matvælavinnslu. Hann
sagði líka að helsta orkuveri Lithauga,
„Elektrene“, yrði lokað þótt enn væru
til vikubirgðir af olíu þar sem Lit-
haugar vildu geta gripið til þeirra i
neyð. Ambryazavicius sagði að mörg
fyrirtæki yrðu að hætta starfsemi eftir
helgi. Þá munu um 100.000 Lithaugar
hafa misst vinnuna vegna efnahags-
þvingananna en íbúafjóldi Lithauga-
lands er um 3,5 milljónir. „Meðan
Gorbatsjof verður í Bandaríkjunum
munu Sovétmenn úthluta okkur næga
orku til að bæta upp ffamleiðslu El-
ektrenu- orkuversins en um leið og
Gorbatsjof kemur aftur, þarf hann
ekki að brosa lengur og lætur hætta
birgðaflutningum“, sagði Ambryaz-
avicius.
A fimmtudag er talið að Gorbatsjof
hafi boðið Lithaugum sjálfstæði innan
þriggja ára ef þeir frestuðu sjálfstæð-
isyfirlýsingu sinni en þeir hafa enn
ekki svarað því tilboði opinberlega.
Landbergis forseti Lithauga greiðir atkvæði í upphafi baráttunnar.
Miðjumaður dregur sig í hlé:
Rússar verða að
taka ákvörðun
Sigurstranglegur frambjóðandi til
rússneska forsetaembættisins dró í
gær til baka framboð sitt.
Alexander Vlasov naut stuðnings
Gorbatsjof og var álitinn líklegur sig-
urvegari. Helstu keppinautar hans
vom hinn róttæki umbótasinni Jeltsin,
sem harðlega hefur gagnrýnt Gorbat-
sjof fyrir litlar lýðræðisumbætur og
Ivan Polozkov sem talinn er harðlínu-
maður af gamla skólanum. Vlasov
kom þingfulltrúum verulega á óvart
þegar hann sagði: „Astand mála krefst
þess að við tökum afstöðu. Ég dreg
mig í hlé“.
Nú verður þingið að taka afstöðu til
þess hvort það vill fýlgja Jeltsin, sem
hefur sagt að sósíalismi sé ekki nauð-
synlegur valkostur fyrir Rússland, eða
Polozkov, sem sagði í gær að Rúss-
land mætti ekki víkja af vegi sósíal-
ismans. Niðurstöður úr leynilegum
kosningum þingmanna verða birtar í
dag. Rússland er langfjölmennasta
sovétlýðveldið með 147 milljón af
286 milljón íbúum Sovétríkjanna.
Gorbtsjof gagnrýndi harðlega Jeltsin
á miðvikudag og sagði að hann vildi
afhema sósíalisma í Rússlandi. Hugs-
anlegt er að Sovétstjóm hafi viljað fá
afdráttarlausan stuðning við sósíalis-
mann og hafi þess vegna beðið miðju-
manninn Vlasov um að draga sig í hlé.
Stuðningsmenn Jeltsin telja þó, að
sigurlíkur hans séu miklar og segjast
hafa tryggt sér 400 af þeim 531 at-
kvæðum sem þurfi til sigurs. Jeltsin
sagði í gær að hann myndi starfa með
Gorbatsjof ef hann ynni sigur og sagð-
ist vera reiðubúinn til málamiðlanna.
„Ég styð ekki sósíalisma, sósíalism-
ans vegna. Ég styð rikisstjóm sem
þjóðin virðir og sem virðir þjóðina".
Fundur Öryggisráðsins í Genf:
íraelsstjórn
full andúðar
ísraelsstjórn er á móti því að
sendir verði eftirlitsmenn frá
Sameinuðu þjóðunum til Israels
og fylgist vandlega en full andúð-
ar með fundi Öryggisráðsins í
Genf.
Ekki er ljóst hvaða ályktun
fundurinn samþykkir eða hvort
hann samþykkir nokkra ályktun
um eftirlitsmenn á hernumdu
svæðunum. ísraelar hafa þó þeg-
ar tilkynnt að þeir muni ekki
hleypa neinum eftirlitsmönnum
inn í landið og segja að það myndi
Stuðla að frekari óróa meðal Ar-
aba, ísraelar segja að Palestínu-
menn njóti nú þegar nægrar
verndar Israelskra öryggissveita.
fsak Shamir sagði í gær að ekki
yrði hægt að framfylgja ályktun
um eftirlitsmenn og henni yrði
ekki framfylgt fremur en mörg-
um öðrum samþykktum Samein-
uðu þjóðanna um ísrael.
fsraelar hafa hvatt Bandarikja-
menn til að beita neitunarvaldi
sínu gegn öllum tillögum um eftir-
litssveitir, en þeir hafa haft þung-
ar áhyggjur af nýlegum yfirlýs-
ingum Bandarikjastjórnar um
þörf á slíkum eftirlitssveitum.
Herzog, forseti ísraels, er nú í
heimsókn í Finnlandi. Hann sagði
um fund Öryggisráðsins að ekk-
ert jákvætt kæmi út úr fundum
Sameinuðu þjóðanna og að fund-
urinn væri „sígilt dæmi um
hræsnina i veröldinni sem væri
mjðg kviðavænlegt í Ijósi vaxandi
gyðingaandúðar í heiminum".
Irskt tungumál brátt útdautt
Breskur tungumálaprófessor, Reg
Hindley, hcfur birt niðurstöður úr
könnun á útbreiðslu gelísku á írlandi.
Þar kemur fram að gelíska verður
brátt útdautt tungumál. Miklir fólks-
flutningar frá svæðum þar sem gel-
íska er töluð og enskt sjónvarpsefni
eni ástæðumar fyrir þessari þróun.
Irar eru stoltir af uppruna sínum og
arfleifð. Þeir hafa reynt að auka notk-
un gelísku en enska var tungumál
flestra Ira þegar landið fékk sjálf-
stæði frá Bretum. Gelíska er skyldu-
námsefni í skólum og þeir sem vilja
fá starf í lögreglu eða embætti hjá
ríkinu verða að sanna kunnáttu sína í
málinu. Samkvæmt nýlegum opin-
berum könnunum segist nærri þriðji
hver Iri tala gelísku eða um ein millj-
ón manna. Það segir Hindley að sé
fjarri öllu lagi. Þeir sem raunverulega
nota tungumálið séu nálægt því að
vera 8000 en til samburðar má geta
þess að íbúar Garðabæjar eru um
7000. I bók sinni „Dauði írskrar
tungu“ segir Hindley að tungumálið
verði útdautt um leið og mæður hætti
að tala það við böm sín. Sjónvarpið
segir hann að sé mikið notað sem
bamfóstra og eigi dijúgan þátt í því
að kenna ungabömum ensku. Miklir
fólksflutningar hafa verið frá svæð-
um þar sem gelíska er töluð. Efna-
hagur er þar báborinn og stjómvöld
hafa reynt að efla þar atvinnulíf en
Hindley segir að eini iðnaðurinn,
sem beri sig þar, sé framleiðsla á
ferðatöskum.
Á írlandi hefur verið nokkur um-
ræða um niðurstöður tungumálapró-
fessorsins. Þingmaðurinn Dinny
McGinley sagðist telja að það væri
rétt að fjölmiðlar ættu hlut í því að
útrýma gelísku og bætti við að það
væri skelfilegt að á sama tima og
Austur-Evrópuþjóðir berðust við að
endurheimta sjálfsvitund sína skyldu
írar vera að glata þjóðarvitund sinni.
FW.de KtefkíLondon
Fékk lof, engan fjárstuóning
F.W. de KJerk forseti Suður- Affíku
hefúr lokið ferðalagi sínu um níu lönd í
Evrópu. Hann fékk víðast hvar lof fýr-
ir umbætur sínar í kynþáttamálum en
honum mistókst að afla landi sínu
nýrra lána.
„Við ráðum við viðskiptahömlur, en
við þörfhumst nýrra lána“, sagði heim-
ildarmaður Reuters sem ferðaðist með
forsetanum. Stjómmálaskýrendur
segja að jafnvel þótt ríkisstjóm Klerks
hafi enn ekki áunnið sér traust vest-
rænna banka, sé ljóst að honum varð
ýmislegt ágengt. Honum tókst að ijúfa
pólitíska einangrun S-Afríku, „og það
var í raun erfiðasta þvingunin sem S-
Afrika hefúr mátt þola“, sagði háttsett-
ur ráðgjafi forsetans. Móttökumar sem
Klerk fekk vom langtum betri en leið-
togar S-Afríku hafa áður fengið. Til
mestra mótmæla kom í Aþenu þar sem
lögregla skaut táragasi að stúdentum
sem fleygðu bensínsprengjum. De
Klerk lauk ferð sinni í Róm í gær og
sagði í London, þar sem hann kom við
á leið til Suður-Afríku, að umbætur
hans myndu halda áfram og að .Jiéðan
af veiður ekki aftur snúið“.
F.W. de Klerk reyndi í ferð sinni að fá
bankamenn til að heita S- Afríku
bankafýrirgreiðslu en engum lögum
þarf að breyta í Evrópu til að bankar
taki að fjárfesta að nýju í efnahag
landsins. Bankamenn drógu úr lánafýr-
irgreiðslu til Suður-Afríku vegna mót-
mæla og óróaástands í landinu, en nú
óttast þeir stjómmmálaóreiðu sem gæti
skapast við það að hvíti minnihlutinn
losi um tök sín á landinu.
Annað markmið Klerks var að fá tíki
EB til að létta af viðskiptahömlum á S-
Afríku. Fundur um það mál verður í
enda júnímánaðar og hefúr Margrét
Thatcher þegar lýst yfir áhuga á þvi, en
sjómmálaskýrendur segja að viðbrögð
Frakka hafi þó skipt meira máli. Mitt-
erand Frakklandsforseti er sagður hafa
sagt, að EB myndi endurskoða afstöðu
sína ef stjóm S- Afríku gengi nokkrum
skrefúm lengra í afnámi Apartheid og
þau skref sé Klerk þegar farinn að
stiga.